Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 3. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1982
13
Bók eftir Olaf Björnsson væntanleg:
Einstaklingsfrelsi
og hagskipulag
.tff
*****  $
FÉLAG frjálshyggjumanna gefur
2. febrúar næstkomandi út bókina
Einstaklingsfrelsi og hagskipulag,
sem er ritgerðarsafn eftir Ólaf
Björnsson prófessor, en þetta er í
tilefni sjötíu ára afmælis Ólafs
þann dag. Ólafur hefur kennt hag-
fræði í fjörutíu ár, verið leiðtogi
fjölmennra launþegasamtaka, al-
þingismaður Reykvíkinga í mörg
ár og er landskunnur fyrir bækur
sínar og ritgerðir um þjóðmál.
Ritgerðarsafn Ólafs skiptist í
fjóra hluta. I fyrsta hlutanum
verða ritgerðir um hagfræðileg
efni, svo sem um áætlunarbú-
skap, skipulagningu heimsvið-
skipta,     meginágreiningsefni
hagfræðinga og ágóðahugtakið
og arðránskenningu Marx. í öðr-
um hlutanum verða ritgerðir
um íslenska hagsögu, um bar-
áttuna fyrir verslunarfrelsi á ís-
landi  og um þróun efnahags-
mála frá lýðveldisstofnun 1944.
í þriðja hlutanum verða ritgerð-
ir um stjórnmál, þar á meðal um
það, hvort menntamenn eigi er-
indi í stjórnmálabaráttuna, um
notkun hugtakanna hægri og
vinstri stefna í stjórnmálum og
um félagshyggju og velferðar-
ríki. I fjórða og síðasta hlutan-
um verða ritgerðir um nokkra
nafnkunna einstaklinga, þá
Adam Smith, Jón Sigurðsson,
Ludwig von Mises, Friedrich A.
Hayek og Milton Friedman.
100 innbundin eintök verða
gefin út sérstaklega, árituð og
tölusett af Ólafi. Skafti Harð-
arson í Félagi frjálshyggju-
manna sagði Morgunblaðinu, að
mikil eftirspurn hefði verið eftir
fyrri ritum félagsins, sem gefin
hefðu verið út með þessum
hætti, eftir Friedrich A. Hayek
og Jónas Haralz, og hefðu færri
Olafur Björnsson
fengið áritað eintak en vildu.
Þeir, sem vilja tryggja sér slíkt
eintak, géta annaðhvort haft
samband við Skafta Harðarson
eða skrifað Félagi frjálshyggju-
manna.
Dr. Guðmundur Magnússon
háskólarektor skrifar formála
að þessu ritgerðarsafni Olafs
Björnssonar.
Hjörleifur Guttormsson um 42% hækkunarbeiðni RR:
Oft sjást háar tölur, en það
verður reynt að halda í
„ÞESSAR umsóknir um hækkun
raforkuverðs hafa verið að berast
til ráðuneytisins. l>ær fá hér
venjulega afgreiðslu og verða sen-
dar gjaldskrárnefnd til afgreiðslu.
I>að hafa nú oft sést háar tölur, en
það verður reynt að halda í og láta
hækkanirnar ekki fara fram úr
öðrum hækkunum í landinu,"
sagði Hjörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra er hann var spu-
rður álits á yfirlýsingu Egils Skúla
Ingibergssonar borgarstjóra í
Mbl. nýverið um að Raf-
magnsveitur Reykjavíkur þurfi að
fá 42% hækkun á gjaldskrá fyrir 1.
febrúar til að geta staðið undir
rekstri sínum.
Hjörleifur sagðist telja all-
verulega þörf á hækkun gjald-
skrár RR vegna ýmissa atriða,
en sagðist ekki vilja tjá sig ná-
nar um það á þessu stigi, enda
hefði hann ekki kannað málið
ítarlega. Þá sagðist hann einnig
telja mikla þörf á að verð-
grundvöllur rafmagnsveitnanna
í heild væri endurskoðaður.
Vantað hefði heilstæða mynd en
verið væri að vinna að upplýs-
ingaöflun.
Frá blaðamannafundi félags- og heilbrigðisráðherra og ALFA-nefndar. F.v. Þórður 1. Guðmundsson ritari, Margrét
Margeirsdóttir formaður, Svavar Gestsson ráðherra, Hallgrímur Dalberg raðuneytisstjóri, Unnar Stefánsson fulltrúi
Sambands ísl. sveitarfélaga í nefndinni og Ásgeir Erlendsson fulltrúi heilbrigðisráðuneytis. í nefndinni eiga einnig sæti
Sigriður Ingimarsdóttir sem fulltrúi Öryrkjabandalags íslands, Ólöf Ríkharðsdóttir frá Endurhcfingarriði ríkisins,
Theódór Jónsson frá Landssambandi fatlaðra og Magnús Magnússon sérkennslufulltrúi frá menntamálaráðuneytinu.
Viðamikill þáttur í starfi
ALFA-nefndarinnar hefur verið
kynningar- og upplýsingastarf um
málefni fatlaðra. Markmiðið með
þessu starfi hefur verið að koma á
framfæri upplýsingum um málefni
fatlaðra til almennings og láta út-
búa varanlegt kennsluefni til notk-
unar í grunnskólum. Eru það yfir
tuttugu verkefni sem nefndin hefur
unnið að varðandi kynningarstarf
þetta. Loks má geta þess að nefnd-
in hefur styrkt ýmsa aðila til kynn-
ingarhalds og annarra verkefna.
1 marz sl. var byggingu sund-
laugar við Sjálfsbjargarhúsið, Há-
túni 12, lokið og sundlaugin tekin í
notkun. Síðan hefur á árinu verið
lokið við 10 önnur framkvaemda-
verkefni sem sérstaklega nýtast
fötluðum. Þá hefur einnig á árinu
verið  unnið  að  þrettán  slíkum
framkvæmdaverkefnum sem áætl-
að er að lokið verði eða komin á
góðan rekspöl fyrir árslok 1982.
Fyrir alþingi liggur nú frumvarp
til laga um málefni fatlaðra og
kvað félags- og heilbrigðisráð-
herra, Svavar Gestsson, mikið und-
ir því komið að það yrði afgreitt
sem lög á yfirstandandi þingi. í
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
sérstök stjórnarnefnd fari með
málefni fatlaðra og verði hún skip-
uð 7 mönnum til fjögurra ára í
senn. Ráðuneytin þrjú, sem fara
með málefni fatlaðra, félagsmála-
ráðuneytið, heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytið og menntamála-
ráðuneytið, skipa sinn manninn
hvert. Samband íslenzkra sveitar-
félaga tilnefnir einn mann en sam-
tök fatlaðra, Landssamtökin
þroskahjálp og Öryrkjabandalag
Islands  tilnefna  þrjá  menn.  Að
sögn Svavars er lögð á það áherzla
í frumvarpinu að afskipti hins
opinbera af málefnum fatlaðra
verði ekki til að draga úr frum-
kvæði og starfi áhugamanna um
þessi mál eða samtaka fatlaðra.
Benti Svavar á að frumvarpið fæli í
sér valdadreifingu sem tryggði að
hinir ýmsu aðilar er störfuðu að
málefnum fatlaðra gætu haft áhrif
á framvindu þessara mála, en
frumvarpið fæli hins vegar í sér
samræmingu á þeirri starfsemi er
snýr að fötluðum.
Á blaðamannafundinum kom
fram að bein framlög ríkisins
vegna fatlaðra voru á árinu 1981
rúml. 82 millj. kr. en í fjárlögum
ársins 1982 er gert ráð fyrir að
samsvarandi útgjöld verði tæpiega
90 millj. kr. en þessar tölur eru
báðar miðaðar við verðlag 1. des.
1981.
Skipafélagið Vík-
ur kaupir Charm
SKIPAFELAGIÐ Víkur hefur
gengið frá kaupum á nýju skipi til
salt- og fiskflutninga, en að sögn
Finnboga Kjeld, framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins, er hið nýja
skip um 4.000 tonn að stærð og
keypt af Svendborg Shipsyard í
Danmörku.
Skipinu, sem nú er aðallega í
svokölluðum stórflutningum,
verður breytt áður en Skipafé-
lagið Víkur fær það afhent í
aprílmánuði nk. — Sett verður
kæling i skipið og það sérstak-
lega búið til salt- og saltfisk-
flutninga. Skipafélagið Víkur á
fyrir tvö skip, Hvalvík og Eld-
vík, sem aðallega hafa verið í
salt og saltfiskflutningi. Hið
nýja skip kemur sem viðbót í
þessa flutninga.
Kaupverð skipsins, að með-
töldum breytingum, sem á því
verða gerðar, er í kringum 40
milljónir danskra króna, eða í
námunda við 44,5 milljóntr ís-
lenzkra króna.
Þess má geta, að skip það er
um ræðir, er skip það er lenti í
árekstrinum við Berglindi á
sínum tíma, með þeim afleið-
ingum að Berglind sökk, og
heitir Charm.
'
JASsbAllETT
Dansstúdió auglýsir innritun iný námskeið -
bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru
komnir. Allir aldurshópar frá 7 ára aldri.
Sérstök áhersla er lögð á jassballett vió
nútimatónlist auk þess sem kenndir verða
sviðs- og sýningardansar fyrir bæði hópa og
einstaklinga.
Innritun:
Reykjavík: Si'mi 91-78470 kl. 13-17.
Akranes: Simi 93-1986 kl. 13-17.
Stígðu réttu sporin.....
.... komdu með í nýjan og ferskan
jassballettskóla.
dANSSTÚdíó
Sóley Johannsdóttir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40