Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 269. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR

269. tbl. 69. árg.

MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982

Kúba ógnun við

frið í Ameríku

VYashington, 30. nóvember. AP.

RONALD REAGAN, Bandaríkjaforseti, hélt í dag af stað í fimm daga ferö

um Suöur-Ameríku, þar sem hann heimsækir Brasilíu, Kólombíu, Costa Rica

og Hondúras. Við brottför sína sagði forsetinn ferðina farna í nafni friðar og

lýðræðis.

Ferð forsetans að þessu sinni er

í algerri andstöðu við síðustu ferð

hans til Suður-Ameríku er hann

þræddi hallir þjóðhöfðingja og sat

kvöldverðarboð með ráðamönnum.

Nú ætlar forsetinn sér að dveljast

á meðal almennings eins mikið og

kostur er, til þess að undirstrika

vilja Bandaríkjastjórnar til að

hlaupa undir bagga með þjóðum

Suður-Ameríku í fjárhagserfið-

leikum þeirra.

Áður en Reagan lagði upp í ferð

sína í dag, gaf Hvíta húsið í Wash-

ington út tilkynningu þar sem for-

setinn  svaraði  fyrirspurnum frá

Suður-Ameríku. Lýsti hann því

m.a. yfir, að Kúba væri ógnun við

frið í Ameríku og vitnaði þá til

álfunnar allrar. Hins vegar væri

ráðamönnum á Kúbu vorkunn þar

sem þeir væru fjarstýrðir frá

Moskvu.

Þá kom ennfremur fram í yfir-

lýsingu Reagans frá Hvíta húsinu,

að Bandaríkjamenn væru stað-

ráðnir í að hjálpa ríkjum Mið-

Ameríku til að kveða niður þau

innanríkisátök, sem sett hafa

mark sitt á þjóðlífið í þeim lönd-

um.

Takmark Rússa er

að splundra NATO

Bríissel, 30. nóvember. AP.

VARNARMÁLARÁÐHERRAR 14 aðildarríkja NATO komu saman í Briissel

í dag til að staðfista þar áætlanir Atlantshafsbandalagsins að koma 572

langdrægum Pershing H-kjarnaeldflaugum fyrir í fimm löndum Vestur-

Evrópu. Stefnt er að því að hefja staðsetningu flauganna fyrir lok næsta árs.

Caspar Weinberger, varnar-

málaráðherra Bandaríkjanna,

sagði það hafa verið takmark Sov-

étmanna frá upphafi að reyna að

splundra NATO. Þá sakaði hann

hina nýju ráðamenn Sovétríkj-

anna í Kreml um að reyna áfram

að stjórna aðgerðum Vestur-

Evrópu og fá þjóðir til að hætta

við staðsetningu flauganna.

Vitnaði Weinberger til þeirra

ummæla TASS-fréttastofunnar,

að fleiri kjarnaflaugar í Vestur-

Evrópu ykju hættuna á því að

kjarnorkustyrjöld brytist óvilj-

andi út. „Það er staðreynd, að Sov-

étmönnum stendur beygur af

Pershing H-flaugunum," sagði

Weinberger.

John Nott, varnarmálaráðherra

Breta, tók í sama strengog sagði

ummæli Sovétmanna aðeins þjóna

þeim tilgangi að reyna að afla

þeim fylgis á meðal friðarhreyf-

ingarinnar í Vestur-Evrópu.

Á fundinum voru Sovétmenn

ennfremur hvattir til að koma

með einhverjar málamiðlunartil-

lögur, sem hægt væri að ræða um.

Rétt ár er nú liðið frá því að af-

vopnunarviðræður stórveldanna

hófust í Genf í Sviss.

Reagan sendir konu sinni fingurkoss áður en hann heldur af stað áleiðis lil

Suður-Ameríku.

Prentsmiðja Morgunblaðsins

Sprenging

í bústað

Thatcher

Lundúnum, 30. nóvemrH'r. Al*.

ÖRYGGISVÖRÐUR brenndist illa

í andliti og á hóndum er hann hand-

lék lítinn pakka, sem barst inn í

embættisbústað Margrétar Thatch-

er í Downing-stræti 10 í Lundúnum

í dag. Pakki þessi hafði vakið eftir-

tekt og var öryggisvörðurinn að

kanna innihald hans, er hann fuðr-

aði upp með áðurgreindum afleið-

ingum. Thatcher var á fundi á ann-

arri hæð hússins og var ekki í hættu

er kviknaði í pakkanum.

írski þjóðfrelsisherinn, armur

úr IRA, lýsti ábyrgð á sprenging-

unni á hendur sér, en síðar í dag

benti allt til þess að hann hefði

hvergi komið þarna nærri, heldur

hefðu dýraverndunarsamtök í

Bretlandi verið þarna á ferð.

Þá var haft eftir áreiðanlegum

heimildum síðdegis, að lögreglan

hefði lagt hald á fjóra samskonar

pakka í húsi neðri málsstofu

breska þingsins. Voru þrír þeirra

ætlaðir leiðtogum stjórnarand-

stöðuflokkanna, þeim David Steel

hjá frjálslyndum, Michael Foot

hjá Verkamannaflokknum og

Roy Jenkins hjá kosningabanda-

laginu.

Felipe Gonzalez flutti stefnuskrárræðu sína í gær:

Boðar endurskoðun varnar-

samkomulags við Bandaríkin

Madrid, 30. nóvember. AP.

FRIÐUR á vinnumarkaðnum, sam-

eining og framfarir eru þau þrjú

meginmarkmið, sem Felipe Gonzal-

ez, forsætisráðherraefni Spánar,

lagði fram í stefnuskrárræðu sinni á

spænska þinginu í dag.

„Breytingin hefst í dag," sagði

Gonzalez og beindi orðum sínum

til kjósenda, sem lögðu grunninn

að stórsigri hans í nýafstöðnum

kosningum. Sagði Gonzalez vilja

kjósenda hafa verið afdráttarlaus-

Nýr njósnari afhjúpaður í Bretlandi:

Játar að hafa afhent 80

þýðingarmikil leyniskjöl

Lundúnum, 30. nóvember. AP.

KANADISKI háskólakennarinn Hugh George Hambelton, sem ákærður

hefur verið fyrir njósnir í þágu Sovétmanna, hefur nú viðurkennt að hafa

látið njósnurum KGB, sovésku leyniþjónustunnar, 80 þýðingarmikil

leyniskjöl í té.

Sir Michael Havers, ríkissak-

sóknari í Bretlandi, skýrði frá

þessu í dag, á öðrum degi rétt-

arhaldanna yfir Hambelton, sem

fram fara í Old Bailey-réttar-

salnum í Lundúnum.

Hambelton, sem nú stendur á

sextugu, er prófessor í hagfræði

við Laval-háskólann í Québec.

Hann er ákærður fyrir að hafa

njósnað fyrir Sovétmenn í 30 ár.

Er honum m.a. gefið að sök að

hafa   tekið   á   móti   vikulegum

skeytasendingum frá útsendur-

um KGB er hann starfaði við

efnahagsmáladeild NATO í Par-

ís á árunum 1956—1961. Þá er

hann einnig ákærður fyrir að

hafa ljósmyndað og afhent Sov-

étmönnum rúmlega 80 þýðingar-

mikil leyniskjöl.

Hambelton, sem er fæddur í

Kanada, en hefur tvöfalt vega-

bréf, breskt og kanadískt, hefur

til þessa lýst sig saklausan af

öllum njósnaákærum.

Hugh  George Hambelton.

Lögreglan í Kanada handtók

Hambelton í nóvember 1979 eftir

að njósnagögn höfðu fundist á

heimili hans. Þessari handtöku

var hins vegar ekki fylgt eftir

með ákæru. Hambelton var svo

handtekinn að nýju er hann kom

til Lundúna í júlí í sumar.

Því er haldið fram, að Hamb-

elton hafi fyrst farið að starfa

fyrir KGB rétt fyrir 1950. Fyrir

fjórum árum hafi hann síðan

verið aðvaraður af Sovét-

mönnum um að hann væri undir

eftirliti yfirvalda. KGB hafi þá

látið honupi í té 5.000 dollara til

að flýja til Austur-Evrópu, en

hann aldrei látið verða af því.

an og nú ættu þeir að fá eitthvað

fyrir sinn snúð. Hann lét þess

ennfremur getið, að óhagstæð

efnahagsskilyrði gætu orðið stjórn

hans þrándur í götu á kjörtímabil-

inu.

Gonzalez lagði áherslu á, að

stjórn hans myndi einbeita sér að

bættum samskiptum við Vestur-

Evrópu, sér í lagi Portúgal og

Frakkland, en i'ndirstrikaði

ennfremur að það væri Spánverja

sjálfra að ákveða sína eigin utan-

ríkisstefnu.

Þá sagði hann, að stjórn sín

myndi endurskoða varnarsam-

komulag fráfarandi forsætisráð-

herra landsins, Leopoldo Calvo

Sotelo, við Bandaríkjamenn

gaumgæfilega. Einnig lýsti Gonz-

alez því yfir, að stjórn hans

stefndi að því að innlima Gíbralt-

ar á ný inn í Spán með samninga-

viðræðum við Breta, sem hann

gerði sér vonir um að hæfust sem

allra fyrst.

Varðandi aðild Spánverja að

Efnahagsbandalagi Evrópu sagði

Gonzalez, að það væri einlæg von

sín, að Spánverjar gengju í banda-

lagið á kjörtímabilinu.

Grunnur að ráðherralista Gonz-

alez var lagður fram í gær. Alls

munu 17 ráðherrar eiga sæti í rík-

isstjórn hans. Stjórnarmeðlimir

eru fremur ungir að árum, fertug-

ir að meðaltali, og eru hagfræð-

ingar áberandi margir. Talið er

fullvíst, að Narcis Serra, borgar-

stjóri Barcelona, verði varnar-

málaráðherra. Gonzalez sver emb-

ættiseið á fimmtudag og mun þá

tilkynna ráðherralista sinn opin-

berlega.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32