Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 26. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR
26. tbl. 70. árg.
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Pólland:
Lægri laun
handa veik-
um verka-
mönnum
Var.sjá, I. febrúar. AP.
Kommúnistastjórn Póllands
tókst í gær að yfirstíga áöur
óþekkta andstöðu á þjóðþinginu
og fá þar samþykkt frumvarp, sem
ætlað er að draga verulega úr fjar-
veru frá vinnu með því að lækka
laun stórlega í veikindaforföllum.
Áttatíu og átta af 294 þingfull-
trúum, sem viðstaddir voru at-
kvæðagreiðsluna, sátu hjá og 10
greiddu atkvæði gegn frumvarp-
inu.
Margir þeirra þingmanna,
sem sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna eða voru frumvarp-
inu andvígir, kvörtuðu yfir því,
að frumvarpið myndi skaða
hagsmuni heiðarlegra verka-
manna. Ætlun stjórnvalda með
frumvarpinu er hins vegar að
bæta efnahag Póllands, sem hef-
ur átt við mikla erfiðleika að
stríða að undanförnu. Sam-
kvæmt því fá pólskir verkamenn
aðeins 50% af launum sínum
fyrstu þrjá dagana í veikinda-
forföllum, en síðan 80%. Til
þessa hafa þeir fengið 80%
launa frá upphafi veikinda.
Samtímis þessu frumvarpi
var borið fram annað frumvarp
um betri launakjör til handa
námuverkamönnum á eftirlaun-
um og var það samþykkt mót-
atkvæðalaust.
Rússar lækka
verð á hráolíu
Fjögur Arabaríki boða
verðlækkun eftir viku
Kóm, I. febrúar. Al'.
SOVÉTMENN hafa lækkað verð
á hráolíu um 2,15 dollara og er
verðið nú 29,35 dollarar fyrir
tunnuna. Vegna þessa er talið, að
aörir olíuframleiðendur neyðist
til að lækka sína hráolíu einnig.
Fréttastofan í Kuwait sagði í
dag, að arabískar olíufram-
leiðsluþjóðir við Persaflóa
myndu innan viku lækka sitt
hráolíuverð um fjóra dollara.
Lækkunin á hráolíuverðinu í
Rússlandi kemur fram í olíu-
kaupasamningi, sem tvö ítölsk
fyrirtæki hafa gert nú nýlega.
Er haft eftir talsmönnum
fyrirtækjanna, að Rússar hafi
staðfest við þá þetta nýja verð.
í gær var verð á rússneskri
hráolíu á skyndimarkaðnum í
Rotterdam 28,50 dollarar fyrir
tunnuna.
Hin opinbera fréttastofa í
Kuwait sagði í dag, að fjórar
aðildarþjóðir OPEC við Persa-
flóa, Saudi-Arabía, Kuwait,
Sameinuðu arabísku fursta-
dæmin og Qatar, hefðu til-
kynnt samtökunum, að innan
viku yrði hráolíuverð frá þeim
lækkað um fjóra dollara á
tunnu. Væri þetta gert vegna
áframhaldandi „offramleiðslu"
í íran, Venezuela, Nígeríu, Líb-
ýu og Alsír, sem einnig undir-
byðu aðrar þjóðir í OPEC með
því að bjóða a.m.k. fjögurra
dollara afslátt á hverja tunnu.
BRESKIR HERMENN í BEIRÚT. Hópur 22ja breskra hermanna kom til Beirút í Líbanon í gær en þar munu
þeir taka höndum saman við ítalska, franska og bandaríska hermenn við gæslustörf í landinu. Von er á fleirum
næstu daga en alls munu þeir verða um 100 talsins.                                         AP.
Andropov haftiar
áskorun Reagans
— en tillögunni vel fagnað á Vesturlöndum
London, 1. febrúar. AP
ÁSKORUN Ronalds Reagans,
Bandaríkjaforseta, i Vuri Andropov,
leiðtoga Sovétmanna, um að þeir hitt-
ust og semdu um „afnám allra meðal-
drægra kjarnorkuflauga af yfirborði
jarðar" var í dag fagnað í Vestur-
Evrópu en Andropov hefur hins vegar
hafnað henni á þeirri forsendu, að í
tillögu Reagans sé „ekkert nýtt" að
finna.
Tass-fréttastofan     rússneska
hafði það í dag eftir Andropov, að
tillaga Reagans væri aðeins ítrek-
un á núll-stefnunni svokölluðu, sem
felst í því, að ekki verði komið fyrir
neinum meðaldrægum eldflaugum
í Evrópu. Á það hafa Sovétmenn
ekki viljað fallast. Sagði Andropov
tillögu Reagans óraunhæfa og til
þess fallna að koma í veg fyrir
samkomulag í Genf.
Vel fagnað í Vestur-Evrópu
Tillaga Reagans, sem George
Bush, varaforseti opinberaði í Ber-
lín í gær, hefur verið aðalfréttaefn-
ið í Vestur-Þýskalandi og annars
staðar í Vestur-Evrópu. Helmut
Kohl, kanslari, sagði í gær, að hér
væri um „friðarboðskap" að ræða
og nú yrðu Sovétmenn að sýna það
í viðræðunum í Genf, að þeir vildu
í raun semja um frið og afvopnun.
Hans-Jochen Vogel, kanslaraefni
jafnaðarmanna, sagði, að tillagan
væri „skref í rétta átt" en var hins
vegar vantrúaður á jákvæð við-
brögð Sovétmanna. Claude Cheyss-
on, utanríkisráðherra Frakka,
sagði í London í dag, að hann fag-
naði tillögu Reagans og kvaðst vera
mjög hlynntur fundi æðstu manna
stórveldanna tveggja. The Times of
London sagði um tillöguna, að með
henni sýndi Reagan á áhrifaríkan
hátt, að hann vildi semja um frið
og ítalska stórblaðið Corriere della
Sera og vinstrisinnaða blaðið La
Republica sögðu tillöguna „stór-
kostlegt" frumkvæði.
Harma viðbrögð Rússa
Bandaríska utanríkisráðuneytið
lýsti í dag vonbrigðum sínum með
undirtektir Andropovs við tillögu
Reagans um gagnkvæmt bann við
öllum meðaldrægum kjarnorkueld-
flaugum. Sagði talsmaður þess, Al-
an Romberg, að tilboð Reagans um
fund þeirra leiðtoganna stæði enn
og að vonandi tækju Sovétmenn
það til frekari athugunar. Bush,
varaforseti, kom til Hollands í dag
þar sem hann mun eiga viðræður
við stjórnvöld og hvetja til aukinn-
ar einingar innan Nato.
Panmörk:
Verkfalls-
menn að
gefast upp
Kaupmannahörn, 1. rebrúar. AF.
TALIÐ var í dag að danskir hafnar-
verkamenn myndu brátt gefast upp
á verkfallsaðgerðum en þær hafa nú
staðið um tveggja mánaða skeið. Til
verkfallsins var efnt þegar ríkis-
stjórnin ákvaö að minnka nokkuð
atvinnuleysisbætur, sem greiddar
eru þeim hafnarverkamönnum, sem
ekki vinna fullan vinnudag.
Paul Schlviter, forsætisráð-
herra, sagði í dag eftir ríkisstjórn-
arfund, að verkfallið hefði ekki
valdið neinum skorti í landinu og
að engin breyting yrði á ákvörðun
stjórnarinnar um atvinnuleysis-
bæturnar. í Kalundborg og Frede-
ricia komu hafnarverkamenn til
vinnu í morgun í þeirri trú, að
samningar yrðu teknir upp, en í
nágrannaborgunum söfnuðust
þeir saman við hafnirnar og sneru
heim aftur þegar afstaða ríkis-
stjórnarinnar var ljós.
Atvinna er stundum stopul hjá
dönskum hafnarverkamönnum og
því hefur þeim verið bætt upp það,
sem á vantar 40 stunda vinnudag,
með atvinnuleysisbótum. Fyrir
tveimur mánuðum ákvað stjórnin
að skerða þennan styrk um 20%
og var það liður í víðtækum efna-
hagsaðgerðum hennar. Hardy
Hansen, formaður Verkamanna-
sambandsins danska, bauðst í gær
til að fá hafnarverkamenn til að
snúa aftur til vinnu ef þeir fengju
tveggja ára umþóttunartíma en
því neitaði Schlúter. Kvað hann
verkfallið ólöglegt eins og félags-
dómur hefði skorið úr um auk
þess, sem það hefði einkennst af
ofbeldisaðgerðum nokkrum sinn-
um. „Fólk má ekki halda, að
verkalýðsbarátta af þessu tagi
geti borgað sig," sagði Schliiter.
Talsmenn vinnuveitenda segja,
að verkfallið sé að renna út í sand-
inn. Sl. föstudag hefðu 26 skip ver-
ið afgreidd, 41 í gær og 51 í dag og
nú væru aðeins 20 skip stopp
vegna verkfallsaðgerðanna.
Christine Stevens, forseti bandarísku dýraverndunarsamtakanna AWI:
Mótmæli fslendingar krefj-
umst við innflutningsbanns
Mótmæli þeir ekki, beitum við okkar fyrir betri viðskiptakjörum
Washjnglon 1. Tebrúar. Frá (íunnari l'ál.ssyni blanamanni Mbl.
„MÓTMÆLI íslendingar ákvörðun Alþjóðahvalveiðiriðsins um stöðvun
hvalveiða frá og með árinu 1986, sjáum við okkur ekki annað fært en að fara
þess á leit við bandarísk stjórnvöld, að allur innflutningur á fiski frá íslandi
verði stöðvaður. Við skiljum þann vanda, sem íslendingar eiga við að etja
nú, en skiljum ekki að þeir skuli auka enn frekar i hann með því að ætla sér
að mótmæla hvalveiðibanninu," sagði Christine Stevens, forseti Bandarísku
dýraverndunarsamtakanna, Animal Welfare Institute, í samtali við Morgun-
blaðið í dag.
Christine Stevens sagði enn-
fremur, að mótmæltu íslendingar
ekki banninu myndu dýravernd-
unarsamtökin ekki aðeins hætta
mótmælaaðgerðum, heldur beita
sér fyrir því, að Islendingar nytu
betri viðskiptakjara í Bandaríkj-
unum en hingað til. Nefndi hún
það dæmi, að Kóreumenn hefði
ekki mótmælt banninu og hefðu
notið rýmri viðskiptakjara vegna
þess gagnstætt Japönum, sem
mótmæltu banninu.
Aðstoðarmaður fulltrúadeildar-
þingmannsins Dons Bonker, sem
er formaður þeirrar undirnefndar
Bandaríkjaþings, sem fer með
mannréttindamál og alþjóða-
stofnanir, þar með talið hval-
veiðimál, sagði ekki vafa á því að
þingið yrði að ræða þetta mál og
móta niðurstöðu í því. Væri það
vegna þess að í lögum frá 1979 um
fiskverndun og ráðstafanir vegna
þeirra væri svo kveðið á í Pelly-
viðbótarlögunum, að forseta
Bandaríkjanna væri heimilt að
stöðva allan innflutning á fiski
frá þeim þjóðum, sem ekki virtu
ákvarðanir Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins. Þegar málið kæmi fyrir á
þinginu myndi Don Bonker beita
sér fyrir því að þingið ákvæði
stöðvun innflutnings sjávaraf-
urða frá Íslandi. Mæltist við-
skiptaráðherrann,      Malcolm
Baldridge, til þess við þingið, að
það ákvæði slíkar refsiaðgerðir,
þyrfti ekki að koma til ákvörðun
forsetans þar að lútandi.
í öðrum viðbótarlögum,
Peckwood-Magnusson-viðbótar-
lögunum, er kveðið svo á, að við-
skiptaráðherra Bandaríkjanna sé
heimilt að svipta erlendar þjóðir
veiðiréttindum innan bandarísku
lögsögunnar virði þau ekki
ákvarðanir Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins. Alls hafa 66 öldungardeildar-
þingmenn staðfest Pelly-viðbót-
arlögin með undirskrift sinni og
má þar nefna marga af þekktustu
stjórnmálamönnum Bandaríkj-
anna, þeirra á meðal Edward
Kennedy og Barry Goldwater.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32