Morgunblaðið - 29.04.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.04.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1983 49 fólk f fréttum + Tracy Lamb og Andrew prina. Andrew prins fær Lamb fyrir Koo + Andrew prins hefur verið iftinn við aö hneyksla landa sína en nú þykir hann hafa bitift höfuftið af skömminni. Andrew var á Barbados-eyjum nú fyrir skemmstu og kom þangaö meö flugmóöurskipinu Invincible þar sem hann gegnir herskyldu. Hann brá sér náttúrulega í land eins og aörir og fréttamenn og Ijósmyndarar, sem komnir voru til að fylgjast meö prinsinum, voru al- veg vissir um, aö hann væri aö fara til fundar viö leikkonuna Koo Stark. Svo var þó ekki, því aö And- rew skemmti sér dagiangt á ströndinni meö þremur fáklædd- um feguröardísum. Þaö versta var þó, aö þegar Andrew kom auga á Ijósmyndarana, þá veifaöi hann til þeirra — meö sundskýlunni. Stúlkurnar þrjár heita Tracy Lamb, Lucy Wisdom og Vicki Hodge og er Andrew sagöur hrifn- astur af þeirri fyrstnefndu. + Sammy ésamt konu sinni, Altovise. „Ég elska allt, sem fæst fyrir fé“ + Ég elska allt, sem fæst fyrir fó. Einu vandrœöin eru, aö ég get ekki sjálfur passað alla hlutina mína. Þess vegna hef ég Ifka öryggisverfti é vakt allan sólarhringinn." Þaö er bandaríski kvikmyndaleikarinn Sammy Davis Jr. sem hef- ur þetta aö segja og getur trútt um talaö því aö hann veit ekki aura sinna tal. Sammy Davis á 20 bíla, hvern öörum stórkostlegri, og sá nýjasti er meö gullslegiö stýri, 22 karata gull í huröarhúnunum og sætin klædd logagylltu leöri. Á heimilinu eru 28 sjónvarpstæki, íþróttasalur, billjaröstofa og sundlaug og auk þess er kyndingin þannig stillt, aö hitinn er alltaf 32 gráöur á celsíus. Sammy segist nefnilega vera dauöhræddur um aö skemma í sér raddböndin ef hitinn er haföur minni. Þegar Sammy Davis bregöur sér af bæ, sem hann gerir raunar sjaldan, er nú aldeilis sjón aö sjá hann. Þá glóir á gull á hverjum fingri og armböndin og hálskeöjurnar eru gimsteinum sett. Þess vegna hefur hann alltaf vopnaðan lífvörð sér viö hliö. Sammy Davis er þrígiftur en núverandi kona hans heitir Altovise. Nýtt — Nýtt Sumarpeysurnar eru komnar. Glugginn, Laugavegi 49. Ný sending Kjólar, síöir samkvæmiskjólar, dragtir, pils, blúss- ur, buxnadragtir, Lady-Marlene brjóstahöld. Verð kr. 3.410 Karlhjól 5 gíra — Grátt Tegund nr. 2F702 Grindarhæö 60 cm — Hjólbaröar 622 FÁLKIN N* SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 84670 SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN blíðari á manninn, scgir: Ég gleymi ekki, þegar ég sá þig fyrst. Þá gneistaði í augum þér hugsjón betra lífs og mér fannst þú fulltrúi þcss bezta sem ég gat hugsað mér. Hef ég brcytzt? spyr hann hvasst og ákvcðið. Allt hefur breytzt, segir hún. Hann reynir að blíðka hana, en tekst ekki. Hann slær á léttari strengi, segir: Hef ég ekki sagt þér söguna um litlu þjóðina og ofureflið? Ofureflið var spurt að því, fyrir hverju það væri að berjast. Ekki væri það að berjast fyrir frelsi sínu. Nei, fyrir heiðri okkar og dýrð, sagði ofureflið. Þá sagði litla þjóðin, sem var að berjast fyrir frelsi sínu: Allir verða að berjast fyrir því, sem þeir hafa ekki hlotið. Kannski á þessi saga við um okkur, Nadya? Hún svarar með trega í röddinni: Ég hef ekki sagt það. En láttu ekki orð þeirra skjóta rótum eins og arfi í eyrum þér. Ég þoli ekki þcnnan Bería! Stalín svarar: Hvað er að honum? Leggðu staðreyndir á borðið. Ég er ckki sannfærður um, að neitt sé að honum. Ég hef ekki séð neinar staðreyndir. En Nadya hrópar: Hvaða staðreyndir þarftu? Ég sé ofureinfaldlega að hann er þorpari. Ég vil ekki sjá hann hér á heimilinu. Stalín missir stjórn á sér, hrópar: Farðu til fjandans! Hann er vinur minn. Hann cr góður chckisti. Hann hjálpaði okkur að bæla niður uppreisnina í Grúsíu. Það þorði enginn nema ég að senda þangað rauðar herdcildir og innlima Grúsíu í Sovétlýðvcldin. Ekki einu sinni Lenín. F.g treysti Bería. Staðreyndir, staðreyndir eru það, sem ég þarf. Þú átt eftir að sjá staðreyndirnar, þó að síðar verði, segir Nadya. Og rýkur út. Hann kallar á eftir henni: Þú hugsar með hjartanu eins og Ijóðskáldin. Þú ert eins og Mayakovsky eða Mandel- stam, sem talar um smjaðrandi leikbrúður mcð fuglsháls, varla manneskjur og þykist sjálfur vera meistari. En hún heyrir ekki ruddaleg hróp hans. Stundum finnst henni hann minna á óuppdreginn bóndadurg frá keisaratíman- um. Hún hryllir sig í herðunum. Heldur fyrir eyrun. Hleypur við fót. Bería, þetta svín, sem dregur ungar stúlkur á tálar. Eitrar fyrir þær með fíkniefnum. Nauðgar þcim í skjóli ógnarvalds. Stalín er aftur orðinn einn í herberginu. Hann af- skræmist af reiði. Hann hugsar um hendingar Mandel- stams; Ein af annarri fljúga fyrirskipanir hans í allar áttir ... og dauði hvers og eins er hinum gilda kákasíumanni fögnuður. Svo á maður að halda verndarhendi yfir þess- um afætum, muldrar hann í barm sér. En hann mun týnast, hverfa í ísinn eins og mammútarnir. Hann sezt. Reiðin sýður niðri í honum. Hún breytist í leiða yfir því, hvernig Nadya talaði við hann. Hann hugs- ar um hana. Hún stendur hjarta hans næst, þrátt fyrir allt. Án hennar getur hann ekki verið. En hann má ekki undir neinum kringumstæðum missa sjónar á heilagri skyldu sinni. Þeirri köllun að leiða þjóð sína inn í bjartari framtíð. Nú finnst honum allt þetta fólk vera einskis verðir maurar. En enginn má undan líta. Hann situr hugsi og hreinsar öskuna úr pípunni. Síðan gengur hann að bókaskápnum, flettir kveri með Ijóðaþýðingum á rússn- esku, les: Hófatök cinnar aldar eru skjótt dunin hjá; Ijóð salt- heiðanna halda áfram að vitja mín; Korkút þráir sína kæru heimahaga, hann leitar fósturmoldar sinnar. Korkút er kominn að fótum fram, og hvar sem hann leitar, alstaðar bíður hans opin gröf. . . Og þjóðirnar tóku að syngja Ijóð bræðralagsins ásamt Púskin, Abaí, Taras, Rústavelí. í Stalín rætist draumur fólksins um gleði og fegurð. Stalín, elskaði vinur, þú átt ekki þinn líka, þú ert skáld jarðarinnar, Stalín þú er saungvari þjóðvísunnar, Stalín þú ert hinn voldugi faðir Dsjambúls. (Þýð. H.K.L.) Stalín kemur að orðinu faðir. Skáldhirðinginn Dsjam- búl gæti verið langafi hans. Hann hugsar um hrjóstruga drauma sína. Og þetta land. h'RAMilAI.I)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.