Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 291. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40 SIÐUR
*qniiililiifeife
291. tbl. 69. árg.
MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Mikill vatn.selgur skapaðist víða í Reykjavík i hlákunni í gær og voru sumar götur líkastar árfarvegi, eins og
bessi mynd ber með sér.
Danmörk:
Verkfallsvörður í
Hirtshals beið bana
Mikil harka færist nú í verkföll hafnarverkamanna
KaupmannahöTn, 28. desember. AI*.
YFIR hundrað hafnarverkamenn
höfðu í frammi mótmælaaðgerðir í
dag fyrir utan skrifstofur danska
vinnumáladómstólsins í Kaup-
mannahöfn, en af hans hálfu var því
lýst yfir i dag, annan daginn í röð, að
skyndiverkfbll hafnarverkamanna í
Danmörku að undanförnu væru
ólögleg með öllu. Skipaði dómurinn
verkamönnum að hefja vinnu aftur
þegar í stað. Spennan vegna verk
fallsins jókst mjög í dag, eftir að
danskur hafnarverkamaður beið
bana, er hann reyndi að stöðva hol-
lenzkan vörubíl í Hirtshals á Jót-
landi. Hefur uppskipun og útskipun
nú stöðvazt að langmestu leyti í
dönskum höfnum af völdum verk-
fallanna.
Þrjátíu og fimm ára gamall vöru-
bílstjóri frá Hollandi hefur þegar
verið ákærður fyrir manndráp af
gáleysi vegna dauða verkamanns
þess, sem varð fyrir bifreið hans.
Verkamaðurinn, Kaj Aage Nielsen,
sem var 43 ára gamall, var í hópi
verkfallsvarða á höfninni í Hirts-
hals og stökk hann upp á brettið á
vörubílnum, þar sem hann kom ak-
andi meðfram röðum verkfalls-
varða, er hollenzki bílstjórinn virti
algerlega að vettugi. Nielsen datt
síðan af bretti vörubílsins og undir
hjól tengivagns, sem kom á eftir
vörubílnum. Hann mun hafa dáið
þegar í stað.
Finn Larsen, lögreglustjóri í
Hjörring í nágrenni við Hirtshals,
lét hafa eftir sér í dag, að hollenzki
bílstjórinn, van der Gaag, hefði ver-
ið ákærður fyrir manndráp af gá-
leysi og hefðu frumyfirheyrslur
þegar farið fram yfir honum. Hol-
lendingurinn lýsti hins vegar yfir
sakleysi sínu varðandi öll atriði ák-
ærunnar.
Svo virðist sem um misskilning
hafi verið að ræða, sagði Larsen
HWÍ
Vinna hefur nú stöðvazt að verulegu leyti við höfnina í Kaupmannahöfn. Þar
hafa hafnarverkamenn sem í mörgum öðrum hafnarbæjum í Danmörku efnt
til skyndiverkfalla til þess að mótmæla fyrirhuguðum lækkunum á atvinnu-
leysisbótum.
lögreglustjóri í viðtali við frétta-
menn í dag. Einhver af verkfalls-
mönnunum hafði gefið van der
Gaag merki um að aka áfram fram-
hjá verkfallsvörðunum að vöru-
skemmu, þar sem hann átti að taka
frosinn fisk, en svo vill til, að þessi
skemma stendur einmitt við sömu
bryggju og eitt af þeim skipum var
bundið við, sem verkfallsverðirnir
vildu koma í veg fyrir að yrði fermt.
Van der Gaag sagði í yfirheyrsl-
um í dag, að hann hefði ekki séð
neinn stökkva upp á bifreið sína, er
hann ók framhjá röðum verkfalls-
varða. Hann kvaðst hafa numið
strax staðar er hann fann, að hann
hafði ekið yfir eitthvað. Þá fyrst
hefði hann uppgótvað, að það var
einn af verkfallsvörðunum. Van der
Gaag er hollenzkur, eins og að
framan  var getið og starfar við
flutningafyrirtækið   Spronsen   í
Monster í Hollandi.
Talið er víst, að þessi atburður
eigi eftir að auka enn á hörkuna í
skyndverkföllunum, sem hófust
víðs vegar um hafnarbæi í Dan-
mörku um miðjan desember. Enda
þótt forystumenn verkfallsmanna
hafi neitað því að um skipulagðar
verkfallsaðgerðir sé að ræða, þá
hafa þeir hvatt hafnarverkamenn
almennt til þess að taka þátt í
aðgerðum þeim, sem fram eiga að
fara í Kaupmannahöfn 3. janúar
nk., en þá hyggjast fulltrúar hafn-
arverkamanna ræða við Grethe
Fenger Möller atvinnumálaráð-
herra. Ætlunin með þessum við-
ræðum er að koma í veg fyrir áform
dönsku stjórnarinnar um að skera
niður atvinnuleysisbætur til hafn-
arverkamanna.
Bjartsýni í við-
ræðunum í Líbanon
Undirbúningur hafinn að skiptum á
stríðsföngum milli fsraels og PLO
Rhalde, Ubanon, 28. desember. AP.
VIÐRÆÐUR þær milli ísraels og Líbanons sem lengi hefur verið beðið eftir
um brottflutning alls herliðs Israelsmanna frá Líbanon, hófust í dag í bænum
Khalde í Líbanon. Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar vegna fundarins og
öflugt gæzlulið gætti fundarstaðarins. Viðræður þessar fara fram að frumkvæði
Bandarikjamanna. Að loknum sex klukkustunda fundi í dag var gefin út
sameiginleg yfirlýsing sendinefndanna þriggja, þar sem sagði, að aðilar hefðu
lagt á það áherzlu við byrjun viðræðnanna að útskýra sjónarmið sín hver fyrir
öðrum með góðum árangri. Næsti fundur er fyrirhugaöur á fimmtudag í
bænum Kiryat Shmona.
Bandarísk stjórnvöld segja, að
það skipti mestu máli í viðræðum
þessum, að samningar takist sem
fyrst um brottflutning alls herliðs
ísraelsmanna. „Markmið okkar er,
að ríkisstjórn Líbanons fái yfirráð
yfir öllu landinu og að það fái að
búa við óskert fullveldi og sjálf-
stæði í framtíðinni", sagði Alan
Romberg, talsmaður bandaríska ut- |
anríkisráðuneytisins í dag. En hann
bætti því við, að það yrði að tryggja
það, svo að óyggjandi væri, að önn-
ur ríki færu ekki með herlið sitt
yfir land Líbanons til árása á
ísrael. Þá sagði Romberg ennfrem-
ur, að Morris Draper, sem verður
sérstakur sendifulltrúi Bandaríkja-
manna í þessum viðræðum, eigi eft-
ir að taka þar virkan þátt.
Romberg sagði hins vegar, að
Bandaríkjamenn myndu ekki taka
þátt að svo komnu í viðræðum milli
Líbanons og Sýrlands né viðræðum
milli Líbanons og PLO, palest-
ínskra skæruliða, varðandi brott-
flutning herja þeirra á brott frá
Líbanon, enda hefur enginn tími
verið ákveðinn enn til slíkra við-
ræðna.
Bandaríkjamenn eru þeirrar
skoðunar að það muni ekki reynast
erfitt, ef það einu sinni tekst, að fá
ísraelsmenn til þess að flytja lið
sitt á brott — um 25.000 manns —
að fá aðra erlenda aðila til þess að
flytja lið sitt á brott frá Líbanon.
Talið er, að um 30.000 manns séu
í herliði Sýrlendinga í Líbanon og
að PLO hafi þar enn yfir 6.000
manna lið.
Ekki var liðin nema ein og hálf
klukkustund frá því að viðræðurnar
hófust í dag, er fréttir bárust af
skotbardögum í hafnarborginni
Sídon, sem liggur um 40 km fyrir
sunnan Beirut. Þar réðust óþekktir
menn með vélbyssuskothríð á ísra-
elskan hervagn, sem stóð á einu
helzta torgi borgarinnar. Israels-
menn svöruðu skothríðinni og girtu
síðan af borgarhverfið, þar sem
þeir leituðu árásarmannanna hús
úr húsi. Engar fréttir voru um
mannfall, en Israelsmenn handtóku
nokkra menn.
Bruno Kreisky, kanslari Austur-
ríkis, skýrði svo frá í útvarpsviðtali
í dag, að hann hefði komið á beinum
viðræðum milli PLO og ísraels-
manna um skipti á stríðsföngum.
Kreisky vildi ekki tjá sig um ein-
stök atriði varðandi fyrirkomulag
þessara viðræðna.
Kleif Everest
í þriðja sinn
Katmandu, Nepal, 28. desember. Vl\
Ferðamálaráðuneytið í Nepal
skýrði frá því í dag, að síðdegis i
mánudag að staðartíma hafi jap-
anski fjallgöngumaðurinn Yasuo
Kato komizt á hæsta tind Everest-
fjalls, og er þetta í þriðja sinn sem
Kato klífur þetta hæsta fjall
heims.
Kato er fyrsti útlendingurinn,
sem hefur þrisvar staðið á tindi
Mt. Everest, en fyrir tveimur
mánuðum varð innlendur
Sherpa-leiðsögumaður fyrstur
manna til að klífa Everest í þriðja
sinn. Kato kleif Mt. Everest
fyrst haustið 1973, og fór þá upp
suðausturhlíðarnar, sömu leið og
hann valdi upp á tindinn nú í
þriðju ferðinni. í annarri ferð-
inni fyrir tveimur árum fór Kato
upp norðurhlíðarnar meðfram
landamærum Tíbets.
Verðbólga 200%
í Afganistan
Islamabad, 28. desember. Al'.
ÞREMIJR árum eftir að sovézkt herlið hernam Kabúl, höfuðborg Afganistan,
er verðbólgan þar komin upp i allt að 2(10', á ári. Var þetta haft eftir
áreiðanlegum heimildum í Kabúl í dag. Þá var því haldið fram, að gengi
gjaldmiðils landsins hefði hrapað mjög að undanförnu og að seðlabankinn
þar í landi hefði gripið til þess ráðs að prenta mikið magn af peningaseðlum
án þess að nokkur varasjóður væri fyrir hendi að baki slikrar seðlaútgáfu.
Hið opinbera gengi á „afgani'
en svo heitir gjaldmiðill landsins,
er nú 55 á móti bandarískum doll-
ar, en á svartamarkaði í Kabúl er
gengið nú 85 á móti einum dollar.
Það er um 16% hærra verð á
Bandaríkjadollar en það sem var
fvrir hendi um miðjan nóvember
sl.
Verð á vörum eins og olíu, tei og
sykri hefur nær fjórfaldazt frá því
á sama tíma í fyrra.
Babrak Karmal, forseti komm-
únistastjórnarinnar í Afganistan,
hefur viðurkennt, að mikill skort-
ur sé á alls konar nauðsynjavörum
í þessu  stríðshrjáða  landi  og í
ávarpi, sem hann flutti 15. október
sl. sagði hann, að ástandið færi
versnandi með hverjum mánuði
sem liði.
Skortur á vinnuafli háir mjög
sumum atvinnugreinum í landinu,
en hann á að verulegu leyti rót
sína að rekja til þess ráðs stjórnar
Karmals að innrita unga menn
nauðuga eða viljuga í herinn og þá
án tillits til þess, hvort viðkom-
andi byggðarlag mætti við því að
missa fleiri menn í herinn frá at-
vinnuvegunum.
Sjá nánar bls. 18:
„Hræðsla og verðbólga
heltaka Kabúl"
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40