Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 11. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40SÍÐUR OGLESBÓK
11. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR, 16. JANUAR 1982
Prentsmiðja Morgunhlaðsins.
Haig vongóður
eftir sáttaferð
). I \m\, 1*>. janúar. ll\
ALEXANDER HAIG utanríkisrádherra sagði í dag, föstudag,
að hann gerði ráð fyrir að fara í aðra snögga ferð til Egypta-
lands og ísraels í lok mánaðarins til að stuðla að samkomu-
lagi um sjálfstjórn Palestínumanna.
í kvöld biöu Sýrlendingar mikinn
ósigur þegar þeir misstu mikilvæg-
an stuðning í Öryggisráðinu og
neyddust til að biðja um að frestað
yrði fundi ráðsins um innlimun
ar Golanhæða í ísrael. Sýrlenzkir
fjólmiðlar sögðu í dag að nauðsyn-
legt væri að grípa til vopna til að
frelsa Golanhæðir.
Haig sagði áður en hann fór aft-
ur til Washington að hann væri
Berlinguer
fjarlægist
Sovétríkin
Kóm, 15. janúar. Al\
11 \I-Shl kommúnistariokkurinn
hrfur enn fjarlægzt Moskvu með
ítrekuðum árásum á herlögin í
Póllandi ojr gagnrýni á kommún-
i.sma að sovézkri fyrirmynd fyrir
cfnahagsöngþveiti og frelsisskerð-
ingu.
„Hve margir ítalskir verka-
menn, jafnvel úr hópi þeirra sem
einlæglega vilja byggja upp sósí-
alískt samfélag í landi okkar og í
Vestur-Evrópu, óska eftir sam-
félagi, efnahagslífi og stjórn-
málaskipulagi af því tagi, sem
þrífst í Sovétríkjunum og öðrum
löndum í Austur-Evrópu? Ég tel
að ef við efndum til þjóðarat-
kvæðis yrðu þeir í minnihluta,"
sagði Enrieo Berlinguer flokks-
ritari eftir þriggja daga umræð-
ur um Pólland.
I gagnrýni sinni á herlög í
Póllandi gerði Berlinguer, sem er
einn af höfundum „Evrópu-
kommúnisma", hörðustu árás
sína á Sovétríkin til þessa. Hann
sagði að atburðirnir í Póllandi
hefðu bundið endi á framfara-
tíma sem hafi hafizt með rússn-
esku byltingunni 1917.
Stefna flokksins var samþykkt
nánast einróma á þingi flokks-
forystunnar. Herlögin í Póllandi
eru gagnrýnd í ályktun þar sem
einnig er ráðizt á neikvæð áhrif
Rússa þar, eins og það var orðað.
„bjartsýnn og vongóður". En hann
kvaðst gera sér grein fyrir „þeim
mikiu tálmunum sem væru fram-
undan" í baráttunni fyrir þvi að
gera ákvæði Camp David-sam-
komulagsins um sjálfstjórn
Palestínumanna að veruleika.
Ráðherrann var tvo daga í Eg-
yptalandi og tvo í ísrael og kynnti
sér nákvæmlega viðhorf leiðtoga
landanna til heimastjórnar Pale-
stínumanna. Egypzkir og ísraelskir
embættismenn sögðu að Haig hefði
látið á sér skilja að hann vildi að
samkomulag næðist fyrir 25. apríl
þegar Israelsmenn hörfa frá vest-
urhluta Sinaiskaga.
ísraelsmenn hafa kvartað yfir
því í marga mánuði að stjórn Ron-
ald Reagans forseta hafi ekki beitt
sér nógu skelegglega fyrir sam-
komulagi og bent á að forsetinn
hafi ekki skipað sérstakan samn-
ingamann í málinu eins og Jimmy
Carter forseti gerði. Þess vegna
mun Haig hafa ákveðið að koma
fljótt aftur.
Haig sendi aðstoðarmann sinn,
Nicholas Veliotes, til Jórdaníu og
Saudi-Arabíu til að skýra frá við-
ræðum sínum við Egypta og ísra-
elsmenn.
Alcxander Haig utanríkisráðherra á morgungöngu í fylgd með öryggisvörðum í
Jerúsalem þar sem hann raeddi við ísraelska rádamenn um heimastjórn Palest-
ínumanna.
Rússar og
Svíar hætta
viðræðum
um miðlfnu
Sh.kklmtrtii. I.'>. janúar. Al*.
SVÍAR og Rússar slitu við-
ræðum um skiptingu Eystra-
salts í dag í kjölfar blaða-
frétta um meiriháttar tilslak-
anir Svía.
Viðræöurnar, sem hófust á
mánudaginn, voru komnar í
sjálfheldu þegar þeim var slitið
að sögn aðalfulltrúa Svía í við-
ræðunum, Hans Daneliusar.
Aðspurður hvort Svíum fynd-
ist við hæfi að slaka til gagn-
vart Rússum aðeins tveimur
mánuðum eftir strandsiglingu
sovézks kafbáts í sænskri land-
helgi sagði Danelius: „Þessar
viðræður eru óskyldar kaf-
bátsmálinu."
„Við viljum ekki kalla þetta
málamiðlun," sagði hann. „Báð-
ir aðilar hafa boðizt til að hvika
frá upphaflegri afstöðu sinni,
en við erum enn fjarri sam-
komulagi."
Bæði Svíar og Rússar vilja að
rCystrasalti verði skipt við mið-
línu, en túlkun þeirra á því hvar
miðlínan eigi að liggja er ólík.
Málgagn pólska hersins
hvetur nú til hreinsunar
Varsjá, I !i  janúar.  \l'
MÁLGAGN pólska hersins hvatti í
dag til hreinsunar í kommúnista-
flokknum, ríkisstjórninni, fjölmiðl-
um og menntastofnunum til að
„fjarlægja ófögnuð úr I1T1 okkar" og
„kameljón" sem skiptu um lit eftir
setningu herlaga.
Blaðið segir að aldrei áður hafi
aðstæður verið eins góðar til slíkrar
hreinsunar og nú og byrja skuli á
mönnum sem studdu „andstöðuna"
á 16 síðustu mánuðunum fyrir setn-
ingu herlaganna.
Flugmiðum hefur verið dreift í
höfuðborginni með áskorunum um
að myndaðir verði fámennir hópar
til að halda uppi „óvirkri and-
spyrnu" í því skyni að koma til
leiðar hruni efnahagslífsins og
herforingjastjórnarinnar sam-
kvæmt frétt fréttaritara danska
blaðsins    „Weekendavisen"    í
Varsjá, sem segir Pólverja vera að
ná sér eftir áfallið sem herlögin
ollu.
Hann segir að stöðugt fjölgi
flugmiðum og dreifibréfum, m.a.
ljóðum sem fangar í Bialoleka-
fangelsi í Varsjá ortu eftir setn-
ingu herlaganna. Tvær bækur eru
meira að segja í vinnslu í neðan-
jarðar-prentsmiðju í Varsjá.
Verið getur að Lech Walesa
verði sleppt bráðlega ef hann ræð-
Sonur Thatcher snýr
heim eftir björgunina
l...ml"iti. 1!>. janúar. \l"
MARK THATCHER, sonur forsætis-
ráðherra Breta, kom aftur til London í
dag eftir björgunina í auðnum Sahara
þar sem kappakstursbifreið hans bilaði
og sagði:
„Eg ætla strax að hringja í
mömmu. Það er gott að vera kominn
heim. Ég hafði ekki hugmynd um að
það væri svona kalt."
Mark og Denis Thatcher faðir
hans komu með þotu forseta Alsír,
Chadli Benjedid. Denis fór til Alsír
að taka þátt í leitinni að syni sínum,
sem var saknað í sex daga í kapp-
akstrinum frá París til Dakar.
Margaret Thatcher var í heimsókn
í kornflöguverksmiðju i Manchester
þegar Mark kom heim. Þau hittast í
kvöld að sveitasetri forsætisráðherr-
ans, Chequers.
Frönsk aðstoðarkona Marks,
Anny-Charlotte Verney, og Jacky
Garnier bifvélavirki héldu áfram til
Niono í Mali sem er á leiðinni til
Dakar.
Mark sagði áður en hann fór frá
Algeirsborg: „Ef hvarf okkar hefði
strax verið tilkynnt alsírskum emb-
ættismönnum hefðum við fundizt
fyrr." Stjórnendur mótsins tilkynntu
ekki hvarfið fyrr en á fjórða degi.
„Við höfðum aldrei áhyggjur, af
því við vissum að við mundum finn-
ast," sagði Mark Thatcher. „Við
höfðum fyrst og fremst áhyggjur af
fjölskyldum okkar."
Það var ekki að ástæðulausu. Frú
Thatcher tókst ekki að halda venju-
legri ró sinni og brast í grát í hádeg-
isverðarboði. Hún sagði í dag að þeg-
ar hún frétti að sonur hennar væri
týndur í Saharaauðninni hefði
„hjartað stanzað".
Frú Thatcher hefur beðið Mark að
taka ekki aftur þátt í þessari keppni
nema hin verði betur skipulögð. „Við
heyrðum ekkert frá skipuleggjend-
um kappakstursins og ég sagði við
Denis: þú verður að fara þangað og
athuga hvað er á seyði."
Hún sagðist hafa orðið áhyggju-
full, eins og allar mæður hefðu orðið
í hennar sporum, og hrósaði Alsír-
stjórn fyrir leitaraðgerðirnar og
stjórnum Mali og Frakklands fyrir
rausnarlega hjálp.
Mark Thatcher kemur til flugvallarins í
Tamanrasset eftir biörgunina og hittir
fbður sinn sem beið hans þar.
ir við yfirvöld að sögn bandaríska
öldungadeildarmannsins Larry
Pressler, sem er í heimsókn í Pól-
landi á vegum formanns utanrík-
isnefndar öldungadeildarinnar.
Honum var sagt að Walesa hefði
sigrazt á þunglyndi og væri við
góða heilsu, að hann hitti kaþólsk-
an prest daglega og fjölskyldan
fengi að heimsækja hann.
í fyrsta skipti í marga mánuði
hafa verið auglýstir tónleikar,
kvikmyndasýningar og leiksýn-
ingar í Varsjá. Talsmaður stjórn-
arinnar sagði að byrjað væri að
sleppa 1.056 af um 5.500 Sam-
stöðumönnum sem hafa verið í
haldi. Pólski Rauði krossinn hefur
beðið um aðstoð handa 80.000
manns sem hafa verið fluttir frá
heimilum sínum vegna Vislu-
flóðanna.
í París ákváðu embættismenn
ríkja sem Pólverjar skulda að
hætta um sinn viðræðum við Pól-
verja sem hafa beðið um frest á
greiðslum 2,5 til 3 milljarða doll-
ara sem falla í gjalddaga á þessu
ári. Þetta er í samræmi við þá af-
stöðu sem var mótuð á fundi utan-
ríkisráðherra NATO í Briissel í
vikunni.
Tass birti í dag pólska yfirlýs-
ingu þar sem vestræn ríki eru sök-
uð um „einstæð afskipti" af inn-
anlandsmálum fullvalda ríkis með
því að gagnrýna herlögin í Pól-
landi. Átt var við NATO-fundinn í
Brussel.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40