Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR

tr|pnM&M!>

275. tbl. 69. árg.

MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982

Prentsmiðja Morgunblaðsins

SHOPPIN

W E L L „Mesti glæpur 1

sögu N-Irlands"

— sagöi Thatcher um sprenginguna í Ballykelly

Ballykelly, Norður-Írlandi, 7. des. AP.

ÍRSKI þjóðfrelsisherinn, marxískur klorningshópur úr IKA, lýsti í dag

sök á hendur sér og kvaðst bera ábyrgð á sprengingunni, sem varð í

gærkvöldi á krá í bænum Ballykelly á Norður-írlandi. 16 manns fórust í

sprengingunni og 66 slösuðust.

Björgunarmenn eru hér

sprengingu í fyrrakvöld.

að leita í rústum kráarinnar í Ballykelly á Norður Irlandi, sem hrundi til grunna í mikilli

A.m.k. 16 manns fórust, þar af fjórar konur.                                 ap

„Þetta er einhver mesti glæpur-

inn í dapurlegri sögu Norður-

írlands," sagði Margaret Thatcher

forsætisráðherra í London í dag

og hét því, að stjórnin myndi ekki

unna sér hvíldar fyrr en glæpa-

mennirnir hefðu náðst. James

Prior, Norður-írlandsmálaráð-

herra sem kom til Ballykelly í dag,

sagði, að þar hefði verið framið

„miskunnarlaust fjöldamorð".

Meðal hinna látnu eru 11 breskir

hermenn og fimm óbreyttir borg-

arar, þar af fjórar konur. Af hin-

um særðu misstu margir hönd eða

fót og eru nú 40 þeirra til aðgerðar

á sjúkrahúsi.

Kráin þar sem sprengingin varð

er í einnar hæðar húsi og hafði

sprengjunni verið komið fyrir við

einn útvegginn. Þegar hún sprakk,

hrundi steinsteypt loftið yfir fólk-

ið, um 150 manns, og tók það

björgunarmenn marga klukku-

tíma að ná sumum undan brakinu.

írski þjóðfrelsisherinn, sem seg-

ist bera ábyrgð á hryðjuverkinu,

er marxískur klofningshópur úr

Rússar brenna yfír

100 Afgani til bana

IVshawar. I'akislan, 7. desember. Al'.

SOVÉSKIR hermenn brenndu

a.m.k. 105 Afgani lifandi þegar

þeir réöust að fólkinu í neðanjarð-

arskýli þar sem það gat sér enga

björg veitt. Frá þessu segir í frétt-

um, sem verið hafa að berast til

Pakistan að undanförnu en at-

burðurinn átti sér stað í september

sl. Fréttir fara einnig af mikliim

loftárásum Sovétmanna á þorp

fyrir norðan Kabúl og er sagt, að

um 120 manns hafi farist í þeim.

Hermt er, að fjöldamorðin,

einhver þau grimmilegustu, sem

Sovétmenn hafa staðið fyrir í

stríðinu gegn Afgönum, hafi átt

sér stað 13. september í þorpinu

Padkhwab-E-Shana, um 60 km

fyrir sunnan höfuðborgina Kab-

úl. Afganskir flóttamenn hafa

skýrt frá þessum grimmdarverk-

um og einnig hefur Bandaríkja-

maður að nafni Mike Barry farið

á staðinn í~fylgd skæruliða og

kynnt sér málavöxtu. Hann er fé-

lagi í alþjóðlegum dómstóli, sem

fylgist með stríðsglæpum og hef-

ur aðsetur í París.

Að því er Barry segir leituðu

margir þorpsbúar hælis í áveitu-

göngum undir þorpstorginu þeg-

ar sovéskir hermenn umkringdu

þorpið með skriðdrekum en Sov-

étmenn stífluðu þá góngin þann-

ig að vatnið náði fólkinu í brjóst.

Þá dældu þeir eldfimum efnum

inn í göngin og báru eld að.

Fnykurinn af brunnu holdi og

eitraðar gufur komu í veg fyrir

að aðrir þorpsbúar gátu sótt líkin

fyrr en eftir sólarhring. Að sögn

vitna voru sovésku hermennirnir

í sérstökum samfestingum, með

gasgrímur og hanska á höndum

þegar þeir köstuðu tveimur gul-

um hylkjum á stærð við olíu-

tunnur inn í áveitugöngin.

Haft er eftir vestrænum sendi-

mönnum, að Sovétmenn hafi gert

harðar loftárásir á mörg þorp

fyrir norðan Kabúl í síðasta

mánuði og drepið a.m.k. 120

manns.

HambJeton fær tíu ára

fangelsi fyrir njósnir

London, 7. desember. Al\

KANADAMADURINN Hugh Hambleton, fyrrum starfsmaður

Atlantshafsbandalagsins, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir

að hafa njósnað fyrir Sovétríkin. I lambleton játaði að hafa látið

sovésku leyniþjónustuna, KGB, fá leynilegar NATO-skýrslur þeg-

ar hann starfaði fyrir bandalagið í París á árunum 1956—61.

Hambleton, sem er sextug-

ur að aldri, prófessor í hag-

fræði við Laval-háskólann í

Quebec, hélt því lengi fram, að

hann hefði verið gagnnjósnari

fyrir Frakka og Kanadamenn

en féll frá þeim framburði á

sjöunda degi réttarhaldanna

og játaði sakargiftir. „Það er

nokkuð um liðið síðan þú

framdir þennan glæp," sagði

dómarinn, sem kvað upp dóm-

inn, „en nú verður þú að

gjalda fyrir hann. Það er

ákvórðun réttarins að þú

verðir í fangelsi í tíu ár."

Hann sagði ennfremur, að

beiðni Hambletons um „mis-

kunn" væri ekki sannfærandi

þar sem hann hefði játað að

hafa haft samband við út-

sendara Sovétmanna allt til

ársins 1979 þegar kanadíska

lögreglan spurði hann fyrst

spjórunum úr.

Hambleton, sem hefur einn-

ig breskan ríkisborgararétt,

var handtekinn þegar hann

kom til Bretlands í júní sl.

Breska leyniþjónustan vissi

að hann var væntanlegur og

lét Kanadamenn vita, að hann

yrði lögsóttur. Við réttarhöld-

in var lesin upp yfirlýsing frá

kanadísku og frónsku leyni-

þjónustunum um að Hamble-

ton hefði aldrei verið á þeirra

snærum og að þeim lestri

loknum játaði Hambleton.

IRA og hefur látið mikið að sér

kveða að undanförnu. Hann berst

fyrir brottflutningi Breta frá

Norður-írlandi, sameiningu írsku

ríkjanna og hefur hótað að auka

hermdarverk gegn breskum her-

mönnum hvort sem þeir eru við

skyldustörf eða ekki.

Gíbraltar:

Hliðið opnað

eftir 13 ár

Madrid, 7. desember. AP.

HIN NÝJA ríkisstjórn jafnaðar-

manna á Spáni ákvað í dag, að hliðið

á veginum milli Gíbraltar og Spánar

skyldi opnað 15. des. nk. en það hef-

ur verið lokað síðan Franco heitinn

skellti því í lás árið 1969.

Franco bannaði á sínum tíma

öll samskipti við Gíbraltar til að

neyða Breta til samninga um ný-

lenduna en til hennar gera Spán-

verjar tilkall og njóta stuðnings

Sameinuðu þjóðanna í því efni.

Bretar neyddu Spánverja með

hervaldi til að láta höfðann af

hendi árið 1713.

Gonzalez     forsætisráðherra

sagði í dag, að engir samningar

við Breta stæðu fyrir dyrum nú en

hann kvaðst vona, að þessi ákvörð-

un kynni að greiða fyrir þeim síð-

ar.

Norðmenn fá

jólaglöggið

Ósló, 7. desember. Al\

VERKFALLI starfsmanna hjá norsku

áfengiseinkasölunni var aflýst í morg-

un eftir að deiluaðilar höfðu setiö á

fundi í hálfan annan sólarhring. Verk-

falliö hefur staðið í nærri fjóra mán-

uði og er það lengsta, sem um getur í

Noregi eftir stríd.

Talsmaður     verkfallsmanna,

Haakon Höst, 26 ára gamall marx-

lenínisti, sagðist í dag telja það

sjálfgefið, að samband starfsmanna

í áfengisverslunum, sem hefur 560

félagsmenn, myndi fallast á samn-

ingana. Hann sagði þá vel viðun-

andi og „sigur fyrir samstöðuna og

verkfallsréttinn". Talið er, að

samningarnir feli í sér u.þ.b. 10%

kauphækkun á næsta ári. Rolf Han-

sen, talsmað.ur áfengiseinkasölunn-

ar, sagði hins vegar, að verkfalls-

menn hefðu nokkurn veginn fallist

á það, sem þeim var boðið strax í

byrjun.

Nágrannaþjóðir Norðmanna hafa

hagnast mjög á þessu verkfalli.

Þorstlátir Norðmenn hafa farið í

stórum hópum yfir til Svíþjóðar,

Danmerkur og jafnvel til Finnlands

og ekki látið sig muna um að vera

allt að viku í túrnum. Þegar þeir

koma heim mega þeir hafa með sér

tollfrjálsan áfengisskammt, sem

nemur einni líkjörsflösku og þrem-

ur af léttu víni eða einni af líkjör og

einni af sterku. Talið er, að norska

ríkið hafi tapað um 13—1400 millj-

ónum ísl. kr. á verkfallinu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32