Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 1
48 SIÐUR OG LESBOK 248. (bl. 69. árg. LAlKiARDAíU H 6. NÓVKMBER 1982 Prentsmidja Morgunblartsins Fundað í París Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, sitja fyrir svörum á fréttamannafundi í París í gær að afloknum tveggja daga viðræðum þeirra. Aukin útþensla á V esturbakkanum Tol Aviv, 5. nóvt-mlH'r. AP. ÍSRAELSKA útvarpið skýröi frá því í dag aö stjórn lands- ins hygöist byggja eöa þenja út 20 byggöakjarna á Vestur- hakkanum á næstu 12 mán- uöum þrátt fyrir vaxandi andstööu við þá fyrirætlun. Aðstoðarlandbúnaðarráð- herra Israels, Michael Dekel, vildi ekki skýra frá hversu margir þessara .20 byggða- kjarna væru nýir, en undir- strikaði þá ætlun Israels- stjórnar að fjölga ísraelskum íbúum á Vesturbakkanum í 100.000 á næstu fimm árum og að reisa 57 nýja byggða- kjarna. Nú búa um 25.000 gyðingar í rúmlega eitt hundrað byggða- kjörnum, sem reistir hafa ver- ið á Vesturbakkanum frá því ísraelar hertóku svæðið í Sex daga stríðinu 1967. Palestínu- menn á Vesturbakkanum munu nú vera um 850.000. Fjölmenni við ræðu páfa í Sevilla Sevilla, Spáni, 5. nóvember. AP. JÓIIANNES FÁLL páfi II kom í dag til Sevilla á suðurströnd Spánar, hcimaborgar Felipe (íonz- alcs lciðtoga sósíalistaflokksins, á sjötta dcgi fcrðar sinnar um Spán. Ba-ði Gonzalcs og Soffia Spánar- drottning ætluðu að taka á móti páfa í Sevilla, cn hættu við eftir morðið á Koman, háttsettum yfir- manni innan spænska hersins. Talið er að um 800.000 þúsund manns hafi hlýtt á ræðu páfa. í ræðunni hvatti hann borgarbúa til þess að láta ekki blekkjast af innihaldslausu lýðskrumi, sem hljómaði vel í eyrum fólks en leysti engan vanda. Páfi beindi orðum sínum sérstaklega til bænda og vakti athygli þeirra á því skeytingarleysi, sem ríkis- stjórnir heimsins sýndu aukinni fátækt í ræktunarhéruðum. Páfi fór í skoðunarferð um borgina og skoðaði m. a. dóm- kirjuna í Sevilla, sem er sú þriðja stærsta í heiminum. Að- eins St. Péturskirkjan í Róm og St. Pálskirkjan í Lundúnum eru stærri. Þá horfði hann á þjóð- dansasýningu. Hann flaug síðan til Granada í Andalúsíu. Að sögn fréttamanna virtist páfi nokkuð þreytulegur ogrödd hans var hás er hann flutti ræð- una í morgun. Flokksþing frjálsra demókrata í V-Þýskalandi: Genscher var endur- kjörinn formaður Berlín, 5. nóvember. AP. HANS-DIETRK'H Genscher, utanrík- isráðherra V-I»ýskalands, treysti sig í sessi er hann var i kvöld cndurkjör- inn formaður á fyrsta degi flokks- þings frjálsra demókrata í Berlin. Kosning Genschers var þó ekki með þcim gla'.sihrag er hann hefði kosið. Ilann hlaut 222 atkvæði 400 þing- fulltrúa. Mótframbjóðandi hans, hinn lítt kunni l'we Konnehurgcr, hlaut 169 atkva-ði. Sex atkvæðaseðlar voru auðir, þrír ógildir. í annarri atkvæðagreiðslu var samþykkt fordæming á vinnubrögð formannsins er hann söðlaði um og veitti Helmut Kohl stuðning sinn. í enn einni atkvæðagreiðslunni, þar sem greidd voru atkvæði um þá ákvörðun Genschers að slíta stjórn- arsamstarfinu við Helmut Schmidt, sem síðar leiddi til falls kanslarans, hlaut hann nauraan meirihluta. Við handauppréttingu reyndist svo mjótt á mununum að gripið var til leynilegrar atkvæðagreiðslu. Hlaut Genscher þá 210 atkvæði gegn 181. Sjö sátu hjá. Genscher hefur átt undir högg að sækja innan flokksins eftir að hann tók þá ákvörðun að snúa baki við ríkisstjórn Helmut Schmidts. Sat utanríkisráðherrann undir þungum ásökunum flokksbræðra sinna, jafnt stuðningsmanna sem and- stæðinga, fyrir að hafa ekki ráð- fært sig við flokkinn áður en hann tók þá ákvörðun að söðla um og ganga til samstarfs við Helmut Kohl. Harðar umræður hófust strax á fyrsta degi flokksþingsins í dag eft- ir að Genscher hafði flutt opnun- arræðu sína. Hvöttu leiðtogar flokksins til einingar innan hans, en djúpstæður ágreiningur hefur ríkt innan hans og meðlimir flokks- ins skipst í tvær fylkingar í afstöðu sinni til Genschers eftir að frjálsir demókratar slitu stjórnarsamstarf- inu við Schmidt. Genscher sagði m.a. í ræðu sinni að nauðsynlegt hefði verið fyrir þjóðfélagið að fá nýja samsteypu- stjórn. Hann gagnrýndi stefnu Schmidts í innanríkismálum og sagði hann að „vinstri hallinn" á flokki Helmut Schmidts hefði verið tekinn að stefna efnahagi landsins í hættu, svo og samvinnu V-Þjóð- verja við Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin. Kirilenko sást hvergi Moskvu, 5. nóvembvr. AP. ANDKEI kirilcnko, sem eitt sinn var talinn líklegur arftaki Leonid Brezhnevs, sást hvergi er efnt var til mikillar veislu til að minnast 65 ára afmælis bylt- ingarinnar. Allir helstu forvíg- ismenn sovéska kommúnista- flokksins sóttu veizluna. Talið er aö Kirilenko, sem er orðinn 76 ára gamall, hafi dregið sig úr framkvæmda- stjórn kommúnistaflokksins af heilsufarsástæðum. Vestræn- um diplómötum var í lok síð- asta mánaðar tilkynnt, að Kir- ilenko hefði dregið sig í hlé í kjölfar hjartaáfalls, sem hann fékk. Mynd af honum var heldur ekki að finna á meðal mynda af leiðtogum flokksins, sem hengdar voru upp í gær, í tengslum við hátíðahöldin. Kngin opinber skýring hefur verið gefin á fjarveru Kiril- enkos. Thatcher segir samninga- viðræður ekki til umræðu París, 5. nóvember. AP. MARGARET THATCHER, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir á sameigin- legum fréttamannafundi hennar og Francois Mitterrand, Frakklandsforseta, sem efnt var til í París í dag að afloknum tveggja daga viðræðum þeirra, að ekki kæmi til greina af hálfu Breta að hefja samningaviðræður við Argentínumenn um yfirráð yfir Falklandseyjum. Yfirlýsing hennar vakti umtals- verða athygli því hún kom aðeins hálfum sólarhring eftir að Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt tillögu Argentínu- manna, þar sem farið er fram á samningaviðræður á milli þeirra og Breta um yfirráð yfir Falk- landseyjum, með 90 atkvæðum gegn 12. Alls sátu 52 þjóðir hjá í atkvæðagreiðslunni. Frakkar voru á meðal þeirra þjóða, sem ekki greiddu atkvæði, en Bandarikja- menn greiddu atkvæði með henni. Sagði Thatcher afstöðu Banda- ríkjanna hafa valdið sér sárum vonþrigðum. „Ég lít ekki á þessa atkvæða- greiðslu sem ósigur Bretlands á nokkurn hátt,“ sagði Thatcher á fundinum og bætti við, að atkvæðagreiðslan myndi á engan hátt breyta afstöðu Breta. „Það er útilokað að hefja samningavið- ræður við Argentínumenn á með- an deilan er enn fersk í huga okkar," sagði Thatcher. Umræður á fundi þeirra Thatchers og Mitterrand snerust fyrst og fremst um framlag Breta til Efnahagsbandalagsins, land- búnaðarvandamál og gasleiðsluna miklu frá Síberíu. Bretar telja sig hafa lagt mun meira til banda- lagsins en þeir hafi fengið frá því í staðinn. Frakkar hafa hins vegar lýst sig andvíga því að Bretar drægju úr framlögum sínum. Þá fylgdi einnig sögunni að sú af- staða Frakka að sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna í Allsherjarþing- inu, hefði fallið í góðan jarðveg hjá Thatcher. Bæði Thatcher og Mitterrand voru sammála um að aðgerðir Bandaríkjastjórnar í garð þeirra Evrópuríkja, sem skuldbindingum hafa að gegna við lagningu gas- leiðslunnar, væru ósanngjarnar. Báðar þjóðirnar hafa virt bann Reagans að vettugi til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.