Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 32. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR
&e#múffaútí!b
32. tbl. 70. árg.
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sharon neitar að
draga sig í hlé
— nefndarálit segir hann bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Líbanon í september
Jerúsalem, 8. febrúar. AP.
RANNSÓKNARNEFNDIN sem skipuð var til að rannsaka aðdraganda og
ábyrgð á fjöldamorðunum í Beirút í september skilaði áliti sínu í gær. Kom
þar fram áskorun að Ariel Sharon varnarmálaráðherra yrði sviptur embætti
þar sem hann hefði gerst sekur um stórkostleg afglöp í starfi sínu að koma
ekki í veg fyrir fjöldamorðin. Forsætisráðherran Menachem Begin, slapp eftir
atvikum vel, nefndin sakaði hann „einungis" um afskiptaleysi í málinu og
með því hafi hann stuðlað að stjórnmálalegri óvissu í landinu.
Shamir einnig víttur
Shamir utanríkisráðherra var
einnig víttur fyrir kæruleysi í
málinu, auk tveggja ísraelskra
herforingja, sem staðsettir voru í
Beirút er morðin voru framin.
Annar þeirra var Raphael Eytan
hershöfðingi og vítur sínar fékk
hann vegna þess að hann hefði
getað komið í veg fyrir að falang-
istarnir líbönsku sem morðin
frömdu, kæmust inn í flótta-
mannabúðirnar, auk þess sem
hann hefði getað látið hermenn
sína flæma þá út þaðan eftir að
morðin hófust. Nefndin sakaði þó
ráðherrana og hershöfðingjana í
versta falli um alvarleg afglöp, ís-
raelski herinn hafi í engu átt þátt
í morðunum og Sharon sjálfur
hafi engin tök haft á því að stöðva
hryðjuverkin eftir að þau voru
byrjuð á annað borð. Nefndin
sagði að hún hefði mælt með
brottrekstri Eytans úr embætti ef
hann ætti ekki að fara hvort eð er
á eftirlaun í apríl. Hinn hershöfð-
inginn sem um ræðir er Yehoshua
Saguy,  yfirmaður  leyniþjónustu
hersins.
Sharon neitar að segja af sér
ísraelska stjórnin settist þegar
á skyndifund er skýrslan hafði
verið birt og sat hún á lokuðum
tveggja stunda fundi í gær. Ekkert
var látið uppi opinberlega um út-
komu fundarins, sem framhaldið
verður í dag. Otvarpið í ísrael las
hins vegar fréttir þess eðlis, að
Sharon neitaði ákaft að segja af
sér. Hann neitaði því einnig að
hverfa úr embætti sínu í annað
ráðherrasæti. Shamir utanríkis-
ráðherra, sem hefur verið í opin-
berri heimsókn í Vestur-Þýska-
landi síðustu daga, lét hafa þar
eftir sér að hann myndi heldur
ekki segja af sér. „Til hvers ætti
ég að gera það," sagði Shamir við
fréttamenn og brosti. Einn tals-
manna stjórnarliða sagði í gær, að
Begin myndi aldrei krefjast þess
af Sharon að hann segði af sér,
„nefndarálitið er ekki iög þó auð-
vitað   mótist   almenningsálitið
mjög af því," sagði talsmaðurinn.
Sjálfur lét Begin ekkert hafa eftir
sér í gær.
Talsverð pólitísk óvissa ríkir nú
í ísrael, stjórnarandstaðan hefur
brugðist nokkuð harkalega við.
Kommúnistaflokkurinn hefur lagt
til að vantrauststillaga verði lögð
fram í næstu viku og Verka-
mannaflokkurinn hefur kvatt
stjórnina alla til að segja af sér
umsvifalaust. Minni kraftur er þó
í viðbrögðum þeirra en vænta
mátti og er það talið stafa af því
að stjórnarandstöðuflokkarnir
óttast að stjórn Begins yrði endur-
kjörin þar sem fjöldi ísraela skil-
ur ekki hvers vegna ísrael beri
ábyrgð á því að arabar myrði ara-
ba. Viðbrögð almennings endur-
spegluðu þetta, fólk flykktist
talsvert út á götur, ýmist til að
hvetja stjórnina til uppsagnar,
eða til að láta í ijósi samúð með
Sharon.
„Þeir seku eru
ekki fordæmdir"
Yasser Arafat, leiðtogi frelsis-
fylkingar Palestínumanna, sagði í
gær að niðurstöður nefndarinnar
væru merkilegar, en hann hefði
viljað að þær væru afdráttarlaus-
ari, „þær eru ekki tæmandi, þeir
seku eru ekki fordæmdir," sagði
Arafat. Hann bætti því einnig við,
að alþjóðadómstóll ætti nú að taka
við málinu og fylgja því eftir.
Bandarísk stjórnvöld tjáðu sig
ekki um skýrsluna í gær. Larry
Speakes, blaðafulltrúi Hvíta húss-
ins, sagði þetta innanríkismál við-
komandi landa og því neitaði hann
að tjá sig fyrir hönd yfirmanna
sinna. Charles Percy, öldunga-
deildarþingmaður, fagnaði niður-
stöðunum og sagði þær benda til
þess að lýðræðið væri þrátt fyrir
allt í blóma í ísrael. Aðrir þing-
menn í Bandaríkjunum töldu sam-
skipti Bandaríkjanna og ísraels
hæglega geta versnað í kjölfar
þessa atburðar ef ekki kæmi til
uppstokkun í stjórn Begins.
Sjá nánar: „Hættan á fjöldamorð-
um ..." bls. 22 og 23.
Ariel Sharon, gengur af fundi með Menachem Begin
forsætisráðherra í gær.
Andstæðingar stjórnarinnar á götu úti í Jerúsalem. Á spjöldum þeirra standa ókvæðisorð
um þá Sharon og Begin.
Áttræðir og tíu ára
gamlir  stríðsfangar
Nikósiu. Kýpur, 8. feb. Al'.
HIN opinbera fréttastofa írans-
stjórnarinnar sagði í gær, að íransk-
ar hersveitir hafi haldið sókn sinni
áfram í gær og náð á sitt vald 50
ferkflómetrum skammt frá borginni
Fakhe í suðurhluta írans. I>etta er
þriðji dagurinn í röð sem íranir
sækja fram á þessum vígstöðvum og
samkvæmt   talsmönnum   hersins
hafa þeir náð alls 300 ferkflómetrum
á sitt vald.
írakar segja á hinn bóginn að
þeir hafi stöðvað framrás íranska
hersins og Iranir hafi beðið um-
talsvert afhroð og þeir hafi ekki
náð einum einasta sentimetra af
umráðasvæði íraks.
Sókn Irana virðist miða að því
að ná Baghdad-Basra-umferðar-
æðinni og borginni Al Amara, sem
þykir hernaðarlega mikilvæg.
Mannfall hefur verið mikið þó
ekki sé hægt að fullyrða um tölur.
írakar segjast hafa fellt 6.894 fr-
ani og þar af hafi verið margir
strákar eigi eldri en 10—12 ára
gamlir og áttræðir menn hafi ver-
ið teknir höndum í einkennisbún-
ingum. íranir segjast hins vegar
hafa fellt yfir 800 hermenn Iraka
og sært að auki marga fleiri. Báðir
aðilar segja eins og venjulega töl-
ur hvors annars stórlega ýktar.
Liðsafnaður írana er hins vegar
sagður mikill, írakar segja þá
hafa safnað saman um 150.000
hermönnum á 483 kílómetra lang-
ri víglínunni.
Lockheed-
málið tók
óvænta
stefnu
Tókýo, S.febrúar. Al\
Mútuhneykslismálið mikla í
Japan árið 1977, sem kennt var við
Lockheed-flugvélaverksmiðjurnar
bandarísku, tók óvænta stefnu í
gær, er fyrrum náinn samstarfs-
maður Kakuei Tanaka fyrrum for-
sætisráðherra viðurkenndi að hafa
tekið við „framlögum" upp á 2,1
milljón dollara. 1 yfirheyrslum árið
1980 neitaði þessi sami maður að
hafa tekið við einu eða neinu.
Réttarhöldin hófust yfir Tan-
aka árið 1979, hann var sakaður
um að hafa tekið við stórum pen-
ingagjöfum frá Lockheed gegn
þvi að mæla innan ríkisstjórnar-
innar með kaupum á flugvélum
fyrirtækisins. Játning Toshio
Enomoto, en svo heitir umrædd-
ur samstarfsmaður Tanaka,
kemur 13 dögum eftir að sækj-
andinn í málinu hafði lokið við
að leggja fram málsókn sína.
Sækjandinn krafðist þess að
Tanaka yrði dæmdur í fimm ára
fangelsi, Enomoto í eins árs
fangelsi.
Enomoto sagðist svo frá í gær,
að hann hefði ekki vitað betur en
að peningarnir sem hann tók við
hafi verið annað eða meira en
venjuleg pólitísk framlög frá
stuðningsmönnum  Tanaka.
Tanaka situr enn á
þingi og er mjög áhrifamikill.
Víetnamar
undirbúa
nýja sókn
Itangkok. Thailandi, 8. febrúar. \\\
MILLI 2.000 og 3.000 víetnamskir her-
menn hafa umkringt þúsundir
óbreyttra borgara og skæruliða útlaga-
stjórnar Kambódíu skammt frá landa-
mærum Kambódíu og Thailands, að
því er talsmaður hersljórnar Thailands
sagði í gær. Aðeins fáir dagar eru síöan
Víetnamar lögðu í rúst flóttamanna- og
andspyrnubúðirnar Nong Chan. Víet-
namska herliðið hefur sér til trausts og
halds fjölda skriðdreka og fallbyssa,
auk fjölmenns varaliðs.
Til þessa hafa Víetnamarnir farið
sér rólega, en útlit er fyrir, að því er
fregnir herma, að þeir séu að búa sig
undir árás og innan seilingar þeirra
eru 57.000 kambódískir flóttamenn
og um 5.000 skæruliðar úr Son
Sann-armi útlagastjórnarinnar. í
fjögur ár hafa Víetnamarnir freistað
þess að brjóta á bak aftur and-
spyrnuöfl gegn stjórn þeirri er þeir
komu á fót i Kambódíu eftir innrás-
ina árið 1978. Tala kambódísku
skæruliðanna er talin vera um 40.000
og þeir standa frammi fyrir 180.000
manna liði Víetnama auk 25.000
stjórnarhermanna leppstjornarinn-
ar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48