Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 74. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. MARZ 1983
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Hafskip:
Nýtt f jölhæfni-
skip í flotann
HAFSKIP hefur keypt og fengið afhent nýtt skip í flota sinn frá Fred Olsen
í Noregi. Skipið, sem hlotið hefur nafnio M/S Rangá, er þriðja skipio, sem
llafskip kaupir frá Fred Olsen.
Rangá er fjölhæfniskip og syst-
urskip Selár og Skaftár, sem hafa
reynst mjög hagkvæm í rekstri fé-
lagsins, að sögn Páls Braga Krist-
jónssonar, fjármálastjóra Haf-
skips.
Rangá mun sigla á Norðursjáv-
aráætlun Hafskips á móti Skaftá,
en þau hafa vikulega viðkomu í
Hamborg, Rotterdam, Antwerpen,
Ipswich og Reykjavík.
Skipstjóri á Rangá er Sæmund-
ur Sveinsson, 1. stýrimaður Gunn-
ar Ó. Bjarnason og yfirvélstjóri
Kri8tinn Helgason.
1982:
Vöruflutningar Flug-
leiða jukust um 0,6%
Sætanýting 1982 sú
bezta hjá Flugleiðum
Heildarvöruflutningar Flugleiða
á síðasta ári voru 7.574 tonn, borið
saman við 7.530 tonn á árinu 1981.
Aukningin milli ára er því nærri
0,6%. Þessar upplýsingar koma
fram í ársskýrslu Flugleiða.
Vðruflutningar á leiðinni
Bandaríkin-ísland og meginland
Evrópu jukust um 7,8% á síðasta
ári, þegar þeir voru 2.263 tonn,
borið saman við 2.099 tonn á ár-
inu 1981.
Um 1,6% samdráttur varð í
flutningum félagsins á milli ís-
lands og Evrópu á síðasta ári,
þegar alls voru flutt 2.965 tonn,
borið saman við 3.013 tonn á ár-
inu 1981.
Innanlands var um 3% sam-
dráttur í vöruflutningum á síð-
asta ári, þegar alls voru flutt
2.346 tonn, borið saman við 2.418
tonn á árinu 1981.
í ársskýrslunni kemur fram,
að félagið hefur haldið þeim
hætti að breyta vél þeirri, sem
flýgur á Norður-Atlantshafinu á
vetrum, þannig að farþegarými
er minnkað, sætum fækkað en
vörupallar settir inn í staðinn.
Gerir þetta félaginu unnt að
hafa fleiri ferðir en ella væri og
jafnframt aukast við þetta heild-
artekjur félagsins á viðkomandi
markaði. Á sama hátt er palla-
flug framkvæmt í flugi milli ís-
lands og Evrópu. Aðalaukning í
flutningum í pallaflugi hefur
verið ferskur fiskur.
SÆTANÝTING Flugleiða á síðasta
ári var sú bezta í sögu félagsins, eða
79,3%, borið saman við 76,4% á ár-
inu 1981. Á fyrsta starfsári félagsins
1973 var sætanýtingin 69,1%, en hef-
ur síðan stöðugt farið batnandi.
Sætanýting félagsins í innan-
landsflugi var 60,2% á síðasta ári,
en var um 62,1% á árinu 1981. Við
stofnun félagsins 1973 var sæta-
nýtingin í innanlandsflugi 61,2%.
Sætanýting á Norður-Atl-
antshafsfluginu var 81,6% á síð-
asta ári, borið saman við 80,4% á
árinu 1981. Á árinu 1973 var sæt-
anýtingin á Norður-Atlants-
hafsfluginu 72,8%.
Sætanýting í Evrópufluginu var
um 62,8% á síðasta ári, en var til
samanburðar 66,4% á árinu 1981.
Á árinu 1973 var sætanýting í
Evrópufluginu 50,4%.
í leiguflugi Flugleiða var sæta-
nýting á síðasta ári 96,1%, borið
saman við 92,3% á síðasta ári. Á
árinu 1973 var sætanýtingin í
leiguflugi um 75,7%.
Markaðsátaki í husgagnaiðnaði lauk á síðasta ári:
Framleiðniaukning í fyrir-
tækjum um 50% að meðaltali
— segir m.a. í ársskýrslu Fll um að-
gerðir í iðngreinum
Á SL. ári höfðu starfsmenn Ffl samband við 47 fyrirtæki. í 8 þessara
fyrirtækja var aðeins um heimsókn að ræða, en hin 39 tóku annað hvort þátt
í námskeiðum, sem FÍI stóð fyrir eða fengu ráðgjof, sem veitt var á vegum
félagsins, segir m.a. í ársskýrslu Félags íslenskra iðnrekenda um aðgerðir í
iðngreinum á síðasta ári. Ennfremur segir í ársskýrslunni:
Á árinu var lokið markaðsátaki
í húsgagnaiðnaði, sem FÍI átti að-
ild að. í verkefninu tóku þátt 18
fyrirtæki að meira eða minna
leyti, en segja má, að það hafi ver-
ið 12 fyrirtæki, sem tóku virkan
þátt í verkefninu. Að meðaltali
var framleiðniaukning í fyrir-
tækjunum um 50%, en hún var
yfir 100% þar sem hún var mest.
Á árinn var haldið áfram tíma-
mælingum í 6 fyrirtækjum og
unnið að uppsetningu afkasta-
hvetjandi launakerfa. í júní var
haldin húsbúnaðarsýningin Hönn-
un '82 á Kjarvalsstöðum, en sú
sýning var haldin í tilefni Lista-
hátíðar í Reykjavík. Á þeirri sýn-
ingu mátti sjá hluta af árangri
vöruþróunarhluta markaðsátaks-
ins, en þar voru sýndar ýmsar teg-
undir húsgagna, sem hannaðar
voru með aðstoð markaðsátaksins.
Aðgerðir í húsgagnaiðnaði voru
unnar í samvinnu við ráðgjafar-
fyrirtækið EAPROJECTS, en
starfsmenn tæknideildar aðstoð-
uðu við aðgerðir í fyrirtækjum.
Innlánsaukning Iðnaðar-
bankans hlutfallslega
mest viðskiptabankanna
— Fimmta árið í röð, sem innlán aukast að raungildi
HEILDARINNLAN Iðnaðarbanka
íslands í árslok 1982 voru 613,8
milljónir króna og höfðu því aukizt
um 246,2 milljónir króna, eða um
67%, samkvæmt upplýsingum í
ársskýrslu Félags íslenzkra iðnrek-
enda.
Árið 1982 var því fimmta árið í
röð, sem innlán bankans aukast að
raungildi, en þó verulega minna
en undanfarin ár. Innlánsaukning
bankans 1982 er þó hlutfallslega
mest allra viðskiptabankanna.
Heildarútlán bankans námu í
árslok 506,0 milljónum króna og
höfðu aukizt um 205,3 milljónir
króna á árinu, eða um 68,2%. Út-
lán bankans að frádregnum
endurseldum lánum frá Seðla-
banka íslands námu í árslok 430,2
milljónum króna og jukust þau
um 64,0% á árinu.
Hlutdeild  iðnaðar af utlánum
bankans var óbreytt frá fyrra ári,
eðaum 46,7%.
Tekjuafgangur bankans, að
meðtaldri veðdeild, til ráðstöfunar
var 6,8 milljónir króna, samanbor-
ið við 6,2 milljónir króna á árinu
1981.
Við samanburð milli ára þarf að
geta þess, að á árinu 1982 kom til
skattlagning banka og námu
skattgreiðslur bankans um 3,4
milljónum króna.
Á fyrri hluta árs var ákveðið að
aðstoða hóp fyrirtækja við að taka
í notkun gæðahringi. FÍI fékk til
liðs við sig bandaríska ráðgjafar-
fyrirtækið Quality Control Circle
og var ákveðið að fá hjá því fyrir-
tæki gögn fyrir gæðahringastörf,
sem rekja uppruna sinn til Japan.
FÍI lét þýða hluta af námskeiðs-
gognunum, en þau eru þó nokkuð
mikil að umfangi. Tveir ráðgjafar
komu frá Quality Control Circles í
júní. Þeir héldu tvö námskeið,
annars vegar tveggja daga nám-
skeið fyrir stjórnendur og umsjón-
armenn og hins vegar þriggja
daga námskeið fyrir hópstjóra og
umsjónarmenn. í framhaldi af
þessum námskeiðum aðstoðuðu
þeir fyrirtækin við að halda fyrstu
fundi gæðahringanna. 8 fyrirtæki
ákváðu að taka þátt i þessu verk-
efni. I hverju fyrirtæki var að
meðaltali komið á fót þremur
gæðahringum með 6 til 8 þátttak-
endum, þannig að rúmlega 200
starfsmenn hafa fengið tækifæri
til þess að taka þátt í gæða-
hringastarfi.
Þegar leið á árið kom í ljós, að
gæðahringastarfið skilaði góðum
árangri og vaknaði þá áhugi meðal
fleiri fyrirtækja að taka það upp,
og er fyrirhugað að endurtaka
bæði námskeiðin.
Á árinu ákvað FÍI að skipu-
leggja aðgerðir til þess að auð-
velda félagsmönnum að taka tölv-
ur í notkun við framleiðslustjórn-
un og áætlanagerð.
Félag íslenskra iðnrekenda átti
fulltrúa í verkefnisstjórn í rafiðn-
aði. Á árinu var lögð aðaláhersla á
leit að nýjum iðnaðartækifærum
og var reynt að dreifa upplýsing-
um um þau til starfandi fyrir-
tækja. Jafnframt ræddi verkefnis-
stjórnin um það hvernig auka
mætti þjónustu við fyrirtæki í raf-
iðnaði og vinnur nú að tillögu-
flutningi um slíkt.
Fll átti fulltrúa í Orkusparnað-
arnefnd Iðnaðarráðuneytis. í
þeirri nefnd var almennt fjallað
um orkusparnað á árinu og var
ákveðið að bjóða iðnfyrirtækjum
aðstoð við að skipuleggja orku-
sparnaðaraðgerðir.
Auk þátttöku í þeim verkefnum,
sem hér hafa verið lýst, hafa
starfsmenn tæknideildar veitt
fjölmörgum fyrirtækjum aðstoð.
Þau verkefni, sem leyst hafa verið,
eru mjög mismunandi eftir fyrir-
tækjum, en nefna má aðstoð við
verksmiðjuskipulagningu, gerð
greiðsluáætlana, gerð lánsum-
sókna, fjárfestingarútreikninga,
birgðaeftirlit, tölvuvæðingu, al-
mennt stjórnskipulag og fram-
leiðniathuganir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48