Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SÍÐUR
156. tbl. 70. árg.
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Afganistan:
Frelsisliðarnir
færast í aukana
Nvja Delhí, Indlandi. 12. júli. AP.
FRELSISSVEITIR í Afganistan hafa
sótt mjög í sig veðrið síðustu vikurnar
og eftir því sem ónafngreindur vest-
rænn diplómat segir, var mikið blóð-
bað er frelsissveitarmenn létu til
skarar skríða í brúðkaupi í Kabúl.
Þar voru gestir um 80 talsins, margir
fyrrum frelsissveitarmenn sem snúist
hafa til stuðnings ríkisstjórnar Babr-
aks Karmal. Felldu frelsissveitar-
menn rúmlega 40 manns og höföu
aðra nauðuga á brott með sér.
Þessar aðgerðir frelsissveitar-
manna voru hápunkturinn á vax-
andi umsvifum þeirra í höfuðborg-
inni Kabúl og nágrenni síðustu vik-
urnar. Árásin á brúðkaupsgestina
mun hafa átt sér stað 5. júlí, en
tveimur nóttum áður gerðu frels-
issveitir eldflaugaárás á stöðvar
sovéskra hermanna í Kabúl. Vökn-
uðu borgarbúar við mikinn gný og
vopnaskak, en talað var um að átta
sovéskir hermenn hefðu fallið í
árásinni. Ekkert fréttist af mann-
falli í röðum frelsisliða. Auk þessa
hafa frelsisliðarnir sprengt margar
sprengjur í íbúðarhverfum sov-
éskra diplómata og hernaðar-
ráðgjafa.   Hafa  sprengingarnar
Misheppn-
að flugrán
Moskva, 12. júli AP.
SOVÉSKA fréttastofan Tass greindi
frá því í gær, að tveir farþegar hefðu
gert tilraun til að ræna farþegaflugvél
frá Aeroflot, sem var í iætlunarflugi
frá Moskvu til Tallin í byrjun þessa
mánaðar. Sagði Tass að aðrir farþeg-
ar og áhöfn vélarinnar hefðu í sam-
einingu yfirbugað ræningjana og
heföi annar þeirra látið liTið.
Hafði Tass eftir sjónarvottum,
að flugvélaræningjarnir hefðu sagt
að þeir væru með öflug sprengiefni
innan klæða sem þeir ætluðu að
sprengja ef ekki yrði gengið að
kröfum þeirra.
valdið miklum skemmdum, en litlu
eða engu mannfalli.
6. júlí gerðu frelsisliðar harða
hríð að tveimur herstöðvum Sov-
étmanna og afganskra stjórnar-
hermanna í Bala Hissar, komust
inn fyrir víglínuna í annarri þeirra
og stökktu mótherjum sínum á
flótta. Einnig skutu þeir eldflaug-
um á sovéska kornbirgðastöð,
skemmdu hana mjög og felldu þrjá
afganska gæslumenn. Rafmagns-
laust var í 12 klukkustundir í Share
Nabu, skammt norður af Kabúl,
eftir eldflaugaárás frelsissveita á
orkuver.
Lífseig-
ur hvít-
voðungur
Kansas City, 12. júlí. AP.
NÝFÆDDUR hvítvoðungur lifði af
með  ótrúlegum  hstti  að  vera
stungið í ruslapoka og settur því
næst í frystikistu.
Atvikið átti sér stað í Kansas
City um helgina. Eldri karlmað-
ur sá þá til ferða dóttur sinnar
þar sem hún kom útaf salerni
ibúðar þeirra með ruslapoka og
hvarf með hann ofan í kjallara.
Þótti föðurnum hátterni for-
vitnilegt og njósnaði því um
ferðir stúlkunnar. Setti hún pok-
ann í frystikistuna og hvarf síð-
an á brott. Var föðurnum litið
ofan í kistuna nokkru síðar og
fann þá nýfætt barn í pokanum.
Var barninu ekið í skyndi á
sjúkrahús og þótti með ólíkind-
um að það var enn á lífi. Síðast
er fréttist hafði það braggast vel
og var hugað líf. Stúlkan fannst
fljótt og var hún lögð á sjúkra-
hús. Gaf hún engar skýringar á
hátterni sínu, en fjölskyldumeð-
limir höfðu enga hugmynd um
að hún væri með barni.
Ungfrú alheimur
Simamynd AP.
• Ungfrú Lorriane Downes frá Nýja-Sjálandi var í gær kjörin Ungfrú alheimur í fegurðarsamkeppni sem haldin
var í St. Louis í ltandaríkjunum. Fegurðardrottningin er í miðjunni, en með henni eru þær stúikur sem voru í
næstu sætum. Þær eru, talið frá vinstri, ungfrú England, Karen Moore, ungfrú írland, Roberta Brown, þá
sigurvegarinn, ungfrú Lorraine, ungfrú Bandarikin, Juli Hayek, og loks ungfrú Sviss, Lolita Morena. Sjá nánar
frétt á blaðsíðu 14.
Stjórnarherinn
í Chad sækir sig
NDiamena Chad, 12. júlf. AP.                                                               ^ ¦ W
N'Djamena Chad, 12. júlf. AP.
IDRISS Miskine, utanríkisráðherra
Chad, Ivsii yfir í gær, að borgarastyrj-
öldin í landinu væri nú óðum að snúast
stjórnarhernum í hag og vendipunktur-
inn hefði verið i gær, er stjórnarher-
menn náðu á sitt vald hernaðarlega
mikilvægum samgönguæðum skammt
frá borginni Abeche auk borgarinnar
sjálfrar. Sagði Miskine skæruliða hafa
farið halloka á þessum slóðum, mann-
fall hefði verið mikið í þeirra röðum og
70 hefðu verið teknir höndum. Sagði
Miskine nokkra hinna handteknu hafa
verið Líbýumenn.
Goukouni Oueddei, fyrrum forseti
Chad, og foringi skæruliðanna, sagði
í samtali við franska dagblaðið Le
Matin að Mitterrand Frakklandsfor-
seti ætti að gæta sín á því að aðstoða
Habre forseta of mikið. „Vopnin sem
Frakkar senda honum munu ekki
stöðva okkur og það er eins gott fyrir
Mitterrand að ganga ekki lengra í
hjálparstarfinu, því þá mun skella á
stríð milli Chad og Frakklands. Við
höfum barist gegn Frökkum fyrr á
árum með hnífum og spjótum. Með
nútímavopnum yrðum við ekki auð-
sveipir, stríðið myndi ná allt til
Parisar, það er því eins gott að Mitt-
errand vari sig," sagði Oueddei.
Enn sem komið er, hafa Frakkar
ekki ákveðið að senda hermenn til
Chad. Mobutu, forseti Zaire, hefur
hins vegar ákveðið að koma Habre
til aðstoðar. Þegar eru 250 fallhlífar-
hermenn frá Zaire í röðum stjórnar-
hers Chad, en Mobutu ætlar að
senda 1750 til viðbótar.
Sovétmenn hafa tjáð sig um gang
mála í Chad, en sovéska stjórni.n
hefur sent frá sér tilkynningu, þar
sem hún gagnrýnir harðlega „vest-
ræna afskiptasemi í Chad sem hefur
orðið til þess að venjulegt borgara-
stríð er þess í stað orðið að suðupotti
sem gæti stofnað heimsfriðnum í
hættu", eins og þar segir. Minntust
Sovétmenn ekki einu orði á þátt Lí-
býumanna, en fordæmdu Frakka
hins vegar harðlega fyrir að senda
stjórn Chad vopn og vistir.
Mótmælt í Santiago
Símamynrl AP.
• Nokkuð var um mótmæli i götum Santiago f Chile í
gær, þrátt fyrir að stjórnvöld í landinu höfðu lagt blátt
bann við því. Var um að ræða framhald á ólgu og verkföll-
um sem staðið hafa yfir í landinu síðustu vikurnar. Þitt-
taka í mótmælagöngum og þvíumlíku var minni en reikn-
að var raeð, en herforingjastjórn Pinochets forseta hefur í
haldi flesta af öflugustu og sterkustu verkalýðsleiðtogum
landsins. Til áíaka kom varla, en mótmaelendur sprengdu
tangferðabifreið í loft upp in þess þó að nokkur biði bana.
f gærkvöldi var svo útgöngubann í helstu borgum lands-
ins til að afstýra frekari mótmælum.
Mannránið á ítalíu:
Enn óvissa um
afdrif stúlkunar
Kómarhorc. 12. júlf. AP.
LÖGREGLAN i ítalíu er engu nær um afdrif hinnar 15 ira gömlu Emanuelu
Orlandi, sem rænt var fyrir nokkrum dögum. Ónafngreindur maður hringdi í
lögregluna í gær og sagði stúlkuna litna. Lögreglan telur sig þó hafa istæðu til
að ætla að um gabb hafi verið að ræða. Áður hafði ikveðinn maður hringt og
sagt að stúlkunni yrði ekki sleppt fyrr en tyrkneski hryðjuverkamaðurinn
Mehmurt Ali Agca hefði verið leystur úr haldi.
Símtalið í gær kom eftir að
frændi stúlkunnar hafði opinber-
lega krafist þess af mannræningj-
unum að þeir færðu fram sönnun-
argögn sem bentu til að stúlkan
væri á lífi og ómeidd. Hringdi sím-
inn skömmu síðar hjá lögreglunni i
Róm og sagði karlmannsrödd
stúikuna látna. Sagði maðurinn að
lík hennar væri í bílskotti annað
hvort í götunni Via Sinti eða Via
Scinti. Heyrðist ógreinilega er
röddin nefndi götunafnið, en hvor-
ug gatan er til. Hins vegar fór lög-
reglan þegar í stað á stúfana að
leita að öllum götum sem heita lík-
um nöfnum. Átti líkið að liggja i
rauðri Fiesta-bifreið. Ekki fannst
stúlkan og var leitinni hætt í
gærkvöldi.
Ónafngreindur lögreglumaður
sagði að sem stæði væri litið á sím-
talið sem gabb. Maður sem talað
hefur við þann er segir sig hafa
stúlkuna í haldi segir hinn meinta
ræningja tala ítölsku með hreim.
„Hann gæti verið bandarískur,"
sagði hann.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32