Morgunblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 219. tbl. G8. ár>í. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ársþing Verkamannaflokksins: Samþykkti úr- sögn úr EBE Hrighton. 1. októbor. AP. BREZKI Verkamannaflokkurinn samþykkti úrsögn úr Efnahags- bandalagi Evrópu á ársþingi sínu i Brighton i dag. Af hverjum 7 fulltrúum greiddu G atkvæði með úrsögn úr EBE. Úrsögn úr EBE verður sett í stefnuskrá flokksins og komist flokkurinn til valda er stefnt að þvi, að Bretland verði úr EBE innan árs frá valdatöku flokksins og án þjóðaratkvæðagreiðslu. Sósíalistar í ríkjum EBE hörm- uðu í dag samþykkt Verkamanna- flokksins. Joop den Uyl, forseti sambands sósíalista innan EBE, harmaði ákvörðunina en sagði að sósíalistar mundu virða hana. Þegar úrslit í atkvæðagreiðsl- unni lágu fyrir lustu þingfulltrúar upp miklum fagnaðarópum. Fréttaskýrendur eru sammála um, að hægfara öfl innan Verka- mannaflokksins hafi heldur styrkt stöðu sína á þinginu. Michael Foot, leiðtogi flokksins, sagði í ræðu í dag að Verkamannaflokk- urinn væri á ný í miðju brezkra stjórnmála. Hann lýsti þinginu sem „slæmum tíðindum" fyrir sósíaldemókrata. „Spádómar þeirra um sundrungu hafa ekki ræst,“ sagði Foot. Þrátt fyrir ummæli Foots, þá sagði J. Dickson, þingmaður flokksins í Greenock í Skotlandi, sig úr lögum við flokkinn vegna vinstri slagsíðu Verkamanna- flokksins. Dickson er 16. þingmað- urinn sem yfirgefur Verkamanna- flokkinn og gengur til liðs við sósí- aldemókrata. Tugir biðu bana í sprengingu i Beirut Beirut, 1. októher. AP. ÖFLUG sprengja sprakk skammt frá aðalstöðvum PLO í vestur- hluta Beirut, höfuðhorgar Líbanon, í morgun. Lögreglan i Beir- ut sagði í dag, að 30 manns hefðu beðið bana og yfir 130 hefðu særst en PLÖ, frelsissamtök Palestínu, sögðu að 18 hefðu beðið bana og 247 særst. Gífurleg eyðilegging varð, hlutar háhýsa í nágrenninu hrundu og mikil skelfing greip um sig meðal fólks. lík og mikill skortur var á blóði Hvarvetna mátti sjá sundurtætt til blóðgjafar. Sprengjunni var komið fyrir í bifreið og hún sprakk á mesta annatímanum í morgun. Mikill fjöldi fólks var á ferli í nágrenn- inu þegar sprengjan sprakk. Enn hefur enginn lýst ábyrgð á hendur sér, en PLO-samtökin ásökuðu ísraela um að standa á bak við sprengjutilræðið. Heim- ildir segja, að margir áhrifa- menn Þjóðfylkingarinnar, kommúnískra samtaka, hafi verið meðal þeirra, sem biðu bana. Atvikið í Beirut er hið nýjasta í röð sprengjutilræða í Líbanon. Þann 17. september biðu 25 manns bana í sprengjutilræði í Sidon og 4 í Chekka. Daginn eft- ir létust þrír í sprengjutilræði í Beirut. Hægri sinnuð öfgasam- tök stóðu á bak við sprengjutil- ræðin í september. Áskorandinn Viktor Korchnoi, til hægri, leikur fyrsta leik einvigisins. Anatoly Karpov, heimsmeist- ari, fylgist ibygginn með. Guðmundur Arnlaugsson, aðstoðardómari, er til hliðar við Karpov. Símamynd-AP. Karpov vann fyrstu skákina Mcrami. Italiu. 1. uktúbcr. AP. ANATOLY Karpov. heimsmeist- ari í skák. sigraði áskorandann Viktor Korchnoi í fyrstu einvíg- isskákinni i Meranó á Italíu í kvöld. Korchnoi stýrði hvitu mönnunum og beitti drottn- ingarbragði. sem Karpov afþakk- aði. Heimsmeistarinn náði undir- tökunum i miötaflinu og að sögn Friðriks Ólafssonar, forseta FIDE. gafst Korchnoi upp eftir 13 leiki. Þá peði undir. auk þess að Karpov hafði náð yfirburða- stiiðu. Viktor Korchnoi kom til einvíg- isstaðarins skömmu á undan Karpov. ísköld þögn ríkti á milli þeirra og ekki hirtu meistararnir um að takast í hendur í upphafi fyrstu einvígisskákarinnar. Um 400 manns fylgdust með skákinni. Síðast tefldu þeir í Baguio á Fil- ippseyjum. Karpov sigraði þá í 32 skáka einvígi, vann 6 skákir, Korchnoi 5. Öðrum skákum lykt- aði með jafntefli. Önnur einvígisskák þeirra Karpovs og Korchnois verður tefld á laugardag. Sjá skákskýringar Margeirs Péturssonar á bls. 2. írönsk loftárás á olíustöð í Kuwait Kuwait. I’aris. 1. oktúhrr. AP. ÞRJÁR íranskar orrustuþotur gerðu í morgun árás á olíu- hreinsunarstiið í Kuwait, að því er stjórnvöld þar í landi til- Guillaume látinn laus í skiptum lionn. 1. októher. AP. GUNTIIER Guillaume. a-þýzki njósnarinn sem varð Willy Brandt, fyrrum kanslara V-Þýzkalands að falli, var í kvöld afhentur a-þýzkum yfirvöldum í skiptum fyrir um 3 þúsund ætt- ingja a-þýzkra flóttamanna og ótiltekins fjölda v-þýzkra njósn- ara. V-þýzkar útvarpsstöðvar sögðu í kviild að Guillaume hefði farið yfir landamærin til A-Þýzkalands við Ilerlehausen. Innanrikisráðuneytið i Bonn vildi ekki staðfesta að Guillaume hefði verið látinn laus en viður- kenndi að hann va-ri við landa- mærin. „Ég get ekki imyndaö mér að hann dvelji þar í nótt,“ sagði talsmaður innanríkisráðu- neytisins við fréttamenn. Dönsk blöð skýrðu frá því í dag, að V-Þjóðverjar hefðu farið fram á að Danir afhentu a-þýzka njósn- arann Jörgen Meyer, en Ole Esp- ersen, dómsmálaráðherra Dana, sagði það ýmsum annmörkum háð. Þá skýrðu v-þýzk blöð frá því, að a-þýzki njósnarinn Heins Zorn yrði einnig látinn í skiptum fyrir ættingjana og v-þýzku njósnarana. V-Þjóðverjar fóru fram á það við S-Afríku, að sov- éski KGB-njósnarinn Alexei Kuslov yrði látinn laus en S-Afríkumenn höfnuðu beiðninni. Þá sögðu heimildir að Renate Lutze, sem var dæmd árið 1979 í sex ára fangelsi fyrir að hafa látið A-Þjóðverjum í té hundruð hern- aðarskjala, og þrír aðrir a-þýzkir njósnarar yrðu látnir lausir í skiptunum. Guillaume er þó miðpunktur skiptanna. Hann er sagður þjást af nýrnasjúkdómi og hefur und- anfarna daga dvalið á sjúkrahúsi. Hann var handtekinn árið 1974. Handtaka hans leiddi til falls Willy Brandts, kanslara en Guill- aume var einn nánasti samstarfs- maður hans. Guillaume var dæmdur í 13 ára fangelsi. Kona hans, Christel var dæmd í 8 ára fangelsi en hún var látin laus í skiptum við ættingja a-þýzkra flóttamanna í marz síðastliðnum. kynntu í dag. írönsku þoturnar réðust á olíuhreinsunarstöðina í Umm A1 Aysh, skammt frá landamærum Kuwait og íraks. Enginn heið hana í árásinni og síðdegis í dag hafði tekist að ráða niðurlögum elda sem kviknuðu. Stjórn Kuwait kom saman til fundar til að ræða árásina og ír- anski sendiherrann í Kuwait var kallaður á fund utanríkisráðherra og afhent harðorð mótmæli. Þetta er í fjórða sinn að íranskar orr- ustuþotur ráðast á skotmörk í Kuwait það sem af er árinu en árásin í morgun er hin fyrsta á olíuhreinsunarstöð og litin mun alvarlegri augum af stjórnvöldum í Kuwait. Stjórnvöld í Saudi- Arabíu og Bahrain afhentu og harðorð mótmæli. íranska her- stjórnin sagði í dag, að ekkert væri hæft í staðhæfingum stjórn- valda í Kuwait. I París tilkynntu þeir Bani- Sadr, fyrrum forseti írans og Massoud Rajavi, leiðtogi Muja- hedeen Khalq-samtakanna, mynd- un bráðabirgðastjórnar. Bani- Sadr var útnefndur forseti til bráðabirgða og þeir hvöttu írani til að snúast gegn klerkastjórn Khomeinis. Ekki vildu þeir félagar nefna stjórnina útlagastjórn, sögðu að fall klerkaveldisins vær á næsta leiti. Útför fjögurra æðstu manna ír anska flughersins fór fram í Te heran í dag. Talið er að um milljói manns hafi fylgt þeim til grafai Stjórnvöld í Iran segja, að 41 haf beðið bana í flugslysinu á þriðju dag. Talið er víst, að Ali Kham enei, leiðtogi íranska lýðveldis flokksins, verði kosinn forsel landsins í kosningum á morgur Hann tekur við af Mohamma< Rajai, sem beið bana í sprengju tilræði í ágúst. Sjálfur slasaðis Khamenei alvarlega í sprengju tilræði í júní síðastliðnum. Líðan Kekkonens „nokkru betri44 llelsinki. I. októher. AP. LÆKNAR Urho Kekkonens. for- seta Finnlands, sögðu í dag að líðan forsetans væri „nokkru betri. ba'ði andlega og líkam- lega“. Þó sögðu þeir að forsetinn þjáðist af minnisleysi. Yfirlýsing lækna var stuttorð eins og hinar fyrri og ekki var skýrt frá því, hvort forsetinn geti hafið störf að nýju þann 6. októ- ber, þegar veikindaleyfi hans rennur út. Urho Kekkonen þjáist af hægfara heilablæðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.