Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 35. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR OG LESBÓK
35. tbl. 70. árg.
LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaösins
Framlög aukin
um tæplega 50%
YYashington, II. febrúar. AP.
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR stærstu ríkja heimsins komust eftir sannkallao-
an maraþonfund ad samkomulagi um að auka framiög um 47,5% í sjóð til
hjálpar ríkjum, sem illa eru á vegi stödd fjárhagslega, að því er talsmenn
Alþjióðagjaldeyrissjóðsins sögðu í dag.
Ákvörðun þessi hefur í för með
sér 31 milljarðs dollara aukningu í
sjóðinn og hefur hann nú 98 millj-
arða dollara til umráða. Alls eiga
146 þjóðir aðild að honum. Sjóður
þessi hefur gegnt mikilvægu hlut-
verki undanfarið ár og lán úr hon-
um til  handa fjárhagslega bág-
Bretland:
Verðbólgan
niður í 4,9%
Lundúnum, II. febrúar. AP.
VERÐBÓLGAN var í janúar
iægri í Bretlandi en hún hefur
verið um 13 ára skeið. Hún var
þá 4,9% á ársgrundvelli og hafði
lækkað um hálft prósentustig frá
því í desember.
Aðalmarkmið ríkisstjórnar
Margaretar Thatcher var að
vinna bug á verðbólgunni. Ári
eftir að stjórn hennar tók við
völdum, í maí 1980, var verð-
bólgan komin í 21,9%.
Eitt skyggir þó á árangurinn
í baráttunni við verðbólguna
og það er meira atvinnuleysi en
þekkst hefur í Bretlandi frá því
í kreppunni á fjórða ára-
tugnum. Nú munu 3,2 milljónir
manna vera á atvinnuleysis-
skrá, eða um 13,8% allra
vinnufærra manna.
stoddum þjóðum hafa komið í veg
fyrir efnahagslegt hrun og kreppu
í mörgum löndum.
Bandaríkjamenn leggja mest af
mörkum í þennan hjálparsjóð og
samkvæmt ákvörðuninni koma 6,3
milljarðar dollara í þeirra hlut.
Hugsanlegt er talið, að Banda-
ríkjaþing verði tregt til að sam-
þykkja þessa aukningu, þar sem
halli á fjárlögum Bandaríkja-
manna sjálfra hefur aldrri verið
meiri en nú.
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins hafnaði beiðni fulltrúa fátæk-
ari ríkja heims um 100% aukn-
ingu framlaga á þeim forsendum,
að slík aukning væri ríkari þjóð-
um heims um megn í ljósi núver-
andi efnahagsástands.
Ariel Sharon gengur til hádegisverðar umkringdur lögreglu og öryggisvörðum. í baksýn eru mótmælendur.
Simamvnd AP.
Sharon segir af sér, en
verður áfram í stjórninni
Tel Aviv, II. ferbúar. AP.
ARIEL  SHARON,   varnarmálaráð-
herra ísraels, hefur tilkynnt afsögn
sína úr embætti frá og með mánu-
degi. Hann verður þó áfram í rfkis-
stjórn Menachem Begins. Sagðist
Sharon líta svo á, sem málinu væri
þar með lokið hvað hann snerti.
Hann mun á mánudag kveðja yfir-
menn hersins og samstarfsmenn
sína í ráðuneytinu.
Ákvörðun þessi hefur kallað á
mótmæli frá stjórnarandstöðunni
í tsrael, sem segir Begin með
þessu ekki fylgja niðurstöðum
rannsóknarnefndarinnar, eins og
hann hafði sagst mundu gera.
Leiðtogar lýðræðislega umbóta-
flokksins (Shinui) tilkynntu í dag,
að þeir hygðust bera fram van-
trauststillögu á stjórn Begins í
þinginu í næstu viku.
Vangaveltur um eftirmann
Sharons  í  embætti  varnarmála-
ráðherra benda til þess, að það
verði Moshe Arens, núverandi
sendiherra ísraela í Bandaríkjun-
um. Hann gekk hvað harðast fram
í baráttunni fyrir því, að friðar-
sáttmálinn við Egypta yrði ekki
undirritaður á sínum tíma. Seint í
kvöld bárust óstaðfestar fregnir
frá Washington um að honum
hefði verið boðið embættið. Út-
varpið í Tel Aviv skýrði frá því í
dag, að Arens væri efstur á óska-
lista Begins.
Frelsissamtök Palestínumanna,
PLO, fögnuðu í dag afsögn Aríel
Sharons, en undirstrikuðu, að
brottför Begins yrði að fylgja í
kjölfarið til að réttlætinu yrði
fullnægt. „Annar hryðjuverkatví-
buranna er fallinn," sagði  í til-
kynningu frá samtökunum, „og nú
er hinn einungis eftir."
Útvarpið í Kairó skýrði frá því í
dag, að afsögn Sharons væri bein
fordæming og viðurkenning á at-
hæfi tsraela í Líbanon. Þá sagði
einnig, að afsögnin væri stjórn-
arstefnu Begins verulegt áfall og
græfi undan stoðum hersins í aug-
um almennings, jafnt í ísrael sem
um allan heim.
Pierre Gemayel, faðir Gemayel
forseta og leiðtogi Falangista-
flokksins í Líbanon neitaði því í
viðtali, sem birt var í dag, að her-
menn flokksins ættu nokkra sök á
fjöldamorðunum í september.
Sagði hann, að engir nema villidýr
gætu gert sig seka um þvílíkt at-
hæfi og að engin slík væru innan
raða flokks hans.
Einhver umfangsmestu fjöldamorð í sögu Bretlands:
Skipulögð leit hafin að
13—14 líkum til viðbótar
I unilunum, II. rebrúar. AP.
Símamynd AP.
Lögreglumenn bera burt í kistu Ifkamsleifar, sem fundust í húsi einu í
Muswell Hill-hverfinu í Lundúnum.
LOGREGLAN í Lundúnum skýrði frá því í dag, að hafin væri skipuleg leit að
13-14 líkum manna, sem talin eru fórnarlömb einhverra mestu fjöldamorða,
sem sögur fara af í Bretlandi. Þegar hafa þrjú lík fundist í Mushwell
Hill-hverfinu í Lundúnum.
Talsmaður Scotland Yard stað-
festi í dag, að fórnarlömb morð-
ingjans væru a.m.k. 17 talsins.
Hafði morðinginn þann hátt á, að
hann kyrkti fórnarlömbin, hlutaði
þau í sundur og sauð síðan.
Lögreglan hefur haft hendur í
hári manns, Bennie Andrew Wil-
son, 37 ára gömlum starfsmanni
við atvinnumiðlun, sem talinn er
vera morðinginn. Formleg ákæra
á hendur honum var lögð fram i
kvöld og verður hún birt opinber-
lega á morgun, laugardag. Játning
hans liggur ekki fyrir.
Líkin þrjú uppgötvuðust þegar
pípulagningamaður, sem kallaður
var á vettvang til að kanna hvað
ylli undarlegri lykt upp úr niður-
falli í húsi einu, dró fram í dags-
ljósið líkamsleifar. Við nánari
rannsókn lögreglumanna í kjölfar
þessa í morgun fundust frekari
líkamsleifar í dragkistu í húsinu.
Breska fréttastofan Press As-
sociated segir handiekna manninn
hafa verið leigjanda í umræddu
húsi. Maður þessi mun eitt sinn
hafa verið í lögregluskóla, en hef-
ur undanfarið starfað við atvinnu-
miðlun eins og fyrr segir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48