Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR
278. tbl. 68. árg.
FOSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Bandarískum
hershöfðingja
rænt á ftalíu
VYashinglon, 17. desember. AP.
BANDARÍSKA hershöfðingjan-
um James L. Dozier var rænt frá
heimili sínu í Verona á ítalíu í
kvöld, að sögn bandaríska varn-
armálaráðuneytisins. Nánari
upplýsingar liggja ekki fyrir.
Rauðu herdeildirnar eru grunað-
ar um ránið.
Fundir vegna
Gólanhæða
Damaskus, Tel Aviv, Sameinudu þjóðunum,
17. desemher. Al*.
SÝRLAND fór fram á neyðarfund
utanríkis og varnarmálaráðherra
arabalandanna vegna ákvörðunar
ísraela að innlima Gólanhæðir í
ísrael í dag.
Ariel Sharon, varnarmálaráðherra
ísraels, sagði í dag að ísraelsk herlið
í Gólanhæðum væru ekki að undir
búa árás en að þau hefðu verið efld
til að varna árás Sýrlendinga eða
Palestínumanna á ísrael vegna inn-
limunar svæðisins.
Sýrlendingar skoruðu á öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna að dæma
innlimun hæðanna í ísrael ógilda.
Heimildir hermdu að Sýrlend-
ingar legðu til að ísrael fengi viku
frest til að fella innlimunina úr
gildi.
Israel missti stuðning fjölda
ríkja, þar á meðal íslands, á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í
atkvæðagreiðslu á miðviku-
dagskvöld vegna Gólanhæða. Alls
141 þjóð studdi tillögu þar sem
ísrael var álasað fyrir að koma
illa fram við íbúa Gólanhæða.
Fulltrúi ísraels hjá SÞ greiddi
t-inn atkvæði gegn tillögunni en 3
þjóðir sátu hjá. Þegar tillagan var
fyrst borin upp á þinginu 30. nóv-
ember sl. greiddu 96 þjóðir at-
kvæði með tillögunni, 2 voru á
móti og 24 sátu hjá.
Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seti sagði í kvöld að ákvörðun ísra-
t'lska þingsins að innlima Gólan-
hæðir hefði komið Bandaríkja-
mönnum á óvart og að Bandaríkja
stjórn harmaði hana. Hann sagði
að friðarumleitunum í Mið-
Austurlöndum yrði haldið áfram
og sagðist vera bjartsýnn varð-
andi þær.
:k-

$S«i*i.y:"'
Fjöldi sovéskra herskipa hefur komid til Póllands á síðustu dögum.
Blóðsúthellingar í Póllandi
frekari refsiaðgerðum hótað
London, 17. desemher.
UTVARPIÐ í Varsjá sagði í dag að sjö Pólverjar hefðu beðið bana
og 400 særst í átrikum við herlögreglu í Gdansk og Slesíu. Efnt var
til mótmæla í miðborg Varsjár á afmæli Gdansk-óeirðanna 1970 og
boðaðar voru strangar öryggisráðstafanir.
Sjö námamenn voru drepn-
ir og 39 særðust þegar þeir
réðust á lögreglu í námu við
Katowice, sagði útvarpið. 41
lögreglumaður særðist í átök-
unum við námamennina, sem
beittu grjóti, klaufjárnum og
öxum. 160 herlögreglumenn
og 164 óbreyttir borgarar
særðust í Gdansk þegar vopn-
aðar hersveitir réðust inn í
Lenin-skipasmíðastöðina og
brutu verkfall á bak aftur.
Þetta voru fyrstu opinberu
fréttir af átökum síðan herlög
voru sett. Allt frá 15.000 til
75.000 hafa verið handteknir.
Nokkur mótmæli urðu á
Frelsistorginu í Varsjá þar
sem aðallega ungt fólk kom
saman.Atta voru handteknir,
en yfirvöld sögðu að rólegt
væri í borginni.
Yfirvöld boðuðu nýjar og
strangar ráðstafanir gegn
glæpum og árásum á öryggi
ríkisins. Slík mál fá skyndi-
meðferð, viðurlög verða 3—25
ára fangelsi en dauðarefsing í
sumum tilfellum og þeim
verður ekki áfrýjað.
Fréttaritari BBC í Varsjá
sagði í kvöld að höfuðborgin
væri umkringd skriðdrekum
og stórskotaliði, eftirlits-
stöðvum hefði verið fjölgað í
miðborginni, bifreiðar væru
stöðvaðar hvað eftir annað og
rannsakaðar.      Hreinsun
verkalýðsleiðtoga, mennta-
manna  og  kennara  héldi
áfram og ógerningur væri að
segja til um hve margir væru
í haldi. Ógerningur yrði að
ráða við ástandið án misk-
unnarlausra öryggisráðstaf-
ana, kannski í nokkur ár.
Sendiherra Póllands í
Stokkhólmi staðfesti að Lech
Walesa væri í stofufangelsi
fyrir utan Varsjá.
Að sögn diplómata hefur
fangabúðum verið komið upp
nærri Gdansk og Varsjá fyrir
þúsundir handtekinna Pól-
verja. Tveir frjálslyndir menn
sem voru kosnir í æðsta ráð
flokksins í júlí munu vera í
þeim hópi. Allir meðlimir
pólsku vísindaakademíunnar
hafi verið yfirheyrðir.
Áskorun frá biskupum var
smyglað úr landi. Skoruðu
þeir á stjórnvöld að sleppa
Walesa og sögðu það „nauð-
synlegt til að koma aftur á
jafnvægi" og sögðu að þjóðin
væri felmtri slegin.
Jozef Glemp erkibiskup
sagði í yfirlýsingu að öll þjóð-
in þjáðist og henni væri
ógnað með hervaldi. Þetta var
fyrsta gagnrýni æðsta yfir-
manns kirkjunnar á aðgerð-
irnar.
Leiðtogar Austur-Evrópu-
landa, sem komu til Moskvu í
dag að vera við hátíðahöld á
75 ára afmæli Leonid Brezhn-
evs á föstudag, hafa þeir verið
* beðnir að hjálpa Rússum og
auka matvælaflutninga til
Póllands. Matvælaflutningar
frá Sovétríkjunum munu hafa
aukist síðan á sunnudag.
Fyrstu farþegar frá Pól-
landi síðan um helgina komu
til Vesturlanda í kvöld. Pólsk-
ur ferðamaður sagði: „Enginn
gengur lengur með merki
Samstöðu í barmi sínum".
Kulikov setti
úrslitakosti
l.inilnn. 17. de.sember. Al*.
VIKTOR KULIKOV marskálkur, yfirmaður herafla Varsjárbandalagsins,
var í Varsjá á fimmtudaginn og föstudaginn og setti Jaruzelski hershöfð-
ingja úrslitakosti: „Ef þið gerið það ekki, þá gerum við það," samkvæmt
frétt sem var smyglad í dag frá fréttaritara BBC í Varsjá, Tim Sebastian.
Bandarískur öldungadeildar-
maður, J. Bennet Johnston,
kvaðst einnig hafa fengið fréttir
um úrslitakostina og sagði: „Ef
pólski herinn ræður ekki við
ástandið tel ég vel geta verið að
Rússar geri innrás."
Sebastian sagði að aðgerðirn-
ar á sunnudaginn hefðu verið
vandlega skipulagðar, fallhlífa-
hermenn hefðu tekið sér stöðu
umhverfis útvarpsstöðvar lands-
ins og verið væri að „friða ein-
angraða andspyrnuhópa einn af
öðrum" — eins og yfirvöld kom-
ast að orði.
Liðsflutningar valda vestræn-
um sérfræðingum verulegum
áhyggjum, herlið er á verði á
götum Varsjá, mörgum götum
hefur verið lokað, persónuskil-
ríkja er oft krafizt og
stjórnmálalíf,      m.      a.
kommúnistaflokksins, hefur ver-
ið upprætt.
„Eitt virðist víst: það verður
ekkert afturhvarf til sigurvímu
síðustu 18 mánaða, það verða
engar fleiri tilraunir, það verða
sennilega engin samtök sem
heita Samstaða. Austur-Evrópa
Viktor Kulikov
er að heimta aftur umráðasvæði
sitt," sagði Sebastian.
Hann hafði eftir ónefndum
austur-evrópskum blaðamanni:
„Þegar menn tala um stjórnmál
hérna líta þeir fyrst á landakort-
ið. Samstaða gleymdi að líta á
það."
Aðstoða ekki Pólverja
á meðan herlög gilda
U *.shington, 17. desember. AP.
„ÞAÐ ER AÐ sjálfsögðu ómögu-
legt fyrir okkur að halda áfram
að reyna að hjálpa Pólverjum að
leysa efnahagsvanda sinn á
meðan herlög gilda í landinu,
þúsundum er haldið í fangelsum
og gengið er á lögmæt réttindi
sjálfstæðra verkalýðsfélaga,"
sagði í yfirlýsingu sem Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti las á
blaðamannafundi sínum í kvöld.
Hann sagði að aðgerðir stjórn-
valda í Póllandi brytu í bága við
Helsinki-sáttmálann og mann-
réttindi.
Hann sagði að Bandaríkja-
menn og bandamenn þeirra
hefðu gert Sovétmönnum ljóst
hversu alvarlega þeir myndu
líta afskipti Sovétmanna af
vandanum í Póllandi en vildi
ekki segja til hvaða ráða
Bandaríkin myndu grípa ef
ástandið versnar þar. „En við
látum þá (Sovétmenn) ekki
komast upp með neitt," sagði
forsetinn. Hann sagði að það
þyrfti einfeldning til að halda
að pólsk stjórnvöld hefðu grip-
ið til þessara aðgerða án vit-
undar Sovétmanna.
Bankar á Vesturlöndum
neituðu í dag Pólverjum um
350 milljón dollara lán til
viðbótar fyrri lánum. Pólska
stjórnin fór fram á lánið í vik-
unni svo að hún gæti greitt
vexti af erlendum skuldum
þjóðarinnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32