Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 40. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR
40. tbl. 70. árg.
FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1983
Prentsmiöja Morgunblaðsins
Forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, og frú Vala Thoroddsen í hádegisverðarboði hjá Ingiríði ekkjudrottningu í Amalíuborg í gær, ásamt
forsætisráðherrahjónum Dana, Poul og Lisbeth Schliiter. Ingiríður gegnir ríkisstjórastarfi í fjarveru Margrétar drottningar. Sjá í miðopnu „Danir
bjartsýnni nú en áður um stöðu efnahagsmála". Og ennfremur: íslenzkir landvættir taka dönskum vinum og frændum með útbreiddan faðminn.
Ljósm. Nordfoto.
Pólland:
Dómar í mál-
um Sam-
stöðumanna
Varsjá, 17. febrúar. Al\
HERDÓMSTÓLL í Varsjá kvað í dag
upp dóma vfir níu mönnum, sem stóðu
að baki „l tvarpi Samstöðu", og hljóð-
aði þyngsti dómurinn upp á fjögur og
hálft ár í fangelsi. I'vkja dómarnir
vægari en búist var við og saksóknar-
inn hafði krafist.
„Útvarp Samstöðu" hóf sendingar
á síðasta ári, fjórum mánuðum eftir
að herlög voru sett í Póllandi. Sak-
borningarnir níu voru allir hand-
teknir á síðasta ári og lögðust þá
sendingar niður en þær voru aftur
teknar upp 24. janúar sl. þegar rétt-
arhöldin yfir mönnunum hófust.
Zbigniew Romaszewski, sem sagð-
ur var foringi Samstöðumannanna,
var dæmdur í fjögurra og hálfs árs
fangelsi og kona hans, Irena, í
þriggja ára fangelsi. Aðrir fengu
vægari dóma og þrír skilorðsbund-
inn dóm.
Francis Pym, utanríkisráðherra Breta:
Vestur-Evrópa verður
að tryggia varnir sínar
lloustnn, Washington, 17. fehrúar. Al'.
FRANCIS Pym, utanríkisrádherra Breta, sagdi í gær, að
Vestur-Evrópubúar yröu aö bæta hervarnir sínar og venja sig
af því aö treysta eingöngu á Bandaríkjamenn í þeim efnum.
Hann sagöi útilokað, að Rússar myndu semja við Vesturveld-
in iim meðaldrægar eldflaugar á meðan í það stefni, að
andstæðingar kjarnorkuvarna á Vesturlöndum tryggi útkom-
una „ekkert fyrir okkur en eitthvað fyrir þá".
„Það er því miður svo, að ein-
hliða aðgerðir í afvopnunarmál-
um auka ekki friðarlíkurnar, þær
ýta undir ófriðarhættuna," sagði
Pym. Hann lagði áherslu á, að
hugsjón Atlantshafsbandalags-
ins væri ekki að fara í stríð, held-
ur koma í veg fyrir það. „Þess
vegna verðum við að axla þær
byrðar, sem vörnunum fylgja.
Aðrir munu ekki verða til að
bera þær fyrir okkur."
Reagan, Bandaríkjaforseti, ít-
rekaði í gær fyrri tillögur um
brottflutning allra kjarnorku-
vopna frá Evrópu en kvaðst um
leið fús til að kanna allar
„raunhæfar"   tillögur   Sovét-
manna. Hann sagði þó Sovét-
menn ekki hafa lagt fram slíkar
tillögur enn sem komið væri.
Reagan sagði ennfremur, að það
yrði mikið áfall fyrir framgang
afvopnunarviðræðnanna      ef
Vestur-Þjóðverjar neituðu að
koma fyrir meðaldrægum eld-
flaugum í landi sínu. Ef svo færi
hefðu Sovétmenn ekki um neitt
að semja lengur við Vesturveldin
og gætu ógnað Vestur-Evrópu
með svo mörgum kjarnorku-
flaugum sem þá lysti.
Hans-Jochen Vogel, kanslara-
efni vestur-þýskra jafnaðar-
manna, sagði í Bonn í dag, að
flokkur sinn væri andvígur
„sjálfvirkri" staðsetningu eld-
flauga í Vestur-Þýskalandi og
væri því aðeins hlynntur henni,
að samningar við Sovétmenn
bæru engan árangur. Tass-
fréttastofan rússneska sakaði
Reagan í dag um að vera að
reyna að villa um fyrir fólki með
því að segjast fús til að ræða til-
lögur Sovétmanna. Hún sagði
einnig, að Reagan hefði gerst
sekur um „augljósa íhlutun í
vestur-þýsk innanríkismál" með
ummælum sínum um meðal-
drægu eldflaugarnar, sem fyrir-
hugað er að koma upp þar.
Austur-Þýskaland:
Herferð gegn
friðarsinnum
t'rankfurt, 17. fcbrúar. Al\
YFIRVÖLD í Austur-Þýskalandi hafa
skorið upp herór gegn friðarsinnum
innan austur-þýsku mótmælenda-
kirkjunnar og hafa handtekið a.m.k.
14 manns, að því er vestur-þýska
blaðið Frankfurter Allgemeine skýrði
frá í dag.
Þessar upplýsingar koma fram í
bréfi 18 „kristinna Austur-Þjóð-
verja", sem smyglað hefur verið út
úr Austur-Þýskalandi og komið í
hendur embættismanna vestur-
þýsku mótmælendakirkjunnar.
„Við biðjum fyrir þeim, sem hafa
verið fangelsaðir hér," segir í bréf-
inu, „og leitum hjálpar fyrir ætt-
ingja þeirra." Bréfritararnir gagn-
rýna einnig yfirvöld kirkjunnar í
Austur-Þýskalandi fyrir að hafa
ekki tekið einarðari afstöðu í bar-
áttunni fyrir friði.
í bréfinu segir einnig, að Roland
Jahn, listamaður í Jena, sem hand-
tekinn var í september sl. fyrir að
hjóla um með pólska fánann og
fyrir að hafa málað „óviðunandi"
myndir, hafi í síðasta mánuði verið
dæmdur í 22 mánaða fangelsi.
Friðarhreyfingin í Austur-
Þýskalandi sækir einkum styrk
sinn til kirkjunnar og hefur það að
einkunnarorðum „að smíða plóg-
járn úr sverðunum".
Khadafy segist ætl
að verja Sidra-flóa
Trinoli. I.íhvu. 17. fehrúar. Al\                                                            ¦  oo,,1,>;,,;,,!.....,,-  I,.......**:..
Tripuli, l.ilini. 17. fehrúar. Al.
MOAMMÁR Khadafy, Líbýuleiðtogi, hótaði því í dag, að komið yrði í veg
fyrir, að bandarísk herskip sigldu inn í Sidra flóa, sem gengur inn í Líbýu, en
í gær skýrði talsmaður Bandaríkjaforseta frá því, að flugvélamóðurskipið
Nimitz og fylgiskip þess stefndu í átt til flóans
Larry Speakes, talsmaður Reag
ans, og heimildir innan Pentagon
skýrðu frá því í gær, að Nimitz og
fylgiskip þess væru á siglingu
fyrir utan Sidra-flóa og fyrr hafði
Bandaríkjastjórn tilkynnt ríkis-
stjórnum landanna við Miðjarð-
arhaf, að flugæfingar yrðu haldn-
ar yfir Sidra-flóa dagana 14.—19.
febrúar. Á fundi, sem Reagan hélt
með  blaðamönnum  í  gær,  bar
hann þó á móti því, að nokkuð
fréttnæmt væri við ferðir banda-
rísku herskipanna nú.
Sagt er, að ferðir bandarísku
herskipanna eigi að vera Líbýu-
mönnum nokkur aðvörun og vega
upp á móti miklum viðbúnaði
flugflota þeirra við landamærin
við Súdan. Bandaríkjamenn hafa í
sama skyni sent ratsjárflugvélar
til Egyptalands og fréttir voru um
sameiginlegar heræfingar þeirra
og Egypta. Því neita þó Egyptar.
„Við munum ekki leyfa Banda-
ríkjamönnum eða öðrum aðgang
að Sidra-flóa og Líbýumenn eru
reiðubúnir að verja land sitt, haf-
svæðin og lofthelgina," sagði
Khadafy í dag. í ágúst 1981 skutu
bandariskar herþotur niður tvær
líbýskar flugvélar, sem réðust á
þær bandarísku þegar þær voru að
æfingum yfir flóanum. Líbýu-
menn gera tilkall til 100 mílna
siglingalandhelgi sums staðar en
Bandaríkjamenn viðurkenna að-
eins þrjár mílur.
Ástralíumenn
berjast nú harðri
baráttu við gíf-
urlega kjarrelda,
sem þegar hafa
kostað um 70
manns     lífið.
Fjöldi þorpa hef-
ur brunnið til
ösku og þúsund-
ir manna misst
heimili sín. Þessi
hjón standa á
kulnuðum rúst-
um heimilis síns
og leita styrks
hvort hjá öðru.
— Sjá bls. 14.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32