Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 Vaxandi vin- sældir Kajak íþróttarinnar • Kajak .sijrlin^ar á straumvötnum hér á landi eiga vaxandi vinsældum að fagna, enda þvkja islensk straumvötn henta vel fyrir íþróttina. Hér á landi er starfandi nokkurra ára gamall kajak-klúbhur og hefur félagatala hans farið hækkandi jafnt og þétt. Þeir félagarnir eru gjarnan á hinum tæru bergvatnsám að vorlagi, eða áður en laxinn gengur í árnar, en þá færa þeir sig yfir á jökulvötnin. Þeir hafa mikið verið á Norðurá á vorin, en Hvítá hjá Húsafelli og Þjórsá taka síðan við þegar laxveiði- timinn gengur í garð. Hér er augsýnilega um ofurhuga- íþrótt að ræða og ekki á hvers manns færi að ráða við, a.m.k. ekki æf- ingarlaust. Talsmenn kajak-íþróttar- innar segja þó, að sé fvllsta öryggis gætt sé íþrótt þessi síst hættulegri en hver önnur. Ægir sigraði Aldursflokkamótið - Bolvíkingar komu mest á ðvart llm helgina fór fram á Akureyri fjölmennasta sundmót ársins, aldurs- flokkamótið. Alls mættu 228 kepp- endur til mótsins, 16 ára og yngri, en miklu fjölmennastir voru krakkar á aldrinum 12—14 ára. Aldursflokka- mótið er árlegur viðburður, en hér eftir fer llnglingameistaramót ís- lands fram annað hvert ár en tillaga þar um var samþykkt á þingi Sund- sambandsins er fram fór á Akureyri jafnframt mótinu. Fyrir okkar yngsta afreksfólk er það stór stund að keppa á svo stóru móti sem þessu og hafa stjórnendur þessara móta lagt ofur- kapp á að flest standist er viðkemur framkvæmd mótsins og er það firna mikið starf. A meðan á mótinu stóð tókst undirrituðum að hafa upp á nokkr- um mönnum er voru í eldlínunni þessa daga og varð Guðmundur Árnason form. mótanefndar fyrst- ur á vegi okkar. Hann sagði þetta gott mót þó lítið væri um met og lagði áherslu á að þau Guðrún Fema og Eðvarð Þ. Eðvarðs væru bæði þreytt eftir miklar æfingar enda stíla þau upp á unglinga- meistaramótið í Innsbruck 26.-29. ágúst nk. Því má skjóta að svona í framhjáhlaupi að þau tóku þátt í samtals 10 einstaklingsgreinum og unnu þær allar, þau eru hápunkt- urinn á gróskumiklu unglingastarfi undanfarinna ára. Guðmundur lagði á það áherzlu að breiddin væri greinilega að aukast verulega og lýsti yfir ánægju sinni með þá þróun. Hér á árum áður fékk Ægir þetta 350 —400 stig (af rúmlega 800) en nær nú rétt 200 stigum svo hver maður sér að breiddin er stór- lega að aukast. Guðmundur sagði ennfremur að stærsti hluti kepp- enda væri undir 14 ára aldri og því til stuðnings voru 54 stúlkur í einni grein 14 ára og yngri og giska má að um 140 þátttakendur hafi verið undir 14 ára. Guðmundur vildi að lokum þakka Akureyringum fyrir góða stjórn og sagði hið góða veður báða dagana vissulega hafa gert sitt til þess að tryggja skemmtilegt mót. Eftir mikla leit tókst að hafa upp á Guðfinni Ólafssyni, formanni Sundsambandsins, en hann var skiljanlega ákaflega önnum kafinn allt mótið. Guðfinnur hafði þetta um málið að segja: „Þátttakendum virðist stöðugt fjölga, í einni grein- inni eru um 60 þátttakendur. Sú þróun hefur átt sér stað að liðin eru jafnari, færri toppar. Áður hafði lið eins og t.a.m. Ægir marga topp-sundmenn en nú hefur ekkert lið slíkan hóp og því dreifast stigin mun meira en áður. Liðin eru kannski með 1—2 er skara fram úr en engan hóp. Keppnin er sem sagt orðin jafnari. Bolvíkingar eru nú í öðru sæti á sínu öðru aldursflokka- móti og segir það eitt sína sögu um þær framfarir er hafa átt sér stað víða. Á stað eins og Bolungarvík þarf að vera traust og gott fólk til að ná slíkum árangri og kemur Auðunn þjálfari þeirra mest á óvart allra okkar þjálfara. Auðunn byrjar fyrir vestan um áramótin 1980—81 og hefur sýnt ótrúlega hæfni, hann hefur sýnt mikinn dugnað við þekkingarleit og þróað sjálfan sig sem þjálfara en annars er bezt fyrir þig að ræða við Auð- unn sjálfan," og þar með var for- maðurinn rokinn til starfa. Auð- unn þessi er Eiríksson og er frá Reykjavík og synti hér á árum áður fyrir ÍR en fluttist vestur fyrir u.þ.b. 2 árum og hóf þá að kenna íþróttir en var síðan beðinn um að taka við þjálfun sundliðsins. Auðunn kvaðst hafa tekið eftir því strax hvað börnin á Bolungar- vík stóðu t.d. Reykjavíkurbörnum langtum framar í sundlistinni svona almennt tekið. Auðunn hélt áfram: „Fyrsta sundmótið var landsmótið síðastliðið sumar og kom þar fram góður árangur er lof- aði góðu. Næst var það aldurs- flokkamótið á Siglufirði og þar höfnuðum við í fimmta sæti og sáum þá fram á að með aukinni þjálfun og einbeitni gætum við náð miklu mun lengra og það hefur tek- ist. Krakkarnir hafa sýnt einstak- an áhuga og elju. Aðstæður fyrir vestan eru jú góðar en okkur vant- ar tilfinnanlega löglega laug fyrir mót eins og t.d. þetta hér. Við æf- um að jafnaði 6 sinnum í viku hverri, rúman klukkutíma í senn, og hef ég að jafnaði 12—15 manna hóp. Breiddin er ágæt og 8—10 manna hópur er mjög jafn og sam- stilltur. Þaö má ekki gleyma þætti Guðmundu Jónasdóttur sem hefur verið með yngsta hópinn í sínum höndum og skilað ákaflega góðu starfi." Svo mörg voru þau orð eina af okkar efnilegustu sundþjálfur- um og geta efalítið margir dregið einhvern lærdóm af þessu. Þrátt fyrir aukna keppni reynd- ist Ægir vera hinn öruggi sigurveg- ari með sín 200,stig en munurinn minnkar og spennan eykst og er það von allra að í náinni framtfð verði um enn meiri keppni og fram- farir að ræða í þessari hollu íþrótt. MÞ 3. DEILD: Mikil barátta fyrir norðan Margir fjörugur leikir fóru fratn í 3. og 4. deiidarkeppn- inni í knattspyrnu fyrir norð- an um helgina. Leiftur frá Ólafsfirði hefur nú yfirburðastöðu í sínum riðli í 4. deildinni og Reynir marði sigur í sínum. Það væri synd að segja að 3. deildin væri ekki spennandi þar sem enn eru 4 lið, sem góða möguleika eiga á sigri og þar sem þau eiga óleikna innbyrðis leiki er ógjörningur að spá nokkru. 3. deild: Arroðinn — HSÞ-b 2:6 (2:0) Mikið hvassviðri setti mjög svip sinn á leik þennan og á efa- lítið sinn stóra þátt í þeim sveifl- um sem eru milli hálfleikanna. Örn Tryggvason og Helgi Jó- hannsson skora fyrir heimamenn í fyrri hálfleik. og virtust þeir líklegir til alls. En í síðari hálf- leiknum byrja mistökin og þeir færa Mývetningum hvert færið af öðru á silfurfari og slíkt kunnu aðkomumenn vel að meta. Sóphanías Árnason gerði 3, „hat-trick“, Gunnar Blöndal, Ragnar Þórðarson og Jónas Skúlason skoruðu sitt markið hver en Jónas varð fyrir þeirri óheppni að brotna á fæti eftir samstuð. KS — Huginn 5:0 (3:0) Sem oftar áður voru Siglfirð- ingar erfiðir heim að sækja og sigurinn gat auðveidlega orðið enn stærri. Siglfirðingar voru mun betri aðilinn frá fyrstu mín- útu til þeirrar síðustu en þeir Óli Agnarsson 2 (kominn með 17 mörk), Björn Ingimarsson, Haf- þór Kolbeinsson og Þorgeir Reynisson skoruðu fyrir KS sem nú hefur langt bezta markahlut- fall þeirra liða er berjast um sig- urinn í riðlinum. 4. deild: Vaskur — Nvarfdælir 1:0 (0:0) Hér áttust við botnlið riðilsins og var knattspyrnan lengstum í samræmi við það, dæmigerð 4. deildar knattspyrna — löng spörk og há, þó leikið væri á hin- um ágæta Akureyrarvelli. Akur- eyringarnir voru sterkari aðilinn og mark það er Hákon Hákon- arson gerði var sanngjarnt. Dagsbrún — Vorboðinn 1:3 (1:1) Fyrri hálfleikur þessa leiks var jafn og slakur. Miðjuþóf og lítið samspil. Það var svo Páll Þór Ómarsson sem greiddi úr flækj- unni og eftir einleik mikinn skor- aði hann gott mark. Sigursteinn Vestmann jafnaði fyrir heima- menn fyrir hlé en Vorboðamenn mættu virkilega ákveðnir til leiks i síðari hálfleik og sigruðu örugglega með mörkum Smára Víglundssonar og Þrastar Jóns- sonar. Hvöt — Leiftur 2:5 (0:5) Hávaðarok var allan leikinn og kom vitanlega mjög niður á sam- leik beggja. leiftur hafði firna yf- irburði í fyrri hálfleik og þá skoruðu þeir Leiftursmenn 5 mörk, Sigurbjörn Jakobsson 2, Hafsteinn Jak., Stefán Jak. og Geir Hörður Ágústsson eitt hver. Fátt benti til annars en að þetta yrðu lokaúrslitin en heimamönn- um tókst að koma 2 inn síðustu 6—7 mín. Theódór þjálfari Hvatar skor- aði mörk liðsins en yfirburða sig- ur Leifturs var fyllilega sann- gjarn. Glóðafeykir — Reynir Á 1:1 (1:1) Toppuppgjörinu í riðlinum lauk með sanngjörnu jafntefli eftir heiftarlega baráttu. Reynir komst í 1:0, með marki um miðj- an hálflejkinn, en Reynir Jóns- son jafnaði fljótlega fyrir heima- menn og þar við sat. Árangur Glóðafeykis er einkar athyglis- verður og verða þeir eflaust sterkir að ári, fái þeir þjálfara! Þeir fengu ekki spjald í allt sumar, prúðir strákar það! - MÞ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.