Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 289. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SÍÐUR
289. tbl. 69. árg.
FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Svíar reka rúss-
neska njósnara
Klokkhólmi, 23.descmlH'r. Al'.
TVEIK sovézkir stjórnarerindrekar hafa verið reknir frá Svíþjód fvrir starf-
semi, sem „samræmist ekki stöðu þeirra sem diplómata", að sögn sænska
utanríkisráöuneytisins. Þriðji Rússínn verður líklega einnig rekinn, en hann er
ekki diplómat.
Stjórnarerindrekarnir eru aðal-
ræðismaður Rússa í Gautaborg,
Yuri Averine, og aðstoðarhermála-
fulltrúi sovézka sendiráðsins í
Stokkhólmi, Piotr Skiroky undirof-
ursti. Þriðji Rússinn er sovézkur
starfsmaður         skipaskráningar-
skrifstofunnar í Gautaborg.
Ræðismannsskrifstofa Rússa í
Gautaborg hefur 19 starfsmenn í
þjónustu sinni, fleiri en nokkur
önnur ræðismannsskrifstofa í
borginni. Það hefur leitt til bolla-
legginga um að þeir kunni að hafa
stundað iðnaðarnjósnir, nánar til-
tekið í skipasmíðaiðnaðinum í
borginni.
Gert er ráð fyrir því að Rússar
hafi aukið tilraunir sínar til að afla
upplýsinga um vestræna tækni
með njósnum í Svíþjóð og öðrum
óháðum ríkjum síðan Bandaríkja-
menn bönnuðu tækniútflutning til
Sovétríkjanna.
Fréttastofan TT segir að Rússar
virðist einnig hafa reynt að koma
sænskum embættismönnum undir
sinn verndarvæng og koma upp
neti stuðningsmanna úr röðum
sænskra stjórnmálamanna og full-
trúa sænskra þrýstihópa til að efla
sovézka hagsmuni við töku ákvarð-
ana í sænsku ríkisstjórninni og á
sænska þinginu.
Sovézki sendiherrann í Stokk-
hólmi, Boris Pankin, var kvaddur í
sænska utanríkisráðuneytið, þar
sem honum var skýrt frá ákvörð-
uninni.
Áður hafði blaðafulltrúi Rússa,
Vyatcheslav Vasilyev, sagt að
ásakanirnar væru uppspuni frá
rótum, kæmu gersamlega á óvart
og sköðuðu góð samskipti Svíþjóð-
ar og Sovétríkjanna.
Talsmaður sænska utanríkis-
ráðuneytisins, Magnus Fraken, við-
urkenndi að ákærurnar gegn
stjórnarerindrekunum stæðu í
sambandi við njósnir, en sagði að
meira væri ekki hægt um málið að
segja af öryggisástæðum.
Frakkland:
Jólasveinninn
aldrei vinsælli
l.ibourni', Frakklandi, 23. desemlHT. Al*.
JÓLASVEINNINN er vinsælli en nokkru sinni í Frakklandi ef marka má
bréfaflóðið, sem honum hefur borisi að undanförnu.
Þrátt fyrir innrás tölvuleiktækja
tuttugustu aldarinnar hafa óskir
barnanna lítið breyst í mörgum til-
fellum. Meirihluti stúlkna óskar
eftir brúðum, en strákarnir eru
flestir að vonast eftir bílum eða
járnbrautarlestum.
Fyrir tæpri viku höfðu frönsku
póstþjónustunni borist 140.000 bréf
stíluð á jólasveininn. Starfsmenn
póstsins í Frakklandi bjuggust ekki
við öðru en þeim bærust tæplega
200.000 bréf áður en yfir lyki. í
fyrra bárust rúmlega 170.000 bréf.
„Jólasveinninn, Himnaríki" er
gjarnan skrifað utan á bréfin eða
þá „Jólasveinninn, Norðurpólnum".
Tuttugu manns hafa þann starfa
að svara þessum bréfum hafi börn-
Austur-Þýskaland:
Karl Marx og
Engels á toppnum
Bt-rlin, 2.1. desi-mlH-r. Al*.
HVERJAK skyldu vera metsölubæk-
urnar í Vuslur l'yskalandi? Vlistair
Maclean eða austur-þýskar æviskrár?
Nei, þeir vinsælustu fyrir þessi jól eru
gömlu mennirnir Karl Mar\ og Fried-
rich Engels og svo undarlega vill lil, að
þeir hafa verið á toppnum allar götur
frá 1945, þegar kommúnistar komust
til valda.
Það er fréttastofa í Vestur-Berlín,
sem flytur okkur þessar fregnir en
hún fylgist mjög vel með því, sem
gerist austan gaddavírsins. Það af
verkum gömlu mannanna, sem best
selst, er „Kommúnistaávarpið", alls
sjö milljón eintök á síðustu tíu árum,
en á hæla því kemur svo „Auðmagn-
ið", raunar nokkuð langt á eftir, því
að aðeins tvær milljónir eintaka
hafa gengið út á þessum sama tíma.
in látið heimilisfang sitt fylgja. En
í flestum tilvikum er svo.
Vestur-Þýskaland:
Epli í há-
deginu og
kirsuber
á kvöldin
Bonn, 23. feaaabar. .VI*.
OFFRAMLEIÐSLA ávaxta er
cill af vandamálunum, sem
Vestur-Þjóðverja hrjá, en nú hafa
tveir þingmenn þar í landi loks-
ins fundið lausnina. Þeir vilja, að
hermennirnir verði látnir éta alll,
sem iimfram er.
Á síðasta sumri var uppsker-
an af eplum, kirsuberjum og
perum um 4,65 milljón tonn og
er það algert met og einkum
þakkað_ löngu og heitu sumri.
Þar af var eplauppskeran ein
2,77millj. tonn.
I bréfi, sem tveir þingmenn
sendu varnarmála- og land-
búnaðarráðherranum, segja
þeir, að af ávaxtafjallinu þurfi
engar áhyggjur að hafa því að
„vítamínin, sem hermennirnir
þurfa, má auðveldlega fá úr
ávöxtunum". Þeir leggja því til,
að dátarnir verði látnir éta
ávexti í öll mál, ásamt öðru að
vísu, en taka þó ekki fram hvað
mikið hver hermaður verður að
láta í sig af eplunum.


- : »¦¦¦¦ ¦BÉL
* Gleðileg jól
ljósm: KOE
Pólland:
Föngum sleppt
heim fyrir jól
— og jafnframt tilkynnt um nýjar handtökur
Varsjá, 2.'t. di-si-mrH-r. .VI*.
POLSKA herstjórnin tilkynnti í dag, ad öllum þeim, sem handteknir hefdu
verið á tíma herlaganna, yrði sleppt fyrir jól að undanteknum sjö mönnum,
forysliinioiiniim í Sanisiiiðu, sem hafa verið fangelsaðir á ný og sakaðir um
glæpi.
„Innanríkisráðherrann hefur
tilkynnt, að allir gæsluvarðhalds-
fangar verði látnir lausir ekki síð-
ar en 23. desember," sagði í frétt-
um PAP, hinnar opinberu frétta-
stofu. „Gæsluvarðhaldsbúðir eru
hér með úr sögunni." Jafnframt
var tilkynnt, að sjö menn, sem all-
ir voru í forystusveit Samstöðu,
hefðu verið handteknir á ný fyrir
glæpi gegn ríkinu. Ekki var sagt
hvað  mennirnir  hefðu  unnið  til
saka en haft er eftir ýmsum emb-
ættismönnum að þar sé um að
ræða undirróður, sem dauðasök
getur legið við í Póllandi.
Meðal þessara manna er And-
rzej Gwiazda, sem næstur gekk
Walesa að völdum í Samstöðu, en
hann dró aldrei neina dul á, að
hann vildi kommúnismann feigan.
Að auki eru svo fjórir aðrir í haldi,
sakaðir um undirróður. Það eru
forystumenn KOR, samtaka and-
ófsmanna, og er Jacek Kuron
þeirra þekktastur. í tilkynningu
frá dómsmálaráðuneytinu kemur
fram, að alls hafi 10.131 maður
verið handtekinn á þeim tíma, sem
liðinn er frá upphafi herlaga.
Yuri Andropov, leiðtogi Sovét-
ríkjanna, þáði með þökkum það
boð Jaruzelskis hershöfðingja að
koma í kynnisferð til Póllands áð-
ur en langt um líður en Jaruzelski
er nú staddur í Moskvu. í ræðu,
sem Jaruzelski flutti, þakkaði
hann Sovétmönnum „ómetanlega
aðstoð þeirra í innanlandserfið-
leikum Pólverja" og kvaðst meta
mikils „bróðurlega hjálp þeirra á
örlagastund".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32