Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 283. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR
283. tbl. 69. árg.
FOSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Engin skýring gefin
á handtöku Walesa
LECH WALESA —
Mynd þessi var tekin fyrir
skemmstu, er pólski
verkalýðsleiðtoginn kom
til þess að skoða kirkju-
byggingu, sem er í smíð-
um í heimaborg hans,
Gdansk.
Pólski verkalýðsleiðtoginn var látinn laus
9 klukkustundum ef tir að hann var handtekinn
í .dnnsk, 16. desember. Al'.
PÓLSKI verkalýðsleiðtoginn Lech Walesa var látinn laus í
kvöld, eftir að óeinkennisklæddir lögreglumenn á vegum her-
stjórnarinnar í landinu höfðu handtekið hann og haft á brott
með sér fyrr um daginn. — Við höfum ekki enn fengið neina
skýringu á því, hvers vegna hann var handtekinn, sagði Danuta,
eiginkona Walesa, eftir að hann hafði verið látinn laus. Talið er
þó víst, að Walesa hafi verið handtekinn til þess að koma í veg
fyrir, að hann yrði viðstaddur minningarathöfn um verkamenn,
sem féllu í blóðugum átökum í fyrra.
Walesa hafði haft í hyggu
að flytja við þessa minningar-
athöfn sína fyrstu opinberu
ræðu, frá því að herstjórnin í
Póllandi setti herlög í landinu
13. desember 1981. í ræðu
sinni hugðist Walesa hvetja
félaga sína í Samstöðu, sam-
tökum hinna frjálsu verka-
Enn einum
njósnara vísað
frá Bretlandi
Lundúnum, 16. desember. AP.
ENN EITT njósnamálið skaut upp
kollinum á Bretlandseyjum í dag, er
breska utanríkisráðuneytið til-
kynnti, að suður-afrískur sendi-
ráðsstarfsmanni hefði yfirgefið land-
ið að beiðni pess, sakaður um
„starfsemi, sem ekki væri samboðin
stöðu hans".
Orðalag þetta er orðið þekkt og
jafnan notað í slíkum tilvikum
þegar embættismenn annarra
þjóða eru sakaðir um njósnir.
Sama orðalag var notað þegar sov-
éskum fiotafulltrúa var vísað frá
Bretlandi í byrjun þessa mánaðar.
Sendiráðsstarfsmaður þessi,
Joseph Klue að nafni, yfirgaf land-
ið að beiðni utanríkisráðuneytis-
ins, en var ekki vísað formlega úr
landi. Talsmaður ráðuneytisins
sagði, að hefði ekki verið farið að
beiðni þess hefði manninum um-
svifalaust verið vísað úr landi.
lýðsfélaga, til þess að varast að
beita ofbeldi í baráttu sinni
fyrir markmiðum og hugsjón-
um samtakanna.
Walesa var fluttur til heim-
ilis síns af sömu mönnum og
tekið höfðu hann fastan fyrr
um daginn og í sömu svörtu
bifreiðinni af Mercedes
Benz-gerð og hann hafði verið
fluttur á brott með, en bifreið
þessi var með einkennisstöf-
um Varsjárborgar.
I kvöld ríkti kyrrð og ró í
Gdansk, enda þótt sveitir ein-
kennisklæddra     lögreglu-
manna héldu vörð við flest
meiri háttar gatnamót og við
margar byggingar. Fyrr um
daginn höfðu þúsundir örygg-
isvarða tekið sér stöðu á göt-
um Gdansk og Varsjár til
þess að koma í veg fyrir hvers
konar mótmælaaðgerðir af
hálfu stuðningsmanna Wal-
esa.
Tárasprengjum var varpað
á tveimur stöðum í Gdansk í
dag til þess að dreifa þar hóp-
um manna úr Samstóðu, sem
safnazt höfðu saman og lög-
reglan í Varsjá beitti vatns-
slöngum gegn mannfjölda,
sem hrópaði: „Látið Lech
lausan — Niður með her-
stjórnina."
Afganistan eftir jarðskjálftann:
Bandaríkin bjóða
fram mikla aðstoð
Samkomulag á elleftu
stundu bjargaði Palme
Stokkhólmi. 16. desember. Al'.
TVEGGJA MÁNAÐA gömul ríkisstjórn Olov Palme slapp naumlega fyrir
horn í nótt þegar Olov Palme, forsætisráðherra, og leiðtogi sænska
kommúnistaflokksins komust að samkomulagi i elleftu stundu. Ágrein-
ingurinn stóð um hækkun virðisaukaskatts um 2% í landinu. Kommúnistar
höfðu hótað að fella stjórnina yrði af þessari hækkun.
Palme átti fund með Lars
Wener, leiðtoga sænska komm-
únistaflokksins, sem stóð langt
fram á nótt og að honum loknum
var ljóst, að þeir höfðu komist að
samkomulagi, sem kemur í veg
fyrir að stjórnin verði undir í
atkvæðagreiðslunni á þinginu á
morgun.
Það var undir kommúnista-
flokknum komið hvernig
atkvæðagreiðslan kynni að fara.
Hann hefur aðeins 20 þingsæti
af 349, en atkvæði hans skiptu
sköpum þar sem þrír aðrir
stjórnmálaflokkar höfðu lýst sig
andvíga hækkuninni, sem og til-
lögum   sósíaldemókrata   um
Islamabad, 16. desember. AP.
HARÐUR jarðskjálfti gekk yfír Afganistan í dag og olli mjög miklu tjóni í
norðurhluta landsins. Jarðskjálftinn, sem varð rétt eftir kl. 5 síðdegis að
staðartíma, fannst mjög greinilega í höfuðborginni Kabul, en þar varð þó
hvorki tjón á mönnum né mannvirkjum. Ekki var gert ráð fyrir, að kommún-
istastjórn landsins myndi gefa neinar marktækar upplýsingar um afleiðingar
jarðskjálftans, en af hálfu Randaríkjastjórnar var tilkynnt í dag, að hún væri
reiöubúin til þess að leggja fram mikla aðstoð, bæði matvæli og hvers konar
aðra aðstoð sem með þyrfti.
Pravda, málgagn sovézka
kommúnistaflokksins, ásakaði í
dag bandarísk stjórnvöld um að
koma í veg fyrir að „pólitísk"
lausn fyndist á styrjöldinni í Afg-
anistan og hélt því jafnframt
fram, að það væri „erlendri íhlut-
un" að kenna að ekki kæmist frið-
ur á í landinu. Blaðið sagði hins
vegar, að brottflutningur sovézka
herliðsins í Afganistan kæmi ekki
til greina áð svo stöddu. Grein
þessi í Pravda birtist nú, þegar
aðeins tvær vikur eru þar til þrjú
ár verða liðin frá því að Sovétríkin
sendu herlið inn í Afganistan, sem
á sínum tíma var lýst sem óveru-
legri hernaðaraðstoð um tak-
markaðan tíma samkvæmt beiðni
stjórnarinnar í Kabul. Nú er talið,
að yfir 100.000 sovézkir hermenn
taki þátt í bardögum í Afganistan.
Hershöfðingi einn úr stjórnar-
hernum, sem flýði til Pakistans í
nóvember, skýrði svo frá í dag, að
stjórnin í Kabul hefði sent
morðsveitir inn í Pakistan í þeim
greiðslur vegna veikindadaga og
tillögum um önnur mál er snertu
hagsmuni launþega.
Til þess að tryggja sér atkvæði
kommúnistanna varð Palme að
ganga að kröfum þeirra um
hækkun á lífsnauðsynjum og að
stjórnin myndi íhuga breytingar
á söluskattinum, með lægri
álagningu á nauðsynjavörur í
huga, á næsta ári. I staðinn
veittu kommúnistar samþykki
sitt fyrir 2% hækkun virðis-
aukaskatts. Sjálfir höfðu þeir
viljað ná þeim fjármunum í
ríkiskassann eftir öðrum leiðum.
tilgangi að skjóta þá leiðtoga afg-
anskra uppreisnarmanna sem
dveldust þar. Hershöfðingi þessi,
Ghulam Siddique að nafni, hélt
því einnig fram, að Sovétstjórnin
hygðist innlima níu nyrztu landa-
mærahéruð Afganistan í Sovétrík-
in, en koma upp leppstjórn í því
sem eftir væri af landinu.
Schultz
í London
tandon, 16. desember. AP.
GEORGE P. Schultz, uUnríkisráð-
herra Bandarikjanna, kom til Lond-
on í dag og er það síðasta höfuðborg-
in af sjö, er hann heimsækir á ferða-
lagi sínu nú til Vestur-Evrópu. 'l'il
gangur ferðar hans var að eyða öll-
um hugsanlegum ágreiningi varð-
andi mt'iri háttar málefni NATO.
I London er heimsókn Shultz
talin skipta miklu máli, en þar
mun hann fyrst hitta að máli Sir
Geoffrey Howe fjármálaráðherra
en síðan ræða við Francis Pym
utanríkisráðherra og Margaret
Thatcher forsætisráðherra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48