Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 280. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR
280. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
350 farast í jarð-
skjálfta í N-Yemen
Manama, Bahrain, 13. desember. AP.
STJÓRNVÖLD í Norður Yemen
hafa hafið miklar aðgerðir til björg-
unar fjölda fólks sem lokaðist inni í
heimkynnum sinum af völdum
meiriháttar jarðskjálfta í landinu í
dag. Talið er að um 350 manns hafi
látizt í jarðskjálftanum og mikið
eignatjón varð begar fjöldi þorpa
jafnaðist við jörðu. Jarðskjálftinn,
sem stóð í 40 sekúndur, var svo
kraftmikill aö sprunga myndaðist í
fjalli í nágrenni við hiifuðborgina
Sanaa. Forseti landsins hefur hvatt
alla þegna landsins til að hjálpa
hundruðum slasaðra.
fráfall Sa Carneiros í desember
1980. Ekki er gert ráð fyrir þing-
kosningum í Portúgal fyrr en á ár-
inu 1984.
Bæjarstjórnarkosningar í Portúgal:
Stjórn Balsemaos situr
áfram þrátt fyrir tap
Lissabon, 13. desember. AP.
PINTO Balsemao, forsætisráðherra
Portúgals, sagði i dag að stjórn sín
myndi sitja áfram þrátt fyrir að
stjórnarflokkarnir hefðu tapað fylgi i
bæjarstjórnakosningum. Balsemao
viðurkenndi að tap stjórnarflokkanna
væru sér vonbrigði en hins vegar
breyttu þau engu um stöðu ríkis-
stjórnarinnar sem hefði þingmeiri-
hluta að baki sér.
Mario Soares, leiðtogi jafnað-
armanna sem sitja í stjórnarand-
stöðu, sagði að úrslitin væru van-
traust á ríkisstjórnina og henni
bæri að fara frá. Flokkur Soaresar
bætti við sig umtalsverðu fylgi og
fékk rúm 30% atkvæða að því er
nýjustu spár bentu til í kvöld.
Stjórnarflokkunum var hins vegar
spáð tæplega 45% atkvæða. Búizt
var við því að kommúnistaflokkur-
inn fengi um 20% atkvæða.
Þessar kosningar eru hinar
fyrstu sem fram fara í Portúgal frá
því Balsemao tók við völdum við
Enn barizt
í Líbanon
Heirút. 13. desrmber. AP.
BARDAGAR mögnuöust í dag milli
kristinna hægri manna i Líbanon og
vinstri sinnaðra múhameðstrúar-
manna, drúza, í nánd viö Beirút. Tal-
ið er að 29 hafi látið lífið i bardögun-
um og 62 særzt. Rúmlega 130 hafa
látizt í bardögum þessara aðila und-
anfarnar sex vikur.
Jaruzelski hershöfðingi hlýðir á ræðu Jablonskis forseta Póllands við setningu pólska þingsins í gær.
(Símamynd AP.)
„Yfirlýsing Jaruzelskis
á aðblekkjaVesturlönd"
Yarsjá, Kaupmannahörn, 13. desember. AP.
LEIÐTOGAR SAMSTÖÐU, samtaka hinna frjáisu verkalýðsfélaga í Pól-
landi, sögðu í dag, að yfirlýsingar pólsku stjórnarinnar um að slakað yrði á
herlögunum i landinu væru einungis ætlaðar til að slá ryki í augun á fólki á
Vesturlöndum.
Bogdan Lis, einn af framá-
mönnum í Samstöðu í Gdansk,
sagði í viðtali sem útvarpað var á
laun, að fyrir yfirvöldum vekti
eingöngu að fá stjórnir Vestur-
landa til að draga úr efnahagsleg-
um refsiaðgerðum gegn Póllandi
og auðvelda landinu að fá ný er-
lend lán. Lis sagði, að enda þótt
hluta herlaganna yrði að formi til
aflétt, hefðu stjórnvöld náð því
markmiði sínu að banna Sam-
stöðu.
Jaruzelski hershöfðingi, leiðtogi
Póllands, tilkynnti í ræðu í gær,
að herlögum í landinu yrði að
mestu aflétt um áramót. Jafn-
framt  yrði  ýmsum  pólitískum
föngum, sem lítið hefðu af sér
brotið, veitt uppgjöf saka. Hins
vegar yrði við haldið ýmsum ráð-
stöfunum, sem ætlað væri að
tryggja innra öryggi landsins og
hið sósíalíska hagkerfi þess.
Jaruzelski sagði, að pólska þjóð-
in væri komin yfir það versta. Síð-
asta ár hefði verið Pólverjum erfið
prófraun sem þeir hefðu staðist.
Hins vegar lægju óvinir enn í
leyni, innra sem ytra.
Pólska þingið, sem kom saman
til funda í dag, mun á laugardag
fá til lokaafgreiðslu ákvarðanir
stjórnarinnar um þá þætti herlag-
anna, sem fella á úr gildi. í dag er
ár liðið frá því herinn tók völdin í
Póllandi og herlög voru sett.
Margt þykir benda til að Lech
Walesa, leiðtogi Samstöðu, muni í
vikunni fara opinberlega gegn
stjórninni í Póllandi og boða til
útifundar í Gdansk til að minnast
verkamanna, sem létust í mót-
mælaaðgerðum fyrir 12 árum.
Urban, upplýsingamálaráðherra
pólsku stjórnarinnar, sagðist í dag
ekki hafa fengið neina umsókn um
heimild til að halda útifund í
Gdansk ogslíkri umsókn yrði ekki
vel tekið.
Tveir fyrrum leiðtogar Sam-
stöðu, sem nú eru búsettir í Kaup-
mannahöfn, sögðu í dag, að hin
frjálsa verkalýðshreyfing mundi
halda áfram að dafna í Póllandi og
grafa  undan  einræðisstjórninni
Pólland:
Refsiaðgerðum Banda-
ríkjanna ekki aflétt
Róm, 13. desember. AP.
GEORGE  Shultz  utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sem nú er
Umfangsmikil rannsókn á ítalíu:
Búlgaría bendluð vid tilræðið við
páfa og ýmsa hryðjuverkastarfsemi
Kóm, 13. desember. AP.
ÍTÖLSK YFIRVÖLD vinna nú kappsamlega að því aö upplýsa dularfull
tengsl glæpamanna á ítalíu við Búlgaríu. Ýmislegt þykir benda til þess að
þeir sem hugðust myrða Jóhannes Pál páfa II í maí í fyrra hafi tengst
útsendurum Búlgaríustjórnar og sama er að segja um ræningja banda-
ríska hershöfðingjans Dozier. Heimildarmenn herma, að umfangsmikið
eiturlyfja- og vopnasmygl tengist þessu máli.
Stjórnmálasamband Italíu og
Búlgaríu hefur mjög versnað
undanfarið í kjölfar þess að
rannsókn á máli þessu hófst og
hafa ríkisstjórnir beggja land-
anna kvatt heim sendiherra
sína. Hin opinbera fréttastofa í
Búlgaríu hefur lýst því yfir, að
allt tal um tengsl Búlgaríu við
glæpi á ítalíu sé „óvinveitt og út
í hött".
Tveir ítalskir dómarar, sem
fara með rannsókn þeirra mála,
sem hér um ræðir, komu saman í
borginni Trento í dag til að sam-
ræma fannsókn málanna. Italsk-
ir stjórnmálamenn lýstu í dag
hver af öðrum yfir hneykslun
sinni ogundrun yfir fréttum um
að Búlgaríustjórn skuli skipu-
lega og fyrir milligöngu hryðju-
verkamanna hafa unnið að því
að grafa undan stjórnarfarinu í
landinu.
Dozier hershöTðingi    Jóhannes l>áll II
Tyrki nokkur, sem handtekinn
hefur verið vegna smygls á vopn-
um og eiturlyfjum, hefur stað-
hæft að smyglinu tengist Tyrkir
og Búlgarar og hefur hann boð-
ist til að gefa upp nöfn þeirra
sem við málið eru riðnir.
Þá hefur verið upplýst, að ítal-
inn Luigi Scricciolo, sem lengi
starfaði fyrir verkalýðsfélög á
ítalíu og var handtekinn nýlega
fyrir njósnir og hryðjuverka-
starfsemi, hefur njósnað fyrir
Búlgaríustjórn í sex ár.
Ríkisstjórn Amintore Fanfan-
is, sem nýlega tók við völdum á
ítalíu, hefur ákveðið að fram
skuli fara umræður í ítalska
þinginu nk. mánudag.
Einn af leiðtogum kristilegra
demókrata í þinginu, Erminio
Pennacchini, segir í blaðagrein
um helgina, að morðtilraunin á
páfa, ránið á Dozier hershöfð-
ingja og fleiri atburðir af sama
toga eigi rætur að rekja til
ákvarðana sem teknar hafi verið
í æðstu stjórnum annarra landa.
staddur í Róm, sagði í kvöld, að
frá refsiaðgerðum Bandaríkja-
stjórnar gegn pólsku stjórninni
yrði ekki falliö í bráð þrátt fyrir
yfirlýsingar um að herlögum í
Póllandi yrði í meginatriðum af-
létt um áramót.
Shultz sagði á fundi með
fréttamönnum í Róm að ekkert
marktækt hefði enn heyrzt eða
sézt frá pólskum yfirvöldum
vegna þessa máls, sem gerði
það að verkum að Bandaríkja-
stjórn sæi ástæðu til að gera
breytingu á stefnu sinni gagn-
vart Póllandi.
Shultz upplýsti að hann
hefði rætt ástandið í Póllandi
við Jóhannes Pál 2. páfa og
hefðu þeir skipzt á skoðunum
um málið.
Þegar      Bandaríkjamenn
ákváðu að beita Pólverja refsi-
aðgerðum fyrir ári voru sett
þrjú skilyrði fyrir því að frá
aðgerðunum yrði fallið. Sleppa
yrði öllum pólitískum föngum í
landinu, aflétta herlögunum og
taka upp raunhæfar viðræður
við kaþólsku kirkjuna í landinu
og verkalýðsfélögin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48