Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						290. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Viðræður ísraela og
Iibana hefjast í dag:
Stefnir
í þrætu
strax í
upphafi
Jenísalem og Khalde i Líhanon, 27. des. Al*.
VIÐRÆÐUR á milli ísraela og
Líbana hefjast á ný í Beirút á
morgun, þriðjudag, með yfirlýsing-
um frá báðum aðilum. Að þeim
loknum munu fulltrúar hinna
stríðandi aðila hefja formlegar við-
ræður á ný eftir hlé yfir hátíðirnar.
Fulltrúar deiluaðila töldu í dag,
að flest benti til að ágreiningur
risi vegna dagskráratriða. ísrael-
ar hyggjast fylgja dagskrá, sem
samþykkt var af líbönskum emb-
ættismönnum, en hlaut aldrei
samþykki stjórnarinnar. Útvarpið
í ísrael hafði í dag eftir Menach-
em Begin, að ísraelar hefðu farið
fram á það við Líbanonstjórn að
hún skrifaði undir dagskrána, en
hún neitað.
Samkvæmt þessari dagskrá
ísraela er fyrsta málið eðlileg
samskipti á milli ríkjanna á ný.
Líbanir segja á hinn bóginn um-
ræðuefni númer eitt, tvö og þrjú
vera brottflutning erlends herliðs
úr landinu. Allt annað komi þar á
eftir.
Herlið ísraela skarst í dag í
leikinn í hlíðunum umhverfis bæ-
inn Khalde til þess að stöðva erjur
á milli trúflokka, sem geisað höfðu
um hríð. Þá sagði útvarpið í Líb-
anon frá því, að tveir hermenn ís-
raela hefðu látið lífið og sjö særst
er herflutningabifreið var gerð
fyrirsát skammt frá þorpinu
Ghazieh.
Fjöldi sjónarvotta staðfesti
þessa fregn og sagðist hafa séð
herþyrlur flytja lík og særða
burtu eftir árásina, en talsmaður
herliðs ísraela í Yarze, skammt
austur af Beirút, vildi ekkert við
þennan atburð kannast.
Mótmæli
í Nýju
Delhí
Afganskir mótmæl-
endur    hrópandi
slagorð og með
borða með vígorð-
um fyrir utan sov-
éska sendiráðið í
Nýju Delhí á Ind-
landi, til þess að
minnast þess að
þrjú ár voru í gær
liðin frá innrás Sov-
étmanna inn í Afg-
anistan. Nokkur
hundruð manns
tóku þátt í mótmæl-
unum, sem fóru
friðsamlega fram.
Efnt var til mót-
mæla viða annars
staðar um heim.
Sjá nánar „Inn-
rásinni í Afganistan
mótmælt í mörgum
löndum" á bls. 20.
Þrjú ár frá innrás Sovétríkjanna í Afganistan:
„Afganistan er land,
sem ekki má gleymast"
Islamabad, l'akistan, 27. desember. Al\
RONALD REAGAN Bandaríkjafor-
seti hrósaði í gær frelsissveitum Afg-
ana óspart fyrir ódrepandi dugnað
og ósérhlífni í baráttunni við stjórn-
arherinn á þriggja ára afmæli inn-
rásar Sovétmanna í Afganistan, sem
er í dag. Um leið lýsti forsetinn því
yfir, að tilraun Sovétmanna til að
berja Afgani til hlýðni og undirgefni
hefði mistekist hrapallega þrátt fyrir
stuðning rúmlega 100.000 manna
herliðs frá Sovétríkjunum, auk
stjórnarhersins í landinu.
Reagan sagði einnig í ræðu sinni,
að Bandaríkjamenn myndu ekki
gleyma frelsissveitunum. „Afganist-
an er land, sem ekki má gleymast,"
sagði forsetinn í ávarpi, sem dreift
var til fjölmiðla. „Barátta frelsis-
sveitanna er ekki einungis fyrir eig-
Hlnstendakönnun BBC:
Thatcher og Páll páfi
voru í efstu sætunum
Lundúnum, 27. di-st'mber. Al*.
JÓHANNES PÁLL pán II og Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Breta, reyndust hlutskörpustu fulltrúar síns kyns í skoð-
anakönnun, sem breska útvarpið gekkst fyrir nú fyrir jólin
öðru sinni og miðaði að því að draga fram „mann og konu
ársins". Tóku þau sæti þeirra Karls Bretaprins og Diönu prins-
essu, sem urðu langefst í þessari kosningu í fyrra.
Þrátt fyrir frumburð þeirra  maður í Verkamannaflokknum
hjóna dugði frami þessa árs og
athygli þeim ekki til sætis á
meðal þeirra efstu. Diana varð í
fimmta sæti á kvennalistanum
og Karl í 9. sæti á lista karlanna.
Laut hann lægra haldi fyrir
bróður sínum Andrew, sem hirti
5. sætið.
Mjög á óvart varð Anna, systir
Karls, í 2. sæti á lista kvennanna
og Ken Livingstone, harðlínu-
breska og formaður borgarráðs
Lundúna, varð næstur á eftir
páfa.
Flest nafnanna á listum hlust-
enda útvarpsins voru af bresku
bergi brotin, en þó mátti sjá
Lech Walesa í 10. sæti á lista
karlanna og þær móður Theresu
í 8. sæti og móður Frances Dom-
inica í 10. sæti á lista kvenn-
anna.
in sjálfstæði heldur einnig gegn sov-
éskri heimsvaldastefnu."
TASS-fréttastofan sovéska brást
hart við ummælum Reagans og
harmaði þau. í tilkynningu frétta-
stofunnar sagði m.a.: „Með ummæl-
um sínum undirstrikar Reagan ein-
ungis þau markmið Bandaríkja-
stjórnar, að velta löglega kjörinni
stjórn lýðveldisins Afganistan af
valdastóli með öllum tiltækum ráð-
um." Þá sagði einnig í tilkynningu
TASS, að þær ásakanir Reagans, að
Sovétmenn beittu eiturefnum í hern-
aði gegn byltingarsinnum, ættu við
engin rök að styðjast.
Dagblað alþýðunnar í Kína sagði í
dag í frétt, þar sem þriggja ára inn-
rásarafmælis Sovétmanna í Afgan-
istan var minnst, að þjóðir heimsins
mættu ekki hætta stuðningi sínum
við baráttu frelsissveita Afgana. Þá
sagði málgagn kínverska kommún-
istaflokksins, að innrás Sovétmanna
í Afganistan væri ekki einungis ógn-
un við Afgani heldur og við Kínverja
þar sem skammt væri á milli landa-
mæra ríkjanna.
Talsmenn frelsissveitanna skýrðu
frá því í morgun að þær hefðu valdið
miklum skemmdum og manntjóni í
áhlaupi, sem sveitirnar gerðu á
bækistöð    sovéska    flughersins
skammt frá landamærum Pakistan
á þriðjudag í síðustu viku.
Sagði talsmaðurinn, að a.m.k. 40
Sovétmenn og Afganir þeim hlið-
hollir hefðu látið lífið í áhlaupinu á
Jalalabad-flugvöllinn í Nangarhar-
héraðinu þann 21. desember. Þá
hefðu ennfremur tvær þyrlur og
fjórir herflutningavagnar verið
sprengdir í loft upp. Ekkert mann-
tjón varð hjá frelsissveitunum að
sögn talsmannsins.
Þá gerðu frelsissveitirnar annað
áhlaup daginn eftir, sem stóð allt
fram á jóladag, á bækistöð stjórn-
arhersins við þjóðveginn á milli Jal-
alabad og Kabúl með þeim afleiðing-
um að 14 stjórnarhermenn létust og
4 úr liði frelsissveitanna. Þá voru og
25 stjórnarhermenn handteknir.
Týndi aleigunni — 1,8 millj-
ónum kr. — í malartímanum
Kaupmannahöin, 27. desemher. Al*.
SÆNSKUR starfsmaður Sameinuðu
þjóðanna varð fyrir því óhappi á að-
fangadag, að tapa skjalatösku, sem
hann hafði meðferðis, er hann tyllti
sér niður í veitingabúð Kastrup-
flugvallar eftir aö hafa sótt farangur
á riiiL'Millnin
Lagði hann töskuna frá sér á
meðan hann snæddi hádegisverð
ásamt tveimur dætrum sínum.
Höfðu þau komið með bifreið frá
V-Þýskalandi og ætluðu áfram til
Svíþjóðar með ferju.
Er þau höfðu lokið málsverði
héldu þau út úr flugstöðvarbygg-
ingunni og þá uppgötvaðist, að
önnur dóttirin hélt á skjalatösku,
sem var nákvæmlega eins og sú
sem Svíinn átti, nema hvað inni-
haldið var hreint ekki það sama.
Upphófst þegar ítarleg leit, en án
árangurs.
Töskumissirinn væri e.t.v. ekki
svo ýkja fréttnæmur ef ekki kæmi
sú staðreynd til, að í henni voru
112.500 dollarar, eða sem svarar
1,8 milljónir íslenskra króna.
Ætlaði Svíinn að kaupa sér hús í
heimalandi sínu fyrir upphæðina.
Einn leiðtoga Samstöðu
dæmdur í 4 ára fangelsi
Varsjá, 27. desember. Al*.
YFIKVÖLD í Póllandi dæmdu í dag
einn af leiðtogum Samstöðu til fjög-
urra ára fangelsisvistar „fyrir skipu-
lagningu verkfalla og mótmælaað-
gerða gegn herstjórninni" eins og það
var orðað í tilkynningu opinberu
pólsku fréttastofunnar, PAP.
Stálverkamaðurinn Bednarz var
dæmdur af borgardómstóli og sekur
fundinn um „ítrekað ólöglegt at-
hæfi". Að sögn PAP var dómurinn
mjög vægur og tillit tekið til aldurs
Bednarz og þeirrar staðreyndar, að
hann hafði ekki áður gerst brotlegur
við lög.
Þeir leiðtogar Samstöðu, sem enn
ganga lausir, skýrðu frá því í bréfi,
sem erlendum fréttamönnum í Pól-
landi var afhent í dag, að þeir hygð-
ust halda áfram baráttunni fyrir
endurreisn samtakanna.
„Vandamál. Póllands verða ekki
leyst án Samstöðu," sagði m.a. í
bréfinu, sem dagsett var 10. des-
ember og undirritað af átta leiðtog-
um samtakanna, sem voru í haldi í
Bialoleka-fangelsinu þar til í síð-
ustu viku. í bréfinu sagði einnig að
áttmenningarnir hefðu verið kjörnir
til æðstu starfa innan samtakanna í
lýðræðislegum kosningum og hefðu
í höndum traustsyfirlýsingu frá
meðlimum samtakanna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44