Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR

101. tbl. 70. árg.
FÖSTUDAGUR 6. MAI 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hvað vakir fyrir Rússum með kafbátaferðunum?
Er Sundsvall-flói áætl-
aður innrásarstaður?
Stokkhólmi, 5. m«í, AP.
SÆNSKI sjóherinn leitaði enn í dag að hugsanlegum dverg-
kafbáti á botni Sundsvall-flóa og hefur leitarskipunum verið
fjölgað. Furðu hefur vakið hvers vegna kafbátar eru á þessum
slóðum þar sem engin hernaðarmannvirki eru náiægt Sunds-
vall. Sænskir hernaðarsérfræðingar segja þá skýringu líkleg-
asta, að Rússar, ef um þá er að ræða, hyggist nota Sundsvall
sem landgöngustað í stríðsátökum en þaðan er greið leið
suður Svíþjóð og yfir til Noregs.
Fleiri herskipum var í dag
stefnt til Sundsvall-flóa en í
gær sprungu þar tvö dufl, sem
gefur til kynna að kafbátur
hafi verið þar á ferð. Snemma
í morgun var tveimur djúp-
sprengjum varpað úr þyrlu
skammt þar frá sem duflin
sprungu og síðdegis voru kaf-
arar sendir niður í djúpið á
þessum sama stað. Þegar síð-
ast fréttist var ekkert vitað
um árangur leitarinnar.
Duflin, sem sprungu, voru í
um 10 km fjarlægð frá Sunds-
vall-borg og voru 400 kíló af
sprengiefni í hvoru. Yfirmenn
leitarinnar segjast ekki geta
útilokað, að þau hafi misst
marks eða að kafbáturinn hafi
sent frá sér skeyti til að koma
sprengingunum af stað áður
en hann fór sjálfur yfir
•sprengjusvæðið.
í Svíþjóð hafa margir verið
að furða sig á hvað geti vakað
fyrir Rússum, sem enginn ef-
ast um að séu þarna á ferð,
með því að kanna og kort-
leggja Sundsvall-flóa þar sem
engin hernaðarmannvirki eru
þar eða í grenndinni. Það var
hins vegar haft eftir sænskum
hernaðarsérfræðingum í sjón-
varpinu, að langlíklegast væri,
að Rússar ætluðu sér að nota
flóann og höfnina í Sundsvall
sem einn af upphafsstöðum
innrásar í Svíþjóð og Noreg ef
til styrjaldar kæmi. Frá
Sundsvall eru leiðir greiðar
bæði suður Svíþjóð og yfir til
Noregs.
Sundsvalls-
bukten
Sundsvall og Sundsvall-flói. Kross-
inn sýnir hvar duflin sprungu.
Frakkland:
Stökk út í
frelsið á
Orly-velli
Pmris, 5. mai. AP.
TÉKKNESKUR verkfræðingur,
sem var á leið heim til sín frá
Kúbu, stökk út úr flugvélinni, sem
hann var með, þegar hún millilenti
í París og hefur nú að sögn lög-
reglunnar beðið um að fá að kom-
ast til Kanada.
Flugvélin lenti á Orly-flug-
velli og þegar dyrnar voru
opnaðar nötaði Tékkinn, Jan
Rucka að nafni, 31 árs gamall,
tækifærið, stökk út úr vélinni en
fótbrotnaði þegar niður kom.
Flugstjóri vélarinnar krafðist
þess, að Rucka yrði fluttur aftur
um borð í vélina eftir fyrstu
hjálp en því neituðu frönsk yfir-
völd og hélt flugvélin þá áfram
ferðinni til Prag.
Sprengjur féllu víða í Beirútborg í ga?r þegar bardagar bkmsuou upp milli krUtinna manna og Drúsa í fjöllunum fyrir
ofan borgina. Myndin er tekin í austurhluta borgarinnar og sést mynd af Gemayel forseta á einum Ijósastauranna.
Kínverskri
flugvél rænt
í fyrsta sinn
Seoul, KunurKímu. 5. m»í. AP.
KÍNVERSKRI flugvél í innan-
landsflugi með 105 manns innan-
borös var í dag rænt og flugmenn-
irnir neyddir til að lenda á her-
flugvelli skammt frá Seoul í Suð-
ur-Kóreu. Áður hefur verið reynt
að ræna kínverskri flugvél en
þetta er í fyrsta sinn, sem það
tekst.
Fréttir voru fremur óljósar af
flugráninu og opinberlega hafði
ekkert verið sagt um hve flug-
ræningjarnir eru margir. Starfs-
menn bandaríska varnar-
málaráðuneytisins í Washington
sögðust hins vegar hafa það eftir
suður-kóröskum leyniþjónustu-
mönnum, að sex manns, fimm
karlmenn og ein kona, hefðu ver-
ið tekin í gæslu lögreglunnar.
Óstaðfestar fréttir eru um, að
tveir menn, annaðhvort flugliðar
eða farþegar, hafi orðið fyrir
skoti í átökum við flugræningj-
ana.
Xinhua-fréttastofan kínverska
sagði, að yfirmaður kínverska
loftferðaeftirlitsins hefði beðið
um að fá að koma til Suður-
Kóreu „til að fást við þetta mál"
en ekkert stjórnmálasamband er
á milli ríkjanna. Kínverjar voru
óvenjufljótir til að skýra frá
flugráninu og er það talið gert til
að kveða niður hugsanlegan orð-
róm um fjöldaflótta frá landinu.
Kóresk blöð segja flugræníngj-
ana vilja komast til Taiwan og
er hermt, að Taiwan-stjórn hafi
þegar sent tvo fulltrúa sína á
vettvang.
Aleigan hvarf á augabragði
Kerrigan fjölskyldan, sem býr f bænum Reeces Corners í Ontario í
Kanada, var öll að heiman sl. mánudag. Það varð henni til lífs. Um
miðjan daginn lagði hvirfilbylur leið sfna yfir bæinn og gjöreyðilagði
þau hús sem urðu £ vegi hans. Myndin sýnir hvað blasti við augum
Kerrigan fjölskyIdunnar þegar hún kom heim til sín.
Pólland:
Biskuparnir krefjast
náðunar verkamanna
Varaji, 5. maí. AP.
BISKUPAR rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Póllandi hvöttu í dag stjórnvöld
til að afnema herlögin að fullu, koma á fullum mannréttindum í landinu og
leysa úr haldi þá verkamenn, sem sætu í fangelsi. Á óvart kemur hve
áskorun biskupanna er skorinorð og er litið svo á, að afstaða kirkjunnar
manna til yfirvaldanna fari nú harðnandi.
Biskuparnir minntust ekkert á
mótmælagöngurnar síðustu daga
en tóku í raun undir allar kröfur
forystumanna Samstöðu og á óbein-
an hátt undir þá ósk Lech Walesa,
að hann fengi tækifæri til að hitta
páfa þegar hann verður í Póllandi
frá 16. til 22. júní nk.
„Pílagrímsferð okkar heilaga föð-
ur til Póllands er orðin að píla-
grímsferð fyrir vonir þjóðarinnar,"
sagði í yfirlýsingu biskupanna. „Við
væntum þess, að í anda þessara
vona verði herlögum að fullu aflétt,
mannréttindi virt og þeir fangar
leystir úr haldi, sem fangelsaðir
voru eftir að herlög voru sett." Þess
var einnig krafist, að fólk, sem
misst hefði vinnuna vegna skoðana
sinna, fengi störf sín aftur en það
mál og mörg önnur hafa biskuparn-
ir látið liggja í þagnargildi að und-
anförnu í von um að stjórnvöld lin-
uðu tök sín á fólkinu.
Það er talið eiga mikinn þátt í
harðnandi afstöðu kirkjunnar, að í
fyrradag ruddist hópur óeinkennis-
klæddra manna inn í kirkju í
Varsjá, barði þar fjóra starfsmenn
kirkjunnar og tók þá siðan með sér
langt út fyrir borgina þar sem þeir
voru skildir eftir. Víst er talið, að
þar hafi leyniþjónustumenn verið
að verki og haft fyrirskipanir um
þetta verk.
Dagskráin fyrir heimsókn páfa
til Póllands 16.-22. júní nk. er nú að
fullu frágengin. Bronislaw Dabr-
owski, erkibiskup, sagði í dag, að
pólska þjóðin væri nú að búa sig
undir komu páfa. "Hún bíður og
biður og vildi helst, að hann kæmi
strax í dag," sagði hann.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32