Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 Einstaklingsfrelsi og hagskipulag eftir Hannes II. Gissurarson Ólafur Björnsson, prófessor í hagfræði í Háskóla Islands á sjö- tugsafmæli 2. febrúar 1982, og á þeim degi gefur Félag frjáls- hyggjumanna út bókina Einstakl- ingsfrelsi og hagskipulag eftir hann, og eru í henni 21 ritgerð Ólafs frá síðustu fjörutíu árum ásamt formála eftir dr. Guðmund Magnússon háskólarektor. Bókin er merkileg heimild um einn kafl- ann í hugmyndasögu okkar Islend- inga, en í henni hefur Ólafur gegnt miklu hlutverki með rökum sínum gegn samhyggju (sósíal- isma) og fyrir frjalshyggju. Hún er ekki síður heimild um hug- myndir manna eins og Adam Smiths, Jóns forseta Sigurðsson- ar, Ludwig von Misess, Friedrich A. Hayeks og Milton Friedmans — kafli er um hvern þeirra í bók- inni — um hagsögu íslendinga og um hagskipulag, en á því efni hef- ur Ólafur sérþekkingu, og um það hefur hann samið sín bestu verk. I þessari grein verður farið örfáum orðum um þessa bók Ólafs. Áhrif útlendra hugsuða Ólafur hefur orðið fyrir miklum áhrifum af austurrísku hag- fræðingunum Ludwig von Mises og Friedrich A. Hayek, sem eru í hópi kunnustu hugsuða frjáls- hyggjunnar á þessari öld. I tveim- ur fræðilegum fyrirlestrum frá fimmta áratugnum notar hann rök þeirra, en víkur að sjálfsögðu miklu víðar að þeim. Sýnt er í fyrirlestri um alþjóðaviðskipti, að takmarkanir á þeim valda ójafn- ari tekjuskiptingu á milli þjóða en elia og geta jafnvel auðveldað styrjaldir. Þetta mættu sumir þeir muna, sem krefjast innflutnings- takmarkana, til dæmis á ódýrum iðnvörum frá Hong Kong, Suður- Kóreu og Japan. Við lokum leið- inni til bjargálna fyrir fátækum þjóðum, ef við takmörkum inn- flutning frá þeim. Leidd eru síðan rök að því í fyrirlestri um skipulagningu at- vinnulífsins undir heitinu „Áætl- unarbúskapur", að einstaklings- frelsið hverfi við slíka skipulagn- ingu. Þessi rök þekkja líklega flestir þeir Islendingar, sem um stjórnmál hugsa, eftir að Ólafur gaf út bók sína, Frjálshyggju og al- ræðishyggju 1978, en hún vakti mikla athygli. Þessi rök eru í sem fæstum orðum þessi: í fyrsta lagi er stjórnarandstæðingurinn allt að því umkomulaus, ef stjórnin ræður yfir öllum framleiðslutækj- um, frelsið verður nafnið eitt. Og í ööru lagi neyðist stjórnin til þess, hvort sem henni líkar betur eða verr, að skipuleggja mennina, steypa þá í sitt mót, til þess að skipulagning atvinnulífsins takist, óskir þeirra og þarfir verða að vera samkvæmt áætluninni, ella verður óskapnaður úr öllu. I fyrirlestrinum „Áætlunar- búskap" spyr Ólafur: „Hvernig getur því þá vikið við, að margir þekktir hagfræðingar aðhyllast samt sem áður áætlunarbúskap og sósíalisma?" Og hann svarar: „Þótt það kunni að koma einkenni- lega fyrir sjónir, er það skoðun mín, að ýmsum þeim hagfræðing- um, er aðhyllast áætlunarbúskap, séu þessi atriði Ijós. Það stafar hins vegar af öðru mati á verð- mætum en almennast er í borg- aralegum þjóðfélögum,! að þeir aðhyllast það hagkerfi samt sem áður, svo og því, að þeir telja hag- kerfi áætlunarbúskapar hafa kosti, sem séu mikilvægari en t.d. borgaralegt lýðræðisfyrirkomu- lag. Þessi kostir eru einkum fólgn- ir í a(vinnulegu oryggi, og.man því. vart neitað, enda þótt unnt ætti að vera í frjálsu hagkerfi að halda atvinnuleysi í skefjum með skyn- samlegri stefnu í peningamálum og fjármálum, að það vandamál að skapa atvinnuöryggi er að ýmsu leyti auðleystara í hagkerfi áætl- unarbúskapar en í frjálsu hag- kerfi. Fullyrða má og, að gæði eins og þau að hafa frelsi til að skipast í flokka, njóta ritfrelsis, iðka óháð störf á sviði vísinda og list lista, eru ekki ölium jafnmikils virði." Eg held, að sitt hvað sé til i þessari skýringartilgátu Ólafs (þótt hitt sé hæpið að mínum dómi, að kosta verði einhverju at- vinnuöryggi til að fá einstaklings- frclsið). Eg hef aldrei rekist á nein merki þess í ritum hagfræðinga, sem hafa aðhyllst samhyggju, að þeim sé annt um einstaklings- frelsi. Tvær rækilegar ritgerðir má nefna á íslensku eftir slíka hagfræðinga, Héðin Valdimarsson um áætlunarbúskap í Skírni á þriðja áratugnum og Harald Jó- hannsson um sama efni í bókinni Kfnahagsmálum, sem kom út á sjöunda áratugnum. Báðir nota svipuð rök: Skipulagning er óhjákvæmileg, því að markaðsöfl- in geta ekki komið reglu á í at- vinnulífinu, Ordnung muss sein. Það er síðan kaldhæðni örlaganna, að besta íslenska dæmið, sem ég kann um einstaklingsfrelsið í sér- eignarskipulaginu, er af Héðni Valdimarssyni sjálfum. Hann missti starf sitt á Landsverslun- inni á valdadögum Ihaldsstjórnar- innar 1924—1927, ekki síst vegna þess að hann var stjórnarand- stæðingur. En hvað gerði hann? Hann hefði ekki getað gert margt, ef hann hefði búið í sameignar- skipulagi, en með því að hann bjó í séreignarskipulagi, stofnaði hann fyrirtæki og varð öðrum óháður! Undir ísiensku sjónarhorni Það er mjög notalegt, að Ólafur sér allt undir íslensku sjónar- horni, þótt hann hafi orðið fyrir miklum áhrifum af útlendum hugsuðum. Han skrifar gott, til- gerðarlaust alþýðumál, og fáum hagfræðingum er eins lagið og honum að koma auðskiljanlegum orðum að hugsun sinni — senni- lega vegna þess, að hún er hugsun hans, en ekki íslenskun hugsunar einhvers annars. Eg man að reyndar, að Árni Bergmann skrif- aði í Þjóðviljann um bókina Frjáls- hyggju og alræðishyggju, að Ólafur hefði getað lært sitt hvað af Sverri Kristjánssyni um meðferð tung- unnar. Það er rétt, að Sverrir var orðsnjall maður, en ég held, að ég sé ekki einn um að taka skynsam- leg orð fram yfir smellin. Á að hrósa mönnum fyrir að segja hvaða vitleysu sem er, ef þeir segja hana vel? Eg tek rithöfund- inn Ólaf Björnsson með sína við- tæku þekkingu fram yfir rithöf- undinn Sverri Kristjánsson, sem var alltaf dilettante, un grand simplificateur. Ég tek manninn, sem læddist út undir lofgerðinni um Stalín á stúdentafundi í Kaup- mannahöfn 1938 — en frá henni segir Ólafur í þessari bók — og hét því að sækja slíka messu ekki aft- ur, fram yfir hinn manninn, sem sagði um Stalín iátinn, að „alþýð- an“ um allan heim syrgði hann. Það er gott og blessað, að menn skrifi skemmtilega, en þeir mega ekki fórna öllum þræði í hugsun fyrir það, ekki láta sér nægja að segja gamansögur, þegar þeir eiga að færa rök fyrir máli sínu. Gam- anið er gott krydd, en vond fæða í fræðilegum umræðum. Orð Ólafs eru ekki síst auð- skiljanleg, af því að hann kann að taka góð dæmi, krydda mál sitt án þess að fóma neinu J hugsun. Þetta sést, þegar bók hans er flett. Hann segir, þegar hann er að vara við offjárfestingu, að ekki sé hag- kvæmt að kaupa skuttogara til þess eins að veiða í soðið fyrir Grímseyinga. Hann líkir hlutverki rikisins samkvæmt frjálshyggju nítjándu aldar við hlutverk dóm- ara og línuvarða í knattspyrnu- kappleik, en samkvæmt sam- hyRKju við hlutverk fóstranna á barnaheimili. Hann talar um, að á bak við orðið „félagshyggju" kunni að leynast hinn ófrýnilegi náungi félagi Napóleon, söguhetja Einstaklingsfrelsi og hagskipulag Orwells, tilbúinn til að taka af okkur frelsið. Hann segir eftir innrás Kremlverja inn í Tékkó- slóvakíu 1968, að þeir hafi þannig gerst ábekingar þess víxils, sem Churchill og Hayek hafi gefið út aldarfjórðungi áður (en Churchill hafði tekið undir það með Hayek, að valdsmenn í sameignarríkjun- um gætu ekki leyft málfrelsi skipulagsins vegna). Og hann vitn- ar í lofkvæði kasakkaskáldsins Dsjambúls, en í því er komist svo að orði, að Stalín sé „söngvari þjóðvísunnar", þekki óskir þjóðar- innar betur en hún sjálf, og segir, að hérlendis hafi slík söngsveit verið til, „söngsveitin á Skóla- vörðustíg 14“, en með því á hann við skömmtunarstjórana á dögum haftabúskaparins, sem höfðu skrifstofu á Skólavörðustíg. Mikill fengur er einnig að því, er Ólafur víkur í nokkrum riterðum að sögu Islendinga. Han nefnir dæmi um það í fyrirlestri um vel- ferðarríkið frá 1961, hvernig Danakóngur ætlaði að vaka yfir velferð landsmanna á átjándu öld oggaf í því skyni út húsagatilskip- un. I henni var prestum og hrepp- stjórnum falið að sjá um, að ís- lenskur almúgi færi ekki með „léttúðug" kvæði og rímur, heldur bæðist fyrir og sækti kirkju, en sjómenn í Vestmannaeyjum skyldu ekki eyða landlegudögum í leti, heldur „nytsamlega" vinnu og bænir! Þetta sýnir, eins og Ólafur bendir á, að sjálfsagt þótti að taka frelsið af mönnum af umhyggju um þá, en á þeiri hugmynd hvílir velferðarríkið. (Mér komu í hug deildurnar um bílbeltin og bjór- inn, þegar ég las þetta.) Ólafur bendir á það í ræðu frá 1969, að þeir, sem telji, að verslun felist í braski og sölu munaðarvöru, þannig að kaupmaðurinn gegni hlutverki freistara, sitji sennilega enn fastir í fari gömlu selstöðu- verslunarinnar, en skilji ekki, að verslun sé nauðsynlegt vegna þeirrar verkskiptingar á milli þjóða og einstaklinga, sem valdið hafi mestu um velmegun okkar. Þrjár ritgerðir í bók Ólafs má þó einkum nefna, sem eru forvitni- legar fyrir sögumenn, Ein eru frá 1947 um Jón Sigurðsson, en í henni sýnir Ólafur, að Jón aðhyllt- ist viðskiptafrelsi með sömu rök- um og Adam Smith, önnur frá 1955 um verslunarfrelsi á íslandi frá 1855 til 1955 og önnur frá 1969 um atvinnumál íslendinga frá lýð- veldisstofnun 1944. Baráttan gegn haftabúskapnum Ólafur víkur í hverri ritgerðinni af annarri í bókinni að haftabú- skapnum, sem rekinn var hérlend- is á árunum 1932—1960, þótt ýms- um höftum væri að vísu hætt 1950. Hann er bersýnilega sannfærður um, að haftabúskapurinn hafi ver- ið hættulegur einstaklingsfrels- inu, enda sé bita munur, en ekki fjár, á honum og þeim áætlunar- búskap, sem rekinn sé í sameign- arríkjunum. Undir það get ég tek- ið: Hugmyndin er í rauninni hin sama — að valdsmennirnir séu dómbærari um það en einstakl- ingarnir sjálfir, hverjar þarfir þeirra séu. Ólafur segir í grein frá 1978: „í framkvæmd leiddi kerfið til mjög óskynsamlegrar ráðstöfunar gjaldeyris miðað við það, að mark- aðurinn hefði verið látinn ráða. Á Skólavörðustígnum var raunar saminn matseðill þjóðarinnar á grundvelli smekks og þarfa þeirra fáu, sem markaðinn bjuggu til. Afnumið var í rauninni hið frjálsa neysluval með þeirri stórfelldu kjaraskerðingu, sem af slíku leið- ir. Þá leiddi af kerfinu, að tekin var upp ritskoðun, þar sem leyfi þurfti til að flytja inn erlendar bækur. Ég sótti einu sinni á þess- um árum um leyfi til þess að flytja inn nokkrar erlendar bækur til af- nota við kennslu mína, en fékk blákalda synjun. Það leiðréttist þó fljótlega fyrir tilstilli góðkunn- ingja míns, sem sæti átti í nefnd- inni. Starfsbróðir minn, sem þá var prófessor Guðmundur heitinn Thoroddsen, átti þó ekki sama láni að fagna, því að hann sagði einu sinni, þegar ég hitti hann á förn- um vegi, að nú gæfist hann upp við að sækja til gjaldeyrisnefndar um leyfi til innflutnings vísinda- rita í læknisfræði, því að slíku hefði alltaf verið synjað. Þá fól fyrirkomulagið í sér átthaga- fjötra, því að enginn gat farið til útlanda án leyfis nefndarinnar. Það vakti töluverða athygli, þegar það gerðist, að mig minnir árið 1948, að nokkrir menn kærðu til mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna yfir því, að þeim hefði verið synjað um ferðagjaldeyri." Þeim, sem muna ekki þessa daga — minni kynslóð og þeim, sem eru enn yngri — er hollt að lesa þessa lýsingu Ólafs. Og hann átti drjúgan hlut að því, að horfið var í áföngum frá haftabúskap að markaðsbúskap á árunum 1950— 1960, með óteljandi ræðum og greinum og með þeim ráðum, sem hann og dr. Benjamín Eiríksson gáfu minnihlutastjórn Sjálf- stæðisflokksins 1949—1950 og síð- an samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins 1950— 1953. Sannleikurinn er sá, að margir stjórnmálamenn hérlend- is, einnig í Sjálfstæðisflokknum, sátu lengi fastir í fari haftanna. Trúin á viðskiptafrelsið hafði slokknað í hugum þeirra. Það var verk eða öllu heldur afrek manna eins og Ólafs og dr. Benjamíns að kveikja hana aftur með baráttu sinni. Stjórnmálaafskipti Ólafs Ölafur sat á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn frá 1956—1971, og tvær greinar í bók sinni eru eink- um fróðlegar um stjórnmálaaf- skipti hans. I grein frá 1956 skýrir hann, hvers vegna hann hóf af- skipti af stjórnmálum þrátt fyrir þeir leikreglur, sem í þeim giltu og hann gerði sér engar vonir um að breyta. Hann segir, að reynt hafi verið að stjórna atvinnulífinu með lögum og tilskipunum um skatt- lagningu „braskara", skömmtun gjaideyris, skömmtun fjárfest- ingarleyfa, verðlagseftirliti, toll- um og mörgu öðru. Hann segir síð- an: „Ég gekk í Sjálfstæðisflokkin og hefi stutt hann síðan — ekki af því að ég teldi hann framkvæmda ofangreinda löggjöf af minni hlutdrægni en hinir flokkarnir, enda er erfitt að meta slíkt, heldur af hinu, að hann einn allra stjórn- málaflokka er löggjöf þessari and- vígur. Allir vinstri flokkarnir hafa á stefnuskrá sinni við þessar kosn- ingar sem endranær aukningu þeirra löggjafar, sem stofnar réttaöryggi, mannréttindum og skoðanafrelsi í hina mestu hættu. Hinum pólitísku eftirlitsmönnum með áðurgreindri löggjöf eru í rauninni veittar óbundnar hendur um það að kæra og dæma and- stæðinga sína fyrir brot, sem hver þjóðfélagsborgari er i rauninni sekur um, en hylma á sama hátt yfir sams konar afbrot samherja sinna. Afleiðingin verður sú, að enginn þorir að halda fram skoðunum andstæðum stjórnar- völdunum, eigi hann ekki að eiga á hættu fjárhagslegar refsiaðgerðir. Menn geta verið ósammála Sjálfstæðisflokknum og leiðtogum hans um margt. En það haggar ekki því, að hann er einu samtök- in, sem íslenskir borgarar hafa myndað um verndun einstaklings- og skoðanafrelsisins." Ólafur var fenginn til að taka sæti á þingi að frumkvæði ungra Sjálfstæðismanna, sem töldu nauðsynlegt, að fræðimaður eins og hann ætti þar sæti. Það er því kaldhæðni, að hann féll í prófkjöri 1970 vegna þingkosninganna 1971 fyrir Ellert B. Schram, sem segja má, að hafi þá verið fulltrúi ungra manna. Margt hafði breyst á ár- unum frá 1956 til 1970. Ungir menn höfðu ekki lengur sama áhugann á því og áður, að menn sætu á Alþingi, af því að þeir væru frambærilegir, heldur áttu þeir að sitja þar, af því að þeir væru ungir. Þetta voru daga æskudýrkunar- innar, Kennedy-æðisins. Og ungir sjálfstæðismenn um 1970 lögðu ekki sömu áherslu og þeir höfðu gert fimmtán árum áður á ein- staklingsfrelsi, heldur kröfðust „opnunnar" flokksins og aukins lýðræðis í honum, hvort sem það var til að auðvelda þeim sjálfum að hreppa þingsæti eða ekki. Víg- orð þeirra var: „Gegn flokksræði". Ólafur gerir þetta að umtalsefni áður en hann var felldur í próf- kjöri. Hann segir: „Það hefir verið mjög í tísku síðustu árin að deila á þá menn, sem gegna mikilvægum pólitískum trúnaðarstöðum, telja þá gamla, þreytta og staðnaða hugsjónalega. Skal það efni ekki tekið til meðferðar hér, enda verð ég að teljast þar á bekk hinn ákærðu, en ekki í dómarasæti. En aðeins eitt vil ég segja okkur til varnaðar, af því að það snertir mjög það mál, sem hér efir verið rætt. Það er vafalaust rétt, að vali manna í opinberar trúnaðarstöður sé ábóta vant, þannig að engan veginn er tryggt, að þar sitji ávallt hæfustu mennirnir, ef nokkurn tímann er þá gerlegt að finna fyrirkomulag, er slíkt geti tryggt að fullu. Hitt er að mínum dómi álitamál, hvort stjórnmálaleiðtog- ar nú séu eldri, þreyttari og staðn- aðri hugsjónalega en þeir voru t.d. fyrir 10—15 árum, þegar gagnrýni af þessu tagi var að mestu leyti óþekkt, þó að verk stjórnmála- manna sættu auðvitað þá sem endranær gagnrýni. En það er annað, sem hefir breyst á þessum tíma, og í því liggur e.t.v. að ein- hverju leyti skýringin á þessu tískufyrirbæri. Ég er ekki viss um, að þjóðin hafi á hinu langvarandi tímabili haftabúskapar fyrir 1960 verið ánægðari með stjórnmála- menn sína en hún er nú. En vald þeirra var þá, einmitt í skjóli haftabúskaparins, miklu meira en það er nú, þannig að færri þorðu þá að standa upp í hári þeirra. Það veitti ekki lítið aðhald um það að sýna flokki sínum og forystu hans hollustu með fjárframlögum og vinnu og öðru, að þá gat hinn óbreytti borgari varla fengið nokkurri ósk sinni framgengt nema með atbeina fulltrúa flokks- ins í hinum mörgu nefndum og ráðum, sem sækja þurfit um leyfi til nær hvers sem var. Nú eru menn að mestu óháðir þessu." Enginn vafi er á því, að mikill missir var að Ólafi á þingi, enda er það haft efir Bjarna Benedikts- syni, að hann hafi verið einn nýt- asti þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. En það er að vísu bót-í máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.