Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 284. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						96 SIÐUR
284. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
„Við munum bera
sigur úr býtum"
— sagdi Lech Walesa á fundi með erlendum fréttamönnum
(idan.sk, 17. desember. Al'.
„VIÐ MUNUM bera sigur úr být-
um," sagði Lech Walesa í dag og
lýsti því yfir, að hann væri staöráö-
inn í að berjast fyrir hugsjónum
Samstöðu. í gær ruddust óeinkenn-
isklæddir lögreglumenn inn á heim-
ili hans og höfðu hann i haldi í níu
klukkustundir til að koma í veg fyrir
að hann gæti ávarpað útifund í
Gdansk.
Á fundi, sem Walesa hélt með
erlendum fréttamönnum á heimili
sínu, sagöi hann, að lögreglu-
mennirnir hefðu tekið hann „til að
halda mér frá fólkinu" en hann
hugðist flytja ræðu á útifundi við
minnismerki   um   Pólverja,   sem
fallið hafa fyrir lögreglunni. Hann
líkti handtökunni við mannrán og
sagði, að lögreglumennirnir hefðu
mestan tímann ekið honum um
sveitirnar fyrir utan borgina.
í ræðunni, sem Walesa ætlaði
að flytja á útifundinum, hvetur
hann verkamenn til að berjast
fyrir tilverurétti frjálsra verka-
lýðsfélaga, að ábyrgjast hlutleysi
þeirra í öðrum málum og að sjá
svo um, að pólskur æskulýður
þurfi ekki „að búa við eintómar
lygar í lífi sínu". Walesa kvaðst
hafa átt von á aðgerðum lögregl-
unnar og „þess vegna lét ég dreifa
afriti af ræðunni áður".
Á   morgun,   laugardag,   munu
umræður hefjast á pólska þinginu
um hvort aflétta eigi herlögum á
nýársdag nk. Er þá einkum átt við
þau ákvæði, sem heimila, að „óvin-
ir ríkisins" séu handteknir án
ákæru, að símar séu hleraðir og að
sækja þurfi um sérstakt leyfi fyrir
fundahöldum. Aðalmálgagn her-
stjórnarinnar sagði hins vegar í
dag, að „neðanjarðarandstaða
Samstöðu væri enn við lýði, til-
búin til að koma af stað ólgu" og
Henryk Jablonski, forseti Pól-
lands, sagði sl. mánudag á þingi,
að þótt ákveðið væri að aflétta
herlögum yrði ekki hikað við að
setja þau á aftur ef „hættuástand
verður á ný".
Sovétríkin:
Yfirmaður
KGB tekur
við innan-
ríkismálum
Moskvu, 17. de.sember. \l\
VITALY Fedorchuk, yfírmaður
KGB, sovésku öryggislögregl-
unnar, hefur verið skipaður inn-
anríkisráðherra Sovétríkjanna
að því er TASS-fréttastofan
greindi frá í dag. Við starfi hans
hjá KGB hefur tekið Viktor
Chebrikov, næstráðandi örygg-
islögreglunnar frá því í apríl í
vor.
Að sögn TASS hefur Nikolai
Shchelokov, sem verið hefur inn-
anríkisráðherra síðan 1966, verið
skipaöur í annað embætti en ekki
var sagt hvert. Undir innanríkis-
ráðuneytið sovéska heyra dóms-
mál og lögreglumál önnur en þau,
sem KGB hefur á sinni könnu.
Engin ástæða var tilgreind fyrir
mannaskiptunum en talið er, að
þau megi rekja til þeirrar sam-
þykktar stjórnmálaráðsins að láta
nú hendur standa fram úr ermum
í baráttunni gegn glæpum og spill-
ingu, sem mjög hafa ágerst í Sov-
étríkjunum.
Vestur-Þýskaland:
Kohl hvetur til
nýrra kosninga
Greiddi götu þeirra með vantrausti á stjórnina
Bonn, 17. desember. AP.
III I.MI"l' Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hvatti í dag til nýrra kosninga í
landinu eftir að stjórn hans hafði orðið undir á þingi i atkvæðagreiðslu um
vantraust á hana. Var það raunar allt með ráðum gert til að Kohl gæti staðið við
fyrirheit sín um nýjar kosningar í byrjun mars nk. Mikill hiti var í umræðunum
um vantrauststillóguna. Sókuðu stjórnarandstæðingar Kohl um að brjóta í bága
við anda stjórnarskrárinnar og sögðu, að hanri ætti að segja af sér strax.
í atkvæðagreiðslu um vantraustið
greiddu 218 atkvæði gegn kanslar-
anum, átta með en 248 stuðnings-
menn stjórnarinnar sátu hjá eins og
þeir höfðu verið beðnir um. Þegar
Kohl tók við embætti hét hann nýj-
um kosningum 6. mars nk. og til að
efna það var um tvennt að ræða, að
hann segði af sér eða vantraust yrði
samþykkt á stjórnina.
Miklar og ákafar umræður urðu
um vantraustið og sagði Willy
Brandt, fyrrum kanslari jafnaðar-
manna, að stjórnarandstaðan vildi
kosningar en Kohl hefði átt að fara
þá leið, sem stjórnarskráin byði, og
segja af sér. Stjórnarskráin mælir
svo fyrir um, að kosið skuli á fjög-
urra ára fresti nema því aðeins að
stjórnin segi af sér eða missi meiri-
hluta á þingi. Kohl hefur hins vegar
enn meirihluta á bak við sig. Þessi
ákvæði eiga að tryggja, að ekki verði
sams konar upplausn í þýskum
stjórnmálum og var á þriðja og
fjórða áratug aldarinnar en í kjölfar
hennar komst Hitler til valda.
í skoðanakönnun, sem birt var í
vikunni, kemur fram, að kristilegu
flokkarnir tveir hafa fylgi 50,5%
kjósenda, jafnaðarmenn 40% og
frjálsir demókratar aðeins fylgi
3,5%. Ef þessi verður raunin á
munu þeir síðastnefndu detta út af
þingi en í þeirra stað munu koma
umhverfisverndarmenn, sem er
spáð6%.
Símimj nd U'
Þessi mynd var tekin í Gdansk í gær við minnismerkið um verkamenn, sem
féllu í átökum við lógreglu fyrir 12 árum. f fyrradag kom lögreglan í veg fyrir
útifund við minnismerkið, en eins og sjá má, hefur fólk komið þar fyrir
blómum, kertum og minningarmiðum um verkamennina með nafni Samstöðu.
Oldungadeild fellst
á tillögur Reagans
Washington, 17. desember. AP.
ÖLDUNGADEILD bandariska þings-
ins samþykkti í dag þá tillögu Ron-
alds Reagan, forseta, að hafin yrðu
kaup á 100 MX-eldflaugum, ef þingið
saraþykkir staðsetningaráform flaug-
anna innan 45 daga frá þvi hann hef-
ur lagt þau fram.
Þetta var samþykkt með 56 at-
kvæðum gegn 42, og er þetta talinn
mikill sigur fyrir forsetann eftir að
hafa beðið tvö skipbrot varðandi
umdeildar tillögur hans um stað-
setningar flauganna.
Þessi tillaga forsetans er sem
kunnugt er komin fram sem mála-
miðlunartillaga eftir að fulltrúa-
deildin felldi fjárveitingarfrum-
varpið til smíða eldflauganna. Öld-
ungadeildin samþykkti tillöguna
með einu skilyrði, þ.e. að forsetinn
legði fram tillögur sínar um stað-
setningu eldflauganna hvenær sem
væri eftir 1. mars, en ekki fyrir
þann tíma eins og áður var kveðið á
I Irlmui Kohl
Vissi Ceausescu um
samsærið gegn páfa?
Sagður hafa árangurslaust reynt að koma í veg fyrir það
Kóm, 17. desember. Al:
NICOLAE Ceausescu, Rúmeníu-
forseti, hafði vitneskju um þá ætlun
Búlgara að ráða l'ál páfa af dögum
og reyndi hvað hann gat til að telja
þeim hughvarf að því er sagði i dag i
Rómarblaðinu The Daily American.
Dagblaðið, sem gefið er út á
ensku, segist hafa það eftir
ónefndum stjórnarerindrekum, að
sendiráð Rúmena í Sofia í Búlg-
aríu hafi skýrt Ceausescu frá
samsærinu um það bil mánuði áð-
ur en morðárásin var gerð á páfa,
13. maí 1981. Þegar Ceausescu
reyndi að fá Búlgaríustjórn ofan
af þessari fyrirætlan var honum
hins vegar tjáð, að stjórnvöld þar
í landi hefðu enga hugmynd um
ráðabrugg af þessu tagi.
The Daily American segir, að
Ceausescu hafi þrátt fyrir þessi
svör grunað Búlgara um græsku
en að ekki sé vitað hvort hann
gerði eitthvað frekar í málinu.
Blaðið segir ennfremur, að heim-
ildamenn sínir hafi vísað á bug
fréttum um, að sovéska öryggis-
lögreglan, KGB, hafi lagt blessun
sína yfir glæpinn. „Aðeins æðstu
yfirmenn búlgörsku leyniþjónust-
unnar vissu um samsærið," er
haft eftir þeim.
The Daily American nefndi
ekki á nafn heimildamenn sína en
sagði, að þeir hefðu fyrir hönd
Rúmeníustjórnar tekið þátt í
samningaviðræðum við vestræna
lánardrottna hennar. Blaðið bar
þessa frétt undir sendiráð Búlg-
aríu í Róm en talsmaður þess vildi
ekkert um hana segja en endur-
tók, að Búlgarir væru blásaklaus-
ir af öllu misjöfnu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48