Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 Sigurlaug Bjarnadóttir: Er undrandi og sár yfir því hvernig samflokks- menn unnu gegn okkur „ÞETTA gekk vel hjá okkur, þó atkvæðin yrðu ekki nógu mörg til að koma manni inn á þing. Það var aldrei aðalatriði að fá þingsæti, heldur að verða til þess að Sjálfstæðisflokkurinn vnni eftir öðrum leiðum í framboðsmálum en gert hefur verið,“ sagði Sigurlaug Bjarnadóttir, sem skipaði fyrsta sæti á T-listanum í Vestfjarðakjördæmi, í samtali við Mbl. „Við lýstum því mjög greinilega yfir að þetta framboð okkar væri bundið við þessar kosningar og við höfum ekki hugsað okkur að stofna nýjan flokk og halda áfram sér- framboðum. Hitt er augljóst mál að þetta var eins og við sögðum alltaf, að það var röng og skammsýn ákvörðun að leyfa okkur ekki að bjóða fram DD-lista og það hefði komið flokknum betur. Eg hef heyrt það, að ef okkur hefði verið leyft að bera fram DD-lista, hefði það getað munað því að Geir Hallgrímsson næði kosningu. Ég veit ekki hvort þetta er rétt, ég hef ekki reiknað þetta út, en þetta er mér sagt,“ sagði Sigurlaug. „Hitt er annað mál að við fengum fylgi úr öðrum flokkum, frá góðu fólki sem mat það sem við vorum að gera í anda frjálslyndis og á móti fámennisvaldi og ofríki. Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem studdu okkur drengilega og ég verð að segja það því miður, að við urðum vör við miður heiðarlegar aðferðir sem beitt var gegn okkur af samherjum okkar. Við settum okkur það markmið að vinna hreint og heiðarlega að þessu framboði og við stóðum við það. Við vorum undrandi og sár yfir því hvernig unnið var gegn okkur af samflokksmönnum okkar í flokksvélinni," sagði Sigur- laug Bjarnadóttir. MORGUNBLAÐINU barst eftirfar- andi fréttatilkynning frá Sérframboði sjálfstæðismanna á Vestfjörðum: „Eftir úrslit nýafstaðinna alþing- iskosninga vill Sérframboð sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum taka fram eftirfarandi: Sérframboðið kom fram vegna óánægju vestfirskra sjálfstæð- ismanna með ólýðræðislega starfs- hætti flokksins við ákvörðun fram- boðs í kjördæminu. Sú óánægja á sér gamlar rætur. Við hlutum nú tæpan þriðjung samanlagðs fylgis Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum. Við áttum von á enn betri árangri miðað við þann góða byr, sem Sérframboðið hafði í kosningabaráttunni. En við höfðum á móti okkur sterka flokks- vél, sem beitt var af fullum þunga gegn þeim vestfirsku sjálfstæðis- mönnum, sem vilja vinna í opnu og heiðarlegu starfi, sátt og einingu að sameiginlegum hugsjónum — gegn fámennisvaldi og flokksræði. Flokkshlýðni varð hér frjálsræðis- hugmyndum yfirsterkari. Sérframboðið þakkar stuðnings- mönnum sínum um alla Vestfirði frábært og drengilegt samstarf. Við erum þess fullviss að árangurinn af framboði okkar muni í framtíðinni tryggja hinum almenna flokks- manni Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum rétt til að hafa áhrif á val frambjóðenda til Alþingis. — Til þess var leikurinn gerður." Ingólfur Guðnason: Verður ekki gengið framhjá þessum hópi „ÞAÐ er ósköp einfalt, ég bý hér uppi á loftinu yfir sparisjóðnum og þarf ekki annað en að labba niður stigann, þá er ég kominn í mitt starf,“ sagði Ingólfur Guðnason fyrrum þingmaður Framsóknar- flokksins í samtali við Mbl., þegar hann var spurður um hvað tæki við nú að kosningum loknum. Ingólfur var efsti maður á lista sérframboðs framsóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi vestra, en það kom ekki manni að. „Þetta er það sem pólitíkusar þurfa að búa við, það er ótryggt starf að vera alþingismaður. En það eru engin sárindi í mínu brjósti varðandi kosningaúrslitin, ég er sáttur við allt og alla,“ sagði Ingólfur. „Ætli það sé ekki sameiginlegt með öllum frambjóðendum allra flokka í öllum kjördæmum, að þeir hefðu viljað hafa meira fylgi, en það verður hver og einn að sætta sig við það. Um fylgi þessa fram- boðs í þessum kosningum gildir það eins og hjá öðrum, að við von- uðumst eftir enn meira fylgi, en það verður ekki gert lítið úr því. Þetta er fylgi framsóknarmanna í vesturhluta kjördapmÍSÍns, ég á ekki von á að það hafi verið mjög mikið i auSÍUrhlatsnum. en þetta er verulegur hluti af fylgi fram- sóknarmanna hér í Húnavatns- sýslum. Það verður ekki gengið framhjá þessum stóra hópi þegar málin verða rædd,“ sagði Ingólfur Guðnason. Um 40 erlendir blaðamenn voru staddir hérlendis kosningahelgina til að fylgjast með framkvæmd og niðurstöðu kosninganna. Á laugardaginn sátu fulltrúar stjórnmálaflokkanna og kvennalistanna fyrir svörum á fundi sem utanríkisráðuneytið boðaði til á Hótel Sögu. Hér má sjá hluta blaða- og fréttamannahópsins á fundinum, en auk blaðamanna frá Norðurlöndunum, Suður-Evrópulöndum, Bretlandi og Bandaríkjunum voru blaðamenn alla leið frá Japan og Formósu. Ljósm. Mbl. köe. Sverrir Hermannsson: Ávöxtur af starfi tveggja á síðasta kjörtímabili „ÞAÐ ER frá því að segja að þetta er ávöxtur af starfi tveggja á síðasta kjörtímabili, en þar hef ég haft með mér harösnúinn samstarfsmann, sem hefur hvergi dregið af sér við að vinna flokknum fylgi,“ sagði Sverrir Hermannsson al- þingismaður í samtali við Mbl., er hann var spurður um ástæðu fylgisaukningar Sjálfstæðis- flokksins í Austurlandskjör- dæmi. „Fólk fyrir austan hefur í vax- andi mæli gert sér grein fyrir því að það er einkaframtakið og frelsi einstaklingsins sem gildir. Þetta er af því að segja og við höfum líklega aukið fylgi okkar á austur- kantinum meira en nokkursstaðar annarsstaðar í landinu. Við höfum fengið nýtt fólk til starfa og auð- vitað er það okkur líka til fylgis- aukningar, að það hefur sýnt sig að vinstri framboðin eru upp- lausnarlið og ekki til stórræðanna með 100% verðbólgu á bakinu. En það olli að vísu vonbrigðum að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi hljóta skell í Reykjavík, undir for- ystu Alberts Guðmundssonar," sagði Sverrir Hermannsson að lokum. Ólafur G. Einarsson: Unnið af eindrægni af samhentum hópi manna „í FYRSTA lagi var unnið hér af mikilli eindrægni og af stórum og ____f , ... t ______ L i X Árt sainneniurn nopi manna, pa a bæði við frambjóðendurna og for- ystumenn sjálfstæðisfélaganna á öll- um félagssvæðum í kjördæminu, sem lögðu SÍ£ 'jndantekningarlaust mjög vel fram,“ sagði Ölaíur G. Eiú- arsson þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í samtali við Mbl., en hann var spurður um ástæður fyrir fylgisaukn- ingu Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi. „Við héldum uppi mjög ákveð- inni kosningabaráttu, við fram- bjóðendurnir lögðum okkur fram og heimsóttum mikinn fjölda vinnustaða, ég hef ekki tölu á hve margá st-aði við heimsóttum.: Sjálfur fór ég á yfir 3Ö stáði Cg ég býst við að svo hafi verið með flesta frambjóðendurna. Ég held að þeir fundir hafi verið mjög gagnlegir, við náðum eyrum fólks með okkar kosningaprógramm og áttum góða fundi með Sjálfstæð- isfélögunum, þannig að ég vil meina að kosningabaráttan hafi verið vel og skemmtilega rekin og .árangurinn eftir því.“ sagði ölafur G. Einarsson. Kjörfylgi stjórnmálaflokkanna frá 1931 1933 1934 1937 1942 sumar1942 haust 1946 1949 1953 1956 1959 vor 1959 haust 1963 Sjálfstæðisflokkur 43,8—15 48,2—20 42,3—20 41,4—17 39,5—17 38,5—20 39,6—20 39,5—19 37,1—21 42,4—19 42,5—20 39,7—24 41,4—24 Framsóknarflokkur 35,9—23 25,0—17 21,9—15 25,0—19 27,6—20 26,6—15 22,5—13 24,5—17 21,9—16 15,6—17 27,2—19 25,7—17 28,2—19 Sósíalistaflokkur 3,0— 0 7,5— 0 6,0— 0 8,5— 3 16,2— 6 18,5—10 19,5— 9 16,1— 7 Alþýðuflokkur 16,1— 4 19,3— 5 21,7—10 19,0— 8 15,4— 6 14,2— 7 17,8— 9 16,5— 7 15,6— 6 18,3— 8 12,5— 7 15,2— 9 14,2— 8 Þjóðveldismenn 1,1— 0 2,2— 0 Frjálsl. vinstri menn 0,2 Utan flokka 1,2— 0 1,0— 0 0,6— 0 Þjóðvarnarflokkur 6,0— 2 4,5— 0 2,5— 0 Lýðveldisflokkur 3,3— 0 Alþýðubandalag 19,2— 8 15,3— 6 16,0—10 16,0— 9 Bændaflokkur 6,4— 3 6,1— 2 Þjóöernissinnaflokkur 0,7— 0 Samt. frjálsl. og vinstri Bandalag jafnaðarmanna Samtök um kvennalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.