Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 267. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982
sveitarlimnum. Sár og blóðris eru
á drengnum eftir fyrri hýðinguna,
en engu að síður hýðir Oddur hann
á hinn sama stað, ofan í hin fyrri
sár. Að lokinni hýðingunni blæddi
úr Páli Júlíusi. Þetta gerðist
mánudaginn 23. marz og var hús-
freyja einnig stödd á baðstofuloft-
inu.
Táradalurinn
kvaddur
Páll Júlíus Pálsson, sveitarlim-
ur í Skaftárdal haltrar um hús og
hlaðvarpa og kvartar ekki við
neinn þótt hann sé með kolbrands-
sár á fótum. Hann klæðist og
gengur um síðustu þrjá dagana,
sem hann á eftir ólifað, en ekki er
þess getið að hann hafi unnið
neitt. Á miðvikudagskvöldið fékk
pilturinn mat sinn og háttaði síð-
an, en hann var kvöldsvæfur að
eðlisfari, en vanur að vakna
snemma. Ekki kvartaði hann um
vanlíðan þetta kvöld fremur en
áður. Morguninn eftir, fimmtu-
daginn 26. mars, svaf Páll litli
óvenju fast og vaknaði ekki fyrr
en klukkan hálf átta. Heimilisfólk
veitti því enga athygli, að neitt
væri brugðið háttum hans. Piltur-
inn drakk kaffið og spurði síðan
hvort hann ætti að fara á fætur til
að vinna fjósverkin. Margrét hús-
freyja sagði að hann þyrfti þess
ekki, því hún hefði þegar farið í
fjósið. Oddur bóndi gekk nú út en
Páll Júh'us hallaði sér aftur í
rúmið og sofnaði.
Oddur bóndi kom aftur í bað-
stofuna um tíuleytið og var dreng-
urinn þá vakandi og sat uppi
nokkra stund, en hallaði sér síðan
út af aftur og sofnaði. Um klukkan
hálf tólf var pilturinn enn sofandi,
en Oddur hafði sagt honum fyrr
um morguninn að hann þyrfti ekki
að klæða sig, enda væri blautt úti.
Um hádegið kom Sigurfinna Guð-
finnsdóttir, stjúpdóttir Bergs í
austurbænum, og segist hún hafa
séð drenginn Pál Júlíus liggja í
rúminu og virtist henni hann sofa
og ekki vera í öðru en skyrtunni.
Ekki hafði hún verið lengi í bað-
stofunni, er piiturinn tók að
hljóða eins og veikir menn gera og
bylta sér til í rúniinu. Hélt hann
þessu áfram í i:m það bil hálfa
klukkustund. Hljóðin byrjuðu
hægt, en fóru vaxandi, síðan dró
úr þeim, og hann lá þöguil og
hreyfingarlaus. Drengurinn lá
með opin augun á meðan hann
hljóðaði en ekki mælti hann neitt.
Þau hjón skiptu sér ekki neitt af
drengnum né huguðu að honum og
sögðu þau að þetta væru svefnlæti
sem hann ætti að sér.
í frásögn Sverris Kristjánsson-
ar segir svo frá þessum atburðum:
Settist nú fólkið að kaffi-
drykkju, og færði húsmóðirin
drengnum kaffibolla og setti á
kistil fyrir framan rúmið hans og
spurði, hvort hann vildi ekki
drekka, en hann svaraði engu. Páll
Július Pálsson drakk ekki lengur
kaffi, þennan munaðardrykk ís-
lenskra sveitamanna í byrjun ald-
arinnar. Hann lá á hliðinni og
grúfði andlitið niður í koddann,
andardráttur hans var óreglu-
legur, með hvíldum og þungum
sogum og „eins og rymdi í honum".
Þá var hann kólnaður upp að
hnjám.
Þegar hér var komið sögu, hafði
Sigurfinn? Guðfinnsdóttir kvatt
húsráðendur og var komin inn á
baðstofuloft á austurbænum, er
Margrét Eyjólfsdóttir kom hlaup-
andi á eftir henni. Bað hún Berg
bónda Einarsson að koma sem
skjótast heim í bæ, því að maður-
inn sinn væri hræddur um, að Páll
Júlíus væri að deyja. Þegar Bergur
kom þangað, lá pilturinn með opin
augu, en virtist meðvitundarlaus
og var með hryglu. Bergur þreifaði
á fótum piltsins undir ábreiðu-
garminum, frá ökkla og upp eftir,
og voru fætur hans kaldir, en
hvorki var hann í sokkum né nær-
brókum. Sátu þeir Bergur og Odd-
ur yfir drengnum í eina klukku-
stund, og konan hans var þar öðru
hverju, og dró af piltinum á með-
an. Þá þurfti Bergur að bregða sér
frá, en eftir stutta stund kom
Oddur til hans og sagði honum, að
Páll Júlíus væri skilinn við. Þegar
Bergur skoðaði líkið og veitti því
nábjargirnar, hafði það verið fært
í buxur og sokka, en ekkert fékk
framar vermt Pál Júlíus Pálsson,
sveitarómaga í Skaftárdal.
Ónæm þjód og til-
finningaköld
Saga íslenskrar ómagafram-
færslu er ófögur og mörkuð mis-
kunnarleysi og grimmd við lítil-
magnann. Það þótti því ekki neinn
héraðsbrestur, þótt sveitarómagi
hrykki upp af og réð því oftast
tilviljun ein, ef eitthvað vitnaðist
um mannlég örlög í þeim vistar-
verum, þar sem þjóðin geymdi Pál
Júíus Pálsson og hans fólk. Á
sama tíma og þjóðin háði baráttu
fyrir stjórnfrelsi sínu átti litli
sveitarlimurinn í Skaftárdal sér
ekki aðra lífshugsjón en komast
yfir kæfusneið eða kokubita úr
hirslum húsbónda síns um leið og
hann háði sitt hljóða dauðastríð.
Oddur Stígsson var dæmdur í 12
mánaða betrunarhúsvinnu, en
Margrét kona hans í 30 daga fang-
elsi. Hún var síðan sýknuð af
Landsyfirrétti þar eð henni var
fundið margt til málsbóta. Ekki
var hægt án alls vafa að úrskurða,
að viðurværisskortur og vanhirða
á sárum drengsins hafi orðið
banameins hans, en hitt taldi
dómarinn óyggjandi, að húsbænd-
ur Páls Júlíusar hefðu vanrækt
skyldur sínar við hann og valdið
honum heilsutjóni og þjáning, en
misþyrmingar þær, er hann hafði
orðið að þola, hefðu mjög stuðlað
að dauða hans.
Mál þetta sýnir ef til vill betur
en margt annað hvernig hin harða
barátta við forynjur náttúrunnar
gerði íslensku þjóðina tilfinn-
ingakalda qg ónæma á þjáningu
mannsins. I hinni landlægu ör-
birgð tömdu menn sé miskunnar-
leysi við sjálfa sig og aðra, fyrir-
litu allar mildari kenndir og köll-
uðu „velluskap". í umkomuleysi
sínu varð Páll Júlíus Pálsson að
Iúta sömu lögmálum og aðrir í
þessum efnum og hann er aðeins
einn af mórgum úr sinni stétt, sem
varð iilum örlögum að bráð og
jafnframt einn af þeim fáu, sem
fékk örlög sín skráð í bækur yfir-
valda.
Af Oddi Stígssyni er það að
segja, að hann tók út hegningu
sína, en er hann var aftur orðinn
frjáls maður á leið heim austur,
drukknaði hann í Hólmsá í
Skaftafellssýslu. Páll Hannesson
faðir drengsins, áréttaði fyrri
beiðni sína um styrk til Ameríku-
ferðar og var veittur hann, enda
hafa hreppsyfirvöld í Hörglands-
og Kleifarhreppi sjálfsagt talið
nóg komið í samskiptum sínum
við þennan mann og fjölskyldu
hans og ef til vill ekki talið sig
með hreinan skjöld í þeim efnum.
Páll flutti til Winnipeg og undi
Tr&nn þar vel hag sínum og lofaði
guð og góða menn fyrir umskiptin.
Hann birti m.a. langa grein í
Heimskringlu árið 1904, sem hann
kallar „Manndráp á íslandi", en
þar fjallar hann um mál sonar
síns og viðskipti sín við íslenska
ómagaframfærslu. Skömmu síðar
birtist önnur grein eftir Pál í sma
blaði, sem bar heitið „Umskiftin",
þar sem römm beiskjutilfinning í
garð fátækraframfærslu í
Vestur-Skaftafellssýslu ólgar í
hverju orði. Og vissulega er af-
staða þessa manns skiljanleg, sem
lostinn hafði verið svo sárum
harmi vegna fátæktar og
umkomuleysis, sem sonur hans
varð að gjalda fyrir með lífi sínu.
(— Sv.G. tók saman.)
Ónefndar konur
gefa Gigtarfél.
GIGTARFÉLAGI íslands barst
fyrir skömmu höfðingleg peninga-
gjöf, alls 80.000 krónur. Gefendur
eru „fimm ónefndar konur". Þær
færðu félaginu einnig stórgjöf á
síðastliðnu ári. Fjárupphæðin,
áttatíu þús. kr., er ágóði af sölu á
tómstundavinnu þessara kvenna.
Segir frá þessari stórgjöf í frétta-
tilk. frá Gigtarfélaginu, sem fer
miklum viðurkenningarorðum um
dugnað og höfðingslund gefenda
um leið og þeim eru færðar inni-
legar þakkir.
Sjötugur á morgun:
Bjarni Guðbjörns-
son bankastjóri
Það er furðulegt hvað tíminn
líður fljótt. Þegar ég hugsa til
baka til þess tíma, þegar Bjarni
Guðbjörnsson klæddist félagsbún-
ingi Knattspyrnufélagsins Vals og
brunaði fram völlinn, finnst mér
næstum ótrúlegt að þessi gamli,
góði félagi fylli nú 70 ár.
Félagahópurinn var stór, allir
glæsilegir íþróttamenn með bjart-
ar framtíðarvonir. Á vissu ald-
ursskeiði skilja leiðir, hver ein-
stakur velur sér lífsbraut. Vinirn-
ir hittast ekki lengur daglega, en
vinaböndin slitna ekki. Veit ég, að
gömlu vinirnir hugsa nú hlýtt til
Bjarna Guðbjörnssonar á þessum
afmælisdegi hans, hvar sem þeir
kunna að dvelja.
Bjarni Guðbjörnsson lauk und-
irbúningsnámi á Alþingishátíðar-
árinu 1930 og kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslands 1941.
Bjarni hóf störf við Útvegs-
banka íslands i Reykjavík í maí-
mánuði 1941 og hefur starfað þar
til þessa dags. Þá starfaði Bjarni á
árunum 1946—'47 við Privatbank-
en í Kaupmannahöfn og síðar í
Scandinaviska Banken í Stokk-
hólmi til þess að kynna sér banka-
rekstur. Utibússtjóri við Útvegs-
banka íslands á ísafirði var
Bjarni frá 1950-1972, er hann tók
við sama starfi við útibú bankans
í Kópavogi. Bankastjóri Útvegs-
banka íslands í Reykjavík varð
hann árið 1975 og hefur gegnt því
starfi af mikilli samviskusemi síð-
an.
Bjarni hefur gegnt ýmsum öðr-
um trúnaðarstörfum á vegum Út-
vegsbankans s.s. átt sæti í stjórn
Fiskveiðisjóðs íslands, í Iðnþróun-
arsjóði og á nú sæti í stjórn Sam-
bands íslenskra viðskiptabanka-
stjóra. Þingmaður Vestfjarða-
kjördæmis var Bjarni á árunum
1967-1974 og gegndi hann þá
einnig stjórnarstörfum í þing-
mannasamtökum Atlantshafs-
bandalagsins 1971—1974.
Bjarni átti sæti í bæjarstjórn
ísafjarðarkaupstaðar og var for-
seti hennar 1962—1966. Þá var
hann einnig ræðismaður Norð-
manna á ísafirði.
Það fer ekki á milli mála, að
þessi dagfarsprúði, góði drengur
hefur öðlast víðtæka þekkingu á
bankamálum, fjármálum og al-
mennum þjóðmálum.
Um leið og ég sendi vini mínum
Bjarna Guðbjörnssyni banka-
stjóra hlýjar afmæliskveðjur,
bæði fyrir mína hönd, bankaráðs
Útvegsbanka Islands og banka-
stjórnar, vil ég einnig senda eig-
inkonu hans, frú Gunnþórunni
Björnsdóttur (Björns alþm.
Kristjánssonar, kaupfélagsstjóra
frá Kópaskeri) og börnum þeirra
innilegustu  heilla  og  hamingju-
óskir í tilefni dagsins.
Ég veit að allt starfsfólk Út-
vegsbanka íslands sendir sömu
hlýju hugsanirnar til Bjarna og
Gunnþórunnar, en þau eru nú
stödd erlendis.
Albert Guomundsson
formaður hankaráox
Útvegsbankans.
Fyrir skömmu las ég í blaði, að
Bjarni láti senn af störfum fyrir
aldurssakir.
Útlit hans gefur þó ekki til
kynna, að svo sé komið fyrir hon-
um. Hann gæti enn verið á miðj-
um aldri, er léttur á fæti og léttur
í lund, snar í snúningum og hugs-
un skýr. Staðreyndir greina hins-
vegar frá því, að hann verði sjö-
tugur á morgun, 29. nóvember.
Það nálgast nú 40 ár, frá því að
fundum okkar bar fyrst saman. Á
skólaárum mínum í Reykjavík var
ég í húsnæðisvandræðum,, eins og
margan manninn hefur hent utan
af landi.
Velgjörðarfólk í Tjarnargötu
10C, þau Arnheiður Jónsdóttir
handavinnukennari, síðar náms-
stjóri, og Guðjón H. Sæmundsson
byggingameistari sáu aumur á
mér og skutu skjólshúsi yfir mig.
Gerðu þau mér þannig kleift að
stunda áfram nám í Verzlunar-
skólanum við hinar ákjósanleg-
ustu aðstæður.
Á því fallega heimili urðu fyrstu
kynni okkar Bjarna og hans ágætu
eiginkonu Gunnþórunnar Björns-
dóttur. En kynnin áttu eftir að
verða nánari síðar og leiddu þau
til einlægrar vináttu.
Á árinu 1950 var Bjarni ráðinn
útibússtjóri Útvegsbankans á ísa-
firði, og flutti þá fjölskyldan bú-
ferlum hingað vestur síðari hluta
ársins. Bjarni gegndi útibús-
stjórastarfinu til ársins 1974, en
þá var hann ráðinn bankastjóri í
útibúið í Kópavogi. Fyrri hluta árs
1975 varð hann síðan bankastjóri
við aðalbanka Utvegsbankans í
Reykjaík og gegnir þar enn því
starfi.
Heimili Gunnþórunnar og
Bjarna stóð á Isafirði sem næst í
aldarfjórðung, og þar eyddu þau
hjónin mörgum beztu æviárum
sínum. Það var eftirtektarvert,
hversu þeim báðum var lagið að
semja sig að hinum nýju heim-
kynnum. Hann borgarbarn frá
frumbernsku og hún tengd orðin
þeim aðstæðum, þó að sporin
hefðu legið áður á öðru lands-
horni.
Bjarni skildi líka fljótt þarfir
atvinnuveganna og fólks almennt
á viðskiptasvæði bankans, og má
Þ0RSKANET
með  sanni  segja,   að  fjörkippur
hafi færzt í byggðina.
Mér er ekki kunnugt um, að þau
hafi þekkt nokkurn mann annan
en mig á Vestfjarðarkjálkanum,
þegar þau fluttust vestur. En
kunningja- og vinahópurinn
stækkaði ört.
Utan skyldustarfanna tóku þau
þátt í lífi og störfum hins almenna
manns. Bjarni fylgdist af brenn-
heitum áhuga með atvinnustörf-
unum hér um slóðir, og Gunnþór-
unn tók virkan þátt í félagsstörf-
um.
Utan síns aðalstarfs voru
Bjarna falin margvísleg trúnað-
arstörf, sem leiddu síðan til æðri
metorða. Hann var bæjarfulltrúi á
ísafirði í ein 15 ár og forseti bæj-
arstjórnar um árabil. Síðar þing-
maður fyrir Vestfjarðakjördæmi
um 16 ára skeið.
Hann hefur setið í stjórnum
stofnana atvinnuveganna, svo sem
Fiskveiðasjóðs íslands, Iðnþróun-
arsjóðs o.fl. Það auðveldaði
Bjarna mjög þátttöku í öllum
þessum störfum, að hann var
gæfumaður í fjölskyldulífi, kvong-
aður mannkostakonu og átti efni-
leg börn. Gunnþórunn er væn hús-
freyja og hefur stýrt heimili
þeirra af miklum myndarskap og
stakri gestrisni.
A ísafjarðarárunum var mikill
samgangur á milli heimila þeirra
hjóna og barna þeirra þriggja á
ísafirði og heimilis okkar Hildar,
konu minnar, og barna okkar í
Bolungarvík. Bjarni gaf sér ávallt
tíma til að ræða við börnin, og
varð því góður félagi þeirra.
011 þessi nánu vináttutengsl og
ótaldir ánægjulegir samfundir
skilja eftir ljúfar minningar í hug-
anum, þegar samvistir eru af eðli-
legum ástæðum færri en áður. Því
var það að þegar fjölskylda þeirra
hvarf héðan af vettvangi fyrir
rúmlega 8 árum, fylgdi því viss
söknuður.
Á þessum tímamótum í lífi
Bjarna flytjum við, fjölskylda
mín, honum og fjölskyldu hans
einlægar óskir heilla og árnaðar á
komandi tíð, og minnumst með
heilum þökkum ánægjulegu sam-
verustundanna, er gefizt hafa með
þeim.
Benedikt Bjarnason
frá H.C. Group
Hráefni: V-Þýzkaland
Vélar og tæki: Japan
Vinna: Taiwan
H.C.G. ábyrgist meöal slitþol kraftaverkanets No. 12 19.9 kg blautt og
21.6 kg þurrt. Fellimöskvar eru í sérklassa.
Ennþá er tími til þess að útvega þessi ffrábæru og ódýru net
ffyrir næstu vertíð.
Lagarnet fyrirliggjandi
MARCO
SÍMI 15953 OG 13480
HF.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48