Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 272. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR
272. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982
Prentsmiöja Morgunblaðsins
Sovézkur flota-
fulltrúi rekinn
frá Bretlandi
fyrir njósnir
Hvert njósnamálið rekur nú annað þar í landi
London, ,'í. di'scmlMT. Al\
BKEZKA utanríkisráðuneytið til-
kynnti í dag, að notamálafulltrá sov-
ézka sendiráðsins í London hefði
verið vísað úr landi fyrir njósnir. Var
manninum, sem heitir Anatoli Pavl-
ovich Zotov, fyrirskipað að fara frá
Bretlandi eigi síðar en 8. desember
nk. Sagði talsmaður brezka utanrík-
isráðuneytisins, að ótvíræð sönnun
væri fyrir hendi um, að Zotov hefði
tekið þátt í starfsemi, sem ekki fengi
„samrýmzt stöðu hans sem
sendistarfsmanns".
Brezka         utanríkisráðuneytið
vildi ekki skýra frá því í einstök-
um atriðum, í hverju njósnir
Zotovs hefðu verið fólgnar, en í
síðdegisblaðinu „The Standard"
sagði í dag, að Zotov hefði unnið
að því að koma upp njósnaneti um
allt Bretland. Hann hefði þó verið
Anatoli Zotov, sovézki floUfulltrú-
inn í London. Honum hefur nú verið
gert að yfirgefa Bretland innan
fimm daga fyrir njósnir.
staðinn að verki, áður en hann gat
unnið öryggi Bretlands nokkurt
tjón. Zotov er þriðji njósnarinn
við sovézka sendiráðið í London,
sem gerður er brottrækur frá
Bretlandi síðustu 15 mánuði.
Brottrekstur hans kemur í kjölfar
mikils njósnafaraldurs í Bret-
landi, en síðasta mánuð hafa þrjú
njósnamál verið til meðferðar við
refsiréttardómstólinn í Old Bai-
ley.
Talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins sagði hins vegar, að
engin tengsl væru á milli brott-
rekstrar Zotovs nú og þessara
þriggja njósnamála, en þau byrj-
uðu með því, að Geoffrey Prime
var dæmdur 10. nóvember sl. í 35
ára fangelsi fyrir njósnir í þágu
Rússa. Prime lýsti því yfir í rétt-
arhöldunum yfir honum, að hann
hefði starfað einsamall, en miklar
bollaleggingar hafa verið um það
manna á meðal í Bretlandi, að
hann hafi tekið þátt í umfangs-
miklum njósnahring, er starfað
hafi í landinu.
Nú síðast hefur George
Hambleton, sextugur Kanadamað-
ur og fyrrverandi hagfræðikenn-
ari við háskólann í Laval í Quebec,
játað að hafa látið njósnurum
KGB, sovézku leyniþjónustunnar,
í té 80 þýðingarmikil leyniskjöl.
Hambleton kveðst hins vegar hafa
verið gagnnjósnari og í réttar-
höldum í Old Bailey í gær sagði
hann, að þau skjöl, sem hann hefði
afhent, hefðu verið búin til sér-
staklega af frönskum gagnnjósn-
ara.
í septembermánuði 1971 ráku
Bretar 105 Sovétmenn úr landi,
þar af 45 sendiráðsstarfsmenn og
rökstuddu þær aðgerðir með því,
að þessir menn hefðu gerzt sekir
um njósnir í Bretlandi.
Átök í Afganistan
Símamynd AP
Afganir, sem ekki vilja sætta sig við að búa undir járnhæl Rússa um ófyrirsjáanlega framtíð, hafa barist hart
gegn sovéska innrásarliðinu að undanförnu. Þessi mynd var tekin í fjalllendinu í Austur-Afganistan fyrir
nokkrum dögum og sýnir nokkra frelsissveitarmenn búna Kalashnikov-rifflum, sem þeir hafa tekið herfangi.
Pólland:
Biskupar kref jast end
urreisnar Samstöðu
Varsjá. 3. desember. Al\
BISKUPAR kaþólsku kirkjunnar í Póllandi létu frá sér íara yfírlýsingu í dag
þar sem stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir að hafa bannað Samstöðu.
Pólska þingið kom saman í dag til að ræða gífurlegan efnahagsvanda
þjóðarinnar og samiímis vöruðu málgögn kommúnistaflokksins við því, að til
nýrrar ókyrrðar kynni að koma i landinu ef herlögum væri aflétt.
í yfirlýsingu biskupanna harma
þeir lögin frá október sl., sem
bönnuðu starfsemi Samstöðu, og
ítreka kröfur sínar um að verka-
mönnum eigi að vera frjálst að
stofna með sér samtök, sem séu
annað og meira en strengbrúður
ráðamanna. Þeir segja, að Sam-
staða og samsvarandi félag bænda
séu samtök fólksins og að það sé
hörmulegt, að ráðamenn skyldu
ekki heldur hafa valið leið sátta og
samstöðu eins og þjóðin vildi.
Pólska þingið sitiy nú á rökstól-
um og ræðir efnahagsvandann og
skuldir þjóðarinnar, sem nema
rúmum 25 milljörðum dollara.
Verðhækkanir hafa verið gífurleg-
ar á helstu nauðsynjum, allt að
400% á sumum, og er nú svo kom-
ið fyrir mörgum fjölskyldum, að
launin hrökkva hvergi fyrir þeim
litla skammti, sem fólk á kost á.
Frekari verðhækkanir um
15—17% eru eitt af málum þings-
ins nú og eru stjórnvöld sögð hafa
miklar áhyggjur af viðbrögðum
almennings við þeim.
Dagblaðið Trybuna Ludu, mál-
gagn kommúnistaflokksins, sagði í
dag, að hugsanlega gætu afleið-
ingarnar af því að létta herlögun-
um orðið þær, að nauðsynlegt yrði
að setja þau á aftur.
Kúba:
Móður og systur Valladares
neitað um brottfararleyfi
l'arís, ,'í. dcsemlKT. Al'
KÚBANSKA Ijóðskáldið Armando Valladares, sem verið hefur búsettur í
Paris síðan hann var leystur úr fangelsi á Kúbu fyrir tveimur mánuðum,
skýrði svo frá í dag, að móður hans og systur hefði verið neitað um leyfi
til þess að fara frá Kúbu. Hefði þetta gerzt þrátt fyrir áður gefín loforð
kúbanskra stjórnvalda um að þær mættu yfirgefa Kúbu. Var þeim neitað
um brottfararleyfi rétt áður en þær hugðust stíga upp í flugvél þá, sem
flytja átti þær til Parísar.
Ég vona, sagði skáldið við
fréttamenn í dag, að kúbönsk
stjórnvöld muni standa við fyr-
irheit sín og leyfa móður minni
og systur að fara frá Kúbu. Ég
hafði hlakkað svo innilega til
þess að fá þær hingað til París-
ar.
Valladares, sem fyrir 22 árum
var dæmdur í 30 ára fangelsi á
Kúbu sem óvinur ríkisins þar,
skýrði svo frá, að hann hefði
strax í dag snúið sér til franskra
stjórnvalda og beðið þau um að
skerast í leikinn og beita sér
fyrir því, að ættingjar hans á
Kúbu fengju að fara þaðan.
Sjálfur var hann látinn laus úr
fangelsi á Kúbú í október sl., en
þá voru eftir 8 ár af fangelsis-
dómi hans og var þetta gert eftir
persónulega áskorun Mitterrand
Frakklandsforseta til Fidel
Castro, forseta Kúbu. Síðan hef-
ur skáldið dvalist í París ásamt
Mörtu, konu sinni.
Samkvæmt frásögn Valladar-
es fór aldrei fram dómsrannsókn
í máli hans á Kúbu, enda hefði
hann neitað þar öllum ákærum
og haldið fram sakleysi sínu.

Armando Valladares
Danir
óánægðir
með Breta
Kaupmannahöfn, .t. dVst'mbt'r,  \l*
MARGARET Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, tjáði dönskum
stjórnvöldum í dag, að Danir gætu
ekki vænzt frekari fiskveiðiréttinda
við Bretland. Var þetta haft eftir
áreiðanlegum heimildum í Kaup-
mannahöfn í dag, en þar er Thatcher
stödd í tilefni af ráðstefnu Efna-
hagsbandalags Evrópu. Var þess get-
ið, að Bretar teldu Dani mega vel
una við þau fiskveiðiréttindi, sem
þeim væru áskilin.
Danir hafa auk fyrri fiskveiði-
réttinda krafizt þess að fá að veiða
20.000 tonn af makríl við Skotland
og vilja fá leyfi til þess að senda
sjö togara til veiða við Shetlands-
eyjar. Er þarna um veiðisvæði að
ræða, sem öll eru undir brezkri
lögsögu.
A fundi Efnahagsbandalagsins í
Kaupmannahöfn var í dag m.a.
rætt ennfremur um bann við inn-
flutningi á skinnum af selskópum
til landa bandalagsins, en þrátt
fyrir miklar umræður náðist ekki
samkomulag í þessu efni. Það voru
einkum fulltrúar Bretlands, Vest-
ur-Þýzkalands og Belgíu, sem and-
vígir voru slíku banni, en helztu
stuðningsmenn voru fulltrúar ít-
alíu og Hollands.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48