Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 285. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						96 SIÐUR

285. tbl. 69. árg.

SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982

Prentsmiðja Morgunblaösins

Hondúras:

Forsetinn

bað dóttur

sinni griða

Giuatemala-borg, 18. desember. AP.

RÍKISSTJÓRNIN í Guatemala lýsti

)fir í gærkvöldi, að ekki kæmi til

mála að semja við „hryðjuverka-

menn" um örlög dóttur forseta ná-

grannaríkisins, Hondúras, sem

vinstrisinnaðir skæruliðar rændu

fyrr í vikunni. Segja þeir lif hennar

velta á því, að pólitísk stefnuskrá

þeirra verði birt í flestum fjölmiðl-

um i Mið-Ameríku.

Skæruliðar gáfu ríkisstjórninni

frest til kl. fjögur í morgun en sá

tími leið án þess orðið yrði við

kröfum þeirra. Stjórnvöld kváðust

aldrei mundu semja við hryðju-

verkamenn en af mannúðarástæð-

um yrði forseta Hondúras, Rob-

erto Suazo Cordova, og föður kon-

unnar, Judith Xiomara Suazo

Estrada, 33ja ára gamais læknis,

leyft að koma fram í sjónvarpi í

Guatemala og biðja dóttur sinni

griða.

Suazo kom fram í sjónvarpinu

tveimur stundum áður en frestur-

inn rann út og sagði þar, að ránið

á saklausri dóttur sinni hefði

styrkt hann í þeirri trú, að lýð-

ræðið væri „eina leiðin til að upp-

ræta ójöfnuð meðal manna, kúgun

og óréttlæti". Hann bað mann-

ræningjana að þyrma lífi dóttur

sinnar en tók ekki fram hvort

kröfum þeirra yrði fullnægt.

Dr. Suazo Estrada er dóttir

Hondúrasforseta af fyrra hjóna-

bandi og hefur búið með móður

sinni í Guatemala sl. 20 ár. Henni

var rænt fyrr í vikunni þegar hún

var að fara frá sjúkrahúsinu þar

sem hún vinnur.

OPEC:

Vilja óbreytt

verð á olíu

Vín, 18. desember. AP.

Verðákvörðunarnefnd OPEC,

samtaka olíuútflutningsríkja, ákvað

í dag að leggja til við fund samtak-

anna, sem nú er haldinn í Vín, að

olíuverð yrði haft óbreytt á næsta

ári. Góð eining var með fulltrúum

ríkjanna þar til olíumálaráðherra fr-

ana krafðist þess skyndilega, að

Sjiudi-Arabar minnkuðu olíufram-

leiðsluna til að íranir gætu aukið

sína.

Þessi samþykkt verðákvörðun-

arnefndarinnar verður lögð fyrir

fundinn á morgun, sunnudag, og

er það álit sérfræðinga, að á hon-

um verði úr því skorið hvort

OPEC eiga framtíð fyrir sér sem

sterk samtök eða hvort þau verða

innbyrðis sundrungu og verðstríði

að bráð.

Lagt er til, að olíuverð á árinu

1983 verði áfram 34 dalir fyrir

tunnuna. Otaiba, olíumálaráð-

herra Sameinuðu arabísku fursta-

dæmanna, sagði, að sama offram-

boðið ríkti enn á heimsmarkaði

fyrir olíu en hins vegar kæmi ekki

til mála að lækka verðið frá því

sem nú væri. Fulltrúi írana hélt

því fram í gær, að Saudi-Arabar

ættu meginsök á offramboðinu og

heimtaði, að þeir drægju úr fram-

leiðslunni til að íranir gætu aukið

sína. íranir framleiða nú þrjár

milljónir tunna á dag þótt kvóti

þeirra sé ekki nema 1,2 milljónir

tunna.


\olrarsólhvörf eru á næsta k-ili og sólin því

hvnrki k>ngi yflr sjónnVildarhrinir nó hátt

um |u'ssar mundir Ih't á norourslórium.

Myndin var u-kin í vikunni yfir Nngvollum

og scr nl surtvcsturs yl'ir ÍMngvallavaln. I

l'orgrunni cr l>ingvailaba?rinn ng Lfiglwrg.

Miðar 1 átt til samkomulags í Líbanon:

Morgunhlioio/ Ágúsl Ásgeirsson

Hluti erlends herliðs verði

úr landi innan f jögurra vikna

Beirút, 18. desember. AP.

Trúarbragðaerjur blossuðu upp á ný í

mið- og norðurhluta Líbanon í nótt á

sama tíma og Morris Draper, sendi-

manni Bandarikjaforseta, miðaði vel

i átt að samkomulagi um brottflutn-

ing hlula erlends herliðs í landinu.

Viðræður hafa staðið yfir undanfarna

daga og virðist nú, sem tekið sé að

rofa til.

Draper átti í gær fund með

æðstu ráðamönnum landsins, Am-

in Gemayel forseta, Shafik Wazzan

forsætisráðherra og Elie Salem

utanríkisráðherra, sem var nýkom-

inn frá viðræðum við Bandaríkja-

forseta.    Wazzan    tjáði    frétta-

mönnum eftir fundinn, að ástæða

væri til biartsýni.

Ef af þessu samkomulagi, sem

byggt er á tillögu Bandaríkja-

manna, yrði draga ísraelar herlið

sitt frá vesturhluta þjóðvegarins á

milli Beirút og Damaskus og fjöll-

unum að baki hafnarbænum Dam-

our, 16 km suður af Beirút. Þá

drægju Sýrlendingar og PLO sig til

baka frá þeirra svæðum við sama

þjóðveg og láta af hendi hæðir í

Bekaa-dalnum í austurhluta lands-

ins.

Fjölmiðlar í Líbanon höfðu í gær

eftir ónafngreindum heimildum, að

samtaka brottflutningur hluta alls

erlends herliðs frá landinu myndi

eiga sér stað innan mánaðar. Þá

hefur blaðið An-Nahar ummæli

eftir Gemayel þar sem hann þakk-

ar Philip Habib fyrir það frum-

kvæði er Bandaríkjamenn sýndu í

samningaviðræðunum.

Það fylgir sögunni, að Sýrlend-

ingar séu samþykkir því samkomu-

lagi, sem nú virðist nánast forms-

atriði að undirrita. Þá er haft eftir

Yasser Arafat í vikuriti An-Nahar,

að hann kunni einnig að skipa her-

mönnum PLO að hörfa.

Að sögn lögreglu blossuðu bar-

dagar upp á ný á milli trúarflokka,

sem berjast um yfirráð í hafnar-

borginni Trípóli. Vopnahléi var

komið þar á fyrir tveimur dögum.

Þetta er ekki fyrsta vopnahléð í

borginni, sem rofið er. Þeim hefur

verið komið á áður, en rofin jafn-

harðan af leyniskyttum, sem ekki

hafa látið sér segjast. Tæplega 90

manns hafa fallið í Trípóli á tveim-

ur vikum.

Þá voru einnig skærur á miðhá-

lendinu á milli hermanna kristinna

hægrimanna og Drúsa. Einn lét líf-

ið og þrír særðust. Meira en 130

manns hafa nú fallið í átökum á

þessu svæði, sem staðið hafa í 9

vikur.

New York Times í leiðara um hjartaaðgerðina á Barney Clark:

Engum greiði gerður með

að hindra eðli náttúrunnar

Sall Lake-borg, 18. desember. AP.

BANDARÍSKA STÓRBLAÐIÐ New York Times birti á þriðjudag leiðara

undir yfirskriftinni „Framlenging dauðans er enginn sigur". Leiðari þessi

var skrifaður í tilefni gervihjartaaðgerðarinnar á Barney Clark fyrtr

tveimur vikum og hefur vakið mikið umtal.

Miklar umræður hafa spunn-     dáðum við framlengingu dauða-

ist í kjölfar aðgerðarinnar og

greinir fólk mjög á í skoðunum

sínum. Til eru þeir sem segja

Clark vera lukkunnar pamfíl, en

aðrir segja hann aðeins tilrauna-

dýr í þágu læknavísindanna.

New York Times sagði enn-

fremur í leiðara sínum: „Hinir

raunverulegu áfangar læknavís-

indanna felast í því að bæta

lífsskilyrði fólks, ekki í hetju-

stríðs, sem aðeins kunna að

skipta örfáa máli. Engum er

neinn greiði gerður með því að

hindra eðli náttúrunnar."

Þessum ummælum blaðsins

var svarað af Dr. Chase Peter-

son, yfirlækninum við aðgerðina

á Clark. Hann sagði það ekki

takmark læknavísindanna að

framlengja dauðastríð fólks

heldur að lengja líf þess.

„Barney Clark hefði getað dáið

sársaukalausum dauðdaga þann

2. desember. sl.," sagði Peterson,

„en hann kaus að gangast undir

aðgerð og gerast gervihjarta-

þegi. Hugur hans var óbreyttur

fyrir tveimur dögum er hanri

samþykkti að gangast undir

aðra aðgerð til að fjarlægja

hluta hjartans, sem ekki starfar

eðlilega."

„Barney Clark vissi hvað

kynni að fara úrskeiðis er hann

gekkst undir aðgerðiná og margt

hefur farið úrskeiðis," segir New

York Times. Læknarnir, sem að

aðgerðinni stóðu, þvertaka hins

vegar fyrir að Clark hafi átt í

meiri erfiðleikum eftir aðgerð-

ina en gengur og gerist með

sjúklinga eftir hjartaaðgerðir.

Blaðið dregur gildi þessarar

aðgerðar mjög í efa og varpar

fram þeirri spurningu hvort ekki

hefði verið rétt að halda tilraun-

um á dýrum áfram áður en farið

var að framkvæma slíka aðgerð

á mannverum. Þá segir blaðið

einnig, að vafasamt sé hvort

slíkar aðgerðir eigi yfirleitt að

gera á fólki.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48