Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 150. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR
150. tbl. 70. árg.
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Shultz í Damaskus:
Viðræður um
liðsflutninga
DmnMsklU), 5. júlí. AP.
GEORGE P. Shultz utanrfkisriðherra Bandaríkjanna kom f kvöld til Dam-
askus til aö kanna hvort gnindvóllur sé £ samkomulagi um brottflutning
allra útlendra herja frá Líbanon og í þn' sambandi itti hann fund med Abdul
Halim Khaddam utanríkisriðherra i kvöld, en á morgun hittir hann Hafez
Assad forseta.
Shultz sagðist ekki vera með
neina gjafakörfu meðferðis til að
reyna að „kaupa" Sýrlendinga til
að hverfa með her sinn frá Líban-
on, en sagði Bandaríkjamenn til-
búna til að koma í kring viðræð-
um, sem Sýrlendingar hafa hingað
til hafnað með því að neita að
ræða við Philip Habib, aðalsamn-
01 barn eftir
84 daga í dái
Roanoke, Virginíurfki, 5. júlí. AP.
KONA, sem verið hefur læknis-
fræðilega dauð í 84 daga, ól í dag
stúlkubarn, og hefur fóstri ekki ver-
io haldið lengur lifandi undir kring-
umstæðum af þessu tagi.
Það var í apríl sl. sem heila-
starfsemi konunnar stöðvaðist
eftir að hún hafði fengið slag, en
haldið var í henni lífi í öndunar-
vél, þar til eftir fæðingu barnsins,
að sú líftaug var rofin.
í marz sl. ól kona í Kaliforníu
barn 64 dögum eftir að heilastarf-
semi hennar stöðvaðist og hún
læknisfræðilega úrskurðuð látin.
Reagan
fer fram
IHHinni, 5. júll. AP.
GEORGE Bush varaforseti
sagði i fundi við brottförina til
íslands að Ronald Reagan yrði
örugglega í kjöri við forseta-
kosningarnar 1984.
„Hann verður í framboði og
hann mun sigra í kosningun-
um," sagði Bush á fundinum.
Hann sagði Reagan haf a beðið
sig að standa með sér. Að-
spurður sagði Bush að Reagan
væri við góða heilsu.
ingamann Bandaríkjanna í deilun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs.
Áður en Shultz fór til Damask-
us átti hann fund með háttsettum
ráðamönnum i Beirút, þar sem
ræddar voru hugsanlegar leiðir til
að koma brottflutningi herjanna í
kring. Vildi Shultz ekki staðfesta
hvort þar á meðal hefði verið rætt
um að hvetja ísraela til að dags-
etja brottflutning allra sinna
herja, sem talið er að myndi
hvetja Sýrlendinga til hins sama.
Blöð í Sýrlandi spáðu að Shultz
myndi reyna að fá ísraela til að
hverfa með heri sína úr Chouf-
fjallgarðinum við Beirút á nýjar
stöðvar sunnan við Awal-fljót, þar
sem það mundi knýja Sýrlendinga
til samskonar brottflutninga.
Haft var eftir Assad forseta að
hann mundi ekki hverfa frá and-
stöðu sinni við samkomulag ísra-
ela og Líbana um brottflutning
sveita ísraela frá í maí, fyrr en
Íað væri úr gildi numið og allir
sraelar á brott úr Líbanon.
Frá Damaskus heldur Shultz til
ísrael til viðræðna við Menacchem
Begin forsætisráðherra, en síðan
er gert ráð fyrir að hann haldi til
Washington og skýri Reagan for-
seta frá niðurstöðum. Samkvæmt
heimildum AP-fréttastofunnar
bendir enn ekkert til árangurs af
viðræðum Shultz.
Yasser Arafat skæruliðaleiðtogi
missti enn einn spón úr aski sín-
um er Abu Ahmed Ismail, leiðtogi
PLO-skæruliða í hinni fornu borg
Baalbek í austurhluta Líbanon,
sagði sveit sína hafa ákveðið að
ganga til liðs við uppreisn þá sem
Abu Mousa lýsti á hendur Arafat
7. maí sl. Kvað Ismail 300 menn
undir sinni stjórn, en áreiðanlegar
heimildir telja þá ekki fleiri en
150.
Claude Cheysson utanríkisráð-
herra Frakklands kom í dag til
Jidda í Saudi Arabíu frá Damask-
us til viðræðna við leiðtoga Saudi
Arabíu, m.a. um framtíð Líbanon.
Morimnhltóhl KAV
Varaforseti Bandarfkjanna, George Bush, kom til landsins um midjan dag í gær með einkaflugvél. Hér er hann
á leið út úr flugvélinni ásamt konu sinni, Barbttru Bush. Með þeim á myndinni er Marshall Brement, sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi.
George Bush varaforseti Bandaríkjanna í bandaríska sendiráðinu:
NATO ríki hafa
búið við frið í 30 ár
Yfir 100 styrjaldir annars staðar í heiminum á sama tíma
VARAFORSETI Bandarikjanna, George Bush, sagði m.a. í þjóðhátíðar-
móttöku í bandaríska sendiriðinu í gær, að vTir 100 styrjaldir hefðu verið
háðar í heiminum frá því að Atlantshafsbandalagið var stofnað, en á
þessu sama tímabili hefði friður rfkt í rfkjum Atlantshafsbandalagsins og
segði það meira um árangur varnarsamstarfs vestrænna ríkja en flest
annað.
Varaforsetahjónin komu til
Keflavíkurflugvallar klukkan 16
i gær, þar sem forsætisráðherra
Steingrímur Hermannsson og
aðrir íslenskir ráðamenn tóku á
móti þeim. Þaðan var haldið í
gestabústað forsetaembættisins
við Laufásveg í fylgd íslenskra
ráðamanna, lögreglu og lífvarða
varaforsetans, þar sem höfð var
40 mínútna viðdvöl áður en vara-
forsetinn hélt í þjóðhátíðar-
móttökuna í sendiráði, Bandar-
íkjanna við Laufásveg. Um
kvöldið snæddu varaforseta-
hjónin kvöldverð á Hótel Sögu
ásamt gestum í boði íslensku
forsætisráðherrahjónanna.
Þar sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra
meðal annars:
„Ég efast um að raunveru-
legur friður fáist án trausts
þjóða á milli. Því trausti verður
helst komið á með opinskáum
skoðanaskiptum,          víðtækum
skilningi á skoðunum og vanda-
málum hvers annars og efna-
hagslegu samstarfi i einlægri
viðleitni til að tryggja öllum
lífvænleg kjör í friði. Eg tel víst
að slíkt myndi brjóta niður öll
járntjöld."
Sjá nanari frásögn i miðopnu.
Andropov hótar að
margfalda vígbúnað
Monkni, 5. júlí. AP.
YURI Andropov forseti Sovétrfkjanna varaði Helmut Kohl kanzlara Vestur-
Þýzkalands alvarlega við afleiðingum af staðsetningu nýrra bandarískra
kjarnorkuflauga í V-Þýzkalandi og sagði það mundu leiða til margaukinnar
hernaðaruppbyggingai af hálfu Sovétmanna. Andropov hitti Kohl i Kreml í
dag eftir ao hafa þurft að fresta fundi f gær vegna nýrnaveiki. Fylgdarmenn
Kohl sögðu að Andropov hefði itt erfitt með hreyfingar og stöðugur skjilfti
verið í vinstri handlegg.
„Það er hættuleg sjálfsblekking
að halda að staðsetning flauganna
verði til þess að við látum undan
við samningaborðið í Genf," var-
aði Andropov við á fundinum með
Kohl. Hann sagðist ekki sjá hvaða
ávinning Þjóðverjar hefðu af nýju
flaugunum, og ef þeim yrði komið
fyrir, myndi ógnun við Vestur-
Þjóðverja margfaldast.
Þessi yfirlýsing er tekin sem
hótun Sovétmanna um að marg-
falda SS-20 flaugar sínar sem
beint er á Vestur-Evrópu, en
rúmlega 350 slíkar eru nú á skot-
pöllum innan sovézku landamær-
anna. Atlantshafsbandalagið álít-
ur að staðsetning 572 nýrra Persh-
ing-2 og Tomahawk-flauga sé
nauðsynleg til að vega á móti
þessum flaugum.
Sfauunjiid-AP.
Fri fundi Yuri Andropov leiðtoga Sovotrfkjanna (t.h.) og Helmut Kohl
kanzlara Vestur-Þýzkalands í Moskvu. Þetta var fyrsti fundur Andropov með
leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkis fri þvf hann komst til valda í fyrrahaust.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32