Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR

#qpt»fybiMfr

277. tbl. 69. árg.

FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982

Prentsmiðja Morgunblaðsins

Ronald reagan Bandaríkjaforseti og Mohammed Zia, forseti Pakistans ræða saman í Hvíta húsinu í Washing-

ton í gær.                                                                 (AP-símamynd.)

Treystir á stuðning

Bandarí kjamanna

Opinberri heimsókn Zia í USA lokið

Washington, 9. desember. Al'.

MOHAMMED Zia Ul-Haq, forseti Pakistans, sem nú er í opinberri heim-

sókn í Bandaríkjunum, sagði á fundi með fréttamönmim í dag, að þess sæust

engin merki hvað þá heldur sönnun fyrir því, að Sovétríkin hygðust kalla

her sinn á brott frá Afganistan. Slíkt mætti þó ekki útiloka.

þar sem hann flytur ávarp hjá

Sameinuðu þjóðunum og hittir að

máli Richard Nixon, fyrrverandi

Bandaríkjaforseta og Henry Kiss-

inger, fyrrverandi utanríkisráð-

herra. Frá New York fer Zia til

Houston, Sacramento og San

Francisco.

Zia var einn af örfáum erlend-

um stjórnmálaleiðtogum, sem

Yuri Andropov, leiðtogi kommún-

istaflokks Sovétríkjanna, ræddi

við einslega við jarðarför Brehzn-

evs forseta í síðasta mánuði og

vakti það strax getspár um, að

Sovétríkin hyggðust breyta af-

stöðu sinni til Afganistan.

Við lok hinnar opinberu heim-

sóknar í dag lýsti Zia yfir þeirri

sannfæringu sinni, að Bandaríkja-

þing myndi samþykkja tillögur

Reagans forseta um hernaðar- og

efnahagsaðstoð til Pakistans sem

liggur að Afganistan. Frá

Washington fer Zia til New York,

Utanríkisráðherrafundur NATO:

Hvika ekki frá meðaldrægum

eldflaugum í Vestur-Evrópu

Briissel, 9. desember. AP.

BANDARÍKIN og bandalagsríki þeirra í NATO samþykktu í dag ályktun

þess efnis, að í engu skyldi hvikað frá fyrri áætlun þeirra um að koma fyrir

eldflaugum í Vestur-Evrópu á næsta ári, nema því aðeins að Sovétríkin fallizt

á samkomulag um raunverulegt eftirlit með vígbúnaði í viðræðum þeim, sem

fram fara um það efni í Genf. I ályktuninni var jafnframt ítrekaður stuðning-

ur við tillögur Reagans Bandaríkjaforseta — svokallaða „núll-núll"-áætlun

— um að allar eldflaugar verði fluttar burt frá Evrópu, jafnt frá Austur-

Evrópu sem Vestur-Evrópu og lögð á það áherzla, að það væri besti samn-

ingsgrundvöllurinn í afvopnunarviðræðunum í Genf.

Ályktun þessi var samþykkt á

fundi utanríkisráðherra NATO,

sem hófst í Brussel í dag og mun

standa í tvo daga, en þar fór

sendinefnd Bandaríkjanna undir

forystu George P. Schultz utanrík-

isráðherra fram á stuðningsyfir-

lýsingu að nýju við fyrirhugaða

eldflaugaáætlun banda'lagsins.

Ályktunin kemur ekki á óvart,

heldur endurspeglar hún einbeitt-

an ásetning Atlantshafsbanda-

lagsríkjanna um að breyta ekki

varnaráætlunum þeirra í Vestur-

Evrópu þrátt fyrir úrslit atkvæða-

greiðslu þeirrar, sem fram fór í

fulltrúadeild Bandaríkjaþings á

miðvikudag, en þar var felld fjár-

veiting til fyrstu fimm svonefndra

MX-eldflauga, sem komið skal

fyrir í sjálfum Bandaríkjunum.

Genfar-viðræðurnar  hafa  nú

staðið yfir í ár. Þeim er ætlað að

finna samkomulagsgrundvöll fyrir

Bandarikin og Sovétríkin um

takmörkun á vígbúnaði, svo að

ekki þurfi til þess að koma, að

settar verði upp meðaldrægar

eldflaugar í Vestur-Evrópu.

Samtímis því, sem samþykktur

var að nýju stuðningur við tillögur

Reagans foresta, þá var jafnframt

samþykkt að bjóða Sovétríkjunum

að leggja fram þeirra eigin tillög-

ur. — Við erum fúsir til þess að

kanna allar einlægar tillögur frá

Sovétríkjunum. Markmið okkar

er, að hvorki sovéskar né banda-

rískar eldflaugar verði í Austur-

eða Vestur-Evrópu, segir í álykt-

uninni.

Claude Cheysson, utanríkisráð-

herra Frakklands lýsti því yfir, að

það væri einnig skoðun frönsku

stjórnarinnar, að „það væri afar

nauðsynlegt að halda áfram fyrri

áætlunum um að koma fyrir með-

aldrægum eldflaugum".

Hafréttar-

sáttmálinn

undirritaöur

Montego líay. Jamaira, 9. desember. AP.

í DAG höfðu 131 ríki tilkynnt,

að þau myndu undirrita hafrétt-

arsáttmála Sameinuðu þjóðanna

við hátiðlega athöfn í Montego

Bay á Jamaica á morgun, föstu-

dag, er hafréttarráðstefnu sam-

takanna lýkur.

Mörg aðildarríki Sameinuðu

þjóðanna hafa þó lýst því yfir,

að þau muni ekki undirrita

sáttmálann. Þeirra á meðal

eru Bandaríkin og Bretland.

Reagan     Bandaríkjaforset:

sagði í júlí sl. að hann vær

andvígur þeim ákvæðum

sáttmálanum, þar sem sett

væru takmörk við námugreftri

á hafsbotni.

Lítil framför í eftia-

hagslífi Póllands

Herlög hafa lítið bætt úr ástandinu frá í fyrra

Varsjá, 9. desember. AP.

ÞRÁTT fyrir yfirlýsingar pólskra stjórnvalda um jákvæða þróun i efnahagslífí

landsins, einkum námugreftri og byggingariðnaði, þá hefur pólskt efnahagslíf

sýnt lítil merki um framför á því ári, sem senn er liðið, frá því aö herlög voru

sett hinn 13. desember í fyrra. Stöðnun einkennir efnahagslífið í heild og það er

aðeins kolaframleiðslan í landinu, sem tekið hefur verulegum framförum.

Aukning kolaframleiðslunnar

skiptir þó verulegu máli fyrir efna-

hag landsins, því að hún aflar Pól-

verjum mests erlends gjaldeyris. I

fyrra nam kolaframleiðslan aðeins

161 millj. tonnum en er áætluð um

190 millj. tonn á þessu ári. Það er

hins vegar samdóma álit jafnt

pólskra sem erlendra sérfræðinga,

að þessi framleiðsluaukning hafi

aðeins náðst með því að taka að

nýju upp vinnu á laugardögum og

þannig sex daga vinnuviku. A sín-

um tíma hafði Samstaða, samtök

óháðu verkalýðsfélaganna, fengið

því framgengt, að laugardagur yrði

felldur niður sem vinnudagur.

Framleiðsla á hverja vinnustund

hefur hins vegar ekki vaxið. Þetta

vekur þeim mun meiri athygli sök-

um þess, að pólsk stjórnvöld hafa

haldið því fram, að verkföll ættu

mestan þátt í því hve kolafram-

leiðslan var lítil á sl. ári. Þannig

hafa herlög í raun ekki orðið til

þess að bæta á neinn hátt úr því

slaka ástandi í kolaframleiðslunni,

sem ríkti á árinu 1981.

Þrátt fyrir það að framboð hafi

aukizt á matvælum, þá hafa þau

hækkað samtímis um 300—400%

frá 13. desember í fyrra. — Það er

þó að því leyti betra, var haft eftir

einni húsmóður á götu í Varsjá í

þessari viku, — að nú er þó hægt að

kaupa eitthvað.

Þá skal þess getið, að bensín og

skófatnaður eru enn skömmtunar-

vara í landinu.

(AP-símamynd).

Sorgardagur á Norður-írlandi. Lögreglumaður heiisar við útför eins

fórnarlambanna úr sprengingunni í Ballykelly, er útfórin fór fram i

Belfast í gær.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40