Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 170. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36 SIÐUR OG LESBOK
170. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 7. AGUST 1982
Prenlsmiðja Morgunblaðsins.
Washington:
Stálsamkomu-
lagið var fellt
í gærkvöldi
Wa.shington, 6. ágúst. VI*.
BANDARÍSKA stálfélagið felldi seint í kvöld samkomulag, scm náðst
hafði i gærdag á milli fulltrúa Bandaríkjastjórnar og 10 ríkja innan
Efnahagsbandalags Evrópu. Ákvörðun félagsins hleypir deilunni i hnút
á ný og mikil óvissa ríkir nú um framhald samningaviðræðna.
Þetta samkomulag hefði get-
að orðið endapunkturinn á
löngum erjum þar sem leiðtog-
ar bandaríska stáliðnaðarins
hafa ásakað Evrópu um að hafa
notað opinbera fjárstyrki til
einkafyrirtækja til að klekkja á
bandaríska stálmarkaðnum.
Tilkynning um samkomulag-
ið var birt í dag að loknum
samningaviðræðum, sem staðið
hafa alla síðastliðna viku. Sam-
komulag  þetta  átti  ekki  að
ganga í gildi fyrr en búið var að
bera það undir leiðtoga stál-
framleiðslu þessara ellefu
þjóða.
Samkomulagið mun ekki ná
yfir hömlur á útflutningi á
leiðslum sem framleiddar eru í
Evrópu, en haft er eftir óstað-
festum fregnum að reynt verði
að komast að samkomulagi um
framleiðslu þessa um miðjan
september.
Stofnandi friðar-
hreyfingar á hæli
Maskvu, 6. kgúst. AI*.
LÖGREGLA handtók í dag
annan tveggja stofnenda einu
óháðu friðarhreyfingarinnar í
Sovétríkjunum, Sergei Bat-
ovrin, á heimili hans í
Moskvu. í fréttum seint í
kvóld var frá því skýrt, að fé-
lagar hans í hreyfingunni
hefðu sannfrétt að honum
hefði verið komið fyrir á geð-
veikrahæli.
Annar meðlimur hreyfingar-
innar, Valery Godyak, var einnig
handtekinn í dag. Batovrin var
gefið að sök við handtökuna að
hafa neitað að gegna herþjón-
ustu, að sögn félaga hans, sem
urðu vitni að henni. Batovrin
hélt því fram við handtökuna, að
hann hefði verið undanþeginn
herþjónustu og hótaði að fara í
hungurverkfall þegar hann var
leiddur á brott.
Lögregla lagði í gær hald á 88
and-styrjaldarmálverk,     sem
Batovrin hefur málað. Með þeim
aðgerðum var komið í veg fyrir
að hann gæti haldið sýningu á
þeim í dag þegar 37 ár eru liðin
frá því kjarnorkusprengju var
varpað  á  Hiroshima.  Lögregla
kom einnig í veg fyrir, að vest-
rænir fréttamenn fengju aðgang
að blaðamannafundi, sem halda
átti nokkrum klukkustundum áð-
ur en húsleit var gerð á heimili
Batovrins.
Táknræn mynd frá Beirut. Örvingluð móðir heklur á tveimur börnum sínum í matarleit eftir að heimili hennar hafói
verið sprengt í loft upp.                                                            símamynd ai».
„Nú er framhaldið allt
undír ísraelum komið"
— segir Philip Habib að loknu samkomulagi við Ieiðtoga PLO um brottflutning þeirra frá Beirut
Bcirút og Sameinuou þjóounum, 6. ágÚHt. \IV
ÍSRAELAR GERÐU í dag harðar loft-
árásir á vesturhluta Beirút um svipað
leyti og leiðtogar PLO tilkynntu, að
endanlegt samkomulag hcfrti náðst í
viðræðum þeirra við Philip Habib, sér-
legan sendifulltrúa Bandaríkjastjórn-
ar, um brottflutning PLO-manna frá
Beirút. Aðeins örfá smáatriði eru sögð
eftir.
PLO hefur fallist á, að skilja meg-
inhluta vopna sinna eftir í borginni
og hafa sig á brott innan 15 daga.
Hefur Arafat, leiðtogi PLO, jafnvel í
hyggju að reyna að koma tveimur
herdeildum með um 700 mönnum
sjóleiðina frá borginni áður en al-
þjóðlegar friðargæslusveitir koma
til Beirút. Habib lýsti því yfir, að
hann væri ánaegður með hvernig mál
hefðu þróast. „Nú er framhaldið allt
undir Israelum komið," sagði hann.
Orrustuþotur ísraela sprengdu í
dag átta hæða hús, sem flóttamenn
hafast alla jafna við í, í loft upp.
Stóð ekki steinn yfir steini þegar
árásunum lauk. Fjöldi manna lét líf-
Bygging eldflauga-
palla Bandaríkja-
manna hafin
Nýtt bandariskt flugskeyti, Patr-
iot, er hér til sýnis í Giessen í
Vestur-I'ýskalandi í tilefni þess, að
undirbúningur     við     fyrstu
eldflaugarpallana eru að hefjast.
Eldflaugum þessum er ætlað að
koma í stað Nike-Herkúles og
Hawk-flauganna, sem nú eru stað-
settar í Mið-Evrópu.
ið. Björgunarsveitir voru enn að
grafa í rústunum í leit að einhverj-
um, sem kynnu að hafa grafist lif-
andi undir þeim, er geysilega öflug
sprengja sprakk í bifreið í næsta
nágrenni. Margir, sem komist höfðu
lífs af úr loftárásunum og voru að
hjálpa til við björgunarstörf, létu þá
lífið.
Israelar segjast hafa gert árásirn-
ar á borgina í hefndarskyni fyrir sí-
endurtekin brot PLO á vopnahléinu,
sem á að vera í gildi í borginni. Segj-
ast þeir ekki munu linna árásum sín-
um fyrr en þeir sjái áþreifanlegt
tákn þess, að PLO hyggist yfirgefa
Beirút.
Bandaríkin beittu í dag neitunar-
valdi í Öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna er gengið var til atkvæða um
tillögu  Sovétmanna um  allsherjar
vopnasölubann á ísraela. Óratími
leið frá því tillagan var lögð fram og
þar til hún fékk afgreiðslu, þar sem
fulltrúar ríkja þriðja heimsins vildi
milda orðalag hennar áður en gengið
yrði til atkvæða. Ellefu ríki greiddu
atkvæði með henni, eitt á móti,
Bandaríkin, og þrjú sátu hjá.
Ríkisstjórn Nicaragua tilkynnti í
dag, að hún hefði ákveðið að slíta
öllu stjórnmálasambandi við ísrael
vegna innrásarinnar í Líbanon.
Sagði í opinberri tilkynningu frá
stjórninni, að hún virti og skildi
skýlausan rétt Palestínumanna til
að fá að lifa sem frjáls og sjálfstæð
þjóð. Um leið var stjórn Bandaríkj-
anna harkalega gagnrýnd fyrir að
snúa ekki bakinu við ísraelsmönnum
í þeirri gereyðingarstarfsemi, sem
þcir stunduðu í Beirút.
Fyrsta þing kommún-
ista í Kína í 5 ár
l*eking, fi. áffú.sl. Al*.
FVRSTA landsþing kínverskra kommúnista í 5 ár hefur vorið boðað þann 1.
scptember næstkomandi. Er talið fullvíst að þá muni fara fram (alsverð uppstokk-
un og yngri mcnn verði settir í áhrifastöður.
Akvörðun þessi var tilkynnt í dag legar breytingar í landinu. Er talið
eftir að miðstjórn flokksins hafði að Kínverjar muni t.d. leita eftir
setið á fundi. Erlendir fréttaskýr- frekari samvinnu við erlenda aðila í
endur telja að í vændum séu veru-    iðnvæðingu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36