Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						276. tbl. 69. árg.
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
ísraelskir og
líbanskir her-
menn berjast
Beirút, 8. desember. AP.
BARDAGAR brutust út í dag milli
líbanskra og ísraelskra hermanna í
Líbanon í fyrsta sinn frá því í innrás
ísraela í landið fyrir sex mánuðum.
Heimildum ber saman um að tveir
líbanskir hermenn hafi fallið og einn
ísraeli hafi særzt.
Barizt var í námunda við stöðv-
ar líbanska varnarmálaráðuneyt-
isins utan við Beirút og hófust
bardagarnir stuttu eftir að tveir
Prestar gagn-
rýna Glemp
erkibiskup
Varsjá, 8. dcsember. AP.
FUNDUR um 200 pólskra klerka
hefur harölega gagnrýnt Glemp
erkibiskup, leiðtoga kaþólsku kirkj-
unnar í Póllandi, fyrir afstöðu hans
til stjórnarinnar og herlaganna í
landinu. Einn prestanna á fundinum
sagöi að hann hefði verið hávaða-
samiir og erfiður, en ætti að verða
Glemp ærið umhugsunarefni.
Glemp flutti ræðu í síðustu viku
þar sem hann hvatti leikara i
Póllandi til að hverfa aftur til
vinnu sinnar í útvarps- og sjón-
varpsstöðvum landsins. Þessi
ræða hefur mælst mjög illa fyrir
meðal kirkjunnar manna í Pól-
landi.
Pólska stjórnin lét í dag úr
haldi nokkra af forystumönnum
Samstöðu, samtaka hinna frjálsu
verkalýðsfélaga, sem teknir voru
fastir þegar herlög voru sett í
landinu  fyrir tæpu  ári.
Lech Walesa, leiðtogi Sam-
stöðu, hefur skrifað Jaruzelski
hershöfðingja bréf, að því er kona
Walesa hefur upplýst, en ekki hef-
ur verið látið uppi um innihald
þess. Að öðru leyti hefur Walesa
ekki látið að sér kveða frá því
honum var sleppt úr haldi 13. nóv-
ember sl. Búizt er við því að Wal-
esa flytji ræðu 16. desember nk.
Þá verður minnzt þeirra sem lét-
ust í mótmælaaðgerðum í skipa-
smíðastöðinni í Gdansk fyrir 12
árum.
aðstoðarmenn Mubaraks Egypta-
landsforseta höfðu komið þar í
stutta heimsókn til að lýsa sam-
stöðu með heimamönnum gegn
ísraelum. Mubarak lýsti því jfir í
dag að friðarviðræður við Israel
myndu ekki hefjast á ný á meðan
ísraelskir hermenn væru í Líban-
Af ísraelskri hálfu var í dag
sagt að bardagarnir í Líbanon
hefðu átt sér stað fyrir slysni og
misskilning, þar sem líbanskur
hermaður hefði í ógáti skotið á
ísraelska bílalest. ísraeiar hafi þá
haldið að þeim hefði verið gerð
fyrirsát og svarað í sömu mynt.
Finnskir hermenn í friðargæzluliði Sameinuðu þjóðanna við komuna til Líbanon í gær.
(Sím»mynd AP.)
Reagan Bandaríkjaforseti:
Alvarleg mistök að hafiia
MX-flaugunum í þinginu
Washington, 8. desember. AP.
REAGAN Bandaríkjaforseti sagði í dag að afgreiðsla fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings á beiðni sinni um fjárveitingu til byggingar svokallaðr-
ar MX-eldflaugar væri „alvarleg mistök". Fulltrúadeildin felldi í gær-
kvöldi 988 milljón dala fjárveitingu til fyrstu fimm MX-flauganna út úr
heildarfjárveitingum til varnarmála með 245 atkvæðum gegn 176. Þessi
afgreiðsla hefur alls staðar verið túlkuð sem meiri háttar pólitískt áfall
fyrir forsetann.
Afgreiðsla deildarinnar bindur
ekki enda á áætlanir Reagans um
þróun og framleiðslu á MX-eld-
flaugum, þar sem veittir voru 2,4
milljarðar dollara til MX-áætlun-
arinnar og einnig á öldungadeild
þingsins eftir að fjalla um málið.
Heildarfjárveitingar til varnar-
mála, sem fulltrúadeildin sam-
þykkti, námu samtals 231,6 millj-
örðum dollara.
Þetta er í fyrsta sinn í langan
tíma sem önnur deild Bandarík-
jaþings leggst gegn tillögum for-
seta landsins um framlög til
nýrra vopnakerfa. Margir telja
þó líklegt, að öldungadeild þings-
ins muni taka aðra afstöðu í mál-
inu og ræðst niðurstaðan þá á
fundi fulltrúa beggja deilda.
Sovézka fréttastofan Tass
sagði í dag að afgreiðsla MX-
áætlunarinnar í fulltrúadeildinni
væri „þungt áfall fyrir áform
Reagan-stjórnarinnar um upp-
byggingu árásarvopna". Tass seg-
ir að Reagan hafi gripið til ör-
þrifaráða til að telja þingmennn
Mikil reiðialda í Bretlandi
vegna morðanna í Bally kelly
Ballykelly, Noröur-írlandi, 8. desember. AP.
BRESKI herinn hefur skipað mönnum sínum að halda kyrru fyrir í
búðum sininn, þegar þeir eiga frí, í kjölfar sprengingarinnar í Bally-
kelly í gær, sem varð 16 manns að bana.
Mikil reiðialda hefur farið
um Bretland vegna þessa at-
burðar, en í sprengingunni fór-
ust 11 brezkir hermenn og 5
óbreyttir borgarar, þar af 4
konur. Sóknarpresturinn í
Ballykelly lýsti í dag hryllingi
sínum og sóknarbarna sinna
vegna þessara morða og sagði
alla bæjarbúa andvíga hryðju-
verkum.
Jóhannes Páll 2. páfi sendi í
dag skeyti til Ballykelly frá
Róm þar sem hann lýsti djúpri
hryggð sinni vegna þessa at-
burðar og sagðist biðja guð að
snúa ofbeldissinnum til betri
vegar.
Lögreglan á Norður-Irlandi
hefur komið á fót sérstakri
rannsóknardeild 40 lögreglu-
manna til að reyna að hafa upp
á skæruliðum írska þjóðfrelsis-
hersins, sem lýst hafa ábyrgð á
hendur sér. Þessi hópur er
marxískur klofningshópur úr
írska lýðveldishernum IRA og
hefur enn afdráttarlausari af-
stöðu gegn Bretum en IRA.
Brezka blaðið Sun birti þvert
yfir forsíðu í dag ummæli
Thatchers forsætisráðherra
Breta um morðin í Ballykelly. í
fyrirsögn stóð stórum stöfum:
„Skepnur".
Lögreglustjórinn í Bally-
kelly, Winston Crutchley, sagði
í dag að hending væri að ekki
hefðu farizt 60 í stað 16. Af
þeim 66 sem særðust í spreng-
ingunni voru 36 enn á spítala í
kvöld og þar af voru 8 enn í
lífshættu.
Whitelaw innanríkisráð-
herra Breta lagði í dag bann
við fyrirhugaðri heimsókn
tveggja leiðtoga Sinn Fein til
London. Sinn Fein er hinn póli-
tíski armur IRA.
5»   T»  THT
Hótar að sprengja upp Washing-
ton minnismerkið — Maður
einn tók sér stöðu við minnis-
merkið um George Washington
skammt frá Hvíta húsinu í
Washington í gær og hótaði að
sprengja það í loft upp til að
mótmæla kjarnorkuvopnum.
Fólk var fjarlægt úr nálægum
húsbyggingum á meðan lög-
regla ræddi við manninn. Þeg-
ar Mbl. fór í prentun í nótt var
enn óljóst um framhald máls-
ins, en maðurinn sagðist hafa
mikið magn af sprengiefni í í
SÍnum fórum.    (Símamynd/AP)
á sitt band, m.a. beitt mútum.
George Shultz utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sem nú er
staddur í Brússel, sagðist í dag
geta fullvissað bandamenn
Bandaríkjanna um að afgreiðslan
í fulltrúadeildinni væri ekki til
marks um breytingu á þeirri
stefnu Bandaríkjastjórnar að
koma fyrir nýjum langdrægum
eldflaugum á bandarískri grund.
Schultz spáði því að öldunga-
deildin myndi komast að annarri
niðurstöðu en fulltrúadeildin.
Ráðherra-
fundur NATO
í Briissel
hefst í dag
Briissel. 8. desember. AP.
Utanríkisráðherrafundur Atlants-
hafsbandalagsríkjanna hefst í
Briissel á morgun og lýkur á föstu-
dag. Gert er ráð fyrir að utanrikis-
ráðherrar allra NATO-ríkjanna 16
sæki fundinn. Joseph Luns fram-
kvæmdastjóri NATO sagði á fundi
með blaðamönnum í dag að líklegt
væri að leiðtogaskiptin í Sovétríkj-
iiniini yrðu ofarlega á baugi á fund-
iniim og hvort vænta mætti ein-
hverra breytinga á utanríkisstefnu
Sovétrikjanna í kjolfar fráfalls
Brezhnevs.
Luns sagði að Andropov, hinn
nýi leiðtogi Sovétríkjanna, hefði
ekki sagt eða gert neitt, sem spillt
gæti sambúð austurs og vesturs,
en Sovétmenn yrðu að sýna áþreif-
anlega að þeim væri alvara með
tali um bætt samskipti við Vestur-
lönd.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32