Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 117. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR
ttqptnWbifrife
117. tbl. 70. árg.
FÖSTUDAGUR 27. MAI 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ríkisstjérn Steingríms Hermannssonar ték við í gær:
Fyrsti ríkisráðsfundur foraeta íslands meó ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á Bessa-
stöðum í gær. Frá vinstri: Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Alex-
ander Stefánsson, félagsmálaráðherra, Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, Geir
Hallgrímsson, utanríkisráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, Matthías Á.
Mathiesen, viðskiptaráðherra, Jón Helgason landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra,
Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, Sverrir Hermannsson, orku- og iðnaðarráðherra.
MorifunhlaAiA Ólafur K. Magnússon.
Höfuðáherzla verður
lögð á eftiahagsmálin
Ekki gengið til kosninga fyrr en mikill og góður
árangur hefur náðst, segir forsætisráðherra
Á  'V>í\  rílrifirÁnsfnnHi s»m halHinn  I   rt) :i  í viðtali við Mhl  pftir »ð hann   I     RáAhprrnr rikiuct i Arnnr P.nnnðra
A 326. ríkisráðsfundi sem haldinn
var á Bessastöðum kl. 16 í gær skip-
aði forseti íslands Steingrím Her-
mannsson forsætisráðherra og und-
irritaði skipunarbréf ráðherra í ráðu-
neyti hans. Á fyrri fundi ríkisráðs
sem hófst kl. 11.30 í gaermorgun
leysti forsetinn Gunnar Thoroddsen
og ráðuneytí hans frá störfum, en
ríkisstjórn hans hafði þá verið við
völd frá 8. febrúar árið 1980.
Steingrímur Hermannsson sagði
m.a. í viðtali við Mbl. eftir að hann
tók við forsætisráðherraembættinu,
að hann væri mjög ánægður með þá
samstöðu sem náðst hefði við
Sjálfstæðisflokkinn um ríkisstjórn-
armyndunina. Hann sagði þá leggja
höfuðáherslu á efnahagsmálin og
kvað aðila sammála um að ekki yrði
gengið til nýrra kosninga á næst-
unni — ekki fyrr en mikill og góður
árangur hefði náðst í efnahagsmál-
Höfrungar
bjarga manni
Jacksonville, r'lorida. 26. maf. AP.
MAÐUR nokkur, sem féll útbyrðis þeg-
ar biti hans hvolfdi úti fyrir strbndum
Florida, sagoi í dag, að hann ætti hiifr
ungum líf sitt ao launa.
Þar sem maðurinn, Jeffery Barry,
36 ára gamall flugumferðarstjóri, féll
í sjóinn úði allt og grúði af hættu-
legum hákörlum en hann var ekki
fyrr kominn í vatnið en höfrunga-
hjörð kom að honum og skipaði sér í
órofa fylkingu allt f kringum hann.
Barry, sem er vel á sig kominn og
syndur sem selur, átti ekki annars
úrkosta en að reyna að synda til
lands og það tókst honum eftir tólf
stunda sund, örmagna og aðfram-
komnum. Allan þann tfma hvikuðu
hvalirnir ekki frá honum og héldu
hákörlunum, sem fylgdu þeim eins og
skugginn, í hæfilegri fjarlægð.
„Höfrungarnir björguðu lf.fi mfnu.
1 tólf klukkutfma syntu þeir við hlið
mér. Hafi ég ekki verið trúaður mað-
ur áöur, þá er ég það nú," sagði Barry
eftir að hann hafði jafnað sig á þol-
rauninni.
Ráðherrar ríkisstjórnar Gunnars
Thoroddsen komu í fylgd eigin-
kvenna sinna til Bessastaða laust
fyrir kl. 11 í gærmorgun. Síðasti
ríkisstjórnarfundur þeirra hófst kl.
11 og kl. 11.30 ríkisráðsfundur þar
sem Gunnar Thoroddsen lýsti því
yfir að stjórnarathafnir hefðu verið
afgreiddar eins og forseti íslands
hefði óskað á ríkisráðsfundi 28. apr-
íl 1983. Að lokinni afgreiðslu fyrir-
liggjandi mála leysti forsetinn rík-
isstjórnina frá störfum. Að því
loknu var fráfarandi ráðherrum og
eiginkonum þeirra boðið til hádeg-
isverðar. Þeir yfirgáfu Bessastaði
um kl. 14.
Rétt fyrir kl. 16 komu viðtakandi
ráðherrar að Bessastöðum, en mik-
ill fjöldi fréttamanna beið komu
þeirra fyrir utan forsetasetrið.
Fyrstur kom Matthías Á. Mathie-
sen viðskiptaráðherra, þá Ragn-
hildur Helgadóttir menntamálaráð-
herra, Halldór Asgrímsson sjávar-
útvegsráðherra, þá Geir Haligríms-
son utanríkisráðherra. Næstur kom
Alexander Stefánsson félagsmála-
ráðherra, þá Jón Helgason land-
búnaðar-, dóms- og kirkjumálaráð-
herra. Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra kom næstur, þá
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra, litlu síðar Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra og á
mínútunni fjögur renndi Matthías
Bjarnason heilbrigðis- og félags-
málaráðherra í hlað.
Ríkisráðsfundur var síðan settur
og er Steingrímur Hermannsson
hafði iesið upp ráðherralista sinn
og lagt hann fyrir forsetann, féllst
hún á tillögu hans og gaf út úrskurð
um skipan og skiptingu starfa ráð-
herranna. Að loknum ríkisráðs-
fundinum var haldinn stuttur ríkis-
stjórnarfundur, en engar afgreiðsl-
ur voru á honum. Áður en hið nýja
ráðuneyti yfirgaf Bessastaði þáðu
ráðherrarni- léttar veitingar.
Nýju ráðherrarnir fóru flestir frá
Bessastöðum í ráðuneyti sín og tóku
við lyklavöldum af fráfarandi ráð-
herrum. Ríkisstjórnarfundur er
boðaður kl. 10.30 árdegis og að sögn
forsætisráðherra Steingríms Her-
iiiannssnnar verður h?r frengið frá
5 bráðabirgðalögum vegna efna-
hagsraðstafana íikióstjoiiiariinar.
Sjá viðtöl við ráðherra hinnar
nýju rikisstjórnar á blaðsíðum
10, 16 og 17 og viotiil við fráfar-
andi ráðherra á bls. 18 og 19.
Sýrlendingar
ögra ísraelum
Vopnahléð í Líbanon „á bláþræði"
Tel Aviv, Beirut, Amman. 26. maí. AP.
VOPNAHLÉIÐ, sem er á milli Sýr-
lendinga og ísraela í Líbanon, var í
dag sagt hanga „á bláþræði" eftir að
sýrlenskar orrustuvélar höfðu skotið
á ísraelska flugvél.
Sýrlensku orrustuvélarnar skutu
tveimur flugskeytum að ísraelsku
flugvélinni en misstu marks að því er
talsmaður ísraelsku herstjórnarinnar
sagði. Kvað hann þetta vera „alvar-
legasta atvikið í stöðugum vopna-
hlésbrotum Sýrlendinga".
Blöð og aðrir fjölmiðlar í Sýr-
landi sögðu í dag, að einskis yrði
látið ófreistað í baráttunni gegn
samkomulaginu um brottflutning
erlends herliðs frá Líbanon og að
ef til átaka kæmi milli Sýrlend-
inga og ísraela yrði þar ekki um að
ræða takmarkaðar skærur heldur
allsherjarstríð.
Óháða dagblaðið An-Nahar í
Beirut sagði í dag, að líbanska rík-
isstjórnin hefði verið vöruð við
hugsanlegum tilraunum til að ráða
Gemayel forseta af dögum í þeim
tilgangi að koma af stað borgara-
styrjöld í landinu og knýja fram
skiptingu landsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32