Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 269. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982
Stór rafmagnsverk
í innlendar hendur
I»ann 22. desembcr árið 1922 negldi Eiríkur Ormsson
upp svohljóðandi skilti á húsnæði sem hann hafði til
umráða á Oðinsgötu 25:
Rafvéla- og mælaviðgerðir
Eiríkur Ormsson
Þar með var stigið fyrsta
sporið á langri vegferð fyrirtæk-
isins Bræðurnir Ormsson, sem í
dag heldur upp á 60 ára afmæli
sitt. Fyrirtækinu var gefið nafn-
ið Bræðurnir Ormsson árið 1923,
þegar bróðir Eiríks, Jón
Ormsson, gerðist meðeigandi
þess. Eiríkur er á lífi í dag, 95
ára gamall og ern, en Jón lést
fyrir nokkrum árum.
Starfsemi fyrirtækisins hefur
breyst nokkuð í tímans rás.
Fyrir stríð var snarasti þáttur-
inn í rekstri fyrirtækisins raf-
væðing sveitanna ásamt við-
haldi í skipum. í dag er starfs-
emin margbreyttari. í veglegum
húsakynnum fyrirtækisins að
Lágmúla 9 í Reykjavík, sem
fyrirtækið á 51% í, eru starf-
ræktar tvær verslanir, heimilis-
tækjaverslun og varahlutaversl-
un. Þar eru einnig skrifstofur,
vörulager og viðgerðaverkstæði.
Fyrirtækið hefur fjölda um-
boða, m.a. fyrir AEG-Telefunk-
en, sem er eitt af tveimur
stærstu fyrirtækjum í raf-
magnsiðnaði í Þýskalandi, og
það er einnig umboðshafi stór-
fyrirtækisins Robert BOSCH,
sem framleiðir einkum dísildæl-
ur fyrir bíla og skip, ásamt
rafmagnshlutum fyrir bifreiðar.
Þá flytja Bræðurnir Ormsson
h/f inn röntgentæki og vörur
þeim tengdar, og vöru- og fólks-
lyftur, ásamt því að annast upp-
setningu og viðhald þeirra. Hjá
Bræðrunum Ormsson h/f starfa
nú 35 manns.
Framkvæmdastjóri Bræðr-
anna Ormsson h/f er sonur Eir-
íks Ormssonar, Karl Eiríksson.
Blaðamaður Mbl. rabbaði við
Karl á dögunum um fyrirtækið
að fornu og nýju, og fer það
spjall hér á eftir:
Hver var aðdragandinn að því,
Karl, að fyrirtækið var stofnað á
sínum tíma?
„Það má rekja forsögu fyrir-
tækisins aftur til ársins 1913.
Þannig var að hinn mikli at-
hafnamaður í rafmagnsmálum
íslendinga, Vestur-Skaftfelling-
urinn Halldór Guðmundsson,
varð við þeirri málaleitan Helga
Þórarinssonar, bónda í Þykkva-
bæ í Landbroti, að raflýsa heim-
ili hans. Þetta varð til þess að
vekja nokkra áhugamenn í Vík-
urkauptúni, og fengu þeir Hall-
dór til að athuga Víkurá með
raflýsingu kauptúnsins í huga.
Og það er skemmst frá því að
segja, að það endaði með því að
Halldór raflýsti kauptúnið,
utanhúss og innan, árið 1913.
Á árunum um og eftir 1910
höfðu bræðurnir Jón og Eiríkur
Ormssynir unnið í Vík og sveit-
unum í kring, hvor við sína iðn,
skósmíði og trésmíði. Höfðu þeir
nýlokið sveinsprófi í þessum
greinum þegar raflýsing Víkur-
kauptúns var að hefjast. Ger-
ðust þeir bræður aðstoðarmenn
Halldórs Guðmundssonar við
þetta verk og hófu þar með
framtíðarstarf  sitt.   Og  næstu
Karl Eiríksson forstjóri
árin unnu þeir svo hjá Halldóri
sem verkstjórar við rafvæðingu
húsa og kauptúna, ýmist í
Reykjavík eða úti um land.
Þeir bræður reistu saman hús
við Baldursgötu 13 og Óðinsgötu
25 árið 1920. Höfðu þeir lítinn
verkstæðiskrók Óðinsgötumegin
í húsinu og unnu á kvöldin við
að breyta gaslömpum og gas-
ljósakrónum í rafmagnsljós-
tæki. Jókst slík vinna mjög þeg-
ar rafstöðin við Elliðaár tók til
starfa árið 1921.
En virkjun Elliðaánna vakti
menn til meðvitundar um það að
hérlendis vantaði alveg kunn-
áttumenn í viðgerðum rafvéla
og vindingu þeirra. Eiríkur
Ormsson vakti þá máls á því við
Halldór Guðmundsson hvort
fyrirtæki hans hefði ekki áhuga
á að setja upp viðgerðaverk-
stæði.
Halldór vildi ekki skuldbinda
sig til þess, en bauðst hins vegar
til að lána Eiríki fé til að fara til
Danmerkur og læra vélavind-
ingar, svo hann mætti sjálfur
setja upp eigið verkstæði. Og
eftir ýmsar sviptingar, sem of
langt mál yrði að rekja, tókst
Eiríki að setja á fót fyrirtækið
árið 1922."
Þeir hafa haft nóg að gera,
bræðurnir, á þessum fyrstu áruni
fyrirtækisins?
Já, þeir fengu verkefni úr
ýmsum áttum. Og starfsemin
varð fljótlega nokkuð fjölbreytt.
urnir Ormsson
hf. 60 ára í dag
Auk viðgerða og nýlagna í hús
og skip, var farið út í minni
háttar iðnað, svo sem fram-
leiðslu á skipalömpum og ljós-
kösturum. Þeir bræður skiptu
þannig með sér verkum, í stór-
um dráttum, að Jón sá um ný-
lagnir og viðgerðir í bænum, en
Eiríkur um verkstæðisvinnuna.
Eitt af fyrstu húsunum sem Jón
Iagði rafmagn í var Dómkirkjan
í Reykjavík.
Hins vegar var á þessum ár-
um almennur rekstrarfjárskort-
ur meðal manna, bæði til sjávar
og sveita. En það þýddi fyrir
þjónustufyrirtæki eins og Bræð-
urna Ormsson, að oft þurfti að
ljúka verkum áður en innheimta
gat farið fram. Vildu því safnast
fyrir útistandandi skuldir.
Fyrirtækið keypti allar vélar og
ýmislegt efni í rafstöðvar frá
Þýskalandi, og skuldaði þýskum
fyrirtækjum oft talsverðar upp-
hæðir vegna vanskila viðskipta-
manna innanlands. Svo þegar
það gerist á árunum 1931—32 að
þýska markið hækkar um 50%
gagnvart íslensku krónunni, var
það augljóslega mikið áfall fyrir
fyrirtækið. Þeir tóku því þá
ákvörðun að draga reksturinn
saman eftir því sem við yrði
komið, og árið 1932 selur Jón
Eiríki sinn hlut í fyrirtækinu og
hefur sjálfstæðan atvinnurekst-
ur."
Fyrirtækið skiptir um húsnæði
árið 1936, er það ekki?
„Jú, þá fluttist starfsemin frá
Óðinsgötunni í Vesturgötu 3,
sem var ólíkt betri staður í bæn-
um. Það má kannski segja að
kaupin á Vesturgötu 3 hafi verið
síðasta tilraun til að rétta við
hag fyrirtækisins. En hagur
þess var mjög bágborinn þegar
þarna var komið sögu, bæði
vegna kreppunnar og eins vegna
ráðstafana ríkisvaldsins, sem
leiddu til þess að greiðslur
bænda og útgerðarmanna féllu
niður að mestu leyti.
Það tókst nú einhvern veginn
að greiða fyrstu útborgun á til-
skildum tíma, og fór upp úr því
heldur að lifna yfir rekstrinum.
Eftirspurnin eftir efni og vinnu
glæddist stöðugt og gaf tilefni
til að auka nokkuð við starfslið-
ið, enda jókst velta á árinu 1937
urn full 60% miðað við árið áður.
Var nú stefnt að því að endur-
vekja og auka nokkuð við iðnað-
inn, þar á meðal við smíði ljósa-
véla (rafla) fyrir bátaflotann.
Og fyrir landsbyggðina var farið
að smíða litlar ljósavélar,
svonefnda „dverga", sem gengu
ýmist fyrir vind- eða vatnsafli."
En svo skcllur heimsstyrjöldin
á. Hvernig gekk rekstur fyrirtæk-
isins á stríðsárunum?
Um það leyti sem síðari
heimsstyrjöldin braust út, má
segja, að fyrirtækið væri komið
á nokkuð traustan grundvöll, og
innflutningur var þá orðinn
drjúgur þáttur í rekstrinum. En
í stríðinu lokuðust öll sambönd
út á við, sem voru nær eingöngu
bundin við Þýskaland, eins og
alltaf hafði verið. Var því um
sinn ekki á annað að treysta en
vinnuna, aðallega á verkstæði.
Það veitti fyrirtækinu nokk-
urn stuðning að vegna margvís1
legra truflana sem styrjöldin
olli, voru margir hlutir oft sein-
fengnir eða alveg ófáanlegir er-
lendis frá, og ýtti það undir að
reyna að bjarga málunum hér
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32