Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 20. APRÍL 1982
Útflutningsbætur á landbúnaðarvörur:
Horfur á að 81 milljón
vanti til að bætur nægi
HORFUR eru nú á því aö 81 milljón
króna vanti upp á til að útflutnings-
bætur úr ríkissjóði dugi til að jafna
hallann af útflutningi landbúnaðar-
vara á yflrstandandi verðlagsári.
Framleiðsluráð hefur gert áætlun
um þörf fyrir útflutningsbætur og er
hún um 274 milljónir króna. Útflutn-
ingsbótarétturinn hefur aftur á móti
verið áætlaður 192 milljónir, þannig
að standist áætlun Framleiðsluráðs
vantar 81 milljón upp á að bæturnar
dugi.
Morgunblaðið hafði vegna þessa
tal af Inga Tryggvasyni, formanni
Stéttarsambands bænda. Sagði
hann að ekki hefðu enn verið gerð-
ar áætlanir um það hvað gert yrði
í málinu. Starfsnefnd, sem sett
var á laggirnar á síðasta stjórn-
arfundi stéttarsambandsins, ynni
að málinu og yrði það síðan tekið
fyrir á næsta stjórnarfundi í lok
mánaðarins. Þess vegna væri ekki
hægt að segja um það á þessu stigi
hver viðbrögð stéttarsambandsins
yrðu. Menn yrðu þó að leggjast á
eitt um að leysa þennan vanda og
koma í veg fyrir að af honum yrðu
stór áföll.
Þá sagði Ingi að ástæðan fyrir
því að þessi vandi kæmi upp svona
skyndilega væri meðal annars sú,
að Noregsmarkaðurinn fyrir
kindakjöt hefði lokazt og hefði það
verið bezti markaðurinn. í fyrra
hefðu á þriðja þúsund lestir af
dilkakjöti verið seldar til Noregs
en ekkert nú. Ástæðan fyrir því
væri sú að Norðmenn hefðu aukið
talsvert kjötframleiðslu sína, bæði
á kindakjöti og öðru kjöti og dreg-
Þjóðverj-
ar heiðra
Halldór
Laxness
HÁSKÓLINN í Tubingen í
Sambandslýðveldinu Þýska-
landi heflr heiðrað nóbelsskáld-
ið Halldór Laxness í tiiefni átt-
ræðisafmælis hans með því að
gera hann að heiðursdoktor.
Heiðursskjalið verður hon-
um afhent þann 20. apríl nk.
af prófessor Wilhelm Friese,
þekktum vísindamanni í nor-
rænum fræðum við háskólann
í Tiibingen, í kvöldverði, sem
sendiherra Sambandslýðveld-
isins Þýskalands heldur hon-
um til heiðurs.
í           Sambandslýðveldinu
Þýskalandi verður afmælisins
minnst í sjónvarpssendingum
norður-þýska útvarpsins, svo
og í öðrum fjölmiðlum. Þekkt-
ir þýskir rithöfundar munu
taka þátt í heillaóskum, sem
svissneska bókaútgáfufyrir-
tækið Huber í Prauenfeld, St.
Gallen, lætur afhenda afmæl-
isbarninu, ásamt með fyrsta
eintaki nýjustu þýsku útgáf-
unnar al „&jaiisucuu t-i— ¦ .
FrétUtilkynninK.
„Hvað er að
gerast?..."
ÞAR SEM Morgunblaðið kemur
ekki út á föstudaginn nk. verður
þátturinn „Hvað er að gerast um
helgina?" í blaðinu á fimmtudag.
Fréttir í þáttinn verða því að ber-
ast ritstjórn Morgunblaðsins fyrir
þm*jo<kmekv*kk- ..««—«—»•.
Nauðsynlegt að fram-
tíðarlausn finnist,
segir Ingi Tryggva-
son, formaður Stétt-
arsambands bænda
ið úr niðurgreiðslum á því þannig
að neyzla hefði minnkað.
Þá mætti geta þess að á síðasta
verðlagsári vantaði yfir 40 millj-
ónir króna upp á að útflutnings-
bætur dygðu. Þá kom viðbótar-
framlag í lánsformi frá stjórn-
völdum að upphæð 20 milljónir.
Til viðbótar var vandinn leystur
með greiðslum af fóðurbætis-
gjaldi, sem auðvitað væri eign
bænda. Þá hefði hluta af þessari
vöntun, 10 til 12 milljónum, verið
jafnað niður á bændur. Gert væri
ráð fyrir því að nú yrði reynt að
fara svipaðar leiðir, en stéttar-
sambandið legði mikla áherzlu á
að þetta erfiða mál yrði leyst til
frambúðar og í því sambandi
ræddu menn mest um loðdýra-
rækt til að d'aga úr kindakjöts-
framleiðslunr i.
Grásleppuveiðar suðvestanlands hófust á sunnudagsmorgun og karlarn-
ir voru komnir af stað í býtið um morguninn til að leggja net sín i
„beztu" staðina. Á myndinni er það Peli, sem skríður út úr Reykjavík-
urhöfn á miðin við Akurey.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32