Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 183. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR
wgmiRUbib
183. tbl. 69. árg.
SUNNUDAGUR 22. AGUST 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
„Samstaða
á sér enga
framtíð í
Póllandi"
— segir Rakowski
Varsjá, l'óllandi, 21. ágúst. AP.
FÓL8KI varaforsetinn, Mieczyslaw
F. Rakowski, sagði í viðtali er birtist í
dag að Samstaða „eigi sér enga fram
tið í Póllandi" og hafnaði tillögum
þess eðlis að um leynilegu starfsem-
ina ætti að fara mjúkum höndum.
Rakowski sagði einnig að ekki
hefðu verið gerðar tilraunir til að
brjóta Lech Walesa niður eða hafa
áhrif á skoðanir hans meðan á
fangelsisdvöl hans hefur staðið.
Hann hefur verið í haldi allt frá því
herlögin tóku gildi, þann 13. des-
ember, og vestrænir fréttaskýrend-
ur i Varsjá segjast efast um að hon-
um verði sleppt í bráð.
I dag hófu verkamenn að ryðja
Sigurtorgið í Varsjá, en það hefur
verið sá staður sem Pólverjar hafa
safnast saman á til að eiga saman
bænastundir og sýnt fram á and-
stöðu sína við herlögin. Hins vegar
er ráðgert frá hendi yfirvalda að
reisa girðingu allt í kring um torgið
til að koma í veg fyrir að fjöldi
manns safnist þar saman dag hvern
af ótta við mótmæli.
Ný getn-
aðarvörn
Ncw York, 20. ápíst. Al'.
VÍSINDAMENN í a.m.k. þremur
löndum eru nú að vinna að getnað-
arvörn í formi nefspreys, sem á að
vera jafnt fyrir karlmenn sem kon-
ur. Þetta er liður í leit að getnaðar-
vörn sem gæti hentað sem flestum.
Nefspreyið, sem á að taka einu
sinni á dag, er ein af 20 nýjum
getnaðarvörnum sem hugsanlegt
er að verði komnar á markaðinn
innan 20 ára, samkvæmt nýút-
kominni skýrslu í Bandaríkjun-
um.
Vísindamennirnir eru að leita
að hinni „fullkomnu" getnaðar-
vörn, þ.e. þeirri sem kemur í veg
fyrir getnað, hefur engar auka-
verkanir í för með sér og er ódýr,
auðveld í notkun og gagnar jafnt
báðum kynjum.
Nefspreyið sendir smáskammt
af hormónum inn í líkamann í
gegnum lungun og þannig inn í
blóðrásina. Nefsprey þetta hefur
þegar verið reynt í Vestur-
Þýskalandi og er nú í rannsókn í
Svíþjóð, Brasilíu og Chile, sam-
kvæmt upplýsingum frá dr. Nash
sem stendur að rannsókninni.
Yfir 100 þúsund súlur búa í Eldey, en myndina tók Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins í Eldeyjarleiðangrinum sl.
föstudag. Það er Þorkell Húnbogason sem er þarna á rölti í súlubyggðinni, en kollur Eldeyjar er hrjúfur með gilskorningum og
hvarvetna er súlubæli við súlubæli. Sjá bls. 2 og baksíðu.
Brottflutningur skæruliða
hafinn frá Vestur-Beirút
Beirút, 21. ágúst. AP.
BROTTFLUTNINGUR palestínskra
skæruliða frá Líbanon er hafinn og
snemma í dag gengu þeir fyrstu 400
fylktu liði eftir götum Vestur-Beirút
til hafnarinnar, sem nú er i höndum
350 franskra hermanna. Á leið sinni
skutu þeir án afláts upp í loftið,
héldu myndum af Arafat, leiðtoga
siniim, hátt á loft og hrópuðu: „Bylt-
ingin heldur áfram uns sigur
vinnst." Grátandi konur vörðuðu
leið þeirra og veifuðu vasaklútum
sínum  í  kveðjuskyni.  Þegar  þeir
komu til hafnarinnar fóru þeir um
borð í skip, sem mun flytja þá til
borgarinnar Larnaca á Kýpur, en
þaðan fara þeir til íraks og Jórd-
..iuii
Frönsku hermennirnir, 350 tals-
ins, sem ásamt bandarískum, ít-
olskum og líbönskum hermönnum
munu skipa 2.100 manna eftirlits-
lið með brottflutningi skærulið-
anna, komu til Beirút árla í morg-
un. Gert hafði verið ráð fyrir, að
hafnarsvæðið væri þá í höndum
líbanska hersins en þegar til kom
voru þar aðeins ísraelar fyrir. Til
harðra orðaskipta kom milli for-
ingja Frakkanna og ísraela og
skipuðu þeir fyrrnefndu ísraelsku
hermönnunum að hafa sig á brott
á stundinni. Foringi í líbanska
hernum sagði seinna, að ísraelar
hefðu meinað þeim aðgang að
höfninni.
Fimm klukkustundum eftir
komu Frakkanna hófst brottflutn-
ingur fyrstu skæruliðanna en gert
Auknar ofsóknir gegn
kristnu fólki í Rússlandi
Stokkhólmi, 21. ágúst.
OFSÖKNIR á hendur kristnum
mönnum í Sovétríkjunum hafa auk-
ist mjög að undanförnu og er nú
vitað með vissu um fjórfalt fleiri
menn, sem fangelsaðir hafa verid
fyrir trú sína. Þessar fréttir eru
hafðar eftir útlægum Sovétmönnum
i Sviþjóð og félögum í Slavneska
trúboðssambandinu.
Sovésk yfirvöld hafa einkum
gengið hart fram gegn baptistum
og hvítasunnufólki. Wilgot Frit-
zon, leiðtogi Slavneska trúboðs-
sambandsins, sem hefur mikil
tengsl við kristna trúbraeður sína
í Sovétríkjunum, segir, að flestir
séu dæmdir með tilvísan til 190.
greinar hegningarlaganna en þar
er kveðið á um viðurlög við að
„útbreiða lygar um Sovétríkin og
sovéskt samfélag". Sök fólks-
ins er þá oftast sú að hafa haft í
fórum sínum kristileg rit.
Leynilögreglumenn elta oft
kristið fólk á röndum og börn
kristinna foreldra verða tíðum
fyrir aðkasti í skólunum. Þau eru
neydd til að ganga í æskulýðs-
samtök kommúnista en þegar að
því  kemur  að  þau  sækja  um
skólavist í æðri menntastofnun-
um eru þeim flestar dyr lokaðar.
Þrátt fyrir þetta virðist kristnu
fólki vaxa ásmegin í Sovétríkjun-
um. Stöðugt fleiri kirkjur á veg-
um rússnesku rétttrúnaðarkirkj-
unnar hafa verið opnaðar og
einnig hefur þeim söfnuðum, sem
yfirvöld leggja ekki blessun sína
yfir, fjölgað mjög.
er ráð fyrir, að hann muni standa
í tvær vikur. Philip C. Habib,
sendimaður Bandaríkjastjórnar,
sem átti mestan þátt í samkomu-
laginu um brottflutninginn, kann-
aði franska herliðið í Beirút-höfn
stundu áður en skæruliðarnir
stigu um borð og var Shafik Wazz-
an, forsætisráðherra Líbanons, í
fylgd með honum en hann annað-
ist milligöngu milli Habibs og
Arafats.
PLO, frelsisfylking Palestínu-
manna, hefur fagnað samkomu-
laginu og kallar það pólitískan
sigur, sem unnist hafi á ísraelum.
Dagblöð í Vestur-Beirút birta
myndir af Arafat brosandi og
hafa það eftir Salah Khalaf, hátt-
settum PLO-manni, að skæruliðar
séu aðeins að færa si'g úr einni
vígstöðinni í aðra. I Austur-
Beirút, sem er byggð kristnu fólki,
er einnig mikill fögnuður. „Palest-
ínsku martröðinni er lokið, loks-
ins," sagði útvarpsstöðin „Rödd
Líbanons", sem líbanskir hægri-
menn reka.
Áætlað er, að nk. fimmtudag og
föstudag verði 800 bandarískir
landgönguliðar, 532 ítalskir her-
menn og 450 franskir hermenn að
auki komnir til borgarinnar til að
fylgjast með brottflutningnum
ásamt deildum úr líbanska hern-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48