Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 64. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vestur-Þýskaland: Útgjöld verða skorin niður Bonn, 17. marz. AP. FULLTRÚAR flokkanna þriggja, sem standa aö vestur-þýsku ríkisstjórninni, náöu í dag bráöabirgðasamkomulagi um stefnuna í efnahagsmálum og þar er gert ráð fyrir verulegum niöurskurði á ríkisútgjöldum næstu þrjú ár. Helmut Kohl, kanslari, hefur boöið Franz-Josef Strauss, leiötoga Kristilega sósíal- sambandsins í Bæjaralandi, ráðherraembætti en ekki er vitað hvert það er. Strauss sækist eftir utanríkisráðherraembættinu en Hans-Dietrich Genscher, formaður frjálsra demókrata, er jafn ákveðinn í að gefa það ekki eftir. Bráðabirgðasamkomulagið milli flokkanna þriggja, kristilegra demókrata, frjálsra demókrata og flokks Strauss, gerir ráð fyrir, að ríkisútgjöldin verði skorin niður um 40 milljarða marka, um 340 milljarða ísl. kr., á næstu þremur árum. Ekki hefur enn verið ákveð- ið hvar skuli borið niður í þessum sparnaðarráðstöfunum. Ýmis ágreiningsmál milli kristilegu flokkanna tveggja og frjálsra demókrata eru hins vegar enn óútkljáð og ber þar hæst ólíkar skoðanir þeirra á breytingum á skilnaðarlöggjöfinni, fóstureyð- ingum, rétti manna til opinberra mótmæla og á afstöðunni til er- lends vinnuafls í landinu. Aðalritari Kristilega sósíalsam- bandsins í Bæjaralandi hefur greint frá því, að Helmut Kohl, kanslari, hafi boðið Strauss, leið- toga flokksins, ráðherraembætti en vildi ekki segja hvert það væri. Strauss sækist eftir utanríkis- ráðherraembættinu en Hans- Dietrich Genscher, leiðtogi frjálsra demókrata, segist ekki munu gefa það eftir enda yrði það „skref aftur á bak í þýskri sögu“, ef Strauss fengi það. Þetta mál getur orðið erfitt viðureignar fyrir flokkana þrjá en stefnt er að því, að úr því verði skorið á laugardag. Franz-Josef Strauss, leiðtogi Kristilega sósfalsambandsins í Bæjaralandi, Helmut Kohl, kanslari, og Heiner Geissler, heilbrigðisráðherra og aðalrit- ari Kristilega demókrataflokksins. Myndin var tekin í gærmorgun, skömmu áður en þeir hófu viðræður við fulltrúa frjálsra demókrata um framtíð samsteypustjórnarinnar og skipan ráðherraembætta. ap. Njósna- hneyksli í Sviss Bern, 17. mars. Fri Önnu Bjarnadóttur, fréttariiara Mbl. NJÓSNAMÁL er komið upp í Bern, höfuðborg Sviss. Dómsmálaráðuneyt- ið hefur staðfest, að Alexandrea Lin- coln, sem er þrítug og af bandarískum uppruna, haft verið ákærð fyrir að afla sér gagna um innanríkis- og öryggis- mál og selja erlendum aðila. Vinur hennar og fylgisveinn, Mu- hammad Abdel Malek, æðsti starfs- maður líbýska sendiráðsins í Bern, greiddi henni a.m.k. 14.000 svissn- eskra franka fyrir upplýsingarnar. Hann er farinn úr landi en hún gengur laus þangað til málið verður tekið fyrir dómstólana. Alexandrea vann sem bardama í Bellevue-hótelinu í Bern til skamms tíma. Þar hitti hún fjölda þing- manna. Hún sýndi áhuga á stjórn- málum og þeir höfðu gaman af að spjalla við hana. Nokkrir hafa við- urkennt að hafa átt við hana kyn- mök. Stöðvast flug til Svíþjóðar? Stokkhólmi, 17. mars. Frá Gudfinnu Ragnarsdóttur, fréttaritara Mbl. Ný tillaga í deilunni um brottflutning ísraelshers Yfirmaður bandaríska gæsluliðsins í Líbanon krefst „ákveðinna viðbragöa“ við áreitni ísraela Jerúsalem, Beirut, 17. mars. AP. SGNDIHERRA Bandarfkjanna í ísrael kom í dag á framfæri nýjum tillögum stjórnar sinnar um hvernig háttað skuli öryggisgæslu á landa- mærum ísraels og Líbanons eftir að ísraelskt herlið er á brottu frá land- inu. ítalskir hermenn í alþjóðlega gæsluliðinu skiptust í dag á skotum við óþekkta árásarmenn og særðist þá einn ítölsku hermannanna. Yfír- maður bandaríska gæsluliðsins hef- ur krafíst „ákveðinna viðbragða" við vísvitandi áreitni ísraela við bandaríska hermenn. Bandaríski sendiherrann, Samuel Lewis, kom tillögum stjórnar sinnar til Yitzhak Sham- irs, utanríkisráðherra ísraels, sem lagði þær strax fyrir Menachem Begin, forsætisráðherra. Er haft eftir háttsettum embættis- mönnum, að í þeim sé tekið meira tillit til þeirra krafna Israela, að þeir fái að hafa hönd í bagga með öryggisgæslu í Suður-Líbanon eft- ir að þeir hafa flutt herlið sitt þaðan. Deilan um þetta mál hefur valdið því, að hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Líbana og ísraela til þessa. ítalskir gæsluliðar börðust í dag við óþekkta árásarmenn og særð- ist einn ítalanna, sá níundi á þremur dögum, en sl. miðvikudag særðust fimm bandarískir her- menn þegar handsprengju var varpað að þeim. Er óttast, að skæruliðar og hryðjuverkamenn séu nú að hefja meiriháttar her- ferð gegn hermönnum gæsluliðs- ins í því skyni að koma þeim burt úr Líbanon. Robert H. Barrow, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska gæslu- liðsins í Líbanon, hefur skrifað Caspar W. Weinberger, varnar- málaráðherra, bréf þar sem hann krefst „ákveðinna og afdráttar- lausra viðbragða" við „vísvitandi og skipulagðri" áreitni ísraelskra hermanna við menn sína. Bréfið var gert opinbert í dag en tilefnið er einkum atburður, sem átti sér stað um síðustu helgi, en þá ögr- uðu ísraelskir hermenn banda- rískum hermönnum með „hrind- ingum og pústrum" í Austur- Beirut. ísraelar þvertaka fyrir, að nokkuð sé hæft í þessum áburði. SEINT í kvöld benti allt til þess, að verkföll skyllu á í fyrramálið, á föstudagsmorgni, klukkan sex þar sem samningar höfðu ekki tekist milli ríkisstarfsmanna og ríkisins. Ef verkföllin skella á þýðir það, að allt flug, bæði innanlandsflug og utanlandsflug, mun stöðvast þar sem lögreglumenn, sem vinna við vegabréfaskoðun og annað ör- yggiseftirlit á flugvöllunum, munu leggja niður vinnu. Miðasölumenn á mörgum járnbrautarstöðvum munu einnig fara í verkfall og ferjurnar milli Svíþjóðar, Dan- merkur og Þýskalands munu stöðvast. Ríkisstarfsmenn eru ánægðir með tillögu sáttasemjara en vilja þó ekki fallast á hana nema ríkið haldi áfram samningum um ráðn- ingaröryggi þeirra og vilja ekki lofa vinnufriði meðan a þeim samningum stendur. Skoðanakönnun í Bretlandi: Kosningabandalagið komið í annað sæti l/ondon, 17. mars AP. Kosningabandalag jafnaðar- manna og frjálslyndra í Bretlandi nýtur nú meira fylgis en Verka- mannafíokkurinn að því er kemur fram í síðustu skoðanakönnunum þar í landi. íhaldsflokkurinn trónir enn sem fyrr á toppinum en yfír- burðirnir eru ekki jafn miklir og áður. f könnuninni, sem Marplan- stofnunin annaðist fyrir Lund- únablaðið The Guardian, kemur fram, að íhaldsflokkurinn nýtur stuðnings 41% kjósenda, kosn- ingabandalagið 31% og Verka- mannaflokkurinn 27%. Þessar niðurstöður eru næstum sam- hljóða könnun, sem gerð var fyrir blaðið The Standard sl. mánudag. Á síðustu mánuðum hefur kosningabandalagið jafn- an verið um tíu prósentustigum á eftir Verkamannaflokknum. Margaret Thatcher David Steel Michael Koot Yfirburðir íhaldsflokksins hafa minnkað mjög en í febrúar sl. hafði hann fylgi 49% kjós- enda, Verkamannaflokkurinn 28% og kosningabandalagið 22%. Sumir vilja rekja uppgang kosningabandalagsins nú til sig- ursins í Bermondsey, kjördæmi í Suður-London, sem talið var ör- uggt vígi Verkamannaflokksins. Enn sem fyrr telja flestir Margaret Thatcher mesta leið- togann eða 36%, David Steel, leiðtogi frjálslyndra, fékk stuðn- ing 23% og Michael Foot, leið- togi Verkamannaflokksins, er í minnstu áliti með 13%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.