Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 286. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR
286. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunbladsins
Neitaði að sam-
þykkja fjárveitingu
til MX-eldflauganna
Ferjuskipið „European Gateway", sem er i eigu brezka
fyrirlækisins Townsend Thoresen, sósl hér liggja á hlin-
inni eftir áreksturinn við „Speedlink Vanguard".
Sex farast í
árekstri ferja
llarwirh. Knfilandi, 20. desember. Al'.
FIMM menn fórust og eins er saknað eftir að tvær ferjur
lentu i árekstri i nótt í ofsaveðri úti fyrir austurströnd Eng-
lands.
Þeir sem létust voru allir af annarri ferjunni, Europ-
ean Gateway, en á hinni, Speedlink Vanguard, sakaði
engan. Sextíu og fjórum mönnum af European Gateway
var bjargað, flestum um borð í danskt skip, Dana Futura,
sem varð fyrst á vettvang eftir áreksturinn. Eftir farþeg-
um European Gateway er haft, að björgunarbátarnir um
borð hafi ekki blásist upp og að einnig hafi björgunar-
vesti reynst vera af skornum skammti. Þessum ásökunum
hafa eigendur skipsins harðlega neitað.
Farbega bjargað i land í Felixstowe í Eng-
landi.
Washinglon, 20. desember. Al'.
SAMEIGINLEG nefnd beggja
deilda bandaríska þingsins neitaði í
dag að samþykkja fjárveitingu til
Bandaríkjastjórnar til smiði á
MX-eldflaugunum svonefndu. Með
þessari ákvörðun er komið i veg
fyrir, að bandaríska stjórnin fái fjár-
veitingu að fjárhæð 988 millj. doll-
ara til þess að framleiða fyrstu fimm
af 100 MX-eldflaugum, sem Reagan
forseti hafði farið fram á að láta
smíða.
Hins vegar var staðfest fjárveit-
ing, sem nemur 2,5 milljörðum
dollara til undirbúnings og rann-
sókna á smíði þessara eldflauga,
enda þótt mestan hluta þessarar
fjárhæðar verði ekki unnt að nota,
fyrr en Bandaríkjaþing hefur
samþykkt, hvar eldflaugunum
skuli komið fyrir.
Ted Stevens, öldungadeildar-
þingmaður frá Alaska, sem er ein-
dreginn stuðningsmaður banda-
rísku stjórnarinnar í smíði
MX-eldflauganna, sagði í dag, að
samtímis því sem rannsóknir færu
fram á öllu því, sem til þessara
eldflauga þarf, þá væri unnt að
smíða verulegan fjölda þeirra, en
þó ekki fyrr en þingið hefði sam-
þykkt, hvar þeim skuli komið
fyrir.
Forsætisráðherra Portúgals sagði af sér:
Afsögnin mælist
misjafnlega fyrir
Lissabon. 20. desember. Al\
AFSÖGN Pinto Balsemaos, forsæt-
isráðherra Portúgals, í morgun,
mánudag, hefur mælzt misjafnlega
fyrir innanlands og £ fundi stjórn-
málanefndar Sósíaldemókrata-
flokksins á sunnudag var lagt hart
að Balsemao að sitja áfram, að
minnsta kosti fram i marz. Þá verð-
Morðsamsærið var „annar
kostur en innrás í Pólland"
segir ítalska stjórnin og kveðst hafa sannanir fyrir aðild Búlgara að tilræði við páfa
Kóm, 20. desember. AP.
ÍTALSKA ríkisstjórnin sakaði í dag
Búlgara i fyrsta sinn opinberlega um
að hafa staðið að baki morðtilræðinu
við Pál páfa og sagði varnarmála-
ráðherrann, að þar hefði verið um að
ræða „sannkallaða hernaðaraðgerð
á friðartímum".
Á skyndifundi italska þingsins í
dag sagði Lelio Lagorio, varnar-
málaráðherra ítölsku stjórnarinn-
ar, að morðtilræðið við Jóhannes
Pál páfa II hefði verið ákveðið sem
„annar kostur en innrás í Pólland".
Lagorio nefndi þá ekki, sem kynnu
að hafa viljað ráðast inn í Pólland,
en Páll páfi hefur barist mjög fyrir
málstað Samstöðu, fyrsta sjálf-
stæða verkalýðssambandsins í ríkj-
um kommúnismans. Emilio Col-
ombo, utanríkisráðherra, kvað
stjórnina mundu grípa til frekari
aðgerða gegn Búlgörum, nánasta
fylgiríki Sovétmanna, en fyrir tíu
dögum kallaði hún heim sendiherra
sinn í Sofia.
Á skyndifundinum í dag greindu
fjórir ráðherrar frá því, að stjórn-
völd hefðu í höndum sannanir fyrir
aðild Búlgara að banatilræðinu við
páfa og öðrum hryðjuverkum á tt-
alíu, þar á meðal að ráni banda-
ríska hershöfðingjans James L.
Dozier í fyrra. Lagorio, varnar-
málaráðherra, sagði, að ítalskir
gagnnjósnamenn hefðu frá upphafi
verið vissir um, að morðárásin á
páfa  væri  „alþjóðlegt  samsæri".
Þeir hefðu lengi fylgst með dul-
málssendingum milli ítalíu og
Búlgaríu og svo hefði viljað til, að
alltaf hefði mikill fjörkippur hlaup-
ið í sendingarnar samfara áður-
nefndum hryðjuverkum. Það hefði
þó ekki verið fyrr en Ali Agca, sem
reyndi að ráða páfa af dögum, féllst
á að segja allt af létta, að verulegur
skriður komst á málið.
Einn Búlgari er nú í haldi hjá
ítölsku lögreglunni vegna tilræðis-
ins við páfa, gefin hefur verið út
handtökutilskipun á annan og sá
þriðji liggur undir grun. Auk þess
er verið að rannsaka mál tveggja
annarra í framhaldi af handtöku
Luigis Scricciolo, starfsmanns hjá
verkalýðssambandinu UIL, sem ját-
að hefur njósnir fyrir Búlgara.
Scricciolo er sagður hafa haft milli-
göngu milli Búlgara og liðsmanna
Rauðu herdeildanna og einnig er
hann  talinn  hafa  veitt  pólskum
kommúnistum upplýsingar um leið-
toga Samstöðu, sem hann hafði
mikil samskipti við.
Clelio Darida, dómsmálaráð-
herra, sagði á þingfundinum, að
Sofia, höfuðborg Búlgaríu, væri
„ein af helstu miðstöðvum vopna-
smygls og eiturlyfjaverslunar í
heiminum" og Colombo, utanríkis-
ráðherra, kvað stjórnina nú hafa í
undirbúningi viðeigandi aðgerðir
vegna þessa máls.
ur haldið flokksþing, sem væntan-
lega ákveður hvernig forystu-
mannavandi flokksins verður leyst-
ur.
Á fundi stjórnmálanefndarinn-
ar flutti Balsemao ræðu, þar sem
hann sagðist ekki teysta sér til að
sitja áfram, og væri það bæði af
pólitískum og siðferðilegum
ástæðum. Hann sagði að ágrein-
ingurinn innan flokksins væri orð-
inn slíkur, að allt beindist nú að
því að gagnrýna hann sem forsæt-
isráðherra og meðan kröftum væri
sóað í það, biðu mál úrlausnar og
um þau væri ekki skeytt. Með því
að hann færi, gæfi hann öðrum
kost á að spreyta sig og þar með
væri heldur ekki endalaust hægt
að afsaka bágt efnahagsástand
með því að halda uppi stöðugri
gagnrýni á sig, sem oft virtist
persónuleg fremur en málefnaleg.
Búizt er við að eftirmaður hans
verði valinn allra næstu daga.
Sósíalistaflokkur Mario Soares
hefur krafizt kosninga vegna
ákvörðunar forsætisráðherra, en
Ramalho Eanes forseti hefur sagt
að hann muni ekki rjúfa þing,
a.m.k. ekki fyrr en fullreynt er,
hvort PSD finnur nýjan leiðtoga.
Sjá:  Af erlendum  vettvangi"
bls. 18.
Kohl kanslari bjartsýnn þrátt fyr-
ir sigur jafnaðarmanna í Hamborg
llamborg, 20. desember. AP.
HELMUT Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands sagði í dag, að flokkur
hans, kristilegir demókratar, hefði
eftir sem áður mjög góða möguleika
á að sigra í almennum þingkosning-
um á næsta ári. Þar breytti engu um
sá hnekkir, sem flokkurinn hefði
beðið í fylkisþingkosningunum í
Hamborg nú um helgina. — Úrslit
kosninganna í Hamborg sýna aðeins,
að kjósendur eru mjög viðkvæmir
gagnvart því, sem gerist í stjórnmál-
um og óvenju sveigjanlegir eins og
er, sagði kanslarinn á fundi með
fréttamönnum í Bonn.
í kosningunum á sunnudag
fengu jafnaðarmenn 51,3%
greiddra atkvæða og fengu þar
með meiri hluta í fylkisþinginu í
Hamborg, en kristilegri demókrat-
ar fengu 38,6%. Græningjarnir
svonefndu fengu 6,8% og eru þann-
ig þriðji stærsti flokkurinn á fylk-
isþinginu. Frjálsir demókratar
fengu aðeins 2,6% atkvæða og
fengu þar með engan mann kjör-
inn á fylkisþingið, en til þess þarf
5% greiddra atkvæða.
Þetta var í annað sinn á sex
mánuðum, sem kosningar fara
fram til fylkisþings í Hamborg, en
kosningar til þess fóru síðast fram
í júní sl. Þá fékk enginn einn flokk-
ur hreinan meirihluta á fylkis-
þinginu og öll viðleitni til þess að
koma á samsteypustjórn fór út um
þúfur.
Hans-Jochen Vogel, leiðtogi
jafnaðarmanna lýsti kosningaúr-
slitunum í Hamborg sem svari
kjósenda við þeim „rangindum",
sem sambandsstjórnin hefði fram-
ið með atburðum síðustu daga, en í
síðustu viku lét stórn Kohls sjálf
fara fram vantraust á sig til þess
að knýja fram þingkosningar í
marz nk. Sagði Vogel, að miðað við
allt landið þá sýndu skoðanakann-
anir, að kristilegir demókratar
hefðu enn meira fylgi en jafnað-
armenn. Úrslitin nú væru þó mikil
uppörvun fyrir væntanlegar þing-
kosningar.
I kosningunum í júní sl. fengu
jafnaðarmenn aðeins 42,8%, en
kristilegir   demókratar   43,2%.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48