Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 157. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
157. tbl. 70. árg.
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sfldveiðideilan í Norðursjó:
Norðmenn vilja
framhald veiða
OsU'i, 13. júlf. Frá Jan Erik Lauré,  frétUriUra Morgunblaósins.
SVENN Stray, utanríkisráöherra Noregs, kallaði í dag á sinn fund fulltrúa
átta Efnahagsbandalagslanda og afhenti þeim haiðorð mótmæli Norð-
manna vegna sfldveiðibannsins í Norðursjó.
Vegna mikillar óeiningar innan
EBE eru fiskveiðiviðræður banda-
lagsins við Norðmenn komnar í
strand og þeir urðu að hætta síld-
veiðum sínum á miðnætti í gær.
Sex ár fyr-
ir njósnir
Stokkholmi, 13. júif. AP.
LIÐSFORINGI í sænska flug-
hernum, Bertil Strömberg, var í
dag dæmdur til sex ára fangels-
isvistar fyrir „stórfelldar" hern-
aðarnjósnir. Var hann einnig
sekur fundinn um að hafa reynt
að selja pólska sendiráðinu í
Stokkhólmi mikilvægar hernað-
arupplýsingar.
Það var pólski sendiherrann,
sem lét lögregluna vita þegar
Strömberg bauð upplýsingar
sínar til sölu. Sendiráðið tók
síðan þátt í að leiða Strömberg
í gildru.
Samkvæmt viðræðum við fisk-
veiðinefnd EBE telja Norðmenn
sig hafa lcyfi til þess að veiða
31.000 tonn af síld, en hafa nú að-
eins veitt á milli 12.000 og 13.000
tonn í mið- og norðurhluta Norð-
ursjávarins.
Stray undirstrikaði á fundinum
með fulltrúunum frá EBE-löndun-
um átta, að Norðmenn líti alvar-
legum augum á þessa stöðvun síld-
veiðanha. Fór hann þess á leit við
fulltrúana, að þeir beittu áhrifum
sínum við ríkisstjórnir sínar
þannig að Norðmenn geti hafið
veiðarnar á ný og fyllt þann kvóta,
sem þeir telja sig eiga rétt á að
veiða.
Herskip frá nokkrum löndum
Efnahagsbandalagsins sveima nú
um í Norðursjó og gæta þess, að
síldveiðibannið verði ekki brotið.
Auk norskra sjómanna snertir
bann þetta einnig sjómenn frá
Bretlandi og Hollandi. Danir,
Frakkar og V-Þj6ðverjar hafa að
mati EBE enn ekki fyllt kvóta
sína og geta því haldið veiðunum
óhindrað áfram.
Jens Evensen ræðir hér við Bandaríkjamanninn Elliott Richardson á ráð-
stefnunni í Osló, sem hófst í gær.                Slmamynd Verdens Gang.
Evensen álasar
stórþjóðunum
Osk). 13. júlí. Fra Jan Erik Lauré,  CrétUriUra Morgunblaosins.
Hafréttarfulltrúi Norðmanna,
Jens Evensen, var harðorður mjög í
upphafsræðu sinni við setningu al-
þjóðlegrar hafréttarráðstefnu, sem
hófst í Olsó í dag og lýkur á laugar-
dag.
Ráðstefna þessi er sótt af um
300 sérfræðingum um hafréttar-
málefni frá 40 löndum, en þátttak-
endurnir koma ekki fram sem sér-
legir fulltrúar þjóða sinna. Er
þannig vonast til að allar umræð-
ur verði e.t.v. opinskárri. Flestir
fulltrúanna hafa setið ráðstefnur
Sameinuðu þjóðanna um hafrétt-
armál í Caracas, Genf og New
York. Ráðstefnan í Osló er haldin
á vegum hafréttarstofnunarinnar
við  háskólann  á  Hawaii  og
Fridtjof Nansen-stofnunarinnar í
Osló.
í ræðu sinni sagði Stray, að
nokkur af stærstu iðnríkjum Vest-
urlanda stæðu i vegi fyrir því, að
hafréttarsáttmáli     Sameinuðu
þjóðanna hlyti almennt samþykki,
en nú hafa um 120 aðildarþjóðir
þeirra skrifað undir hann. Banda-
ríkjamenn, Bretar og V-Þjóðverj-
ar eru á meðal þeirra stórþjóða,
sem ekki hafa viljað skrifa undir
sáttmálann.
Deilan stendur einkum um nýt-
ingu auðlinda á hafsbotni, utan
200 mílna efnahagslögsögu ríkj-
anna. Þær þjóðir, sem ekki hafa
viljað skrifa undir sáttmálann
halda því fram, að allt of óljósar
reglur séu um þessi mál.
Leifar herbflsins, sem hermennirnir fjórir létust í, sjást hér við gryfjuna sem
opnaðist við hina geysiöflugu sprengingu.                 símamynd- AP.
Breska þingið:
Dauða-
refsingu
hafnað
Lundúnum, 13. júlf. AP.
DAUÐAREFSING verður ekki tekin
upp í Bretlandi að nýju. Breska full-
trúadeildin felldi seint í kvöld í at-
kvæðagreiðslu sinni frumvarp þess
efnis með 361 atkvæði gegn 245.
Dauðarefsing var afnumin árið 1969.
Talið var um tíma í dag, að svo
kynni að fara, að þingið sam-
þykkti frumvarpið eftir að fréttir
bárust af hryðjuverkum írska
þjóðfrelsishersins, IRA, í dag. Var
talið að í ljósi fréttanna frá N-ír-
landi myndu hugsanlega nægilega
margir andstæðingar dauðarefs-
ingar snúast á sveif með stuðn-
ingsmönnum hennar til að frum-
varpið hlyti samþykki. Fyrr í dag
hafði lausleg talning atkvæða á
meðal þingmanna gefið til kynna
að mjög mjótt yrði á mununum.
Mjðg snarpar umræður urðu í
þinginu í dag og kom til hvassra
orðaskipta á milli þingmanna
N-íra. Ummæli John Hume, eins
þingmanns N-íra, vöktu sérstak-
lega mikla athygli, en hann barð-
ist mjög gegn dauðarefsingu.
Sagði hann, að með því að taka
dauðarefsingu upp að nýju væri
IRA færður sigurinn á silfurfati.
James Prior, írlandsmálaráðherra
bresku stjórnarinnar, hafði hótað
að segja af sér embætti ef frum-
varpið fengi meirihluta atkvæða á
þingi.
Mestu hryðjuverk
IRA á þessu ári
Bctfast, 13. júlf. AP.
SEX manns létu lífíð á N-írlandi í dag þegar skæruliðar IRA létu til
skarar skríða í öflugustu aðgerðum sínum það sem af er þessu ári. Fjórir
létust er herflutningalest var gerð fyrirsát og tveir uppljóstrarar voru
teknir af lífi, að því er virðist
Að sögn lögregluyfirvalda voru
hinir fjórir látnu hermenn úr
deild þjóðvarðliða í Ulster-héraði.
T?ir létu Iífið er bifreið þeirra 61:
yfir mjög öfluga jarðsprengju,
sem komið hafði verið fyrir á af-
skekktum sveitavegi í Tyrone-
sveit. Fimmti varðliðinn slasaðist
illa.
Þá skýrði lögreglan frá því, að
svo virtist sem tveir menn hefðu
verið teknir af lífi af mönnum inn-
an IRA-hreyfingarinnar, senni-
lega eftir uppljóstranir. Mennirn-
ir, sem voru líflátnir, eru úr hópi
strangtrúaðra kaþólikka, sem
hafa haft hendur í hári 200 virkra
meðlima IRA í héraðinu á undan-
förnum mánuðum.
Litlar upplýsingar er að hafa
um hvernig dauða mannanna
tveggja bar að höndum, en nakin
lík þeirra fundust í bifreið
skammt frá Crossmaglen. Sá bær
er þekktur fyrir að vera öflug
bækistöð IRA-manna, og héraðið,
South Armagh, hefur iðulega ver-
ið nefnt „glæpamannalandið".
Báðir mennirnir höfðu verið
skotnir í höfuðið af stuttu færi, en
slíkt er einkenni vinnubragða IRA
þegar samtökin lífláta þá, sem þau
telja óæskilega.
Morðalda  þessi  á  N-írlandi
hófst  aðeins  nokkrum  klukku-
stundum áður en umræður áttu að
hefjast í breska þinginu um hvort
taka bæri hengingar upp að nýju.
Þykir víst, að skæruliðum IRA
þyki að sér vegið og þeir hafi með
þessum aðgerðum í dag vilja gefa
það til kynna, svo ekki yrði um
villst, að ógnaröldinni á N-írlandi
linnti ekki þótt dauðarefsing væri
tekin upp að nýju.
Hertar aðgerðir
frelsissveitanna
IsUmabad, PakisUn. 13. júlf. AP.
SVKITIR afganskra skæruliða
gerðu á laugardag irás i flugvöll-
inn í Kabúl í annað sinn i skömm-
um tima. Frétt þessi er höfð eftir
vestrænum diplómat í Islamabad,
en hann kvaðst ekki hafa neinar
ninari fregnir af irisinni.
Annar heimildarmaður AP-
fréttastofunnar, sem ekki vildi
láta nafns síns getið, sagði á
hinn bóginn, að nokkrir sovéskir
hermenn  hefðu  fallið  i  fyrri
árásinni, sem gerð var 1. júlí. Þá
hefðu tvær þyrlur og ein orr-
ustuþota verið eyðilagðar.
Þá hafa ferðamenn, sem komu
til Kabúl, skýrt frá þvi, að frels-
issveitirnar hafi gert stjórnar-
hermönnum fyrirsát á laugar-
dag til þess að hefna fyrir ráns-
herferð þeirra um íbúðarhús í
þorpinu Kariz-I-Mir skammt frá
Kabúl.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48