Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 184. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SÍÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI OG HUOMBÆJARBLAÐ
184. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1982
Prentsmidja Morgunblaðsins.
Talsmenn útgerðar, iðnaðar, verzlunar og verkalýðssamtaka andmæla bráðabirgðalögunum:
Engin töfrabrögð duga til að
tryggja rekstur útgerðar
— segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna
Erlendur gjaldeyrir hækkar um allt að 18% — helmings
skerðing verðbóta 1. desember — hækkun vörugjalds
Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar-
innar, sem kynntar voru á laugar-
dagskvöldið, hafa sætt haröri gagn-
rýni talsmanna atvinnuveganna og
verkalýössamtakanna. ' Kristján
Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir í
viðtali við Morgunblaðið í dag, að
„það eru engin þau töfrabrögð til,
sem gera útgerðinni mögulegt að
halda rekstri áfram við þessi skil-
yrði". í ályktun miðstjórnar ASI er
því mótmælt „harðlega, að nú skuli
enn einu sinni gripið til vísitölu-
skerðingar á kaupi almenns verka-
fólks".
Víglundur Þorsteinsson, for-
maður Félags ísl. iðnrekenda, seg-
ir í Morgunblaðinu í dag að verði
Pólland:
Þolinmæði her-
stjórnarinnar
á þrotum
Y'arsjá, 2.1. átfúst. AP.
PÓLSKA herstjórnin virðist nú orðin
mjög uggandi um sinn hag, en í dag
var birt eindregin aðvörun um að þol-
inmæðin gagnvart andófi Samstóðu
væri á þrotum, um leið og þess var
krafizt að vestrænar útvarpsstöðvar
hættu að senda „óhróður" inn í Pól-
land á stuttbylgju. I>á var sendiherrum
Bandarikjanna, Frakklands, Bretlands
og V -Þýzkalands stefnt í utanríkisráðu-
neytið í V arsja til að taka við mótmæl-
um vegna „áróðursstarfsemi sem
stefnt væri gegn Póllandi".
Aðvörunin til Samstöðu var birt á
forsíðum tveggja helztu málgagna
stjórnarinnar, en stjórnmálaskýr-
endur leggja þá merkingu í boðskap-
inn að yfirvöld hyggist nú reyna að
einangra hina svokölluðu „öfgasinn-
uðu leiðtoga neðanjarðarhreyfingar-
innar" og aðra andófsmenn frá fjöld-
anum.
Hin friðsamlegu mótmæli gegn
stjórninni héldu áfram um helgina,
en mótmælendur láta sem fyrr mest
að sér kveða í hinni gömlu miðborg
Varsjár. Lögreglan hafði-að vanda
mikinn viðbúnað og stóð með vatns-
þrýstitæki sín við mannfjöldann en
ekki kom til þess að þeim yrði beitt.
Gullverð hækkar
London, 2.1. ágÚHt. AP.
DOLLARINN styrktist nokkuð gagn-
vart evrópskum gjaldmiðli í dag eftir
nokkra óvissu í síðustu viku og er það
rakið til örlítið hærri vaxta í Bandaríkj-
iinum. Gull hækkaði einnig í verði.
Gullkaupmenn í Sviss segja, að
brátt muni gullið komast yfir 400
dollara fyrir únsuna og að ástæðurn-
ar séu fyrst og fremst minnkandi
vextir og óvissa í alþjóðlegum
bankamálum. Þegar viðskiptum lauk
í dag fengust 396,50 dalir fyrir úns-
una, 11 fleiri en sl. föstudag.
ekki gerðar frekari ráðstafanir
„þá er erfiður, langur og harður
vetur framundan í mörgum
iðnfyrirtækjum".
Erlendur Einarsson, forstjóri
SÍS, segir að „miklir erfiðleikar
verði því samfara fyrir verzlunina
að taka á sig skerðingu verzlunar-
álagningar vegna dreifingar nauð-
synjavöru". Erlendur Einarsson
gagnrýnir harðlega lengingu
orlofs og segir: „Ég trúi því ekki
að ríkisstjórnin sé þeirrar skoðun-
ar, að íslendingar sigrist á efna-
hagsvandanum með því að taka
sér lengri frí."
Jón Karlsson, formaður verka-
lýðsfélagsins á Sauðárkróki segir
Líbanon:
Kristnir fagna
nýjum forseta
Keirút, 23. ágúsl. Al'.
MIKILL fögnuður varð í hverfum
kristinna manna í Beirút i dag
þegar tilkynnt var um kjör nýs for-
seta, Bashir Gemayel, en hann er
'ilja ára gamall foringi úr her
kristinna hægri manna. Gemayel
og menn hans hafa verið hand-
gengnir ísraelska innrásarliðinu í
landinu og eru múhammeðstrú-
armenn afar óánægðir með kjör
hans.
Samkvæmt stjórnarskrá Líb-
anons skal forseti landsins
koma úr röðum kristinna
manna en forsætisráðherrann
úr röðum múhammeðstrúar-
manna.
Það eru þingmenn sem kjósa
forsetann og til að kosning sé
lögmæt þurfa % hlutar þing-
manna að taka þátt. Þegar kjör-
fundur hófst í morgun leit út
fyrir að fundarsókn fullnægði
ekki settum skilyrðum, en þing-
menn tíndust inn hver af öðrum
þar til mættir voru 62, sem er
tilskilin tala. í fyrstu atrennu
hlaut Gemayel 58 atkvæði, en í
annarri lotu þar sem einfaldur
meirihluti ræður úrslitum hlaut
frambjóðandinn, sem var sá eini
í framboði, 57 atkvæði og var
þar með kjörinn.
að sig vanti „skýringu á því ennþá
hvers vegna félögin voru ekki
hvött til að segja upp samningum
af miðstjórn Alþýðusambandsins
..." Aðgerðirnar hafa einnig verið
harðlega gagnrýndar af tals-
mönnum stjórnarandstöðunnar,
Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks. Þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins hefur sett fram kröfu
um að Alþingi verði kallað saman
til fundar. Þá lýsir Eggert Hauk-
dal, alþingismaður, yfir því í
Morgunblaðinu í dag, að hann
styðji ekki lengur núverandi ríkis-
stjórn.
Helztu atriði í efnahagsaðgerð-
um ríkisstjórnarinnar eru þessi:
Helmingur verðbótahækkana á
laun 1. desember næstkomandi er
felldur niður. Þá eru ákvæði um
ráðstöfun gengismunar vegna
13% gengisfellingar, sem ákveðin
var á laugardag. Mælt er fyrir um
hækkun vörugjalds á ákveðnum
vörutegundum og hækkar það úr
24% í 32% og úr 30% í 40% eftir
tegundum, gildir hækkunin til 28.
febrúar 1983. Þá er mælt fyrir um
2,9% frádrátt á verðbótum á laun
1. september nk. Loks er ríkis-
stjórninni heimilað að verja 50
millj. króna til láglaunafólks.
I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
er lýst forsendum efnahagsað-
gerðanna og áhersla lögð á ört
vaxandi erfiðleika íslensks efna-
hagslífs á síðustu mánuðum. Þýð-
ingarmest telur ríkisstjórnin að
draga úr viðskiptahallanum. Þá
hefur  yfirlýsingin   að  geyma  21
atriði um stefnumál ríkisstjórnar-
innar, sem hún hefur ákveðið að
standa að. Þar má nefna nýtt við-
miðunarkerfi fyrir laun miðað við
þróun framfærslukostnaðar og
tveggja ára bann við innflutningi
á fiskiskipum.
Með skerðingu verðbóta á laun
stefnir ríkisstjórnin að því að
draga úr víxlgangi kaupgjalds og
verðlags. Með aukinni skatt-
heimtu á að draga úr viðskipta-
halla og jafna lífskjör. Með geng-
isfellingunni á að styrkja stöðu
atvinnuveganna og draga úr inn-
flutningi, gengismuni á að helm-
ingi að ráðstafa í þágu sjávarút-
vegs, einkum vegna erfiðleika í
togaraútgerð, segir í yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar.
Sjá ennfremur um bráðabirgða-
lög ríkisstjórnarinnar á blaðsíðum:
2,3, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 20, 29, 30,
34, 35, 36 og 37.
Þriðjungur PLO-liða
er farinn frá Beirút
Beirúl, 21. aifusi. Al'.
Brottflutningi PLOmanna frá
Beirút var í dag haldið áfram, en
siðdegis lagði skip af stað til Suð-
ur-Jemen með viðkomu á Kýpur
með um þúsund PLO-liða innan-
borðs. Sprengjutilræði við höfnina
seinkaði komu bílalestar sem flyt-
ur skæruliða úr PLO-búðunum að
skipsfjöl, en engan sakaði og fleiri
sprengjur sprungu ekki. Þegar
PLO-mennirnir fóru um gótur
borgarinnar skutu stuðningsmenn
þeirra af vélbyssum og loftvarna-
byssum í kveðjuskyni, auk þess
sem skothríð kvað við í hverfum
kristinna manna er þeir fögnuðu
kosningu Gemayels, svarnasta
óvinar PLO í Beirút, í forseta-
embætti.
Um þriðjungur PLO-manna
hefur þá verið fluttur frá Beirút
á þeim þremur dögum sem liðnir
eru frá því að brottflutningur
hófst, en þegar samkomulag um
flutninginn tókst voru skærulið-
ar í borginni um 7.100.
Búizt ér við því að einhvern
næstu daga komi um 150 PLO-
leiðtogar og starfsmenn samtak-
anna til Túnis, en þar er mikill
viðbúnaður vegna komu þeirra.
PLO-forystan kemur að líkindum
flugleiðis frá Damaskus, en í
Túnis er ætlunin að samtökin
setji upp nýjar aðalstöðvar í
húsakynnum Arababandalagsins
í borginni. Þó er búizt við því að
„þjóðarráð I'alestínumanna"
sem er nokkurs konar þing
þeirra verði eftir í Damaskus.
Sjá ennfremur á bls. 18 og 19.
Vopnlausir PLO-lidar á Larnaca-flugvelli á Kýpur rétt áður en þeir stigu um borð í flugvélar sem flullu þá til Jórdaníu
og írak.
AP-tjímaniynd.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48