Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 28. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						I
56 SIÐUR
28. tbl. 70. árg.
FOSTUDAGUR 4. FEBRUAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaösins
George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, tekur í hendina á Josef Luns, framkvæmdastjóra NATO, í hófuðstöðv-
um bandalagsins í Briissel í gær.                                                Símamynd AP.
Fólland:
Yfirvöld banna
UPI fréttaöflun
Varsjá, 3. febrúar. AP.
YFIRVÖLD í Póllandi skipuðu bandarísku fréttastofunni UPI á þriðjudag að
hætta að afla frétta í landinu. Um leið drógu þau til baka starfsleyfi eina
blaðamannsins, sem fréttastofan hafði eftir í landinu.
Blaðmaðurinn, sem er pólskur,
fékk leyfi yfirvalda til að senda
sína síðustu frétt til Bandaríkj-
anna, frétt um ákvörðun stjórn-
valda, áður en honum voru end-
anlega meinuð störf.
Þann 13. janúar sl. drógu yfir-
völd starfsleyfi eina bandaríska
fréttamanns UPI í Varsjá, Ruth
Gruber, til baka og visuðu henni
úr landi. Var öðrum fréttastofum
sagt við það tækifæri, að taka
brottvísun hennar sem aðvörun.
Bandarísk   yfirvöld   svöruðu
George Bush á fundi með fréttamönnum í Briissel:
„Til viðræðu um allt, sem
miðar nær settu marki"
brottvísun Gruber frá Póllandi
með því að vísa eina starfsmanni
pólsku fréttastofunnar í Banda-
ríkjunum, Stanislaw Glabinski, úr
landi.
Pólska     utanríkisráðuneytið
sagði í dag, að sú ákvörðun að
banna UPI að starfa í landinu
væri svar við brottrekstri Glab-
inski. Þá sagði talsmaður ráðu-
neytisins, að pólskur blaðamaður
á snærum UPI hefði áfram sent
fréttir úr landinu þrátt fyrir
brottvísun Gruber.
Skrifstofa UPI í Varsjá verður
opin áfram um sinn, en ekki með
tilliti til fréttaöflunar. AP-frétta-
stofan, sem hefur 19 fréttamenn í
Varsjá, hefur enn ekki orðið fyrir
barðinu á yfirvóldum.
Briis.st'1 i>íi Honn, 3. fi'hrúar. AP.
GEORGE BUSH, varaforseti Banda-
ríkjanna, sagði í Brussel í dag, að
hann hefði farið þess á leit við
bandamenn sína í Evrópu, að þeir
legðu fram tillögur með hliðsjón af
núlllausn Bandaríkjamanna, til þess
að auðvelda samkomulag í viðræð-
um þeirra við Sovétmenn um fækk-
un meðaldrægra eldflauga í Vestur-
Evrópu.
Á fundi með fréttamönnum
vitnaði Bush til viðræðna, sem
hann hefur átt við leiðtoga
V-Þýskalands, Hollands og Belgíu.
Sagði Bush ennfremur, að það
eina, sem hann hefði heyrt núll-
lausninni í óhag væri, að Sovét-
menn væru ekki sáttir við hana.
Núll-lausnin felur í sér útrýmingu
allra meðaldrægra eldflauga í
V-Evrópu.
Er Bush var inntur eftir því
hvort Bandaríkjamenn væru til
viðræðu um leiðir, sem miðuðu að
fækkun meðaldrægra eldflauga í
áföngum, svaraði hann því til að
þeir myndu „íhuga allar hugsan-
Samkomulag að binda
enda á erjur þjóðanna
Biirúl og Tel Aviv, 3. fcbrúar. AP.
SAMKOMULAG tókst í dag á milli
fulltrúa Bandaríkjamanna og ísraela
um að binda enda á erjur hermanna
þjóðanna í Beirút, að því er herráðið
í Israel tilkynnti í dag. Sagði í yfir
lýsingu, að einlægt væri vonast til,
að samkomulag þetta reyndist
áhrifaríkt.
Samkvæmt samkomulagi þessu
er það járnbrautarlína, sem liggur
norður-suður, sem skiptir
yfirráðasvæðum herjanna. Eiga
ísraelsmenn að sjá um eystri hlut-
ann, en Bandaríkjamenn þann
vestri. Verða svæði beggja af-
mörkuð með lituðum tunnum til
þess, að ekki fari á milli mála
hvað tilheyri hverjum.
Haddad majór, leiðtogi sveita
óháðra hægrimanna í Líbanon,
sagði í útvarpsviðtali í Israel í
dag, að gæslusveitir Bandaríkja-
manna stæðu sig ekki í stykkinu í
Beirút. Hélt hann því fram, að
hermenn PLO hefðu ítrekað notað
varnarlínu gæsluliðanna til skjóls,
er þeir gerðu árásir á varðstöðvar
ísraela. Ásökunum þessum hefur
verið neitað af hálfu PLO.
Ofsóknir
Fregnir bárust af því í dag, að
a.m.k. átta Palestínumenn hefðu
verið numdir brott frá heimilum
sínum í hafnarborginni Sídon
undanfarinn mánuð og þeir myrt-
ir.  Leiðtogi  öryggissveita  PLO
skýrði frá þessu í dag og sagði
jafnframt, að fjórir menn til við-
bótar hefðu verið numdir brott, en
sloppið með skotsár.
I framhaldi af þessum fregnum
kröfðust leiðtogar PLO þess, að
bundinn verði endi á ofsóknir
lögreglu og hers Líbana á hendur
óbreyttum palestínskum borgur-
um í Beirút. Segja þeir óbreytta
borgara ítrekað hafa orðið illa úti
í samskiptum sínum við lögreglu
og her. Sögðu leiðtogarnir, að þeir
skelltu skuldinni alfarið á líbönsk
stjórnvöld og ennfremur, að að-
gerðir þessar væru litnar óhýru
auga.
legar leiðir af fullri alvöru, svo
fremi sem þær leiddu til þess að
settu marki yrði náð."
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, sagði í dag, að mál-
flutningur Sovétmanna miðaði
miklu fremur að því, að vinna
samúð vestur-þýsku þjóðarinnar
fremur en að ná einhverjum
raunhæfum árangri í viðræðunum
í Genf. Sagði Kohl það undarleg
vinnubrögð, en dæmigert fyrir
Sovétmenn, að þeir legðu allar til-
lögur sínar um afvopnun á borð
fyrir almenning, en minntust ekki
á þær einu orði í viðræðunum í
Genf.
Þá sagði Hans-Dietrich Gensch-
er, utanrkisráðherra V-Þýska-
lands, í dag, að hann teldi að
Bandaríkjamenn kynnu að sam-
þykkja fækkun meðaldrægra
eldflauga í Vestur-Evrópu í stað
þess að útrýma þeim alfarið. Ef
svo færi sagði Genscher að þar
væri stigið spor í rétta átt.
Sjá „Opið bréf til fbúa
Evrópu" á bls. 15.
Danmörk:
Harka færist
enn í aukana
Kauptnannahófn, 3. febrúar. AP.
HEILT kíló af óflugu sprengiefni
fannst í dag skammt frá v-þýsku
skipi, sem ófélagsbundir verka-
menn unnu við að ferma í höfn-
inni í Assens á vesturströnd
Fjóns. Höfnin í Assens er ein
þeirra, sem orðið hefur fyrir baro-
inu á verkfalli hafnarverka-
manna.
Talsmaður hafnaryfirvalda í
Assens sagði, að þeim hefði
borist sprengjuhótun í gær, en
ekkert hefði fundist þrátt fyrir
ítarlega leit á hafnarbakkan-
um. Við leit í dag fundust á
hinn bóginn tveir 500 gramma
pakkar af sprengiefni.
Lögreglan fékkst í dag við
rannsókn á tveimur grunsam-
legum eldsvoðum, sem brutust
út í korngeymslum við hafnirn-
ar í Esbjerg og Horsens
snemma í morgun. Miklar
skemmdir urðu í Esbjerg, en
minni í Horsens. Um íkveikju
virðist hafa verið að ræða á
báðum stöðum.
Samskipti landanna
á lygnan sjó á ný
George P. Shultz
— segir Schultz eftir fundi med Wu Xueqian
l'ikinil. 3. fibrúar. AP.
GEOKGE P. Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að
afloknum fundi sínum með Wu Xueqian, utanríkisráðherra Kína, að
samskipti landanna tveggja væru komin á lygnan sjó á ný eftir storma-
samar sviptingar undanfarin ár.
Schultz, sem er i sinni fyrstu
opinberu heimsókn til Kína, hef-
ur hitt Xueqian þrívegis að máli
á tveimur dögum og hafa þeir
alls ræðst við í átta klukku-
stundir. í viðræðum þeirra var
drepið á „allt á milli himins og
jarðar," eins og hann orðaði það
sjálfur.
Á fyrsta fundi þeirra Schultz
og Xueqian lýsti sá síðarnefndi
því yfir, að Kínverjar myndu
halda fast í sína sjálfstæðu
utanríkisstefnu og ekki hika við
að andmæla Bandaríkjamönnum
ef þeim sýndist svo. Ennfremur
lagði hann áherslu á, að Banda-
ríkjamenn reyndu að beita sér
fyrir því, að fsraelar hröðuðu
brottför hermanna sinna frá
Líbanon.
Á næstu dögum mun Schultz
eiga viðræður við æðsta leiðtoga
Kínverja, Deng Xiaoping, og síð-
an Sihanouk prins af Kambodíu.
Bandaríkjamenn hafa stutt Sih-
anouk og hans menn, þó ekki
með hergögnum, í baráttunni við
að hrekja Víetnama á brott úr
Kambodíu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32