Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 iMsiEÍMŒíáQ Umsjónarmaður Císli Jónsson 181. þáttur Við, sem að staðaldri kom- um með einhverjum hætti fram í fjölmiðlum, verðum umfram aðra að vanda málfar okkar og framsetningu. Sú for- dæmisskylda, sem á okkur hvílir að þessu leyti, er aug- ljós. Hitt er annað mál, að erf- itt er að gagnrýna okkur svo að vel sé. Ég fyrir mitt leyti tek alltaf nafnlaus dæmi um mállýti þau sem ég sé eða heyri. Þetta veldur aftur því, að margir, sem sjaldan eða aldrei tala rangt mál eða vafa- samt, liggja þá undir grun, ef svo mætti segja. En umfram allt vil ég vera gætinn í gagn- rýni. Á sama hátt hef ég oftar en einu sinni skýrt frá því, þegar mér berst mikið af klippum úr blöðum, þar sem sendendum þykir böngulega farið með móðurmálið, þá skirrist ég heldur við að nefna hvaðan hvað eina er tekið. Ég hef sagt sem svo að það væri einkum vitnisburður þess hvaða blöð og tímarit sendandi læsi að staðaldri. Enginn kemst yfir allt það flóð. í síðasta þætti var rætt um talmál, en nú gef ég Páli Helgasyni á Akureyri orðið (með útúrdúrum og athuga- semdum ef svo sýnist). Páll hefur mál sitt með gustmikilli vísu, þar sem veist er að okkur, sem í blöðin skrifa, a.m.k. þeim okkar sem Páll hefur fundið mállýti hjá: Gera mér lund óglaða (jöslarar vorra blaða. Amböguhrannir hlaða, hugsun til meins og skaða. í flaustri þeir síður fylla og framleiðslunni svo dilla. Tel ég þá af því illa, sem „ylhýru“ spilla. Koma þá nokkur dæmi úr 11. bréfi Páls um spillingu máls okkar: 1. „En þú og þessir ungu menn, sem standið undir þessu, eruð ekki farnir að lít- ast á blikuna ..." Hér hygg ég að málspjöllin séu flestum augljós. Orða- sambandið að lítast á blikuna er ópersónulegt. Mér, þér, henni o.s.frv. líst ekki á blikuna. Við segjum ekki: Ég líst á blikuna. í tilvitnuðu dæmi ætti þá að standa að þér og þessum ungu mönnum litist ekki á blikuna. 2. „ ... og tókst mér að halda tveimur stórgóðum miðherjum alveg niðri, sem varð til þess að við sigruðum leikinn." Hér eru málspjöllin tvenns konar. í fyrsta lagi sigra menn ekki leik. Menn vinna leik og sigra í leik. Einfaldast hefði verið þarna að sleppa orðinu „leikinn". Hitt er notkun til- vísunarfornafnsins sem. Það er svo rétt notað að það vísi til eins orðs og best að það standi því orði sem næst í setning- unni. Hér er sem látið vísa til heillar setningar. Þessi stíl- galli nefnist breiðvísun, mjög álappalegur og alltof algengur. 3. „Ekki er alveg ljóst hversu mikið af laxi þeir hafa stolið u M e ð nokkrum ólíkindum verður að teljast, að menn, sem fást við blaðamennsku, viti ekki að sögnin að stela tek- ur með sér þágufall. Menn stela einhverju, í þessu dæmi var óljóst hversu miklu af laxi þeir höfðu stolið. 4. „Fólk er orðið mun varkárn- ara í þessum málum, en áður var.“ Hér hefur eitthvert auka-n laumast inn í beygingu lýs- ingarorðsins varkár. Það stigbeygist varkár, varkárari, varkárastur. Ef til vill má ætla að n-ið hafi laumast þarna inn fyrir áhrif frá sögninni að kárna. 5. „... En ekki virðist hægt að losna við þessa plágu með því að eitra fyrir henni ... álla- vega sögðu þeir, sem eitruðu fyrir þessu, okkur það ... og að eitranir fyrir henni virtust ekki duga ... er vonlaust að eitra fyrir þessu.“ Þá ættum við að vera farin að vita að vonlaust er að eitra fyrir þessu en stundum hefur verið reynt að eitra fyrir eitthvað, svo sem minka og refi, en ekki að eitra fyrir minkum og refum. 6. „Skoðuðu þeir kumpánar skálann hátt og lágt og létu vel að þeirri starfsemi, sem þar á sér stað.“ Það er nú svo. Ekki er sama hvort við látum vel að ein- hverjum eða af einhverju. Að láta vel að einhverjum felur í sér blíðuhót, en hitt að hrósa einhverju. Miklu máli getur einn stafur skipt. Þorleifur Kolbeinsson hinn ríki á Háeyri var spurður um tengdasoninn Guðmund. Á honum og guði almáttugum er ekki nema eins stafs munur, sagði Þorleifur. Almáttugur guð gerði allt af engu, en Guðmundur tengda- sonur minn gerir allt að engu. 7. „Kindurnar voru verulega aflagðar, en þó voru miklir hagar þarna ennþá." Líklega á að skilja þetta afkáralega lesmál svo, að féð hafi verið farið að leggja talsvert af, enda þótt góð beit væri þarna ennþá. 8. „Kór Fjölbrautaskólans söng undir stjórn Jóhanns Þóris, sem einnig lék undir jólatrénu." Og þá er spurningin: Hvaða hlutverk lék Jóhann Þórir undir jólatrénu? Meira seinna af þessu tagi. Því miður er af nógu að taka. Styrktarfélag blindra: Kaffisala verö- ur í safnaðar- heimili Bústaða- kirkju, ekki í Laugarnesskóla ÞAU meinlegu mistök urðu í blaðinu í gær að kaffisala Foreldra- og styrktarfélags blindra og sjón- skertra sem verður á sunnudaginn var sögð verða í Laugarnesskóla. Hið rétta er að kaffisalan verð- ur í safnaðarheimili Bústaða- kirkju og hefst kl. 15.00. Eru við- komandi beðnir afsökunar á þess- um mistökum, sem urðu vegna þess að markmið kaffisölunnar er að styðja við bakið á starfsemi blindradeildar Laugarnesskóla. Tónleikum frestað TÓNLEIKUM Guðrúnar Sigríðar Friðbjörnsdóttur og Ólafs Vignis Albertssonar, sem vera áttu í Austurbæjarbíói í dag, laugardag- inn 5. febrúar, hefur verið frestað vegna veikinda Guðrúnar Sigríð- ar. MclsiHuhLu)á Imrjum degi! Til sölu einbýlishús 200 fm á tveimur hæöum auk 40 fm bílskúrs. Efri hæð: 2 stofur, 2 svefnherbergi, hol, eldhús, snyrting. Neðri hæð: bað, þvottahús, 2 geymsl- ur, 2 herbergi + 50 fm óráðstafað svæði, er hentar vel sem skrifstofa eða til iðnaðar, þaðan innangengt í bílskúr. Góður lokaður garður. Skiþti á minni eign hugsanleg. Uþþl. í síma 37690. Til sölu Hafnarfjörður. 6 herþ. íþúð 140 fm á 1. hæð við Hjallabraut. 4 svefnherbergi, sér þvottahús á hæð- inni. Laus strax. Gaukshólar. 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Suður svalir. Laus eftir samkomulagi. Hraunbær. 4ra herb. íbúð á 3ju hæð. 3 svefnher- bergi. Suöur svalir. Æskileg skipti á 2ja herb. íbúð. Hamraborg. 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Svalir, bíl- skýli. Skipti á fasteign á Selfossi æskileg. Eignir út á landi. Einbýlishús á Selfossi, Hvera- gerði, Stokkseyri og Höfn í Hornafirði. Bújörð. Til sölu í Borgarfirði á fögrum stað, ásamt bústofni og vélum. Hlunnini lax og silungsveiði. Smábýli. Hef í einkasölu 2 smábýli skammt frá Selfossi. usava FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Helgi Ólafsson, löggildur fasteígnasali. Símí 21155. 9 SIMAR 21150-21370 S01USTJ LARUS Þ VAIDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Til sölu og sýnis auk annarra eigna: Skammt frá Landspítalanum Steinhús, tvær hæöir og kjallari. Grunnfl. um 100 fm. Getur veriö þrjár ibúðir, hentar ennfremur sem verslunar- og/ eöa skrlfstofuhúsnæöi. Ræktuð stór lóö. Rúmgóöur bílskúr. Góð endurnýjuð íbúð við Sigtún 3ja herb. um 75 fm, samþykkt, í kjallara. Nýtt eldhús, nýtt baö, ný teppi. Sér hitaveita. Laus 1. maí. Verð aöeins kr. 950 þús. í reisulegu timburhúsi við Laufásveg 4ra herb. neöri hæö um 90 fm. Sér hitaveita. Hæöin er i endurnýjun. Timburhús í Skerjafirði með 4ra herb. íbúö á hæð og i risi. Eignarlóö. Trjágaröur. Laust strax. Góð íbúð við Ljósheima í lyftuhúsi á 1. hæð um 90 fm. Svalir. Geymsla í kjallara. Góö sameign. Vinsæll staöur. Nýleg og góð við Kríuhóla m/bílskúr 4ra herb. íbúð ofarlega í háhýsi um 100 fm. Tvennar svalir. Bílskúr, 28 fm, fylgir. Fullgerö sameign Frábært útsýni. Með frábæru útsýni yfir Miklatorg 2ja herb. stór og góö ibúð á 4. hæö um 70 fm. Laus strax. Svalir. Rúmgóö geymsla i kjallara. Risherb. fylgir. Engar skuldir. Bjóðum ennfremur til sölu 3ja herb. endurnýjuð ibúö í gamla austurbænum. Allt sér. Útb. aðeins kr. 550 þús. Höfum á skrá fjölmargar aörar íbúðir og fasteignir. Húseign í borginni eða á Nesinu óskast til kaups. Húsið þarf aö vera meö tveim-þrem góöum íbúöum. Ýmiss konar eignaskiþti. Helst við Gnoðarvog — Óskast Sérhæö 100—120 fm. Skipti möguleg á stærri úrvals sérhæö í nágr. Verslunar- og/ eða iðnaðarhúsnæði óskast Æskileg stærö 500—1000 fm. Mikil og góö. Útb. Upplýsingar trúnaö- armál. Ný söluskrá alla daga, heimsend. ALMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370 MARKAÐSÞJONUSTAN « ♦* : x Opiö 1—4 \ \ Kaplaskjólsvegur ♦ ♦ X Kaldakinn ♦ 2ja herb. ca. 50 fm ágæt kjallaraíbúð. T Ösamþykkt. Verö 500 þús. ♦ Bjarnarstígur + Ný íbúö í eldra húsi. Ca. 55 fm, 2ja herb. ♦ Allt nýtt í ibúöinni, hiti, rafm., baö og ♦ eldhús. Verö 750 þús. ♦ Vesturberg ^ 2ja herb ca 65 fm mjög góö ibuö á 5. ♦ hæö i lyftublokk. S-v svalir. Ný teppi. ♦ Verö 850 þús. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ ♦ : ♦ : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ I ♦ ♦ 1! : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : : : : ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : \\ ♦ ■ ♦ ♦ ♦ . ♦ ♦ Frostaskjól 3ja herb. ca. 85 fm nýleg íbúö á jarö- hæö i tvibýli. Verö 980 þús. Vitastígur Hf. 3ja herb. góö risibúö i steinhúsi. Flisa- lagt baö. Rúmgott eldhús. Verö 850 þús. Skálaheiði — Kóp.,. 3ja herb. ca. 90 fm falleg íbúö á jarö- hæö í tvíbýli. Sór inng. Nýtt eldhús, teppi og íbúöin öll nýstandsett. Verö 1 millj. Hringbraut 3ja herb. ca. 85 fm íbúö á 4. hæö i blokk. Ibúöarherb. í risi fylgir. Kaldakinn Hf. 2ja—3ja herb. ca. 80 fm góö ibúö i kjallara. Tvöfalt verksmiöjugler. Ný teppi. Verö 800 þús. Ölduslóð Hf. 3ja herb. íbúö á jaröhæö i 3.býli. Lítur mjög vel út. Bilskúrsréttur. Verö 930 þús. Álfheimar 4ra—5 herb. ca. 120 fm ágæt íbúö á 4. hæö i blokk. Skipti möguleg á minni íbúö helst m. bílskúr og á 1.—2. hæö i Austurborginni. Efstasund 4ra herb. ca. 85 fm skemmtileg og mik- iö endurbætt risibúö i þribýli. Verö 950 þús. Kóngsbakki 4ra herb. ca. 110 fm goö ibuö á 1 hæö. Þvottaherb. innaf eldhusi. Verö 1£50 þús. Leifsgata 4ra til 5 herb. ágæt ibuö á 2. hæö Aöeins ein ibuó a hæöinni. Laus 1. mars Veró 1200 þus. Blikahólar 4ra herb. ca. 117 fm mjög vönduö ibuð a 1. hæö i lyftublokk. Sjónvarpshol. Þvottur á hæóinni. Verö 1250 þus. 4ra herb. ca. 100 fm falleg endaibúö á 1. hæö. Nýstandsett sameign. Verö 1250 þús. Njálsgata 3ja herb. ca. 85 fm miöhæö i járnv. timburhúsi. Tvö íbúðarherb. i kjallara fylgja. Verö 980 þús. Fífusel 4ra herb. ca. 117 fm nýleg ibúö á 1. hæö. Nýtt fallegt eldhús. Verö 1300 þús. Hólmgarður 4ra herb. mjög góö ibúö á efri hæö i tvibýli ásamt tveimur herb. i risi. Verö 1300 þus. Leifsgata 5 herb. ca. 130 fm hæö og rls. Bílskúr fylgir. Verö 1500 þús. Bárugata — Aðalhæð 5 herb. ca. 115 fm ibúó á 1. hæö í fjórbýlissteinhúsi. Góöur bílskúr fylgir. Verö 1550—1600 þús. Njörvasund J 4ra herb. ca. 110 fm neöri sérhæó i ♦ tvibyli. Góöur bilskúr fylgir. Verö 1500 þus. T Hellisgata Hf. ♦ 6 herb. ca. 160 fm mjög góö ibuó á 2 ♦ hæöum i tvibýli. Eignin er mikiö endur- ♦ nyjuó. Bilskúrsréttur. Möguleiki aó taka ^ minni eign upp i kaupverö. Verö 1650 ^ þús. ♦ Timbureinbýli — Hf. X viö Selvogsgötu og viö Reykjavikurveg. T Kjallari, hæö og ris. Bæöi húsin mjög ^ mikiö endurnýjuö. Verö 1450 þús. ♦ Vesturgata X Járnklætt timburhús, alls um 120 fm, á J 2 hæöum og meö 2 íbuðum. Verö 1150 T þus. + Granaskjól — Einbýli X Ca. 230 fm á tveimur hæöum auk 70 fm ♦ i kjallara, innbyggöur bilskur. Húsiö er glerjaö meö þaki og pussaó aö utan. Alveg ókláraó aö innan. Verölaunaeikn- ing. Skipti a fullgeróri eign koma til greina. Bollagarðar Stórglæsilegt raöhus. alls um 260 fm. m/innb. bilskur. Sauna. Tveir arnar. Vandaöar innrettingar. Ymis eignaskipti möguleg. Veró 3—3.5 millj. Akranes 4ra herb. ca. 100 fm mjög goö efri hæö i tvibyli. Ser inngangur. Laus 1. júni. Verö 700 þus. t OSKUM EFTIR ÖLLUM STÆRÐUM j ♦ EIGNA Á SÖLUSKRÁ. : m ItrijTwl 3»l 11» Góóan daginn! ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.