Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 158. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1982
39
IBK gat hæglega
unnio stærri sigur
á liði Fram
George Kirby, þjálfari Skagamanna vakti kátínu meðal áhorfenda í Kópavoginum í gærkvöldi. Mætti kappinn á
völlinn með forláta derhúfu og öskraði síðan hástöfum á menn sína eins og fvrri daginn. Var Kirby á ferðinni inn á
völlinn í tíma og ótíma, og er hann hér í einni ferðinni. Einn leikmanna UBK henti af sér legghlífum sínum inn á
vellinum, og stöðvaði dómarinn leikinn til að henda legghlífunum út af. Kirby skundaði inn á völlinn og ætlaði að
flýta fyrir, en dómarinn var ekki ánægður með hjálpsemina. Lét karlinn þó hafa hlífarnar fyrir rest og hér sést hann
hlaupa út af aftur með þær í höndunum.                                          Ljósmynd Guðjón.
Skaginn áfram í bikarnum:
Sveinbjörn Hákonarson tryggði
Skagamönnum sigur með 2 mörkum
SKAGAMENN gerðu góða ferð til Kópavogs í gærkvöldi er þeir slógu
Breiðablik út úr bikarkeppninni með 2—1 sigri. Komu öll mörk leiksins í
fyrri hálfleiknum. Verður sigurinn að teljast fyllilega sanngjarn þar sem
Akurnesingar voru mun ákveðnari í fyrri hálfleik, en þeir léku þá undan all
snarpri golu, og í síðari hálfleiknum léku þeir skynsamlegar en heimamenn
og héldu forystunni örugglega. Vindinn lægði heldur í seinni hálfleiknum og
kom það aökomumönnum óneitanlega til góða.
Kristján Olgeirsson náði foryst-
unni strax á 3. mín. leiksins fyrir
ÍA með skoti úr aukaspyrnu af
u.þ.b. 20 metra færi. Lyfti hann
boltanum skemmtilega yfir varn-
arvegginn og fór hann í bláhornið
niðri.
Hefur Guðmundur markvörður
sennilega búist við skoti frá Árna
Sveinssyni, sem kom á eftir Krist-
jáni að knettinum, og virtist Guð-
mundur ekki alveg með á nótun-
um. Nokkrum mín. siðar munaði
aðeins hársbreidd að ÍA bætti
öðru marki við, en Sveinbjörn Há-
konarson sendi þá mikið þrumu-
skot að marki Breiðabliks, og virt-
ist boltinn stefna í netið, en lenti
efst í markstönginni og aftur
fyrir. Sluppu heimamenn sannar-
lega fyrir horn í þetta skipti.
Eftir hálftíma leik fengu Blik-
arnir algjört dauðafæri. Hákon
Gunnarsson fékk þá knöttinn frá
Sigurði Grétarssyni, lék á einn
varnarmann en skot hans fór hár-
fínt fram hjá stönginni. Aðeins
tveimur mín. síðar kom svo annað
mark frá Kristjáni Olgeirssyni.
Árni Sveinsson óð upp vinstri
kantinn og sendi fastan jarðar-
bolta fyrir markið. Kristján kom
þar á fullri ferð og skoraði örugg-
lega með föstu skoti af markteig.
Nokkrum mín. síðar minnkuðu
heimamenn svo muninn. Sigurður
Grétarsson lék upp völlinn með
knöttinn, gaf á Helga Bentsson,
nokkuð fyrir utan teig, og fékk
hann aftur.
Var hann ekkert að tvínóna við
hlutina, heldur sendi mikinn
þrumufleyg í mark Akurnesinga.
Lenti knötturinn efst í miðju
markinu, og virtist Davíð mark-
vörður Kristjánsson ekki hafa bú-
ist við skoti.
Ekkert skorað í
síðari háineik
Síðari hálfleikur var heldur tíð-
indalítill. Breiðablik var meira
með boltann en Skagamenn vörð-
ust mjög vel og áttu hættulegar
skyndisóknir. Langbesta færi
hálfleiksins fékk Sigþór Ómars-
son, Skagamaður. Guðjón Þórðar-
son tók langa aukaspyrnu inn í
teiginn, Júlíus P. Ingólfsson skall-
aði til Sigþórs, sem var einn á
markteig, en á óskiljanlegan hátt
tókst honum að koma boltanum
framhjá markinu.
Blikarnir fengu ekki umtalsverð
færi, þeir voru meira með boltann
eins og áður kom fram, en léku
ekki nógu skynsamlega. Dældu
háum boltum alltof mikið inn á
teig ÍA þar sem Sigurður Lárus-
son og Jón Gunnlaugsson höfðu
flesta bolta. Á köflum náðu Blik-
arnir upp léttu þríhyrningsspili,
en það var bara alltof sjaldan.
Bestu menn ÍA í leiknum voru
þeir Árni Sveinsson, Sigurður
Lárusson og þá átti Sigurður
Jónsson, sem aðeins er 15 ára
gamall, ágætan leik og sýndi
skemmtilega takta. Sigurður
Grétarsson kom ágætlega frá
leiknum í liði UBK og einnig var
Jóhann Grétarsson sprækur, en
hann kom inn á sem varamaður.
Arnþór Óskarsson dæmdi leik-
inn og leyfði hann fullmikið. Not-
aði hann engin spjöld í leiknum en
vissulega hefði verið ástæða til
þess.
„Viö stefnum að sigri í Bikar-
keppni KSÍ að sjálfsögðu og þetta
var stórt skref í átt að titlinum sem
við stigum í kvöld er við sigruðum
Fram 3—0," sagði Einar Asbjörn
leikmaður ÍBK í gærkvöldi er lið
hans haföi sigrað Fram með yfir
burðum 3—0, og var sigur ÍBK mjög
sanngjarn. Staðan í hálfleik var
2—0.
Það var jafnræði með liðunum
fyrstu 15 mínútur leiksins, þrátt
fyrir að lið ÍBK léki undan nokkr-
um vindi. En síðan tók ÍBK leik-
inn í sínar hendur, var meira með
boltann og átti hættulegri mark-
tækifæri. Á 30. mínútu leiksins fór
boltinn inn fyrir marklínuna eftir
þvögu í markteignum, og sáu
áhorfendur og leikmenn það
greinilega. En dómari leiksins,
Sævar Sigurðsson, var á öðru máli
svo og línuvörður leiksins og mark
var ekki dæmt.
Mínútu síðar skorar ÍBK fyrsta
markið. Þar var að verki Einar
Ásbjörn eftir glæsilega horn-
spyrnu Daníels Einarsson. Einar
potaði boltanum í netið af stuttu
færi.
Á 42. mínútu skoraði Kristinn
Jóhannsson, sem braust upp
hægri kantinn. Gaf á Daníel, sem
sendi til baka á Kristinn, sem
komst inn á markteiginn. Lyfti
hann boltanum örugglega og
glæsilega yfir Guðmund, mark-
yörð Fram.
I síðari hálfleiknum var um ein-
stefnu að ræða hjá ÍBK. Á 61.
mínútu skoraði Óli Þór eftir fal-
lega sendingu frá Magnúsi Garð-
arssyni. Óli skaut föstu skoti af
um 12 metra færi beint í netið.
IBK átti bæði skot í stöng og
þverslá og mórg góð færi, en ekki
urðu mörkin fleiri í leiknum.
Bestu menn voru ÍBK Einar Ás-
björn og Gísli Eyjólfsson. Þá var
Þorsteinn öruggur í markinu. Lið
IBK —
Fram
3:0
ÍBK lék mjög vel, allir börðust vel
og voru ákveðnir í að sigra.
I slöku Fram-liði barðist Hall-
dór Arason einna best. Leikmenn
fundu aldrei réttan takt í leiknum
og eru því nú úr leik í bikarkeppn-
inni.
Vigdís/ÞR.
Útimótið í
handknattleik:
Valur vann
Breiðablik
meö 11 mörkum
ÍSLANDSMÓTIÐ í útihandknatt-
leik hófst í fyrrakvöld og er það leik-
ið við Haukahúsið í Hafnarfirði. Þrír
leikir fóru fram fyrsta kvðldið og
aðrir þrír i gær.
í fyrrakvöld áttust við Haukar
og Fram í meistaraflokki kvenna
og sigruðu Framarar örugglega í
þeim leik með 13 mórkum gegn 9.
Þá iéku Haukar og Breiðablik í
kariaflokki og fóru Haukarnir
með sigur af hólmi úr þeirri viður-
eign, skoruðu 15 mörk en UBK 13.
Staðan í hálfleik var 10—8 fyrir
Hauka. Þá sigruðu KR-ingar
Gróttu 23—19 eftir að hafa leitt
13—12 í hálfleik, og stóðu Gróttu-
strákarnir lengi vel í KR.
í gærkvöldi var aftur einn leik-
ur í kvenna- og tveir í karlaflokki.
í kvennaflokknum unnu Vals-
stelpurnar stöllur sínar úr 'FH
með 14 mörkum gegn 10, eftir að
hafa verið yfir 8—3 í leikhléi.
FH vann HK í karlaflokki
26-20 (15-9), og Valur fór létt
með lið Breiðabliks, skoraði 27
mörk gegn 16. Valsarar leiddu
14-8 í hálfleik.
Bikarkeppni KSI:
Vikingar sigruóu KA
komust áfram
Víkingar sigruðu KA norður á
Akureyri í gærkvöldi 3—1, í bikar-
keppni KSÍ, eftir að staðan í hálfleik
hafði verið 1—0. Leikur liðanna var
fremur lélegur en Víkingar þó held-
ur sprækari og verðskulduðu sigur-
inn í leiknum.
Keppnin í einkunnagjöfinni spennandi
NÚ ÞEGAR 1. deildarkeppnin í
knattspyrnu er rúmlega hálfn-
uð er greinilegt að keppnin í
einkunnagjöf Morgunblaðsins
er að verða jafnari og meira
spennandi en áður i sumar.
Vrni Sveinsson og Ólafur
Björnsson eru enn í tveimur
efstu sætunum, en síðan kemur
hópur leikmanna í hnapp og
geta þeir örugglega komið til
með aö blanda sér í toppbarátt-
Ögmundur Kristinsson, Vikingi,
hefur leikið vel i markinu.
una á næstunni.
Listinn  yfir  nokkra  efstu
menn lítur þannig ú i:
Árni Sveinsson ÍA        7,1
Ólafur Björnsson UBK    6,8
Ögmundur Kristinsson Vík. 6,5
Ragnar Margeirsson ÍBK 6,5
Ómar Jóhannsson ÍBV     6,4
Heimir Karlsson Víkingi 6,4
Valþór Sigþórsson ÍBV    6,4
Sigurlás Þorleifsson ÍBV 6,4
Þórður Mareisson Víkingi 6,3
Þorsteinn Bjarnason fBK 6,3
Sigurður Björgvinsson ÍBK 6,2
Gústav fialdvinsson ÍBÍ   6,2
Fyrri hálfleikurinn var þófkennd-
ur og lítið um marktækifæri. Eina
mark hálfleiksins kom á 15. mínútu,
þá gerðu varnarmenn KA sig seka
um slæm mistök og boitinn barst til
Heimis Karlssonar sem var einn og
óvaldaður á markteig og hann þakk-
aði gestrisni heimamanna og skoraði
af öryggi með góðu skoti.
Víkingar léku undan talsverðri
golu í síðari hálfleiknum og voru
þá mun betri og frískari en í þeim
fyrri. Á 61. mínútu leiksins skor-
uðu Víkingar sitt annað mark.
Boltinn barst hátt í loft upp fyrir
framan mark KA. Aðalsteinn
markvörður hugðist grípa knött-
inn en missti hann frá sér til
Sverris Herbertssonar sem skor-
aði  með  viðstöðulausu  skoti  í
markhornið uppi, af stuttu færi.
Á 75. mínútu minnkar KA mun-
inn í 2—1. Boltinn barst fyrir
mark Víkings og þar urðu slæm
mistök hjá varnarmönnum og
Ragnar Rögnvaldsson skoraði af
stuttu færi. Einni mínútu síðar
innsigla Víkingar sigurinn. Vörn
KA svaf á verðinum og Sverrir
Herbertsson fékk stungubolta inn
fyrir vörnina. Hann nýtti færið til
fullnustu og skoraði með góðu
skoti utan úr teignum.
Besti maður Víkings var Sverrir
Herbertsson, sem barðist vel og
skoraði tvö góð mörk. Annars var
liðið jafnt að getu. Enginn skaraði
fram úr í liði KA og réði meðal-
mennskan ríkjum.
RE/ÞR.
Sjá íþróttir bls. 26
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40