Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 43. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
43. tbl. 70. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Líbanon:
Leyfðu ekki aðstoð
við nauðstatt fólk
Yarze, l.íhan.in. 21. febrúar. Al\
SÝRLENSKIK hermenn komu í dag í veg fyrir, að hermenn úr alþjóðlega
gæsluliðinu í Beirut gætu farið upp í miðhálendi landsins til hjálpar fólki,
sem þar er einangrað og bjargarlaust vegna gífurlegrar snjókomu og óveðurs
síðustu daga. Að minnsta kosti 39 manns hafa látist.
Malta:
Hóta að sprengja
flugvélina
Valletta, Möltu, 21. febrúar. Al\
I'KÍK flugræningjar, sem tóku völd-
in um borð í líbýskri flugvél og
neyddu flugmennina til að lenda á
Möltu, hótuðu í dag að sprengja vél-
ina í loft upp ef ekki yrði orðið við
kröfum þeirra um eldsneyti á vélina
og mat og lyf fyrir 165 manns um
borð.
Dom Mintoff, forsætisráðherra
Möltu, og þrír aðrir ráðherrar
taka þátt í samningaviðræðum við
flugræningjana en þeim hefur til
þessa verið neitað um eldsneyti
nema þeir leyfðu farþegunum að
fara fyrst frá borði. Seint í dag
hótuðu þeir hins vegar að
sprengja upp vélina með öllum
innanborðs ef þeir fengju ekki
sínu framgengt. Ekki er annað vit-
að um flugræningjana en að þeir
tala arabísku og eru taldir vilja
komast til Marokkó.
Þegar lest brynvagna, jeppa og
vörubíla kom að varðstöðvum
Sýrlendinganna neituðu þeir her-
mönnunum, Bandaríkjamönnum,
Frökkum og ítölum, um að halda
áfram upp í fjöllin en óttast er, að
þar sé fjöldi manna í lífshættu,
bílstjórar og farþegar þeirra, sem
enga björg geta sér veitt undir
tveggja metra djúpu snjólagi.
Bandaríkjamenn fengu þó leyfi til
að senda björgunarþyrlur á vett-
vang en það hafði ekki tekist
vegna veðurofsans.
Að sögn lögreglunnar hafa 33
menn fundist frosnir í hel og sex
hermenn hafa látið lífið við björg-
unartilraunir. Verst hefur veðrið
verið í miðhálendi Líbanons og
geisar þar enn iðulaus stórhríð.
Fréttir hafa borist um enn meira
manntjón en fyrr var getið en þær
hafa ekki verið staðfestar. Frostið
hefur ekki verið mjög mikið, frá
þremur upp í átta gráður á selsíus,
en fannkoman með ólíkindum
mikil og fólk á þessum slóðum
ekki vant svona veðraham.
Tikhonov í opinberri
heimsókn í Grikklandi
Aþenu, 21. febrúar. VI".
NIKOLAI TIKHONOV, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, kom í dag í
fjögurra daga opinbera heimsókn til
Grikklands. Andreas Papandreou,
forsætisráðherra Grikkja, tók á móti
honum. Þeir létu ekkert eftir sér
hafa er fréttamenn reyndu að ná tali
af þeim.
Oflugar varúðarráðstafanir
voru gerðar við komu Tikhonovs,
en móttökur grískra kommúnista
voru fábrotnar. Ráðherrarnir áttu
að hittast á formlegum viðræðu-
fundi síðar í dag. Umræðuefnið er
m.a. kjarnorkuvopnalaust svæði á
Balkanskaga. Þetta er í fyrsta
sinn, sem sovéskur forsætisráð-
herra heimsækir Grikkland.
Ronald Reagan, Bandaríkja-
forseti, lét að því liggja í bréfi til
Papandreou fyrir skömmu, að
Bandaríkjamenn væru reiðubúnir
til að auka hernaðaraðstoð sína
við Grikki náist samkomulag um
bandarískar herstöðvar í landinu.
Bréf Reagans var svar við fyrir-
spurn Papandreou fyrr í þessum
mánuði eftir að Bandaríkjamenn
höfðu lýst því yfir, að þeir hygðust
auka hernaðaraðstoð við Tyrki.
Lýsti Papandreou því yfir í bréfi
sínu, að aukin hernaðaraðstoð við
Tyrki gæti haft neikvæð áhrif á
samskipti Grikklands og Banda-
ríkjanna.
Frá setningu 31. fundar Norðurlandaráðs í Ósló í gær.
Þing Norðurlandaráðs hafið í Ósló
< )slo 21. febrúar, frá Sigtryggi Sigtryggssyni.
ÞING Norðurlandaráðs, hið 31. í
röðinni, var sett í stórþinghúsinu í
Osló í dag, af fráfarandi forseta,
finnska alþingismanninum K.lsi
Hetemaki-Olander. Þingið sitja
155 fulltrúar, þar af margir þekkt-
ustu stjórnmálamenn Norðurland-
anna.
Forseti þingsins var kjörinn
Jo Benkow, Noregi. Aðrir full-
trúar i forsætisnefndina voru
kjörnir Halldór Ásgrímsson,
Anker Jörgensen, Danmörku,
Ulf Adelshon, Svíþjóð, og Elsi
Hetemaki-Olander, Finnlandi. í
dag fóru fram kosningar og al-
mennar umræður og voru 25 á
mælendaskrá. Almennum um-
ræðum verður fram haldið
þriðjudag. Þinginu lýkur á föstu-
daginn.
I almennu umræðunum í dag
tóku 4 íslendingar til máls, þeir
Halldór Ásgrímsson, Friðjón
Þórðarson, Tómas Árnason og
Svavar Gestsson.
Halldór Ásgrímsson ræddi í
upphafi um Norðurlöndin og
framtíðina, en ráðgert er að
setja upp sýningu, sem gefa á
mynd af Norðurlöndunum eins
og þau eru talin verða árið 2030.
Hann sagði að heillandi væri að
horfa til framtíðarinnar eins og
þarna ætti að gera.
Halldór gerði því næst að um-
talsefni aukið efnahagssamstarf
Norðurlandanna, þá möguleika
sem bjóðast og hindranir sem
ryðja þarf úr vegi til þess að
þetta megi takast. Hann gagn-
rýndi verndaraðgerðir og nefndi
að íslenzkur fiskiðnaður ætti
í harðnandi samkeppni við ríkis-
styrktan fiskiðnað í öðru nor-
rænu landi (Noregur).
Halldór ræddi um aukið sam-
starf á sviði sjónvarps og hvatti
til að Nordsat yrði að veruleika
sem fyrst.
Sjá nánari fréttir á bls. 29 af
máli íslensku þingmannanna og
annarra.
Hyggjast lækka olíuna
um allt að sjö dollara
Japan:
Ætlaði hluti hersins
að ræna völdunum?
l'.ikv... 21. felwúar. M*.
EINN þingmanna stjórnarandstöðunnar í Japan hélt því fram í dag, að
sögn Kyodo-fréttastofunnar, að sveitir úr japanska hernum hefðu lagt á
ráðin um valdarán árið 1980 en hætt við það þegar upp um það komst.
Hefði málið síðan verið þaggað niður og aldrei komist í hámæli.
Yanosuke Narasaki, þingmað-   flokksins og útvarpshúsið.  Að
Olíuríkin við Persaflóa tilbúin í verðstríð
Jidda, Saudi-Arabíu, 21. febrúar. AP.
ÁREIÐANLEGT dagblað í Saudi-Arabíu sagði í dag, að olíuríkin við Persa-
flóa hefðu ákveðið að svara 5,50 dollara olíuverðlækkun Nígeríumanna með
því að lækka sína olíu um allt að sjö dollara á tunnu. Ef af verður er hið
opinbera Opec-verð, 34 dollarar fyrir tunnu, endanlega úr sögunni með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir olíumarkaðinn í heiminum.
Þessi frétt birtist í saudi-arab-
íska blaðinu Asharq-Al-Awsat,
sem einnig er gefið út í London.
Sagði þar, að til að halda sam-
keppnisstöðu sinni eftir verðlækk-
un olíunnar úr Norðursjó og frá
Nígeríu myndu olíuríkin við
Persaflóa lækka sína olíu um allt
að sjö dollara á tunnu. Hefðu olíu-
ráðherrar ríkjanna tekið þessa
ákvörðun til að „vara bæði Opec-
ríkin og ríki utan þeirra við frek-
ari verðlækkun, sem ekki yrði í
neinna þágu".
um markaðinn, sem þau kynnu að
vinna með langtíma samningum
við kaupendur, aukinni fram-
leiðslu unninna olíuvara og yfir-
töku skyndimarkaðarins en áætl-
að er, að á honum séu seldar þrjár
milljónir tunna daglega.
ur lítils flokks, Shinjiren-
flokksins, sagði, að valdaránið
hefði átt að fara fram með
stuðningi 10.000 hermanna í júní
á árinu 1980 og að ætlunin hefði
verið að varpa napalm-
sprengjum á aðsetur forsætis-
ráðherrans og taka síðan þing-
húsið,  aðalstöðvar  Frjálslynda
því er Narasaki sagði, voru
ástæðurnar fyrir samsærinu
óánægja í hernum með spilling-
una í stjórnmálunum og sam-
starf stjórnmálamanna við pen-
ingavaldið í landinu.
Embættismenn stjórnarinnar
og hersins hafa neitað þessum
fréttum en Masaharu Gotoda,
ráðuneytisstjóri, sagði, að þær
yrðu kannaðar ofan í kjölinn til
að ekkert færi á milli mála. Nar-
asaki sagði, að heryfirvöld heíðu
komist á snoðir um samsærið í
tíma en þó ekkert gert nema
„ávíta á laun" 112 hermenn, þar
af 42 undirforingja í flughern-
um. Hann sagði, að upplýsingar
sínar væru „staðreyndir", sem
hann hefði aflað sér með viðtöl-
um við þá, sem voru viðriðnir
samsærið.
Nígeríumenn lækkuðu sína olíu
um helgina um 5,50 dollara og er
það hálfum öðrum dal meira en
verðlækkun Breta og Norðmanna
sl. föstudag. Þótt Persaflóaríkin
lækki sína olíu um 1,50 dollara
meira en Nígeríumenn verður það
ekki talið undirboð heldur eðli-
legur verðmunur þar sem níger-
íska olían er betri. Persaflóaríkin
eru talin vera að gefa til kynna að
þau séu tilbúin í allsherjarstríð
Indira í
Assam
Nýju-Delhi. 21. febrúar. Al'.
INDIRA Gandhi, forsætisráð-
herra Indlands, kom í dag til
Assam í Noroaustur Indlandi þar
sem meira en 1000 innflytjendur
frá Bangladesh voru myrtir í síð-
ustu viku eftir óeirðir í kjölfar
kosninga í fylkinu, sem Indira
hafði skipað aö fram færu.
Mikil öryggisgæsla var á
flugvellinum í Tezpur í Assam
þegar Indira kom þangað en
hún hefur í hyggju að fara til
þeirra staða þar sem flest
morðin voru framin, Gohpur
og Nelli. í Nelli myrtu inn-
fæddir hindutrúarmenn allt að
1000 innflytjendur frá Bangla-
desh en þeir eru múhameðstrú-
ar. Sjá nánar á bls. 19.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48