Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 182. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44 SÍÐUR OG LESBÓK
182. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 21. AGUST 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Um 300 grindhvölum bjargað-við RiL
Um 300 grindhvölum var bjargað viö
höfnina á Rifi í gær eftir að i milli
300 og 400 hvala vaða hafði gengið
þar á land. Um 30 hvalir drápust í
fjöruborðinu. Það var rétt fyrir
klukkan 8 í gærmorgun að hvalavöð-
unnar varð vart við Töskuvita, rétt
utan innsiglingarinnar í höfnina á
Rifi. Skiimniu fyrir hádegið kom svo
styggð að hvalnum og æddi hann þá
beint upp í fjöruna og þar sem farið
var að fjara festist mikill hluti vöð-
. unnar þar.
Þorpsbúar tóku þegar að reyna að
bjarga hvalnum i ýmsan hátt en það
gekk ekki verulega fyrr en bátar
komust milli vöðunnar og lands og
tókst þá að reka hana til hafs.
Sja viðtöl og myndir í miðopnu.
Ljósmynd Mbl. Kristján
Fyrstu friðargæslusveit-
irnar til Líbanon í dag
H *whin<rtnn  Ib-.riil  'Mi  *ttuut  AP                                                                                                                                                                   ^^"^^
Washington, Beirút, 20. ig&nL AP.
„HERMENN okkar munu ekki undir nokkrum kringumstæðum dvelja
lengur en í 30 daga í Beirút," tilkynnti Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, um leið og hann staðfesti, að Bandaríkjamenn myndu senda friðar-
gæslusveitir til Líbanon. Reagan sagði ennfremur, að ef svo mikið sem
einu skoti yrði skotið á hermennina yrðu þeir kallaðir heim samstundis.
Um 800 manna lið í fimm herskipum bíður nú átekta undan strönd
Líbanon.
Yfirvöld í Póllandi herða aðgerðir:
Tveggja metra hátt grind-
verk umhverfis Sigurtorgið
V»rsjá, 20. igúst. AP.
BYGGING tæplega tveggja metra
hás grindverks umhverfis Sigur-
torgið í miðri Varsjárborg hófst
snemma í morgun samkvæmt
fyrirmælum pólskra yfirvalda.
Torgið hefur til þessa verið helsti
samkomustaður friðsamra mót-
mælenda, sem safnast hafa saman,
sungið sálma og beðist fyrir. Þá
hefur verið algengt að fólk hafi
lagt blómsveiga á torgið. Mikill
lögregluvörður var á torginu þegar
framkvæmdir hófust i morgun, en
ekki kom til neinna átaka.
Þeir leiðtogar Samstöðu, sem
hafast við í leyni, hafa hvatt til
fjölmennra mótmæla á öðrum
afmælisdegi samtakanna þann
31. ágúst. Hafa þeir lagt til að
mótmælin verði friðsamleg, en
„sérlega áhrifarík". I opinberu
málgagni stjórnvalda í morgun
var varað við óeirðum og sagði
þar ennfremur að þegar mætti
sjá steinana í höndum mótmæl
endanna.
I viðtali við einn leiðtoganna,
m er í felum, sagðist hann ef-
ast um að óeirðirnar yrðu veru-
lega fjölmennar. „Minningin um
Samstöðu ein sér er ekki nóg til
að tugþúsundir flykkist út á göt-
urnar." Hann sagði þó ennfrem-
ur, að ekki kæmi á óvart þótt
fjölmenn mótmæli yrðu hér og
þar um landið. „Reyni yfirvöld
að berja þessi mótmæli niður
með valdi geta mótmælin snúist
upp í óeirðir," sagði leiðtoginn
einnig.
Þrívegis á einni viku hefur
óeirðalögregla komið á Sigur-
torgið og sprautað vatni á fólk,
sem þar kom saman og baðst
fyrir. Ennfremur hefur fólkið
myndað krossa úr blómum á
torginu, en þeim jafnan verið
sópað burt að kvöldi.
Hópur ítalskra sjálfboðaliða
lagði í dag af stað frá hafnarborg-
inni Brindisi í átt til Líbanon þar
sem hann mun undirbúa kornu
rúmlega 500 manna herliðs frá ít-
alíu. Um svipað leyti undirbjó 300
manna hópur frá Frakklandi
brottför til Líbanon. Frakkar
leggja til um 800 manna lið og er
hluti þess þegar kominn til Líban-
on, sem hluti af liði Sameinuðu
þjóðanna. Fyrstu friðargæslu-
sveitirnar eru væntanlegar til
Beirút í fyrramálið, laugardag.
PLO skilaði í dag tveimur ísra-
elskum hermönnum, sem samtök-
in höfðu í haldi. Annar var flug-
maður, sem náðist eftir að flugvél
hans var skotin niður, en hinn var
handtekinn í vesturhluta Beirút.
Báðir sögðust ísraelarnir hafa
notið góðs aðbúnaðar hjá PLO. Þá
var líkkistum 9 manna skilað að
beiðni ísraela og sá Rauði kross-
inn um að koma þeim til skila.
Þar með hafa öll skilyrði ísraela
fyrir varanlegum friði verið upp-
fyllt.
Shafik Wazzan, forsætisráð-
herra Líbanon, sagði í dag, að
ekkert væri því til fyrirstóðu að
brottflutningur PLO gæti hafist á
morgun. Sagðist hanh ennfremur
vonast til að ekkert óvænt kæmi
upp, sem hindrað gæti brottflutn-
inginn.
Sprengjufaraldur á Korsíku
Ajaecio, Korsíku, 20. áfrúst. AP.
Skæruliðahreyfing, sem berst
fyrir sjálfstæði Korsíku, lýsti í dag i
hendur sér ibyrgð á 70 sprenging-
um, sem urðu víðs vegar um eyna
snemma í nótt. Sprengingarnar urðu
átta klukkustundum iður en vinstri-
sinnaður frambjóðandi var kjörinn
forseti héraðsþings eyjarinnar.
Að sögn lögreglu urðu geysileg-
ar skemmdir af völdum spreng-
inganna, en  ekki  var vitað um
nema tvö meiðslatilfelli. Þetta er
versti sprengjufaraldur, sem
gengið hefur yfir Korsíku til
þessa. Ekki er nema eitt og hálft
ár frá því 56 sprengingar urðu víðs
vegar um eyjuna. Stóð sama
hreyfingin að baki þeim.
I París kembdi lögregla borgina
og úthverfi hennar í dögun og
handtók 12 menn, sem grunaðir
eru um aðild að útlægum skæru-
liðasamtökum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44