Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 25 inKum hans og Jóhannes fékk haldið andlegri reisn sinni til hins síðasta. Það er mér mikill fengur að hafa kynnst þeim sérstæða sóma- manni sem Jóhannes Kolbeinsson var, og ég veit að svo geta fleiri sagt. Megi minning hans lifa. Við kveðjum hann með söknuði. Einar Þ. Guðjohnsen Á morgun, mánudag, fer fram jarðarför Jóhannesar Kolbeins- sonar húsgagnasmiðs, en hann andaðist í sjúkrahúsi hér í bænum 9. febrúar eftir alllanga og erfiða sjúkdómslegu. Jóhannes fæddist á Úlfljóts- vatni í Grafningi 13. september 1906 og var því rúmlega hálfátt- ræður, er hann féll í valinn. For- eldrar hans voru þau Kolbeinn Guðmundsson, sem lengi bjó á Úlfljótsvatni, og kona hans Geir- laug Jóhannsdóttir. Voru þau hjón bæði af kunnum bændaættum um Ölfus og Grafning. Var Kolbeinn nefndarbóndi í héraði og sat löng- um í stjórn sveitar sinnar og sýslu. Hann var fróðleiksmaður um margt, einkum það sem snerti ættvísi og hætti hinna fyrri manna í héraði sínu, þó að fátt eða ekkert af því hafi birst á prenti. Árið 1929 brá Kolbeinn búi á Úlfljótsvatni og fluttist til Reykjavíkur með fiölskyldu sína og vann síðan að smíðum meðan honum entist starfsþrek. Jóhann- es, sem þá var rúmlega tvítugur réðst til smíðanáms hjá Árna Jónssyni trésmíðameistara og lauk námi í húsgagnasmíði. Skömmu síðar réðst hann til starfa hjá Austurbæjarbarnaskól- anum til viðhalds á húsbúnaði og munum skólans og til annarra slíkra starfa sem til féllu. Fyrstu árin vann hann að þessu aðeins á vetrum, meðan stóð á kennslu, en á sumrum að öðrum verkum, er til féllu. Þess var þó ekki langt að bíða, að verkefnin urðu næg allt árið og gegndi Jóhannes því starfi meðan heilsan entist. Þegar skíða- færi var gott, brá hann sér á skíði með hóp skólabarna, en hvort hann hefur orðið fyrstur til þeirr- ar nýbreytni er mér ókunnugt. Þegar Jóhannes var nokkuð yfir sextugt fóru færurnir að bila, og þó að sitthvað væri gert til bjarg- ar, fór svo síðustu árin að þeir brugðust honum alveg til gangs. Manni með kjark og þrek Jóhann- esar og áhuga á göngu- og skíða- ferðum og annarri útivist var það þung raun að geta undir lokin ekki hreyft sig öðruvísi en í hjólastól, enda urðu umskiptin honum að lokum kærkomin lausn. Árið 1950 kvæntist Jóhannes Valgerði Tómasdóttur úr Reykja- Jenni Kristinn Jónsson - Minning Fæddur 1. september 1906. Dáinn 11. febrúar 1982. Þú munt lifa, já sumir menn lifa lífi sínu þann- ig, að þeir verða fólki ógleyman- legir, og á ég þá ekki síst við tón- skáld og ljóðskáld. Einn af þessum mönnum var vinur minn Jenni Kristinn Jónsson. Hann hefur með fallegu lögunum og textunum sín- um reist þann kastala sem seint mun hrynja til grunna. Ég kynntist Jenna árið 1942, þegar hann var fenginn til Vest- mannaeyja til að spila í Alþýðu- húsinu þar í bæ. Við spiluðum þar oftast bara tveir um 1 'h árs skeið. Betri félaga hefði ég ekki getað hugsað mér að vinna með. Engan, hvorki fyrr né síðar, hef ég þekkt, sem hafði eins næmt auga fyrir broslegu hliðum lífsins, og gerði allt svo lifandi og ljóst með sinni snilldarlegu frásagnargáfu. Seinna lágu leiðir okkar saman í Reykjavík, árið 1945, og við tókum upp þráðinn aftur við að spila á dansleikjum í Reykjavík og ná- grenni. Jóhann Eymundsson gerð- ist okkar félagi, og nefndum við tríóið okkar „Hljómatríóið". Við störfuðum síðan saman um það bil 15 ár. 1946 giftist Jenni eftirlifandi konu sinni, Svövu Sveinsdóttur. Við hjónin áttum margar ánægju- stundir með þeim. Ég hugsa að það sé nokkurt einsdæmi hjá hjónum, að hittast einu sinni í viku hverri hart nær í 17 ár, og spila vist. Á meðan heilsan var góð og allt lék í lyndi, vann Jenni að hugðarefnum sínum og tók þátt í danslagakeppnum með góðum árangri. Vann t.d. þrisvar eða fjórum sinnum 1. verðlaun. Þetta er gott dæmi um það, hvað hann var næmur fyrir smekk fólksins og fundvís á Ijúfa óma í lagi og ljóði. Ég á því líka mikið að þakka fyrir ljóðin sem hann orti fyrir mig. Svövu Sveinsdóttur, eftirlif- andi konu Jenna, vottum við hjón- in okkar dýpstu samúð, svo og Erl- ingi syni þeirra og hans fjöl- skyldu, Erlu dóttur Jenna frá fyrra hjónabandi og hennar fjöl- skyldu, Kristni Stefánssyni og hans fjölskyldu vottum við einnig okkar samúð. Kristinn er sonur Svövu, og ólst upp á heimili þeirra hjóna og naut þess að Jenni reynd- ist honum sem besti faðir. Hafi hann kæra þökk fyrir allt. Fari hann friði. Við hittumst kannski fyrir hinum megin. Ágúst Pétursson. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. vík, en af borgfirskum ættum. Bjó hún manni sínum notalegt heim- ili, en ekki varð þeim barna auðið, en hann reyndist stjúpbörnum sínum, af fyrra hjónabandi Val- gerðar og síðar börnum þeirra sem börn hans væru og unni þeim mjög og þau honum. Jóhannes var fróðleiksmaður, en nokkuð að fornum íslenskum hætti. Hann kom sér upp miklu bókasafni og las mikið og vand- lega, enda greindur í besta lagi. Hugðarefni hans voru einkum saga landsins og náttúra. Þó að hann væri á vissan hátt einfari og teldi sér ekki alltaf skylt að binda bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamenn, var hann maður fé- lagslyndur. Auk stéttarfélags síns beindist félagsmálaáhugi hans einkum að skíðaíþrótt, skógrækt og ferðalögum um landið. Leiðir hans lágu því brátt á slóðir Ferða- félags íslands og þess var skammt að bíða, að hann gerðist þar ötull liðsmaður. I stjórn félagsins var hann kjörinn 1942 og sat þar í 34 ár eða þar til heilsan brást. Vann Jóhannes þar einkum að farar- stjórn og viðhaldi sæluhúsanna, sem hann lét sér mjög annt um. Árum saman munu þær hafa verið færri sumarhelgarnar, sem hann var ekki einhvers staðar á far- aldsfæti að störfum fyrir félagið. Lengi stjórnaði hann skógrækt fé- lagsins í Heiðmörk. Þótti verk Jó- hannesar þar og að öðrum skóg- ræktarmálum með þeim ágætum, að árið 1960 sæmdi Skógræktarfé- lagið hann bikar góðum. Jóhannes var enginn málrófs- maður, og í stjórn FÍ hafði hann sig ekki mikið í frammi, en tillög- ur hans voru að jafnaði traustar og fumlausar, enda var maðurinn bæði fastlyndur og gætinn. Þegar hann lét af stjórnarstörfum var hann einróma kjörinn heiðursfé- lagi. Fáir eða engir hafa oftar verið fararstjórar í ferðum félagsins. Sumum þótti hann helst til þögull sem fararstjóri, en jafnan vékst hann vel og greiðlega við ef spurn- ingum var beint til hans og greiddi þá vel úr öllu. Hann var manna kunnugastur öllum leiðum, og átti það jafnt við um staðhætti, örnefni og annan almennan fróð- leik tengdan leiðunum og þeim stöðum, er farið var um. Farar- stjórn hans var tráust og markvís. Jóhannes var maður dulur að eðlisfari og átti það til að vera þurr á manninn við fyrstu kynni, og kann það stundum að hafa valdið misskilningi. í hópi vina sinna og náinna kunningja gat hann verið glaður og reifur, ekki síst ef ofurlítil brjóstbirta var með í förinni, og var hann þó mik- ill hófsmaður á þá hluti sem aðra. Hvergi hygg ég að honum hafi verið léttara um mál en í fjalla- skála við hlið góðra samferða- manna. Ferðafélag íslands þakkar Jó- hannesi Kolbeinssyni langa og trausta samfylgd, og ég þykist mega treysta því, að mörgum ferðafélögum hans verði nú að leiðarlokum hugsað hlýlega til skapfestu- og drengskaparmanns- ins, sem leiddi þá fyrst um torleiði og öngstigu íslenskra öræfa. Ég og aðrir félagar Jóhannesar úr stjórn Ferðafélagsins sendum konu hans og öðrum aðstandend- um samúðarkveðjur. Haraldur Sigurðsson Tíminn vinnur alla af sér og hann líður fljótt, allt of fljótt. Ein kynslóð tekur við af annarri og Jóhannes var af þeirri kynslóð, sem hefur lifað tímabil þtirra mestu þjóðfélagsbreytinga, sem íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum. Én Jóhannes hélt sinni lífsstefnu með festu og var sem klettur sem stóð af sér allar svipt- ingar. Það er kannski engin tilvilj- un að stærsti kletturinn, sem trjónir á Krossáreyrum er kallað- ur Jóhannes Kolbeinsson manna á millum. Lífsgæðabrambrolt nú- tímans náði aldrei til Jóhannesar og lét hann dagvinnu sína duga til framfærslunnar. Jóhannes átti því frístundir sem hann varði í bóka- grúsk og ferðalög um landið og var hann með fróðari mönnum hvað varðar óbyggðir landsins, hreinn viskubrunnur. Ég kynntist Jó- hannesi á síðustu árum hans, en þau kynni voru góð og mér mikils virði. Ég held að Jóhannes hafi verið einn af þeim fáu, sem nýtti þau tækifæri sem gáfust og enn gefast til að vera með sjálfum sér með sín hugðarefni og sýndi þann- ig gott fordæmi. Um leið og ég kveð Jóhannes sendi ég Valgerði „ömmu“ mínar bestu samúðarkveðjur, sem og öll- um öðrum aðstandendum. L.H.B. Skálafell fyrir hvers konar samkvæmi. Látið Hótel Esju sjá um brúðkaupsveisluna. Hótel Esja býður brúðhjónum glæsileg salarkynni í Skálafelli til þess að taka á móti gestum. Hrífandi útsýni og þægilegt andrúmsloft gerir brúðkaups- veisluna ógleymanlega fýrir nýju hjónin, vini þeirra og vandamenn. Lipur þjónusta, matur og framreiðsla. Hafið samband við hótelstjórann Svítan bíður brúðhjónanna á Hótel Esju!! varðandi undirbúninginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.