Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 185. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
vtgmibUfaVb
185. tbl. 69. árg.
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 1982
Prentsmiója Morgunblaðsins.
Hinn nýkjörni forseti Libanon, Bashir Gemayel, borinn í gullstól af stuðningsmönnum sínum að kosningunum
afstöðnum.                                                                              IPitaiÉjil.
Líbanon:
Flutningum frest-
að landleiðina í dag
Mikil ólga í kjölfar forsetakosninga
Boirút, Tel Aviv, Washinglon, 24. íRÚst. AP.
ISIIAI I.SKA herráðið tilkynnti í kvöld að frestað hefði
verið fyrsta hluta flutninga á liðsmönnunt PLO er fyrirhug-
aðir voru landleiðina til Damaskus í Sýrlandi á morgun.
Talsmaður ísraelska hersins sagði í kvöld er hann var
spurður hver heföi frestað brottflutningnum: „Svo mikið
er víst að það voru ekki ísraelar. Eftir því sem ég kemst
naest eru það Sýrlendingar." fsraelska útvarpið var síðan i
kvöld uppi með getgátur þess eðlis að frestunin stafaði af
ótta við að kristnir falangistar myndu gera árásir á þjóð-
veginn milli Beirút og Damaskus.
Ráðgert hafði verið að um 2000
liðsmenn PLO yrðu fluttir á brott í
40 flutningabifreiðum á miðviku-
dag, en eftir að tilkynnt hafði verið
að flutningum landleiðina yrði
frestað var því bætt við að haldið
yrði áfram að flytja liðsmenn á
brott sjóleiðina.
Mikil ólga er nú í Líbanon í kjöl-
far forsetakosninga í landinu og í
kvöld bárust fréttir um harða bar-
daga í Norður- og Austur-Beirút, og
er talið að þar hafi verið um að
ræða bardaga milli sýrlenskra
herdeilda og kristinna líbanskra
hægrimanna, en ekki er getið frek-
ar um tildrög.
Israelar hafa í dag fagnað kjöri
Bashir Gemayel í embætti forseta
Líbanon og lýst því sem miklum
sigri fyrir stefnu þeirra, en þeir
hafi leynilega stutt kristna hægri-
menn þar í landi síðan 1976. Einnig
kom fram í dag sú ósk frá ísraelum
að líbanski forsetinn skilaði til
baka þeim 100 milljónum dollara er
þeir segjast hafa eytt í vopn til
kristinna hægrimanna.
Farþegaskip frá Kýpur kom í dag
til Port Said í Egyptalandi með
þriðja hóp liðsmanna PLO frá Beir-
út á leið sinni til Suður-Yemen en
fréttamönnum var meinaður að-
gangur að höfninni án nokkurra
skýringa. Hins vegar er talið að þar
hafi farið um borð Gamal Arafat,
bróðir Yassers, en talið er að í hópi
þessum séu róttækir í meirihluta.
Fjórði hópurinn hélt síðan upp
frá Beirút í dag áleiðis til Norður-
Yemen með farþegaskipi frá Kýpur
og í fylgd bandarískra herskipa.
Hins vegar setti sprenging á þjóð-
veginum milli Damaskus og Beirút
að fólki ugg hvað varðar brottflutn-
ing sem ráðgerður er landleiðina á
morgun.
A síðustu þremur dögum hafa
verið fluttir á brott 2.192 liðsmenn
PLO til Jórdaníu, írak, Túnis og
Suður-Yemen samkvæmt heimild-
um frá talsmönnum PLO og yfir-
völdum í Líbanon, en flestir þeirra
er fóru frá Beirút í dag tilheyra Al
Fatah, samtökum Yasser Arafat.
32 handteknir
í Londonderry
Londonderry, N-frtmndi, 24. ágúgl. AP.
LÖGREGLA og breskir hermenn
gerðu skyndileit á heimilum í borg-
arhluta kaþólskra í Londonderry árla i
morgun og handtók 32 manns í tengsl-
um við „morð og aðra alvarlega
glæpi", segir í upplýsingum frá lög-
reglunni.
Sinn Fein, hinn löglegi stjórn-
málaarmur hins útlæga írska lýð-
veldishers, sagði í dag að flestir
hinna handteknu væru „lýðveldis-
sinnar", kaþólikkar sem krefðust
þess að breskum yfirráðum á N-ír-
landi lyki sem fyrst.
Meðlimir Sinn Fein kvörtuðu yfir
aðgerðunum og líktu þeim við að-
gerðirnar 1972 þegar breskir her-
menn gerðu skyndiárásir inn í
hverfi kaþólskra í Londonderry, og
rifu niður varnarmúra.
Hægt er að halda þessum 32
mönnum í haldi í sjö daga á grund-
velli þess að um hryðjuverkamenn
sé að ræða, en handtökurnar koma í
kjölfar morða á þremur lögreglu-
mönnum, þremur breskum her-
mönnum og einum óbreyttum borg-
ara sem framin hafa verið síðan í
marsmánuði síðastliðnum.
Háttsettir bandarískir embætt-
ismenn, þ. á. m. George Schultz
utanríkisráðherra, funduðu í dag
um hvað til bragðs skyldi taka í sí-
harðnandi ágreiningi franskra og
bandarískra yfirvalda vegna gas-
leiðslunnar.
Frakkar og gasleiðslan mikla:
Skeyta ekki um hótan-
ir Bandaríkjamanna
Washinglon, 24. ágúsl. \P.
FRANSKT dótturfyrirtæki bandaríska
fyrirtækisins Dresser Industries Inc. í
Dallas i Texas, Dresser France, ákvað
í dag að virða að vettugi þær óskir
Bandarikjastjórnar að fyrirtækið af
henti ekki umsamda hluti í gasleiðsl-
una miklu frá Síberíu til Evrópu.
Talsmenn fyrirtækisins sögðu í
dag, að það myndi famfylgja samn-
ingum eftir að hafa fengið fyrir-
mæli frá ríkisstjórn landsins um að
gera svo. Frönsk lög kveða svo á um,
að hægt sé að skipa einkafyrirtækj-
um fyrir sé það velferð landsins
fyrir bestu.
Dresser France-fyrirtækið hefur
gert samning um sölu á 21 þjöppu,
sem nota á í hina 5500 km löngu
gasleiðslu. Þrjár þjappanna eiga að
fara um borð í sovéskt skip í höfn-
inni í Le Havre á fimmtudagsmorg-
un. Skipið siglir síðar um daginn.
Eru þetta fyrstu hlutirnir af banda-
rískum uppruna, sem afhentir eru í
, leiðsluna.
Gullið yfir
400 dollara
London, 24. áfrúsl. Al'.
GULLVERÐ fór í dag yfir 400 dollara
únsan, í fyrsta sinn i átta mánuði, en
dollarinn féll lítilsháttar vegna lækk-
andi vaxla í Bandaríkjunum.
Þegar gullviðskiptum lauk í dag
stóð gullverðið í 411,375 dollurum
fyrir únsu en hafði komist hæst um
daginn í 411,50. Dollarinn féll hins
vegar nokkuð og stafar það af þvi að
í gær lækkuðu helstu bankar í
Bandaríkjunum vexti úr 14 í 13VÍ!%.
Franska stjórnin seldi mikið af
dollurum og vestur-þýskum mörkum
í dag til koma í veg fyrir gengisfall
frankans.
Stjórnvöld í Póllandi:
Boða harðari aðgerðir
Y'arsjá, Póllandi, 24. igúst. AP.
YFIRVÖLD í Póllandi tóku í dag
upp nýja og harðari stefnu, sam-
kvæmt heimildum frá Jaruzelski
þar sem hann segir að öll andstaða
við stefnu stjórnvalda, er kunni að
koma til, „verði brotin á bak aft-
ur."
Aðvörun þessi kemur í kjölfar
hótana aðstoðarforsætisráðherr-
ans, um að allri andstöðu verði
mætt með „stáltaugum" og einnig
mun fundur Brezhnev og Jaruz-
elski vega þar þungt á metunum.
Stjórnmálaspekingar í Póllandi
geta sér þess til að tilgangur með
þessum aðvörunum sé tvíþættur:
aðvörun til almennings um að
forðast öll hugsanleg mótmæli
Samstöðu, og sýna sovéskum ráða-
mönnum að pólsk yfirvöld séu
fullfær um að taka föstum tökum
alla  andstöðu  er  upp  kann  að
koma.
Á sama tíma má segja að pólsk
yfirvöld hafi sýnt nokkra undan-
látssemi, þar sem einn leiðtogi
Samstöðu, Adam Michnik, fékk
leyfi til að vera viðstaddur jarð-
arför föður síns í dag , og einnig
fékk Danuta Walesa að nýju leyfi
til að heimsækja eiginmann sinn í
prísundina, þangað sem hún fór í
morgun.
Einnig er talið að þessi yfirlýs-
ing Jaruzelskis sýni vaxandi
áhyggjur stjórnvalda vegna hugs-
anlegra mótmæla sem Samstaða
hefur boðað til næstkomandi
þriðjudag, en þau eru hugsuð til
að minna á tveggja ára afmæli
samkomulags þess er leyfði starf-
semi hinna óháðu verkalýðsfélaga
Samstöðu.
Minkum
líkar frels-
ið illa
1/indon, 24. ácusl. Al'
IH'NDKI'D minka er dýravernd-
unarsamtök nokkur í Bretlandi
slepptu lausum á laugardag úr
minkabúi í Essex, fengu heimþrá
daginn eftir og voru mætt í búr
sín er komið var að matartima
þeirra, samkvæmt heimildum frá
framkvæmdastjóra búsins.
Minkabú þetta er starfrækt
með skinnasölu í huga, en dýra-
verndunarsamtökin slepptu
dýrunum vegna þess að „millj-
ónum dýra er haldið í fangels-
um og þau pyntuð og drepin í
þeim tilgangi einum að full-
nægja duttlungum mannanna".
Það, að þessum minkum var
sleppt, olli miklum erjum í
Bretlandi, og bárust gífurleg
mótmæli bænda og annarra er
láta sig þessi mál varða.
Hvað sem því líður, sneru all-
ir minkarnir heim á matartíma
sínum og segir framkvæmda-
stjórinn það merki þess að
minkarnir taki reglubundið líf-
erni fram yfir veiðimennskuna.
Hins vegar hafa dýravernd-
unarsamtökin ekkert látið frá
sér heyra.
¦*£*>-••¦
¦ «fci '

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32