Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 288. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						

64 SIÐUR

288. tbl. 69. árg.

FIMMTLDAGUR 23. DESEMBER 1982

Prentsmiðja Morgunblaðsins

Lundúnir:

Eitt snjókorn

á 2,7 millj. kr.

Lundúnum, 22. desember. AP.

EF EITT einasta snjókorn IVIIur á

veðurstofuna í Lundúnum á hádegi

á jóladag mun það kosta veðmang-

arann William Hill hvorki meira né

minna en 2,7 milljónir ísl. kr.

Eftir að hafa ráðfært sig við

veðurspámenn og aðra fjöl-

kynngismenn ákvað veðmang-

arastofan hans Williams að veðja

um það 20 gegn 1, að Lundúna-

búar fái rauð jól að þessu sinni,

eins og raunar oftast endranær.

Ef svo ólíklega fer hins vegar, að

þau verði hvít, munu William og

vinir hans verða um 2,7 milljón-

um ísl. kr. fátækari. „Við setjum

allt okkar traust á veðurfræðing-

inn en vegna þess, að það eru jól,

erum við tilbúnir til að taka

nokkra áhættu," sagði William.

Ekki er áhættan þeirra þó allt-

of stór því að samkvæmt reglun-

um verður að snjóa á veðurstof-

una þegar klukkan slær tólf á há-

degi og skiptir þá einu hvort kaf-

aldshríð og kolófært er fyrir og

eftir þann tíma. Veðurfræðingar

segja, að einu „Bing Crosby-jól-

in", þ.e. hvít jól, í Lundúnum sl.

20 ár hafi verið árið 1970 og að

auki hafi aðeins fjórum sinnum

gert dálitla slyddu á þessum

tíma.

Austur-Þýskaland:

Landamæravörður

flýr með alvæpni

Múnchen, 22. desember Al'.

ÁTJÁN ára gómlum austur-

þýskum landamæraverði

tókst í gær að flýja yfir til

Vestur-Þýskalands í fullum

herskrúða og þykir það furðu

Páfi varar

við óhófi

og eyðslu

Kóm, 22. desember Al*.

JÓHANNES Páll páfi II skoraði í

dag á kristna menn um heim allan

aö breyta ekki jólahátíðinni í

„tíma óhófs og óþarfrar eyðslu".

Sagði hann, að á fæðingarhátíð

frelsarans ættu menn að hafa í

fvrirrúmi auðmýkt hjartans og

leiða hugann að þeim, sem hungra

og þyrsta í tvennum skilningi.

Páfi lét nokkur orð falla á móð-

urmáli sínu, pólsku, og sagði, að á

þessum dögum væri hugur hans

með þeim, sem „aðskildir hefðu

verið frá fjölskyldum sínum, í ein-

angrun eða fangelsi".

A aðfangadagskvöld mun páfi

annast hina hefðbundnu miðnæt-

urmessu í Péturskirkjunni og á

jóladag flytur hann hann blessun-

arboðskapinn „urbi et orbi", til

borgarinnar og heimsbyggðarinn

ar, frá svölum kirkjunnar.

sæta, að hann skyldi komast

óskaddaður hjá dauðagiidr-

unum á landamærunum, að

því er lögreglan í Bæjara-

íandi skýrði frá.

Landamæravörðurinn ungi hef-

ur vafalaust verið vel kunnugur

drápstólunum og fyrirkomulagi

þeirra því að yfir landamærin er

varla neinum fært nema fuglinum

fljúgandi. Á 1400 km milli þýsku

ríkjanna hafa Austur-Þjóðverjar

komið fyrir samfelldu neti -af

jarðsprengjum og girðingarnar

eru tengdar sprengjum, sem

springa ef reynt er að komast yfir

þær.

Að sögn lögreglunnar var landa-

mæravörðurinn með sjálfvirkan

Kalashnikov-riffil og vel búinn

skotfærum þegar hann flúði.

Ijólaskapi

Prinsinn og prinsessan af Wales léku á als oddi þegar þau leyfðu í gær Ijósmyndurum í fyrsta sinn opinberlega að

taka myndir af frumburðinum, honum William litla af Wales. Litli prinsinn þótti standa sig vel en setti þó stundum

í brýnnar eins og sjá má á myndinni.                                                       AP.

yiðræður Iibana og

ísraela í næstu viku

Jerúsalem, 22. desember. AF.

ÍSRAELAR og Líbanir munu hefja

viðræður í næstu viku um brottflutn-

ing ísraelsks herliðs frá Líbanon og

öryggissáttmála milli landanna að

þvi er ísraelskir embættismenn

sögðu í dag. Fulltrúar Bandaríkja-

stjórnar munu verða beinir þátttak-

endur í viðræðunum, sem fram eiga

að fara í hvoru landinu um sig til

skiptis. Kristnir menn og Drúsar

börðust i dag í nokkrum þorpum

fyrir sunnan Beirut.

Fyrirhugað er að viðræðurnar

hefjist á föstudag í næstu viku en

Líbanir og ísraelar draga upp

nokkuð ólíka mynd af viðfangsefni

Smyglhringur tengist

banatilræði við páfa

I r..r,f.i   ll.hn   9*>  flBuimlur   \l>                                                                                             **™-

Trento, llalíu, 22. desember. Al

Ríkissaksóknarinn á ftaliu gaf í

dag út handtökuskipun á hendur

Tyrkjanum Bekir Celenk vegna eit-

urlyfja og vopnasmygls en Celenk er

einnig eftirlýstur vegna banatilræðis-

ins við páfa. Er þetta í fyrsta sinn,

sem staðfest eru tengsl milli bessara

tveggja mála.

Carlo Palermo, ríkissaksóknari,

sagði, að Celenk væri ákærður

fyrir að hafa „skipulagt smygl á

vopnum og eiturlyfjum" en í fyrra

mánuði braut lögreglan í Trento á

bak aftur „heimsins stærstu sam-

tök vopnasmyglara" og handtók

átta manns. 214 annarra er leitað

og er talið, að margir þeirra séu í

Búlgaríu. Auk léttra vopna og

skotfæra smyglaði hringurinn

þyrlum og brynvörðum bílum,

einkum til Miðausturlanda, og var

jafnan greitt fyrir með  heróíni,

Bekir Celenk

á blaðatnannafundi

í Sofia.

sem síðan var komið á Bandaríkja-

markað fyrir tilstilli mafíunnar.

Búlgarar, sem hafa Celenk í

„haldi", segjast sjálfir vera að

rannsaka aðild hans að banatil-

ræðinu við páfa og héldu með hon-

um hlaðamannafund í Sofia sl.

föstudag. Þar kvaðst Celenk vera

alsaklaus af ákærum, hann væri

aðeins heiðarlegur kaupsýslumað-

ur, sem einkum höndlaði með

ávexti og grænmeti. ítalir og Tyrk-

ir fullyrða hins vegar, að hann hafi

hjálpað Ali Agca að flýja úr fang-

elsi í Tyrklandi og seinna, þegar

Agca var kominn til Búlgaríu, boð-

ið honum nærri 20 millj. ísl kr.

fyrir að ráða páfa af dögum. Einn-

ig hafi hann kynnt Agca fyrir

búlgörskum       leyniþjónustu-

mönnum,  sem  áttu  að  aðstoða

hann við ódæðið.

þeirra. ísraelar segja, að eitt af

meginmálunum verði eðlileg sam-

skipti milli ríkjanna en Líbanir

fullyrða aftur á móti, að hvorki

verði um það rætt né friðarsátt-

mála milli ríkjanna. Um slík mál

verða höfð samráð við önnur

Arabaríki, segja Líbanir. Að sögn

Israela liggur ekkert fyrir um að

Sýrlendingar og Palestínumenn

séu búnir til brottferðar frá Líban-

on en Líbanir sjálfir segjast hins

vegar hafa fyrir því handsöl og

fulla tryggingu.

Bardagar brutust út í dag milli

kristinna manna og Drúsa í þrem-

ur þorpum fyrir sunnan Beirut eft-

ir að fimm kristnir menn höfðu

verið vegnir úr launsátri. Vopna-

viðskiptin hófust þegar skólabörn

voru í þann veginn að halda til síns

heima og af þeim sökum hafast nú

mörg hundruð börn við í kjöllurum

skólanna. Foreldrar þeirra hafa í

allan dag grátbeðið yfirvöld um að

stilla til friðar með vígamönnunum

og að sögn er nú verið að semja um

vopnahlé.

Hussein Jórdaníukonungur er nú

í Washington og hefur þar átt við-

ræður við Reagan forseta, sem lagt

hefur hart að honum að taka þátt í

væntanlegum     friðarviðræðum.

Hussein mun hins vegar setja það

skilyrði fyrir þátttöku, að Israelar

hætti að koma upp byggðum Gyð-

inga á herteknu svæðunum eins og

Reagan hvatti til í friðaráætlun

sinni 1. sept. sl. Þá áskorun hafa

ísraelar látið sem vind um eyru

þjóta hingað til.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32