Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 21. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR
21. tbl. 69. árg.
FIMMTUDAGUR 28. JANUAR 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.

Haig og
Mubarak
ræðast
við í dag
Jenísalcm. 27. janúar. Al*.
HAIG     utanríkisráðherra
Bandaríkjanna átti í dag við-
ræður við ísraelska ráða-
menn um leiðir til að leysa
deilu ísraelsmanna og Eg-
ypta um sjálfstjórn Palest-
ínuaraba á herteknu svæðun-
um í ísrael.
Burg innanríkisráðherra ísra-
els, sem er helzti samningamaður
ísraels i þessu máli, sagði eftir
viðræður við Haig, að sumt af því
sem fram hefði komið í tillögum
Bandaríkjamanna væri gagnlegt,
annað ekki.
Bandarískir     embættismenn
sögðu eftir viðræðurnar, að það
virtist afar fjarlægur möguleiki,
að samkomulag takist fyrir 25.
apríl, en þá eiga ísraelsmenn að
afhenda Kgyptum síðasta skikann
af Sínaískaga, sem þeir ráða yfir.
Haig fer til Kaíró á morgun,
fimmtudag, og mun eiga þar við-
ræður við Mubarak forseta
Egyptalands um stöðu þessara
mála.
Maunii Koivisto sver embættiseid sem næsti forseti Finnlands. Við hlið hans
er Johannes Virolainen, forseti finnska þingsins.
Glemp erkibiskup fer til
viðræðna við páfa í Róm
\ arsja. I'áragardi, 27. janúar. AJ'.
JOZEF Glemp erkibiskup, yfir
maður kaþólsku kirkjunnar í
Póllandi, er væntanlegur til Roin
ar í næstu viku þar sem hann mun
eiga viðræður við Jóhannes Pál
páfa 2. Kirkjunnar menn í Pól
landi skýrðu frá þessu í dag. Tveir
aðrir biskupar verða í föruneyti
Glemps, og að auki Macharski
kardináli, sem tók við af páfa sem
erkibiskup í Kraká.
Evrópuráðið fordæmdi í dag
harðlega valdatöku hersins í Pól-
landi og skoraði á Evrópuríki að
Segir stjórn Irlands af sér?
Duhlin, 27. janúar. Al'.
ALLT benti til þess í kvöld, að Garret
Fitzgerald, forsætisráðherra Irlands,
mundi segja af sér eftir að þingid
hafði fellt fjárlagafrumvarp stjórnar
hans.
Stjórn Fitzgeralds hefur aðeins
verið við völd í sex mánuði. I at-
kvæðagreiðslunni í þinginu brugð-
ust nokkrir óháðir þingmenn for-
sætisráðherranum þannig að frum-
varp hans féll með eins atkvæðis
mun. Búizt er við að Fitzgerald
leggi til við Hillery, forseta lands-
ins, að boðað verði til nýrra kosn-
inga.
grípa sameiginlega til pólitískra
og efnahagslegra aðgerða gegn
Póllandi og Sovétríkjunum. I
ályktun ráðsins er jafnframt skor-
að á aðildarríkin að veita Pólverj-
um neyðaraðstoð en þó ekki fyrir
milligöngu herstjórnarinnar í
Varsjá.
Ljóst er nú að nokkrir pólskir
listamenn munu taka þátt í sjón-
varpsdagskránni bandarísku, sem
helguð verður Póllandi á sunnu-
dag og sjónvarpað verður um víða
veröld, M.a. mun nóbelsverðlauna-
skáldið Czeslaw Milosz lesa úr
verkum sínum og píanóleikarinn
Adam Mackowicz leika eigin verk.
Stjórnmálaforingjar frá fjölda
landa munu koma fram í þættin-
um.
Koivisto er nú sem forseti einnig æðsti yfirmaður herafla Finnlands. Hér
sést forsetinn kanna heiðursvörð framan við finnska þinghúsið að lokinni
embættistöku í gær. Til vinstri á myndinni er Lauri Sutela hershöfðingi,
yfirmaður fínnska hersins.                           (Simamyndir Al'.)
Erfið stjórnar-
myndun framund-
an f Finnlandi
Helsinki, 27. janúar. Krá llarry (íranber, fréttarilara Mnl.
MAUNO KOIVISTO sór í dag embættiseið sinn sem næsti forseti Finnlands. í
ræðu er hann flutti við þetta tækifæri sagðist hann mundu standa fyrir utan og
ofan við stjórnmálaflokkana. Hann sagðist mundu standa vörð um þá utanrík-
isstefnu, sem fyrirrennarar hans Kekkonen og Paasikivi hefðu markað og
stuðla að sem beztu samstarfi við nágrannaríki Finnlands.
Eitt  af  fyrstu  embættisverkum
Koivistos var að biðja starfsmenn
' forsetaembættisins í tíð fyrirrenn-
ara hans að gegna störfum áfram.
Hefur þetta mælzt misjafnlega fyrir
innan flokks Koivistos, jafnaðar-
mannaflokksins.
Finnska ríkistjórnin baðst í dag
lausnar. Viðræður um myndun nýrr-
ar stjórnar hefjast í næstu viku, en
talið er ólíklegt að takist að mynda
nýja stjórn fyrr en eftir fund mið-
stjórnar kommúnistaflokksins í lok
næstu viku.
Almennt hefur verið talið líkleg-
ast að sömu flokkar og stóðu að rík-
isstjórn Koivistos áður en hann varð
forseti myndi nýja stjórn með ann-
arri skiptingu ráðuneyta. Þannig
hefur verið talið eðlilegt að mið-
flokkurinn fengi forsætisráðuneytið
en jafnaðarmannaflokkurinn emb-
ætti utanríkisráðherra sem mið-
flokkurinn hefur nú. Formaður mið-
flokksins, Paavo Veyrinen utanríkis-
ráðherra, er sagður óánægður með
þessa lausn, þar sem hann hefur
ekki verið nefndur sem forsætisráð-
herraefni.
Kommúnistaflokkurinn á einnig
við innanflokks vandamál að stríða,
þótt formaður hans hafi fengið
fyrirmæli frá Moskvu um að halda
flokknum fast saman. Afstaða
flokksins til væntanlegrar ríkis-
stjórnar verður vart ljós fyrr en eft-
ir fvrirhugaðan miðstjórnarfund.
Tekur afganski herinn
að sér „verkefni" í öðr-
um löndum innan tíðar?
hVlgrad, 27. janúar. Al'.
EINN AF æðstu mönnum
afganska hersins sagdi í dag
í Belgrad, ad her Afganistans
mundi innan tíðar fær um að
taka að sér „verkefni" í öðr
Misjöfn viðbrögð við ræðu Reagans
Wa.shini;ton, 27. janúar. Al'.
REAGAN Bandaríkjaforseti boð-
aði viðamiklar breytingar á verka-
skiptingu alríkÍKstjómarinnar í
Washington og einstakra fylkja í
stefnuræðu sinni í gærkvöldi.
Viðbrögð við tillögum Keagans
voru í dag yfirleitt frekar jákvæð
meðal þingmanna og ríkisstjóra,
en þó spá margir fréttaskýrendur
því að erfitt geti reyn/.t að fá þing-
ið til að samþykkja allar tillögur
forsetans.
Öldungadeildarþingmaðurinn
Mark Hatfield, sem er formaður
fjárveitinganefndar deildarinn-
ar sagði í dag, að ráðagerðir for-
setans myndu fara út um þúfur
nema efnahagslífið í landinu
næði sér á strik á næsta ári.
Robert Dole, öldungadeildar-
þingmaður, sem var varaforseta-
efni republikana 1976, sagðist
vera óánægður með þann mikla
halla sem áfram væri ráðgerður
á fjárlögum.
Leiðtogi demókrata í Öldunga-
deildinni, Robert Byrd, sagðist
ekki geta ímyndað sér að stjórn-
málamenn í Bandaríkjunum
myndu sitja hjá á meðan efna-
hagslífinu héldi áfram að hraka.
Fred Harrison, sem er forseti
samtaka borga í Bandaríkjun-
um, sagði að tillögur Reagans
væru mjög djarflegar og mundu
mjög einfalda starfsemi stjórn-
valda í landinu. Thompson ríkis-
stjóri í Illinois tók í sama streng.
Blöð í  Austur-Evrópu gagn-
rýndu í dag mjög þann hluta
ræðu Reagans sem fjallaði um
utanríkismál. Útvarpið í Varsjá
sakaði forsetann um „kalda
stríðs hótanir" og í fréttum ann-
ars staðar í A-Evrópu var sagt
að hugmyndir Reagans um al-
þjóðamál væru ógnun við heims-
friðinn.
Sjá nánar frásögn Önnu
Bjarnadóttur, fréttaritara
Mbl. í Washington, á bls.
22—23.
um löndum. Abdel Qader
hershöfðingi sem nú gegnir
störfum varnarmálaráðherra
Afganistans lét þessi orð
falla í viðtali við fréttamann
júgóslavnesku        frétta-
stofunnar Tanjug.
„Afganski herinrt mun hafa
mikilvægu hlutverki að gegna í
framtíðinni á líkan hátt og her-
ir Kúbu og Víetnams," sagði
hershöfðinginn. Her Kúbu hef-
ur eins og kunnugt er styrkt
marxískar hreyfingar til valda
í Eþíópíu og Angóla, en her
Víetnams kom Heng Samrin til
valda með innrás í Kambódíu,
Qader sagði ekki hvenær her
hans yrði kominn á þetta stig,
en sagði að þangað til svo yrði
mundi sovézki herinn verða í
landi hans eða veita alla þá að-
stoð, sem talin yrði nauðsynleg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48