Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 42. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						88 SIÐUR
42. tbl. 70. árg.
SUNNUDAGUR 20. FEBRUAR 1983
Prentsmidja Morgunblaösins
Bretar og Nord-
menn sakaðir um
að hefja verðstríð
London, 19. febniar. AP.
ALSÍRMENN hafa ráðist harkalega á Breta og Norðmenn fyrir að hafa
lækkað verðið á olíunni og sakað þá um að hafa byrjað með því allsherjar-
olíuverðstríð. London Times sagði í dag, að líklegt væri að verðið yrði lækkað
enn ef fylking OPEC-ríkjanna riðlast.
BNOC, breska ríkisolíufélagið,
tilkynnti í gær að verðið yrði
lækkað úr 33,50 dollurum tunnan í
30,50 og er lækkunin afturvirk til
1. febrúar. Samdægurs skýrðu
Norðmenn frá verðlækkun, sem
nemur 3—3,45 dollurum á tunnu.
Hin opinbera fréttastofa Als-
írmanna sakaði í gær Breta og
Norðmenn um hafa hleypt af
fyrstu skotunum í ailsherjarolíu-
verðstríði. Var sagt, að ákvörðun
þjóðanna kynni að „neyða aðild-
arríki OPEC til að auka fram-
leiðslu, í því skyni að bæta sér upp
tekjumissinn en við það ykist
hættan á verðstríði með alvarleg-
um afleiðingum fyrir jafnt fram-
leiðendur sem kaupendur".
Jórvík:
Byggja
víkinga-
þorp
Jórvfk, Kn^landi, 16. fchrúar. AP.
YFIBVÖLD í Jórvfk hafa ákveðið,
að reisa þorp, eins og þau tíðkuðust
hjá víkingum fyrir þúsund árum, til
þess að laða ferðamenn að borginni
á sumri komanda.
Ætlunin er, að undir verslun-
arsamstæðu í borginni verði byggt
líkan af bæ í líkingu við þann, sem
fornleifafræðingar grófu upp
snemma á síðasta áratug. Minjar
þær er fundust voru mjög vel
varðveittar undir lagi af leir og
gáfu ótrúlega glögga mynd af lífi
víkinganna, sem í borginni
bjuggu.
Breska ferðamálaráðið telur
byggingu þorps þessa munu draga
fjölda ferðamanna að Jórvík og af-
henti í dag ávísun að upphæð 7
milljónir ísl. króna til uppbygg-
ingar þorpsins.
Talið er að kostnaðurinn við
verkið verði vart undir 75 milljón-
um íslenskra króna. Áætlað er að
opna þorpið sýningargestum þann
14. apríl á næsta ári.
Þeir voru íbyggnir á svip
skipverjarnir á Byr þegar
þessi mynd var tekin af
þeim í Reykjavíkurhöfn í
fyrradag. Vertíðin er nú í
fullum gangi, að vísu
fremur tregt fiskirí en
alltaf er von um að úr
rætist.
I jósm. Kristján
Ástralía:
Eldar
brenna
enn
Sydney, 19. febrúar. Al'.
KJARRELDABNIB  í  Ástr-
alíu,  sem  orðið  hafa  70
manns að bana, geisuðu enn í
dag  í  kringum  borgirnar
*™"" 7*T^^^^^^^^ w'                                      *'  Adelaide og Melbourne og er
Gífurlegu h.tar hfelMI Astral.u að undanfbrnu og yfir 43 graour a celc.us       ad *  ^ ^
dögum saman 1 borginni Melbourne þaðan sem þessar mynd.r eru. Efri myndm   . að  veðurfræoin„ar  s_4
sýnir ekki reykinn frá kjarreldunum, sem geisa við borgina, heldur aðsteðjandi ^Irarnna|dandi ofsah?ta saffl.
sandstorm og a þeirr. neðn er borg.n að hverfa inn i mokkinn.          AF.
Tekist hefur að hefta út-
breiðslu eldanna við Mel-
bourne og Adelaide en að-
stæðurnar eru ólýsanlega
erfiðar fyrir slökkviliðs- og
björgunarmenn. Kjarr og
skógar eru sem tundur
vegna óskaplegra þurrka og
hita og bætir ekki úr skák,
að hvassviðri er mikið. Vit-
að er um 70 manns, sem
hafa orðið eldinum að bráð,
og 3.000 hús hafa brunnið
til kaldra kola. Bændur
hafa misst á þriðja hundrað
þúsund fjár og 20-30.000
nautgripi. Áætlað er, að
andvirði skóganna, sem
hafa brunnið, sé um 100
milljónir dollara og mann-
virki eru metin á um 400
i milljónir.
Áframhaldandi
spenna í Beirút
Beirúl, 19. febrúar. AP.
HERMENN úr bandaríska flotan-
um áttu að hefja eftirlitsferðir inn í
austurhluta Beirút í dag til stuðnings
herliði Líbanon þar, sem tekið hefur
borgarhlutann undir yfirráð sín. Þá
hafa fámennar sveitir franskra og
ítalskra hermanna úr alþjóðlegu
friðargæzlusveitunum í Líbanon,
sem áður höfðu tekið sér stöðu í
miðhluta Beirút, einnig haldið inn í
austurhluta borgarinnar.
Ekkert er hæft í þeim fréttum,
sem komizt höfðu á kreik, um, að
ákveðið hefði verið, að brottflutn-
ingur erlends herliðs frá Líbanon
ætti að hefjast 3. apríl nk. John
Hughes, talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins, sagði í
dag, að umræður um þetta stæðu
Mútumál frá HM í knattspyrnu 74 afhjúpað í Argentínu:
Atta eiga allt að fímm ára
keppnisbann yfir höfði sér
Buenos Aires, 19. febrúar. Al\
ARGENTÍNSKA knattspyrnusam-
bandið hefur skipað nefnd til að
rannsaka hvað sé hæft í þeim um-
mælum Enrique Wolff, fyrrum
landsliðsbakvarðar í knattspyrnu,
að leikmenn argentíska liðsins
hafi greitt kollegum s.'num í pólska
landsliðinu 25.000 dollara gegn því
að þeir ynnu sigur á ítölum og
tryggðu  Argentínumönnum  þar
raeð sæti í milliriðlum heimsmeist-
arakeppninnar 1974.
Pólverjar, sem þegar voru ðr-
uggir áfram í milliriðlana, höfðu
ætlað sér að hvíla lykilmenn
sína, en svo fór að þeir tefldu
fram sínu besta liði og unnu ít-
alina 2—1, sem þar með voru úr
leik.
Komi í ljós, að saga Wolff eigi
við rök að styðjast, eiga átta
leikmenn, sem enn eru í fullu
fjöri, allt að fimm ára leikbann
yfir höfði sér af hálfu argent-
ínska knattspyrnusambandsins.
Leikmennirnir átta eru Mario
Kempes, Ubaido Fillol, Miguel
Brindisi, Daniel Carnevali, Carl-
os Squeo, Carlos Babington,
Ruben Ayala og Rene House-
man.
Þjálfari  liðsins  frá  því  í
keppninni 1974 lýsti áhyggjum
sínum yfir ummælum Wolff og
sagði þau hreinasta óþarfa. Ekki
aðeins væri þetta löngu liðin tíð,
heldur væri hann að koma félög-
um sínum á kaldan klaka.
„Það þýðir ekkert að neita
þessu nú, en ég hefði aldrei skýrt
frá þessu," sagði Ruben Glaria,
einn félaga Wolff frá 1974.
nú yfir og yrði hraðað eftir föng-
um.
Spenna virðist enn ríkjandi í
Beirút og stundum hefur legið við
árekstrum milli herflokka friðar-
gæzluliðsins og Líbanon annars
vegar og ísraelsmanna hins vegar.
Þannig lá við að upp úr syði í gær
milli eftirlitssveitar ísraels-
manna, sem búin var einum skrið-
dreka og tveimur brynvögnum, er
hún hugðist fara fram hjá lítill
herstöð, sem Líbanonher hafði
komið sér upp fyrir skemmstu við
stræti, er liggur inn í Beirút á suð-
urmörkum borgarinnar. Herlið
Líbanon lét einn af skriðdrekum
sínum loka strætinu þegar í stað.
Eftir nokkurt þóf ákvað ísraelska
sveitin að láta undan og snúa við,
eftir að yfirmaður hennar hafði
árangurslaust reynt að tala um
fyrir líbönsku hermönnunum til
þess að fá að halda áfram för sinni
inn í borgina.
í einni af útborgum Beirút
reyndu Israelsmenn að afvopna
sveit franskra hermanna úr frið-
argæzluliðinu, sem áttu leið fram-
hjá götuvígi fsraelsmanna. Frakk-
arnir brugðust hart við og tóku
viðbragðsstöðu. Hótuðu ísra-
elsmenn að kalla brynvagna á
vettvang, ef Frakkarnir legðu ekki
niður vopn sin. Eftir klukkustund-
ar þóf féllu ísraelsmenn frá kröf-
um sínum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48