Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 41. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR OG LESBÓK
41. tbl. 70. árg.
LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Efnt til mótmæla
á ný í Póllandi
Varsjá, 18. febrúar. AP.
MILLI eitt og tvö þúsund ungmenni efndu til mótmælagöngu í Kraká í
dag, eftir aö hafa sótt guðsþjónustu. Gangan var til að minnast þess, að í
dag voru tvö ár liðin frá því hin óháðu stúdentasamtök landsins voru
formlega bönnuð í landinu. Þetta er þriðja mótmælagangan á einni viku í
Póllandi eftir að allt hafði verið með kyrrum kjörum í landinu í þrjá
mánuði.
Eftir guðsþjónustuna gengu
stúdentarnir í breiðfylkingu niður
í gamla borgarhlutann i Kraká og
hrópuðu ókvæðisorð í garð stjórn-
valda. Flestir úr hópnum héldu til
síns heima eftir nokkurra mín-
útna göngu, en um 600 manns
héldu göngunni áfram og dreifð-
ust um hin ýmsu borgarhverfi.
Lögregla var kvödd á vettvang til
þess að tvístra hópnum. Ekki kom
til alvarlegra árekstra.
Lögregla beitti kylfum og tára-
gasi á sunnudag til þess að hrekja
Khadafy með
liðsöfnuð
Kairó, 18. fcbrúar. Al'.
ÚTVARPIÐ í Súdan birti í kvöld
frétt þar sem sagði, að stjórnvöld
landsins hefðu þungar áhyggjur
vegna liðssafnaðar Líbýumanna
við landamæri ríkjanna.
Sagði í fréttinni, að Líbýu-
menn hefðu komið fyrir mikl-
um herafla, auk fjölda orrustu-
flugvéla og annars vopnabún-
aðar, við landamæri Chad og
Súdan. Þá bárust í kvöld fregn-
ir af liðsflutningum Egypta til
suðurhluta landsins til að vera
við öllu búnir ef Líbýumenn
ætluðu sér að ráðast til atlögu.
f framhaldi af þessari frétt
var frá því skýrt, að leyniþjón-
usta landsins hefði komið upp
um undirróðursflokk, sem
starfaði eftir fyrirmælum frá
Khadafy,   leiðtoga   Líbýu-
á brott hóp tæplega 2.000 mót-
mælenda í miðborg Varsjár. Tals-
maður stjórnarinnar neitaði því á
hinn bóginn í viðtali við frétta-
menn, að valdi hefði verið beitt.
Hann staðfesti hins vegar, að efnt
hefði verið til friðsamlegra mót-
mæla.
Pólsk yfirvöld leita nú dyrum
og dyngjum að einum stjórnenda
útvarpsstöðvar Samstöðu. Dómar
voru í gær kveðnir upp yfir einum
yfirmanna stöðvarinnar og átta
samstarfsmönnum hans. Voru
dómarnir almennt fremur vægir.
Hafa yfirvöld lýst yfir ánægju
sinni með árangurinn af aðgerð-
um sínum gegn þeim meðlimum
Samstöðu, sem hafast við í felum.
Mynd smellt af hennar hátign
Símamynd AP.
Elísabet II Bretadrottning er nú á ferðalagi um Mið-Ameríku. Mynd þessi var tekin í gær á Cayman-eyj-
um er skólabörn fögnuðu komu hennar. Eins og sjá má notuðu sum barnanna tækifærið til að smella
mynd af hennar hátign, enda hreint ekki á hverjum degi sem drottningin kemur í heimsókn.
Bráðabirgðasamkomulag tókst fyrir tilstilli Philip Habib:
Brottflutningur erlendra
herja hefet í byrjun mars
Heirúl, 18. Iibruar  Al'.
VIÐRÆÐUFULLTRÚAR ísraela og Líbana náðu í dag fyrir tilstilli Philip
Habib, sérlegs sendifulltrúa Bandaríkjamanna í Miðausturlödnum,
bráðabirgðasamkomulagi um fyrsta hluta brottflutnings erlends herliðs
frá Líbanon.
Samkvæmt samkomulaginu I Heimildir innan líbönsku ríkis-
munu fyrstu hermennirnir yfir- stjórnarinnar hermdu í dag, að
gefa  Líbanon  í  byrjun  mars. | fyrstu  ísraelsku  hermennirnir
Verðstríð og undirboð af-
leiðing verðlækkunar BNOC?
Lundúnum, 18. febrúar. Al*.
OLÍUSÉRFRÆÐINGAR líta nú
margir hverjir svo á, að breska ríkis-
olíufélagið, BNOC, hafí stigið fyrsta
skrefið í væntanlegu olíuverðstrfði
með tilkynningu sinni um 3 dollara
verðlækkun á hverri tunnu í dag.
Verð á hverri tunnu er nú komið
niður í 30,50 dollara. Telja sérfræð-
ingarnir, að þess verði ekki langt að
biða að verð á olíu lækki niður í 25
dollara.
Talsmaður BNOC sagði á hinn
bóginn, að með þessari tillögu
væri BNOC ekki að reyna að koma
af stað verðhruni, hvað þá heldur
að ögra keppinautum sínum á
markaðnum. Bandarísk olíufélög
hefðu nú þegar lækkað verðið
niður í 30 dollara tunnuna og með
þessari tillögu væri aðeins verið
að endurspegla markaðsástandið í
dag.
Olíumálaráðherra Kuwait var-
aði Breta við í dag og sagðist vita
til þess, að a.m.k. tvö olíuútflutn-
ingsríki innan OPEC hygðu á und-
irboð. Sagði ráðherrann, að hann
hefði haft spurnir af því að þessar
tvær þjóðir hefðu þegar hafið
samningaviðræður í þessum efn-
um, en nefndi ekki hverjar þær
væru.
„Þessi hættulega ákvörðun hef-
ur það í för með sér, að þessar
tvær þjóðir hafa svipt sig öllum
rétti til samningaviðræðna við
önnur aðildarríki innan OPEC um
34 dollara grunnverð samtak-
anna," sagði ráðherrann.
Athyglin beinist einkum að
fjórum þjóðum innan OPEC; Níg-
eríu, íran, Alsír og Líbýu. Þá bár-
ust fregnir frá Qatar þess efnis, að
viðræður hefðu þegar hafist á
milli OPEC-ríkjanna við Persa-
flóa um sameiginlega verðlækkun
á hráolíu.
Síðar í dag barst frétt frá
norska ríkisolíufélaginu, Statoil,
um að það hygðist fara að dæmi
BNOC og lækka olíuverð um
3—3,50 dollara á næstunni, eftir
því hvort olían væri seld beint um
borð í tankskip eða siglt með hana
til kaupandans.
myndu færa sig frá miðhálendinu
niður að ströndinni í nágrenni
Beirút. Á sama tíma myndu her-
menn Palestínumanna og Sýrlend-
inga færa sig um set frá fjöllunum
niður í Bekaa-dalinn í austurhluta
landsins.
Aðstoðarmaður Habib, Morris
Draper, fór í sérlega sendiferð í
gærkvöldi til Beirút til þess að
skýra þarlendum ráðamönnum frá
hugmyndum Habib. Gemayel, for-
seti, gaf þá samþykki sitt fyrir
hönd Líbana að því gefnu, að
fyrsti hluti brottflutningsins væri
hluti stærri áætlunar um brott-
flutning alls ísraelsks herliðs frá
landinu. Alls munu nú vera um
60.000 israelskir hermenn í Líban-
on.
Habib hyggur á för til Sýrlands
í næstu viku til þess að tryggja
samþykki forsetans, Hafez Assad,
fyrir brottflutningi herliðs þeirra
frá Líbanon. Þá er talið, að full-
trúar Líbanonstjórnar fari á sama
tíma til herstöðva Arababanda-
lagsins í Túnis til þess að eiga
samningaviðræður við ráðamenn
PLO um brottflutning þeirra her-
liðs.
----------------» ? *—i-----------
V-Þýskaland:
Sovéskur njósn-
ari handtekinn
Karlsruhe, Vestur-I>ýskalandi,
18. febrúar. AP.
VESTUR-ÞÝSKA innanríkisráðu-
neytið skýrði frá því í dag, að sóv-
éskur viðskiptafulltrúi hefði verið
handtekinn og sakaður um njósnir.
Um leið og þetta var tilkynnt
var sú fregn þýskra blaða, að
Rússinn væri aðeins einn hlekkur
í viðtækri njósnakeðju, borin til
baka. Ráðuneytið vildi að öðru
\eyti ekkert tjá sig um mál þetta.
Verði fulltrúinn sekur fundinn á
hann yfir höfði sér allt að 10 ára
fangelsisdóm.
Enn átök unglinga og íögreglu í Nörrebro:
Lögreglumaður
slasaöist illa
Lögreglumenn leiða hér unglinga brott í kjölfar átaka í Nbrrebro-hverf-
inu.
Kaupmannahöfn, 18. febrúar. Al'.
LÖGREGLUMAÐUR kjálkabrotn-
aði í nótt þegar múrsteini var kast-
að að honum þegar til átaka kom á
ný á niilli lögreglu og ungs fólks,
sem reyndi að yfirtaka auða bygg-
ingu f Nörrebro-hverfinu.
Átökin upphófust seint í gær-
kvöldi þegar 100 óeirðalögreglu-
menn ráku hóp unglinga úr húsi,
sem þeir höfðu tekið sér bólfestu
í. Að þessu sinni var húsið ekki
með öllu autt því nokkrir ein-
staklingar höfðu þar búsetu. Neit-
uðu unglingarnir að yfirgefa það
þrátt fyrir beiðni íbúanna, sem
kólluðu á hjálp lögreglu þegar
sýnt þótti, að hópnum yrði ekki
hnikað til.
Færðust átökin út á nærliggj-
andi götur í nótt og hlutu nokkrir
unglinganna talsverð meiðsl í lát-
unum. Sumir voru vart meira en
12 ára gamlir. Yfir 20 voru hand-
teknir. Sjónarvottar segja, að
unglingarnir hafi brotið meira en
100 rúður í bönkum og verslunum
á Nörrebrogade og ennfremur að
tveir lögreglubílar hafi verið stór-
skemmdir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48